Morgunblaðið - 17.03.2012, Page 50
50 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hvöt þín til óhófs spennist sífellt á
móti fjárhaslegri visku. Láttu ekki allt hvíla á
mótaðilanum heldur leggðu fram þinn skerf.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú færð tækifæri til þess að láta sköp-
unarmáttinn í ljós í vinnunni í dag. Notaðu
hrós í stað skamma.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það má margt læra af sam-
ferðamönnum sínum hvort sem þeir standa
manni nær eða fjær. En betra er að taka strax
ákvörðun og treysta á innsæið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert í keppnisskapi. Velgengni þín
felst í að breyta hugsun þinni til að líkjast
þeim sem þú hefur átt í útistöðum við hingað
til.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Framtak sem þú telur erfitt er ekkert
erfiðara en hlutirnir 100 sem þú gerir á hverj-
um degi án vandkvæða. Reyndu að komast
að einhvers konar málamiðlun sem allir geta
sætt sig við.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag er ekki rétti tíminn til þess að
spila af fingrum fram. Ef gera þarf ferðaáætl-
anir má íhuga að taka lokaákvörðunina.
Sköpunarkraftur þinn er mikill þessa dagana.
23. sept. - 22. okt.
Vog Misstu ekki sjónar á hlutunum því áður
en þú veist eru þeir horfnir og jafnvel fyrir
fullt og allt. Og þeir sem halda að þú, elsku
vog, gleymir auðveldlega, munu þurfa að
hugsa sig aftur um.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sambönd við aðra, einkum af
rómantíska taginu, ganga vel þessa viku. Ekki
láta stífni og smámunasemi spilla góðu sam-
bandi. Það er möguleiki á að hnýta ný vin-
áttubönd í dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hindrunin sem þér finnst vera
eins og risavaxinn veggur milli þín og ein-
hvers sem þú þráir er ekki eins öflug og þú
heldur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur þörf fyrir fegurð í kring
um þig. Brettu bara upp ermarnar og láttu
ekkert stöðva þig. Ef þig endilega langar að
láta hlutina flakka gerðu það þá í einrúmi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Stundum getur verið erfitt að
greina á milli þess sem raunverulegt er og
þess óraunverulega. Þú vilt láta hendur
standa fram úr ermum og ná árangri.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú segist vera að leita að friði og ró,
en í laumi færðu mikið út úr því að fylgjast
með látunum í kringum þig. Haltu þig á jörð-
inni.
Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum fyrir utan biskupsstofu.
Hann hafði áhyggjur af heilsu
Steingríms J. Sigfússonar, þar
sem umræður um álver á Bakka
væru aftur komnar á skrið. Síðan
hefði forseti Alþingis gert at-
hugasemd við, að hópurinn í
kringum Jóhönnu Sigurðardóttur
væri kallaður sértrúarsöfnuður.
„Þetta er bölvans rugl,“ sagði
karlinn og bætti við:
Ég fann slitur af gömlum sálmi,
saltstólpa og strá af hálmi,
þennan marxíska jöfnuð
fyrir sértrúarsöfnuð
gegn sérstakri tegund af málmi.
Nokkrar umræður hafa spunn-
ist um vísu Leifs Haraldssonar,
sem hann orti á Ingólfskaffi en
það var fjölsóttur matsölustaður í
kjallara Alþýðuhússins sem var
fyrir neðan Gamla bíó, en þar var
Leifur í föstu fæði um og eftir
1940:
Atómskáldin yrkja kvæði
án þess að geta það.
Á Ingólfskaffi eg er í fæði
án þess að éta það.
Í bók Daníels Ágústínussonar
Lífskúnstnerinn er sagt, að á
þeim árum hafi hin svonefndu at-
ómskáld verið að kveðja sér
hljóðs og fengið misjafnar und-
irtektir: „Leifur gaf lítið fyrir at-
ómskáldin og taldi þau ekki eiga
erindi í samfélag íslenskra hag-
yrðinga. Auk þess taldi hann
hættu stafa af þeim fyrir hið hefð-
bundna form í íslenskri ljóðagerð
sem þjóðin hefði svo lengi búið
við. Kastaðist stundum í kekki
milli hans og atómskáldanna.“
Það orð lá á, að Oddur Ólafs-
son, sem þá rak Ingólfskaffi, hefði
vísað Leifi úr fæði. Samkvæmt
frásögn Daníels segir Leifur það
alrangt. Kunningsskapur þeirra
hefði haldist óbreyttur. Jafnvel
hefði Oddur haft gaman af. Hins
vegar mun matsveinninn hafa
orðið bálvondur og vísað Leifi á
dyr, en hann hafði það að engu!
Daníel segir jafnframt frá því,
að nokkrum árum fyrir andlát
Leifs hafi hann spurt hann,
hvernig á því stæði að sumir
segðu „ungu skáldin“ í staðinn
fyrir „atómskáldin“. Leifur sagði
það ekki komið frá sér, – ein-
hverjir gárungar hefðu breytt vís-
unni og hefði hann á því hina
mestu skömm. Það hefði aldrei
hvarflað að sér á þeim tíma að
gera lítið úr ungu skáldunum al-
mennt og vísan ætti að vera þann-
ig:
Ótal fávitar yrkja kvæði
án þess að geta það.
Á Ingólfskaffi eg er í fæði
án þess að éta það.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Í slitrum af gömlum sálmi
Víkverja finnst stundum áhuga-vert hvað almannatenglum og
auglýsingapésum tekst alltaf að
finna jákvæðar hliðar á vöru sinni
og telja lesendum trú um að hún
sé hreint afbragð annarra. Víkverji
þvælist stundum í bíó og hafði haft
lúmskan áhuga á því hvernig bíó-
myndin John Carter væri, aðallega
af því að hún hafði fengið svo
skelfilega dóma í Bandaríkjunum.
Var algjört flopp, bæði hvað varðar
aðsókn og dóma. En þegar kom að
því að dreifingaraðilar kynntu
myndina var það undir fyrirsögn-
um um stórkostlegan árangur
hennar. Þeir náðu nefnilega að tína
til að einhvers staðar í Rússlandi
og líka í Kína höfðu fundist ein-
hverjir gagnrýnendur sem líkaði
myndin.
x x x
Það má alveg bæta því við aðVíkverji varð reyndar ekkert
fyrir vonbrigðum með myndina,
kannski af því að hann bjóst hvort
eð er ekki við neinu. Honum var
ljóst áður en hann fór að hún væri
ekki merkileg. Víkverja langaði
hvort eð er bara í einhverja froðu
og bíómyndin John Carter er
ágætis froða, fínt að sitja í salnum
þegar maður er þreyttur og langar
ekki í neitt annað en svona
hugsunarlausa og klisjukennda
froðu með margþvældum sögu-
þræði.
x x x
Það eru í sjálfu sér ekki nýjarfréttir að hér er ekki verið að
dreifa bæklingum á kostnað fram-
leiðandans þar sem er farið mjög
ítarlega í galla vörunnar, bent á
hvað hún er glötuð og fólk hvatt til
að kaupa hana ekki. Framleiðendur
eru meira fyrir það að auglýsa
kostina og, ef varan er sérstaklega
slæm, leggja þá því meira á sig til
að finna eitthvað jákvætt um hana,
þótt það þurfi að fara alla leið að
bökkum Volgu til að finna það.
Það er að sjálfsögðu annarra að
segja neytendum með sann-
gjörnum hætti frá kostum og göll-
um vörunnar, þar koma fjölmiðlar
til og gera eins og þeir geta, eins
og sést á umfjöllun þeirra um
þessa mynd.
Víkverji
Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér
skilja, að ég er í föður mínum og þér í
mér og ég í yður. (Jh. 14, 20.)
G
re
tt
ir
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
il
eg
i
G
æ
sa
m
am
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
S
m
áf
ó
lk
Fe
rd
in
an
d
SÆL ELÍN,
ÞETTA ER JÓN
HVAÐ ÆTLI
SÉ Í SJÓN-
VARPINU?
ÉG ER
ÞEGAR BÚINN
AÐ POPPA OG
HELLA GOSI Í
GLÖS
ÞAÐ
ER KOMIÐ
MIÐNÆTTI
OG ÉG ER
GLAÐ-
VAKANDI
EINA LEIÐIN YRIR MIG AÐ
SONA ER AÐ ÍMYNDA MÉR
AÐ ÉG SÉ AÐ SPILA GOL
LÁTUM OKKUR NÚ SJÁ,
YRSTA BRAUTIN BEYJIR
AÐEINS TIL HÆGRI...ÉG NÆ
GÓÐU SKOTI OG LENDI Á
LÖTINNI... SVO PÚTTA ÉG,
NÆSTA BRAUT ER SVO...
ÉG ER
BÚINN AÐ VERA
MEÐ HÖUÐVERK Í
MARGAR VIKUR
TAKTU HJÁLMINN
A ÞÉR OG LEYÐU MÉR
AÐ LÍTA Á HÖUÐIÐ
Á ÞÉR
ÉG NÆ HONUM
EKKI A HANN ER O
ÞRÖNGUR
ÉG HELD AÐ VIÐ SÉUM
BÚNIR AÐ KOMAST
AÐ RÓT VANDANS
BÆÐIR
MÉR ÚT?
JÁ,
AUÐVITAÐ
VISSIRÐU ÞAÐ
ÞÁ VEISTU ELAUST
LÍKA AÐ...
AÐ ÞESSI
ÁVÍSUN ER
INNISTÆÐULAUS?
JÁ, ÉG VEIT ÞAÐ
ÉG VISSI AÐ ÞÚ
ÆTLAÐIR AÐ
SPYRJA MIG
ÞAR SEM ÞÚ ERT
VÖLVA, VÆRI
ÓVIÐEIGANDI E ÉG...
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
www.skadi.is
Þ. Skorri
Steingrímsson,
Héraðsdóms-
lögmaður
Steingrímur
Þormóðsson,
Hæstaréttar-
lögmaður