Morgunblaðið - 17.03.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
✝ Barði Guð-mundur
Ágústsson fæddist
í Siglufirði hinn
18. október 1924.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni
í Fjallabyggð 8.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Stein-
þóra Barðadóttir,
f. 14.5. 1883, d.
6.2. 1961, og Ágúst Einar
Sæby, f. 9.2. 1891, d. 25.10.
1964, og var Barði yngstur
fimm systkina. Þau voru: Aldís
Björg, f. 1912, d.
1995, Guðrún Haf-
dís, f. 1915, d.
2000, Andreas, f.
1917, d. 1941, og
Vilhelm, f. 1921, d.
2003.
Barði bjó alla
ævi á Siglufirði.
Hann vann almenn
verkamannastörf
bæði til sjós og
lands.
Útför Barða fer fram frá
Siglufjarðarkirkju laugardag-
inn 17. mars 2012 og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku Barði frændi hefur
kvatt, síðastur systkinanna á
Lindargötu 4. Fyrstur lést fað-
ir minn Andreas langt fyrir
aldur fram en hann fórst með
Hirti Péturssyni árið 1941.
Frændi var mikill á velli, vann
hörðum höndum í fiski meðan
heilsan leyfði, reri á trillunni
Þristi með afa og saman voru
þeir með kindur á Lindargöt-
unni. Bræðurnir Barði og Villi
auk afa voru mér alla tíð sem
feður og fyrir það er ég æv-
inlega þakklát. Barði var fróður
og hafði gaman af að segja okk-
ur Hjalta frá liðinni tíð og sam-
tíðarfólki sínu og tókst oft á
flug. Þegar við komum til hans
í haust sagði hann okkur m.a.
frá hurðinni sem er fyrir fjár-
húsinu á hlaðinu á Lindargöt-
unni. Já það leita margar
minningar á hugann nú þegar
Barði minn er farinn. Ég bið
góðan guð að blessa minningu
Barða Ágústssonar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinarskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
Er sefur hér hinn síðasta blund.
(Vald. Briem)
Þín
Erla María.
Þá er Barði föðurbróðir
minn allur, síðastur systkina úr
Lindargötu 4 á Siglufirði.
Ég mun sakna þess að tala
við Barða um gamla tímann því
hann mundi svo margt sem
gaman var að rifja upp.
Það eru um 60 ár síðan ég
flutti úr Lindargötunni þar
sem við Gústi bróðir áttum
heima með mömmu, pabba, afa,
ömmu og Barða sem hafði her-
bergi í kjallaranum. Í Lind-
argötu 4 var töluverður sjálfs-
þurftarbúskapur eins og
algengt var á þeirri tíð. Afi og
Barði áttu kindur, fjárhúsið
var á lóðinni og stendur enn,
lítið sund milli íbúðarhúss og
fjárhúss. Einnig sóttu þeir
björg í bú á trillunni Þristi, síð-
an var saltað og hert og líka
verkaður hákarl. Aldrei var
matarlaust í Lindargötunni.
Barði hafði mikla ánægju af
söng og kunni ógrynni af kvæð-
um, lét gjarna í sér heyra og
flestir muna hann syngjandi og
sönglandi. Fótbolti var einnig
hans áhugamál og hann hafði
mjög gaman af að horfa á og
fylgjast með honum í sjónvarp-
inu.
Barði gerði ekki kröfur til
annarra og lifði fábrotnu lífi,
var heiðarlegur, vinnusamur
verkamaður. Hans staður var
Siglufjörður, fjöllin og fjörður-
inn. Systkini hans voru honum
mikils virði og var kært á milli
þeirra. Barði fylgdist með
börnum þeirra og fjölskyldum
alla tíð. Hann fór aldrei til út-
landa og ferðaðist lítið en
fylgdist vel með því sem var að
gerast í heiminum. Eftir að for-
eldrar hans féllu frá bjó hann
einn í Lindargötunni allt þar til
2001 þegar hann fór á Sjúkra-
hús Siglufjarðar þar sem vel
var hugsað um hann.
Ég kveð minn kæra frænda
með þökkum fyrir allt það góða
sem hann gaf mér.
Steinþóra.
Barði Guðmundur
Ágústsson
✝ Guðlaug Krist-björg Stef-
ánsdóttir húsmóðir
fæddist hinn 4. nóv-
ember 1923 í for-
eldrahúsum í
Miðbæ á Ólafsfirði.
Hún lést á Landa-
kotssjúkrahúsi 6.
mars síðastliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán Haf-
liði Steingrímsson
verkamaður, f. 9.5. 1892, d. 19.2.
1972 og Jónína Kristín Gísla-
dóttir húsmóðir, f. 24.8. 1895, d.
3.12. 1979.
Guðlaug fluttist búferlum til
Eskifjarðar árið 1947 og giftist
Aðalsteini Jónssyni, forstjóra
Ernu eru Hekla Björk, Thor og
Vöggur. Aðalsteinn Jónsson, f.
28.4. 1982, sambýliskona hans
er Ása María Þórhallsdóttir,
barn þeirra er Þorsteinn Dan.
Kristinn Aðalsteinsson, f. 26.6.
1956, sambýliskona hans er
Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir,
börn Kristins eru Guðlaug Kris-
björg, Lára Kristín og Soffía
Ósk, barn Láru Kristínar er Pat-
rekur Hrafn. Elfar Aðalsteins, f.
1.6. 1971, giftur Önnu Maríu
Pitt, börn þeirra eru Alexander
Sær, Hrafnkell Uggi, Kolbeinn
Rökkvi og Snæfríður Rán.
Systkinahópur Guðlaugar var
stór. Látin eru Gíslína Kristín,
Kristinn Eiríkur, Ólafur Stein-
grímur, Jónmundur, Sigjón Þór
og Þorfinna. Eftirlifandi systk-
ini Guðlaugar eru Jónmundur,
Magnús Sigþór, Sigurveig Anna
og Margrét Sigurhelga.
Útför Guðlaugar fer fram frá
Eskifjarðarkirkju laugardaginn
17. mars 2012 klukkan tvö.
Hraðfrystihúss
Eskifjarðar, f. 30.1.
1922, d. 30.4. 2008,
árið 1948. Börn
Guðlaugar og Að-
alsteins eru: Eiríka
Elfa Aðalsteins-
dóttir, f. 11.3. 1948,
d. 26.2. 1999. Björk
Aðalsteinsdóttir, f.
26.5. 1952, gift Þor-
steini Kristjáns-
syni. Börn þeirra
eru Daði Þorsteinsson, f. 3.9.
1974, giftur Margréti Söru
Oddsdóttur, börn þeirra eru Elf-
ar Aron, Elísabet Ásta og Bjarki
Steinn. Erna Þorsteinsdóttir, f.
25.7. 1977, sambýlismaður henn-
ar er Magnús Jónasson, börn
Vertu nú sæl! Þótt sjónum mínum fal-
in
sértu, ég alla daga minnist þín.
Vertu nú sæl! Því dagur fyllir dalinn,
dunandi fossinn kallar þig til sín.
Hann breiðir fram af bergi hvítan
skrúða,
bústaður þinn er svölum drifinn úða.
(Jónas Hallgrímsson.)
Elsku móðir, þá er komið að
kveðjunni óumflýjanlegu. Að
alast upp í þínu skjóli á Bakk-
astíg voru forréttindi lífs míns.
Ekki af því að við nutum verald-
legra gæða, heldur vegna þess
að hjá þér var mitt athvarf. Þú
tókst við mér sem ungviði, ólst
mig upp sem þinn eigin og um-
vafðir mig umhyggju og hlýju.
Þú straujaðir á mig bleiurnar,
kenndir mér stafina, að reima
skóna, biðja bænirnar, elda
sæmandi mat, þvo af mér spjar-
irnar, að segja takk og gjörðu
svo vel; lífsreglurnar sem voru
þér svo náttúrulega í blóð born-
ar.
Kveðjustundin var allra
stunda sárust en ég skil að nú
hefur þú fengið hvíld eftir langa
og á tíðum óbilgjarna ævi. Ég
veit að þau sem á undan gengu
tóku á móti þér með útbreiddan
faðminn, hann uppstrílaður í
pússuðum dansskónum, hún
með rauðu síðu fléttuna og sitt
fallega bros.
Þú varst mitt bjarg, minn
kjarkur, mín huggun. Þú vaktir
stöðugt yfir mér og mínum sem
vitum að ást þín var valkvæð og
óeigingjörn fórn. Við Anna
María og ömmubörnin þökkum
þér bljúgt fyrir lífsfylgdina og
eigum víst oft eftir að grípa til
símans áður en við áttum okkur
á að þú sért horfin til betri
heims. En andi þinn og ástúð lif-
ir áfram í okkur.
Vertu nú sæl þótt sjónum
mínum falin sértu, ég alla daga
minnist þín.
Þinn elskandi sonur,
Elfar.
Elsku tengdamamma.
Ég var farin að hlakka svo til
að sjá þig um páskana en örlög-
in hafa nú ráðið því og það er
sárt að vita að nú sé komið að
okkar hinstu kveðjustund.
Fyrir rúmlega 15 árum er ég
kom fyrst á Bakkastíg tókuð þið
Alli mér opnum örmum. Það var
alltaf svo gott að koma í kaffi og
spjall á þitt fallega heimili, fullt
af persónulegum munum og
heimagerðu bróderíi sem
skreytti borð og sófa. Þú varst
sannkallaður fagurkeri, tilhöfð
upp á hvern dag með lakkaðar
neglur og fallega greitt hárið –
ein af þessum konum sem yngj-
ast hreinlega með aldrinum.
Þau ár sem við Elfar bjugg-
um á Eskifirði gafst okkur tæki-
færi til að mynda náin tengsl
þar sem ég gerði meira að segja
heiðarlega tilraun til að tileinka
mér snilligáfu þína í heklinu. Þú
hefur eflaust heklað samfelldan
sængurversbekk frá Eskifirði til
Reykjavíkur en því miður komst
ég ekki upp á lagið og varð að
láta prjónana duga. Þú leist á
hnútabaslið hjá mér og brostir
að aðförunum. Þú varst einfald-
lega í sérflokki. Og litla fjöl-
skyldan er þér ævinlega þakklát
fyrir að hvert einasta kvöld njót-
um við handgerðu sængurver-
anna þinna og þannig umvefur
þú okkur áfram.
Elsku Lauga, ég kveð þig
með miklum söknuði en ég veit
að Alli og Elfa hafa tekið fallega
á móti þér og fá nú að njóta
hlýju og nærveru þinnar á ný.
Ég bið góðan Guð að breiða út
faðminn og veita þér virðulegan
sess í sólskinsdal.
Þakka þér fyrir allar yndis-
legu stundirnar.
Þín tengdadóttir,
Anna María.
Kær vinur minn, Guðlaug
Stefánsdóttir, hefur kvatt þetta
jarðneska líf á 89. aldursári.
Laugu, eins og hún var jafnan
kölluð af vinum og frændfólki,
kynntist ég 1962 þegar ég átta
ára fluttist, til Eskifjarðar frá
Gjögri ásamt fjölskyldu minni.
Atvikin höguðu því þannig til
að fyrstu tvö árin bjuggum við í
næsta húsi við Laugu. Ég var
ekki búinn að vera marga daga á
Eskifirði, þegar Lauga gaf sig á
tal við mig og bauð mig velkom-
inn til Eskifjarðar. Hún sagðist
eiga son, Kristin, sem væri sex
ára og bauð mér í heimsókn til
að leika við hann. Er skemmst
frá því að segja að með okkur
Didda tókust góð vinarkynni,
svo og foreldrum okkar, sem
haldist hafa alla tíð og aldrei
borið skugga á.
Ólafsfjarðarungmeyjan Lauga
kynntist Eskfirðingnum Alla
sínum í Hafnarfirði. Þau tóku
ástum, giftust og gátu börnin og
Eiríku Elfu, Björk og Kristin,
auk þess að ganga í foreldrastað
dóttursyni sínum Elfari. Lauga
og Alli voru af alþýðufólki komin
og sló hjarta þeirra ávallt í takt
við almenning. Byggðu einbýlis-
hús á Eskifirði og áttu þar fal-
legt heimili.
Alla ofbauð atvinnuleysið á
Eskifirði og fannst það hróplegt
ranglæti, það náðarbrauð að fá
vinnu og þurfa alltaf á vertíðir
suður með sjó í atvinnuleit.
Hann var óhræddur við að taka
djarflegar ákvarðanir þegar at-
vinnutækifæri voru annars veg-
ar í útgerð, veiðum og vinnslu
sjávarafurða. Hús þeirra hjóna
var þá veðsett til að geta keypt
bát eða atvinnutæki. Laugu, sem
var mjög varkár í fjármálum
fannst of langt gengið að veð-
setja húsnæði sitt, en Alli fékk
hana á sitt band með þeim rök-
um að ef hann missti húsið yrði
hann aldrei fátækari en þegar
þau byrjuðu með tvær hendur
tómar, sinn búskap og hægt yrði
þá að byrja aftur. Á síldarár-
unum ráku þeir bræður Aðal-
steinn og Kristinn síldarplön á
Ólafsfirði, Vopnafirði og Eski-
firði. Alli sagði mér oft að það
sem gladdi þau hjónin mest í líf-
inu, var að veita fólki atvinnu.
Þau hjónin sýndu einstaka
tryggð sína við Eskifjörð og
íbúa þess áratugum saman.
Lauga var fyrirmyndarhúsmóðir
og afbragðskokkur. Oft þurfti
hún með stuttum fyrirvara að
hafa mat eða kaffi til handa
gestum í atvinnulífinu sem áttu
viðskipti við fyrirtæki þeirra
hjóna.
Heimilisvinur og spilafélagi
Alla, Sölvi Sigurðsson, orti eft-
irfarandi vísu um frúna á Bakk-
astíg:
Ýmsir girnast annars bein
andstætt kristnu trúnni.
Alltaf hef ég Aðalstein
öfundað af frúnni
Ég sá Laugu síðast 28. des.
sl. á Hjúkrunarheimilinu Eir. Er
inn var komið gaf ég mig á tal
við tvo roskna menn sem sátu
við borð frammi á gangi og
spurði hvort þeir könnuðust við
Guðlaugu Stefánsdóttur frá
Eskifirði. Þeir héldu það nú. „Þú
átt við drottninguna okkar,“
sögðu þeir einum rómi og var
greinilega hlýtt til hennar.
Lauga bauð mér svo inn í íbúð-
ina sína og áttum við gott spjall
saman. Hún leit mjög vel út, kát
og hress og fór allra sinna ferða
á rafknúinni skutlu.
Að endingu þakka ég Laugu
fyrir góða vináttu frá fyrstu
kynnum. Sendi börnum hennar
og fjölskyldum hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Emil Thorarensen.
Guðlaug Krist-
björg Stefánsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR
frá Hraunhálsi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 28. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 19. mars kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vildu
minnast hennar láti Krabbameinsfélagið njóta þess.
Anna Birna Ragnarsdóttir,
Kristján G. Ragnarsson, Anna María Antonsdóttir,
Sveinbjörn Ó. Ragnarsson, M. Dögg Pledel Jónsdóttir,
Jóhannes Eyberg Ragnarsson, Guðlaug Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SÖLVI L. GUÐLAUGSSON,
Skaftahlíð 38,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
4. mars.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum sýnda samúð. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun
til starfsfólks á Eir.
Edda K. Sölvadóttir, Örn Jóhannsson,
Kristinn J. Sölvason, Somkhuan Jitthongchai,
Björg H. Sölvadóttir, Sævar V. Bullock,
barnabörn og langafabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, tengda-
móðir, amma, langamma og langalangamma,
MARÍA SIGRÍÐUR HERMANNSDÓTTIR,
Smáratúni 20,
Keflavík,
andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Hlévangi í Keflavík að kvöldi laugardagsins
10. mars.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 20. mars
kl. 13.00.
Eydís B. Eyjólfsdóttir, Hafsteinn Guðnason,
Elínrós B. Eyjólfsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson,
Guðrún B. Eyjólfsdóttir,
Þórarinn B. Eyjólfsson, Ólöf Ásgeirsdóttir,
Anna María Eyjólfsdóttir, Ólafur Ingi Reynisson,
Elsa Lilja Eyjólfsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ÞÓRU KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Ísafirði,
til heimilis á Sogavegi 158,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á
hjúkrunarheimilinu Eir, 4. hæð og 2. hæð suður.
Ólína K. Óladóttir Ermert Terrence Lee Ermert
Svandís Bára Steingrímsdóttir
Bárður Árni Steingrímsson
Kristján Steingrímsson Hólmfríður Sigurðardóttir
Laufey Steingrímsdóttir Hannes Einarsson
Erlingur R. Steingrímsson Hafdís Björnsdóttir
Steinþór Steingrímsson Þorbjörg E. Jensdóttir
Kristín S. Steingrímsdóttir Jóhann Pétur Jónsson
Þorgerður K. Halldórsdóttir
Gunnar Örn Steingrímsson Margrét Björk Magnúsdóttir
Lilja Steingrímsdóttir Anna Cecilia
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar,
KJARTAN MAGNÚSSON,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
fimmtudaginn 15. mars.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 21. mars kl. 15.00.
Jón Andrés Jónsson,
Stefanía Ólöf Jónsdóttir.