Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 37

Morgunblaðið - 17.03.2012, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012 ✝ GuðmundurGuðmundsson fæddist á Núpi und- ir Eyjafjöllum 9. september 1923. Hann lést á Dval- arheimilinu Kirkju- hvoli 7. mars 2012. Foreldrar hans voru Guðmundur Árnason, f. 6.4. 1892, d. 5.12. 1957, og Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 7.11. 1898, d. 7.7. 1981. Systkini Guðmundar: Sig- urður, f. 1918, d. 1992, Ragnar, f. 1921, d. 1986, Kristinn, f. 1925, d. 2004, Árni, f. 1929, d. 1996, María, f. 1931, d. 1981, Guðrún, f. 1933, Sigríður, f. 1936, Svan- hvít, f. 1941, Gísli, f. 1943. Guðmundur kvæntist Ástu 1988, unnusti hennar er Gilbert G. Sigurðsson, f. 10.4. 1981, Sverrir Guðmundur, f. 3.9. 1989. 3) Guðbjörg Birna, f. 5.5. 1963, maki Björn Eysteinsson, f. 24.2. 1960, synir þeirra eru Alexand- er, f. 6.6. 1990 og Daníel Örn, f. 25.4. 1996. Guðmundur fór á unglings- árum á vertíð í Vestmanna- eyjum, þaðan til Reykjavíkur og lauk húsasmíðanámi frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann vann við smíðar og uppbyggingu á Staðarfelli í Dölum, við Sogs- virkjun, Keflavíkurflugvöll og í heimabyggð, var bygging- arfulltrúi sveitarfélagsins í ára- tugi og bóndi á Núpi frá árinu 1953. Hann var annálaður glímumaður og Glímukóngur Ís- lands 1948 og 1949. Tónlist og ljóð voru honum hugleikin og oft var sungið í stofunni á Núpi við hans undirleik. Útför Guðmundar fer fram frá Ásólfskálakirkju í dag, 17. mars 2012, og hefst athöfnin kl. 14. Sveinbjarn- ardóttur, f. 5.8. 1923, frá Ysta Skála Eyjafjöllum 14. maí 1948. Þau eign- uðust þrjú börn: 1) Anna Sigríður, f. 20.12. 1948, maki: Sveinn Ívarsson, f. 13.2. 1954, sonur þeirra er Guð- mundur Hlír Sveinsson, f. 20.4. 1980, maki: Þórhildur Birg- isdóttir, f. 3.3. 1980, sonur þeirra er Sveinn Gauti, f. 18.11. 2007. Einnig á Sveinn dótturina Krist- ínu Erlu. 2) Guðmundur, f. 1.10. 1957, maki: Berglind Hilm- arsdóttir, f. 28.8. 1956, börn þeirra eru Hilmar Haukur, f. 21.5. 1982, Una Björg, f. 5.1. „Hvernig ætlarðu að hafa þetta, væna mín?“ Verkmaðurinn horfir æfðum smiðsaugum á tengdadótturina sem bjástrar með timburbúta og afturréttinga og lætur sig dreyma um hesthús og lambastíur eða sæmilegt tún- hlið. Hann bregður sér frá og kemur að vörmu spori með alvö- ruáhöld, nagla, timbur eða net. Svo horfi ég með aðdáun á hvern- ig hægt er að saga þykkar spýtur í sundur og negla með svo fá- dæma fáum og öruggum hand- tökum að allt í einu er komin jötu- grind eða gólf í hesthús. Svo hnitmiðað og fumlaust. Og þá er eftir að telja heilt íbúðarhús sem stendur af sér öll veður, hlýtt og traust og smíðað af tengdaföður mínum honum afa Gumma. Í öllu handverki hans er gæfa, gjörvi- leiki og alúð, blessað af bænum tengdamóður minnar, ömmu Ástu. Svona var þetta bara, mað- ur byrjaði á einhverju, heyskap, smalamennsku, smíðum, girðing- arvinnu og alltaf var afi kominn, búinn að taka eftir öllu sem þurfti að gera og hefðu mér dottið í hug að fallast hendur yfir einhverju þá hvarf sú hugsun um leið og hann birtist. Eftir aldarfjórðungs búskap á Núpi með tengdaforeldrum mín- um á Núpi eru minningarnar dásamlegar, það er búið að vefa þær inn í tilveru mína að eilífu eins og risastórt, litríkt, hlýtt og mjúkt teppi sem umvefur mig alla tíð. Það er erfitt að lýsa með orð- um hvernig umhyggja afa Gumma komst til manns, hún bara var þarna alltaf eins og klettarnir fyrir ofan bæinn. Hann hafði ekki mörg orð um hlutina, en „Haldið að það sé ofboð“ og „Er þetta ekki bara sallafínt“ sagt á réttum tíma með kímni í svipnum sagði allt sem maður þurfti að heyra til að vita hans álit. Svo var hann líka hetja, yfir honum skein frægðarsól glímuár- anna sem maður reyndi að baða sig í sem löggild tengdadóttir þegar nafn hans bar á góma innan um málsmetandi íþróttamenn. Þeir horfa í gegnum mann aðdá- unaraugum er nafn glímukóngs- ins ber á góma og alla leið aftur til áranna þegar glæsimennið lagði andstæðinga einn af öðrum með sömu fumlausu handtökunum er seinna framkölluðu hús, mann- virki og veraldlega nytjahluti. Ég sá hann aldrei skipta skapi, en sá alvöru og íhygli, kímni og góðlát- legt umburðalyndi gagnvart lit- ríkum krakkaskara og skjólstæð- ingum ömmu Ástu sem komu og fóru eins og fuglar himinsins í kærleikann hjá þeim, garðinn hjá ömmu, hangikjötið, flatkökurnar, bænir, og blessun og til að læra af afa Gumma allt sem hann reyndi aldrei að kenna en enginn komst hjá að læra. Ég veit ekki hvað það heitir, en það er þarna samt og allir tala um það í sömu andrá og náttúruöflin og yngri kynslóðin segir að heiti „Afi Power“ því hann var þannig. Líka afi allra sem komu í sveitina, skyldra og vandalausra, hvort sem stoppað var stutt eða lengi. Stóri sterki afi sem barnabörnin elskuðu og dáðu, sem passaði ömmu og hún passaði hann. Í fyllingu tímans tók móðir náttúra klettinn okkar og skjólið í sinn faðm og nú sakna ég hans ofboðslega en sætti mig við að hans tími var kominn hérna og hans sé þörf í næsta áfanga- stað. En áfram búum við í húsinu hlýja sem hann byggði handa okkur með syni sínum og þess vegna er hann áfram skjólið okk- ar og klettur svo lengi sem kyn- slóðirnar á Núpi búa hér. Berglind. Mig langaði að segja nokkur orð um hann Guðmund tengda- föður minn, eða Gumma eins og hann var yfirleitt kallaður. Ég hitti hann og Ástu árið 1982 þegar ég kynnist Buggu Birnu dóttur þeirra og byrja að venja komur mínar austur að Núpi undir Eyja- föllum. Mér líkaði mjög vel við þau hjón frá fyrsta degi. Minn- isstætt er mér þegar ég kem fyrst austur hvað Guðjón móðurbróðir Guðmundar talaði fallega um hann. Hann sýndi mér myndir af Guðmundi í glímubúningi með Grettisbeltið um sig miðjan og hóf tilvonandi tengdaföður minn upp til skýja, þannig að mér var hætt að lítast á blikuna. En með árunum lærði ég að allt sem Guð- jón hafði sagt var hárrétt. Ég heyrði síðar margar frásagnir af tengdaföður mínum sem vitnuðu um hreysti og drengskap hans á glímuvellinum, sem og annars staðar. Gummi var bóndi af gamla skólanum og var ótrúlega næmur á skepnur og gróðurfar. Hann var alltaf með hugann við bústörfin, alveg fram á síðasta dag í lífi sínu. Það var erfið stund að þurfa að yf- irgefa sveitina sína vegna heilsu- brests í kjölfar eldgossins á Fimmvörðuhálsi 2010 og Eyja- fjallajökli stuttu síðar. Ég man hvað Guðmundur var pollrólegur þegar við hjónin fórum austur að sækja hann og Ástu þegar ösku- fallið var sem mest í þessum nátt- úruhamförum. Ég kveð frábæran tengdaföður með söknuði og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Björn Eysteinsson. Með miklum söknuði kveð ég þig afi, á þessari stundu sækir að mér tregi en jafnframt gleðst ég yfir þeim ánægjulegu minningum sem ég á um þig. Það er mér ómetanlegt að eiga allar þær minningar frá þeim tíma þegar ég dvaldi hjá þér og ömmu í sveit- inni. Dvöl mín hjá ykkur um sum- artímann hefur átt þátt í því að móta og gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Ekki var hægt að óska sér betri fyrirmyndar og undir þinni leiðsögn varð dugn- aður og vinnusemi að þeim gild- um sem ég hef reynt að tileinka mér. Það var oft tekið á því í sveit- inni, ef það voru ekki baggar að hirða eða girðingarstaurar sem þurfti að reka niður þá reyndi afi að kenna okkur krökkunum glímutökin inni í stofu eða úti í garði og muna flestir krakkar sem dvalið hafa á Núpi eftir þessu. Ekki má heldur gleyma þéttu handtakinu en alltaf freist- aðist maður til að taka í höndina á þeim gamla vitandi að maður myndi engjast um. Sjálfur skemmti afi sér konunglega og þóttist alveg koma af fjöllum þeg- ar við krakkarnir kvörtuðum. Snemma var alin upp í mér della fyrir traktorum og bílum. Fyrst sitjandi undir stýri í fang- inu á afa, síðan örlítið stærri, sitj- andi á sætisbrúninni og afi við hlið mér en ætíð voru kennsluað- ferðinar svipaðar, „ætlarðu út af drengur, ætlarðu að velta trak- tornum?“ Allt bar þetta þó árang- ur hjá afa. Þegar ég stækkaði og náði loksins orðið niður á pedal- ana var ég útskrifaður og við tóku hektarar af túnum sem þurfti að sinna. Í dag get ég brosað að því þegar við mættum löggunni á þjóðveginum, ég keyrandi Lödu Sportinn og þú sitjandi við hliðina á mér. Þegar ég sá hvers kyns bíllinn var sem við vorum um það bil að mæta varð ég hálfstjarfur enda á þeim tíma nokkuð mörg ár í bílprófið. Ég man mjög vel eftir því að þú sagðir mér bara að keyra áfram eins og ekkert væri, við mættum löggunni og sjálfsagt hafa þeir séð hvað gekk á og hugsanlega brosað út í annað. Ég gleðst yfir því að Sveinn Gauti sonur minn, þótt ungur sé að aldri, hafi aðeins fengið að kynnast þér. Þið tveir virtust ná vel saman, sá litli var spenntur fyrir þér og gaman var að sjá gleðina í þínum augum þegar hann hoppaði í kringum þig. Þeg- ar fram líða stundir vona ég að ég geti miðlað þínum gildum til þess litla og hann erfi eitthvað af þín- um mannkostum. Elsku amma, guð veri með þér. Guðmundur Hlír Sveinsson. Okkur langar að kveðja afa með fáum orðum. Ég á góðar minningar um hann frá því ég var krakki, þá svaf ég alltaf inni í stofu og amma og afi í næsta her- bergi. Ég vaknaði alltaf snemma eins og afi og beið eftir að hann kæmi fram. Þá fórum við saman í fjósið til að gefa kálfum og kúm hey. Þegar fjósverkunum lauk fórum við heim með mjólkurbrús- ann fullan, þar var amma að elda hafragraut. Það voru líka ófáar ferðir sem við keyrðum niður á tún til að athuga með féð, hvort allt væri í lagi fyrir ofan og neðan ál. Þessir bíltúrar björguðu oft Daníel þegar hann var lítill og var skilinn eftir hjá ömmu og afa því mamma þurfti að vinna – þá spurði afi hvort þeir ættu ekki að skreppa niður á Keldubakka og þá varð allt aftur gott. Oft fengum við að stýra bílnum en það var á meðan við vorum nógu litlir til að passa á milli stýrisins og afa. Afi reyndi líka að kenna barnabörn- unum glímu og lét okkur glíma, kenndi okkur hælkrók og fleiri glímubrögð en það átti ekki fyrir okkur að liggja að verða glímu- menn. En við erum stoltir af afa okkar og þökkum fyrir að hafa fengið að vera með honum öll þessi ár. Alexander og Daníel. Minning afa míns. Í því mannhafi sem ég hef dval- ið í hér í Ameríku og annars stað- ar hef ég stundum leitt hugann að því hvað það er sem einkennir Ís- lendinga sem þjóð. Flestir gera sér þær hugmyndir að á Íslandi sé harðbýlt og erfitt að lifa, og þar af leiðandi hljóti þar að búa sterk- byggt fólk. Ég er viss um að ef afi minn hefði einhvern tímann kom- ið hingað og talað um líf sitt og ævistarf hefði fólkið hér talið að þessar skoðanir væru orðnar að óhrekjanlegum staðreyndum. Ég þekki engan sem hefur komist nær því að vera ímynd hins ís- lenska hreystimennis en hann, né heldur nokkurn sem hefur þurft að sýna það jafnmikið í verki. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að róa til fiskjar í opnum árabáti langt út á haf á köldum vetrardegi, með enga von um björgun ef eitthvað kemur fyrir. Eða hvernig það er að þurfa að rækta fram tún á skika sem er lít- ið meira en sandur og grjót, án vinnuvéla eða áburðar. Með þetta í huga er ég þeirrar skoðunar að það sem er minnisstæðast við hann afa minn er það að þrátt fyr- ir hörkuna og miskunnarleysið sem hann mætti í lífinu man ég einungis eftir honum sem dreng- lunduðum og hlýjum manni. Og þannig mun ég geyma minningu hans. Fyrir hreysti sína hlýtur hann aðdáun mína, fyrir dreng- skap sinn hlýtur hann virðingu mína. Kveðja, Hilmar Guðmundsson, son- arsonur Guðmundar á Núpi. Í mínum huga er afi minn eitt það mesta hörkutól sem ég hef nokkurn tímann þekkt. Fyrir ut- an það að hann var tvöfaldur Grettisbeltishafi og hraustmenni tel ég enga minni hörku í því að hafa byggt upp jörðina og heimili hans, Núp 3, úr því að vera kot- býli í stórbýli. Ég hef aldrei verið feiminn við að monta mig af af- rekum hans við vini mína og þeg- ar ég sýni þeim gamlar myndir af honum geta þeir ekki efast um af- rek hans í glímunni eða leik og starfi. Þó svo að hann hafi verið heljarmenni og hörkutól flýr eng- inn ellina og eins óraunverlegt og maður taldi að hann myndi ein- hvern tímann fara á vit forfeðr- anna rann sá dagur því miður upp. Ég mun samt sakna hans sem öðlingsins og ljúfmennisins sem hann var og mun minning hans lifa alla mína ævi í huga mér. Hann er goðsögnin sem ég mun segja börnum mínum og barna- börnum frá. Sverrir Guðmundur. Elsku afi, þegar ég fór frá þér síðast vissi ég nokkurn veginn að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig á lífi. Þegar við Gilbert keyrðum síðan vestur til baka fór ég að rifja upp stundirnar okkar saman og það fyrsta sem kom upp í hugann var stóllinn góði við gluggann og þú að glíma við okk- ur krakkana. Ég var svo handviss um að ég myndi ná þér einn dag- inn í glímunni. Þegar ég síðan hélt áfram að feta minningaslóð- ina í huganum gat ég ekki annað en brosað út í eitt þegar ég mundi eftir hvítu Lödunni og okkur saman að eltast við nýfædd lömb í fjárhúsgirðingunni. Oftar en ekki þurftum við að skella einni kind í skottið á tryllitækinu eða litlu lambi sem þurfti einhverja umönnun. Takk fyrir alla tímana saman, þessar minningar eru mér dýrmætar. Og ef ég ætti að setja minninguna um þig í ljóð þá yrði hún svona: Undir fjöllunum háu og bröttu stendur fallegt hús í fögrum garði við gluggann situr afi og veifar til mín og ömmu með hjólbörurnar. Kveðja Una Björg. Þegar komið er austur yfir Markarfljót blasa Eyjafjöllin við, gróskumikil og falleg sveit, fjöllin á aðra vegu, hafið á hina. Þarna getur blásið hressilega svo gras leggst en á stundum heiðríkja. Suður af vaka Vestmannaeyjar. Guðmundur Guðmundsson, eða Gummi eins og hann var gjarnan kallaður, var borinn og barnfæddur á Núpi undir Eyja- fjöllum. Foreldrar hans voru Sig- ríður Sigurðardóttir og Guð- mundur Árnason. Hann var úr hópi tíu systkina. Ímynda má sér að oft hafi verið fjör á bænum. Gummi kynntist seinna Ástu Sveinbjarnardóttur frá Skála. Byrjuðu þau búskap í vesturbæn- um á Núpi, fyrst í gamla bænum en byggðu sér seinna reisulegt steinhús. Þau þekktu því tímana tvenna. Þau ráku bú sitt af mynd- arskap, tóku sameiginlegar ákvarðanir, rösuðu ekki um ráð fram. Ég átti þess kost að verða kúa- smali og seinna sláttumaður hjá þeim, fyrir margt löngu. Gummi kenndi mér að vinna. Við fórum saman í sveitastörfin. Oft skildi maður ekki hvað var í gangi. Þá voru hlutirnir útskýrðir og síðan fylgdi hvatning, uppgjöf var ekki í boði. Hann treysti mér fljótt fyrir flóknari tækjum eins og dráttarvélinni og jafnvel jepp- anum. Hann var toppurinn á til- verunni. Gummi var tónvís. Í stofunni var orgel og stundum eftir ann- ríki dagsins settist hann við það, spilaði og söng. Þá var stemning. Sveitin færir mann nær nátt- úrunni. Vorið með allan sinn un- að, allt er að lifna eftir dvala vetr- arins. Túnin að grænka og farfuglarnir að koma. Þarna lærði ég að þekkja fuglana. Þegar ég sótti kýrnar í hagann elti stelk- urinn okkur staur af staur, alltaf á verði. Spóinn vall og hrossagauk- urinn hneggjaði. Ég vaknaði á morgnana í sólskini. Fiskiflugan hamaðist á gluggarúðunni, komst ekki út, skildi ekkert í þessu. Þegar kom að slætti var Gummi í essinu sínu. Þá lagðist hann í veðurpælingar miklar. „Það er blika yfir Eyjum,“ sagði hann. Hvað þýddi það? Ég horfði til Eyja. Þær voru sérstaklega fallegar, en þetta vissi samt á rosa. Einmitt. Hann trúði ekki á „skeytin“, en missti helst aldrei af þeim. Svo kom tíðin góða og þá var slegið og slegið. Svo var að ná öllu saman. Þá lögðust allir á eitt. Gummi var rólegur í fasi en mikill að vallarsýn, nautsterkur, tvisvar glímukóngur Íslands. Hann var höfðingi, göfuglyndur, hnyttinn og svolítið stríðinn. Nú er höfðinginn fallinn til foldar en minningin lifir um góð- an mann. Ég votta Ástu, Önnu Siggu, Gumma yngri, Buggu og fjölskyldum samúð mína. Vertu sæll frændi. Sigurjón Sigurðsson. Það var ekki laust við það að ungum drenghnokka úr höfuð- borginni stæði nokkur stuggur af Guðmundi Guðmundssyni, þegar hann fyrir rúmum 50 árum kom til sumardvalar að Núpi. Guð- mundur var stór og sterklega vaxinn enda hafði hann orðið glímukóngur Íslands. En þetta var ástæðulaus ótti því Guðmund- ur var alla tíð hið mesta ljúf- menni. Þó að strangur væri við okkur strákhvolpana var það ætíð á góðu nótunum og án nokkurra eftirmála. Sumardvalirnar á Núpi hjá Ástu og Guðmundi urðu fjór- ar og mér leið afskaplega vel þar og á ekkert nema ánægjulegar minningar þaðan. Mér fundust bústörfin skemmtileg og held að ég hafi staðið mig þokkalega á þeim vettvangi. Guðmundur mun alltaf verða mér minnisstæður persónuleiki og mun ég minnast hans sem eins af lærifeðrum mín- um. Ég sendi Ástu og fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Jón Rúnar Kristjónsson (Nonni). Guðmundur Guðmundsson ✝ Hjartkær móðursystir mín, LÍNEIK GÍSLADÓTTIR ljósmóðir, fyrrverandi starfsstúlka á Sólvangi, til heimilis á Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugardaginn 11. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til þeirra er sýndu henni umhyggju, vináttu og hlýju í veikindum hennar. Fyrir hönd aðstandenda hennar, Harpa Jónsdóttir. ✝ FLORENCE ANOLADO MARINO, Bandaríkjunum, áður Keflavíkurflugvelli, lést sunnudaginn 22. janúar. Jarðarförin fór fram miðvikudaginn 1. febrúar. Jim Marino og börn. ✝ Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og lang- afi, SÆMUNDUR ÞORSTEINSSON, Hamraborg 36, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 14. mars. Útförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.