Morgunblaðið - 17.03.2012, Síða 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2012
Hugrún Björnsdóttir
hugrunbj@gmail.com
Valgeir Sigurðsson hefur haft í nógu
að snúast undanfarið. Hann er allt í
senn tónskáld, hljóðblandari og upp-
tökustjóri og sér um útgáfufyrir-
tækið Bedroom Community sem
hann stofnaði ásamt samstarfs-
mönnum sínum. Valgeir samdi ný-
verið tónlist fyrir dansverkið The
Architecture of Loss eftir banda-
ríska danshöfundinn Stephen Petr-
onio, en það er samið fyrir ellefu
dansara. Þetta er í fyrsta sinn sem
Valgeir semur tónlist fyrir dans-
verk.
Meira pláss fyrir tónlistina
„Ferlið við að semja danstónlist er
ekkert ósvipað því að semja tónlist
fyrir kvikmyndir og leikrit en það er
mun meira pláss fyrir tónlistina í
dansinum,“ segir Valgeir en hann
samdi tónlist fyrir kvikmyndina
Draumalandið og gaf í kjölfarið út
plötu með tónlistinni árið 2010.
Aðspurður segir Valgeir að sam-
starfið við Stephen Petronio hafi
komið til að frumkvæði danshöfund-
arins. „Hann hringdi í mig og sagði
að honum líkaði það sem ég hef gert.
Ég þekkti lítillega til hans áður en
hann er eitt af stærri nöfnum í dans-
heiminum.“ Petronio leggur mikinn
metnað í að velja sér samstarfsfólk
en hann hefur áður unnið með tón-
listarmönnum á borð við Lou Reed,
Nick Cave og Yoko Ono.
Valgeir og Petronio unnu tónlist-
ina og dansinn í sameiningu. „Ég
byrjaði á því að koma með hug-
myndir og við ræddum hverju þyrfti
að breyta. Svo fórum við að prófa
okkur áfram þangað til við vorum
komnir á einhvern stað sem virkaði.
Hann lagði áherslu á að tónlistin
yrði flutt beint með dansinum sem
er svolítil sérstaða. Ég setti saman
lítið band sem hafði tök á því að
flytja tónlistina beint og byggði hana
upp í kringum bandið.“
Bandið samanstendur af tveimur
einstaklingum ásamt Valgeiri sjálf-
um en hann leikur á píanó. „Einn
leikur á víólu og annar á bassa, slag-
verk og hljóðgervil. Tónlistin var því
samin með þessa þætti í huga.“ Að-
spurður hvernig hann myndi lýsa
tónlistinni segir Valgeir að hún sé
nokkurs konar „elektró-akústik“, á
köflum melódísk en jafnframt af-
strakt.
Samstarf við Færeyjar
Dansverkið Architecture of Loss
á sér fleiri norrænar rætur því fær-
eysku fatahönnuðirnir Gudrun &
Gudrun sáu um búningana og
Rannvá Kunoy, sem einnig er fær-
eysk, sá um sjónræna hlið verksins.
„Norræna húsið í Færeyjum hef-
ur komið að verkefninu sem nokkurs
konar framleiðandi og er bakhjarl
verkefnisins,“ segir Valgeir.
Verkið var frumsýnt í Joyce-
leikhúsinu í New York í síðustu viku
við frábærar undirtektir.
Áætlað er að sýna verkið á Norð-
urlöndunum og Íslendingar geta átt
von á að fá að berja það augum um
miðjan ágúst. Þeir sem vilja sjá
verkið þurfa þó að fylgjast vel með
því aðeins ein sýning er fyrirhuguð á
Íslandi.
Alþjóðlegt Bedroom Comm-
unity
Bedroom Community er íslenskt
útgáfufyrirtæki, stofnað árið 2006 af
Valgeiri, Nico Muhly og Ben Frost.
„Við höfum verið útgáfa eða regn-
hlífarsamtök fyrir tónlistina sem við
stofnendurnir erum að vinna en svo
hafa fleiri bæst í hópinn eins og
Daníel Bjarnason, Puzzle Muteson
og Sam Amidon. Við höfum séð um
að gefa út plötur og skipulagt tón-
leikaferðir og slíkt í kringum verk-
efni meðlima okkar. Bedroom
Community mun til dæmis sjá um að
gefa út tónlistina úr Architecture of
Loss á plötu.“
Starfsemi Bedroom Community
er því ekki eingöngu bundin við Ís-
land. „Hluti af okkur er staddur í
New York, Englandi og víðar. Þetta
er því alþjóðlegt samstarf.“
Plata með Damon Albarn
Valgeir lauk nýverið við að hljóð-
blanda plötu með Damon Albarn
sem ber nafnið Dr. Dee. „Þetta er
tónlist úr óperu sem var sett upp í
fyrrasumar. Hún var svolítið óhefð-
bundin en Damon var hálfgerður
sögumaður í verkinu og það voru sjö
aðrir söngvarar með honum, flestir
klassískir. Svo sá stór sinfóníu-
hljómsveit um að flytja tónlistina.
Verkið er tveggja klukkustunda
langt en þegar við gerðum plötuna
notuðum við aðeins helminginn af
tónlistinni. Platan er því innan við
klukkustundar löng. Ætlunin er að
gefa hana út 8. maí, áður en verkið
verður sett upp aftur í sumar.“
Valgeir er með ýmislegt fleira í bí-
gerð en plata sem hann vann með
Hauschka og Hilary Hahn kemur
einnig út í maí. „Ég hef verið að
semja talsvert mikið af tónlist fyrir
ýmsar hljómsveitir. Svo er ég líka að
vinna í nýrri sólóplötu og tek að mér
verkefni fyrir aðra.“
Höfundur er meistaranemi í
blaða- og fréttamennsku við Há-
skóla Íslands.
„Meira pláss fyrir tónlistina …“
Rými „Það er mun meira pláss fyrir tónlistina í dansinum,“ segir Valgeir
Sigurðsson um nýjasta verkefni sitt sem er nú á fjölunum í New York.
Valgeir Sigurðsson semur tónlist fyrir nýtt dansverk Hljóðblandaði plötu með Damon Albarn
Stefán S. Stefáns-
son á mikla og
merkilega sögu
hvað íslenska tón-
list varðar þó hann
sé ekki alltaf í for-
grunni. Stefán er
djassleikari, tónlistarskólastjóri,
námsefnisfrömuður, tónskáld og ...
poppari. Þekktustu afrek hans á síð-
asttalda sviðinu eru m.a. þau að hafa
samið hið sígilda „Disco Frisco“ sem
Ljósin í bænum fluttu og einnig hið
magnaða „Fallinn“ með hljómsveit-
inni Tívolí. Síðan hafa áratugir liðið
en popplögin hafa safnast í sarp
Stefáns hægt en örugglega. Þeim
eru nú loks gerð skil á þessari plötu.
Flest lögin eru í einslags djass-
poppstíl, jafnvel má tala um nokkurs
konar mjúkdjass eða „smooth jazz“.
Bræðingur að hætti Mezzoforte
kemur og upp í hugann og þeir
meistarar í Steely Dan eru heldur
ekki langt undan.
„Þetta langa tímabil gerir það að
verkum að sum lögin bera þess
merki að hafa ekki verið samin í
gær,“ sagði Stefán í viðtali og sló þar
með vissan varnagla fyrir væntan-
lega hlustendur. En þessi vöntun á
„nýmóðinsheitum“ ef ég má orða
það svo skyggir á engan hátt á út-
komuna. Stefán er nefnilega um
margt nokkuð glúrinn popp-
lagasmiður og glíman við það
knappa form í flestum tilfellum gjöf-
ul. Lögin „standa“ þannig öll mjög
vel og maður finnur fyrir yfirleg-
unni. Platan er þá línuleg í rennsl-
inu, svipaður blær er yfir öllu utan
að tvær ballöður detta inn undir
rest. Vart þarf þá að taka fram að
spilamennska öll er til fyrirmyndar
og söngvararnir, þau Regína Ósk og
Þór Breiðfjörð, skila sínu með sóma
og sann.
Stefán S. Stefánsson – Von
bbbmn
Dægiljúft
djasspopp
Arnar Eggert Thoroddsen
Nýi uppáhaldsstaðurinn þinn í Reykjavík!
Borðapantanir í síma 553 5323
AÐALSTRÆTI 2 - 101 REYKJAVÍK - WWW.RUB23.IS