Morgunblaðið - 19.03.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2012
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
„Verst er að þetta situr ekki bara á
götunum heldur fer líka ofan í hol-
ræsin. Þetta er því ekki bara til
óþurftar heldur veldur beinlínis
skemmdum, til dæmis á rúðum og
bílum. Bílar verða sandblásnir ef þeir
standa í þessu,“ segir Ásgeir Magn-
ússon, sveitarstjóri í Vík, en mikið
sandfok sem stafar af brimi úr Vík-
urfjöru hefur plagað íbúa Víkur í
Mýrdal undanfarin ár. Fram hefur
komið að íbúar bæjarins telja að
ræktun melgresis í fjörunni gæti
hindrað fokið. Landgræðslan sá um
sáninguna um árabil, en ekki hefur
verið ræktað á þessum slóðum und-
anfarin ár. Ásgeir segir að á döfinni
sé að bregðast við þessum óskum.
„Þetta er búið að vera viðvarandi
vandamál hér áratugum saman og
hefur verið óvenjuslæmt í ár. Á okk-
ur hafa herjað endalausar hífandi
suðvestanáttir sem rífa sandinn úr
fjörunni og þeyta honum yfir bæinn.“
Um úrbætur segir Ásgeir: „Til
stendur af hálfu Landgræðslunnar
að gera eitthvað í þessu, þeir hafa
komið að skoðað aðstæður.“
Að sögn Ásgeirs stóð líka til að sá í
fyrra, en úr því varð ekki vegna eld-
gossins í Grímsvötnum. „Menn
þurftu að sinna öðrum verkefnum
vegna eldgossins og öskufokinu sem
varð hér á svæðinu austan við okkur.
Við sýndum því að sjálfsögðu góðan
skilning en vonum að það verði gert
öflugt átak í þessu í sumar.“
Sandfangarar gera sitt gagn
Sandfangarar voru settir upp í
sjónum suður af Víkurskála til að
hindra sandburð með briminu. Að
sögn Ásgeirs hafa þeir gert gagn en
melgresið sé það sem ,,endanlega
hindrar fokið“. Hann segir að bæj-
aryfirvöld sjái um hreinsun sandsins
á opnum svæðum og götum í bænum,
en íbúar sjái sjálfir um að hreinsa
lóðir sínar. „Um þetta gilda sömu
reglur og um snjómokstur,“ segir
Ágeir.
Sveinn Runólfsson langræðslu-
stjóri segir sögu baráttunnar við
sandfokið á þessum slóðum jafn-
gamla byggð á sandinum, sem hófst
eftir aldamótin 1900. „Sjóvarnar-
garðurinn sem var byggður út í sjó til
að fanga sand og stuðla að nýrri upp-
byggingu fjörunnar vestan hans er
að skila nýrri strönd með tilheyrandi
hættu á sandfoki. Ef hann hefði ekki
verið byggður er eins líklegt að sjór-
inn hefði verið kominn inn í miðja
byggð eftir örfá ár,“ segir Sveinn og
á við sandfangarann suður af Víkur-
skála.
Sáning áætluð í vor
„Hætta á sandfoki í aftakaveðrum,
úr fjörunni inn yfir byggðina í Vík,
hefur aukist með stækkun ógróins
sandsvæðis við fjöruna.“
Sveinn segir starfsmenn Land-
græðslunnar vera að takast á við fok-
ið. „Okkar starfsmenn hafa á síðustu
dögum unnið að árlegu viðhaldi á
fokvarnargirðingum og þær sem
sjórinn hefur ekki þegar tekið eru í
ágætu ástandi.“ Að sögn Sveins mun
Landgræðslan svara kalli íbúa Vík-
ur. „Í vor verður melfræi sáð og
gróður styrktur með áburðargjöf.“
Samstarf milli sveitarstjórnarinn-
ar og Landgræðslunnar hefur verið
farsælt. „Á undanförnum nærri 90
árum hefur Landgræðslan varið tug-
milljónum króna til heftingar sand-
foks á sandsvæðunum sunnan við
þéttbýlið. Ljóst er að þar væri engin
byggð í dag ef ekki hefði komið til
stöðug vöktun með ástandi gróðurs
og afar umfangsmiklar uppgræðslu-
framkvæmdir,“ segir Sveinn að lok-
um.
Landgræðslan
svarar kalli íbúa
Víkur og sáir í vor
Sandfok yrði líklega úr
sögunni með melgresi
Ljósmynd/Þórir Kjartansson
Öflugt fok Sandurinn hefur borist langt inn í bæinn, svargrá slikja teygir sig langt upp úr sjónum.
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn 2.
varaformaður flokksins á nýaf-
stöðnu flokksráðsþingi. Embættið
er nýtt af nálinni,
en kosið var eftir
nýjum skipulags-
reglum sem sam-
þykktar voru á
landsfundi
flokksins í nóv-
ember síðast-
liðnum. „Meg-
inverkefni þessa
embættis er að
hafa umsjón með
innra starfi Sjálf-
stæðisflokksins og stýra starfi mið-
stjórnar,“ segir Kristján.
„Verkefnin eru ærin og það er
gaman að fá tækifæri til að taka þátt
í starfinu með fullt af góðu fólki.“
Spurður um tilurð embættisins
segir Kristján Þór að það hafi verið
mat þeirra sem tóku þátt í vinnu við
skipulagsreglurnar að þörf væri á
frekari verkaskiptingu í forystunni
og að bæta þar með við einu emb-
ætti. „Ég mun vinna í nánu sam-
starfi við formann, varaformann og
framkvæmdastjórn flokksins á þeim
grunni sem skipulagslög flokksins
segja til um. Enn fremur mun ég
hlusta eftir sjónarmiðum almennra
flokksmanna og leggja áherslu á að
mæta þeim óskum sem uppi eru
varðandi þetta verkefni,“ segir
Kristján.
„Við þurfum að vinda okkur að
verkefnum sem lúta að endurskoðun
reglna um framboð á vegum Sjálf-
stæðisflokksins, bæði prófkjörum og
framboðslistum. Það er verkefni
sem þarf að vinna hratt. Svo er
grundvallaratriði að stilla saman
strengi flokksmanna í aðdraganda
komandi kosninga,“ segir Kristján.
Formaður miðstjórnar
Samkvæmt skipulagsreglum
Sjálfstæðisflokksins sem sam-
þykktar voru á landsfundi í nóv-
ember sækir annar varaformaður
umboð sitt beint til landsfundar.
Annar varaformaður er staðgengill
formanns og varaformanns í fjar-
veru þeirra. Annar varaformaður er
jafnframt formaður miðstjórnar og
hefur yfirumsjón með öllu innra
starfi flokksins.
292 greiddu atkvæði í seinni um-
ferð kosninga. Kristján Þór hlaut
167 atkvæði eða 57% atkvæða, en
Geir Jón Þórisson hlaut 117 atkvæði
eða 40%. 3% skiluðu auðu.
Kristján
hlaut
kosningu
Kristján Þór
Júlíusson
Var þörf á frekari
verkaskiptingu
Kristín Sigurrós
Hólmavík
Á laugardaginn var húmorsþing haldið á Hólma-
vík í fjórða skipti. Fjöldi áhugamanna um húmor
tók þátt í fyrirlestrum, málstofum og uppistandi
en dagskráin stóð frá því rétt eftir hádegi og langt
fram á kvöld. Segja má að húmor sé bæði fræði-
grein og listgrein og því hægt að fjalla um og nálg-
ast hann frá mörgum sjónarhornum.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur hefur lengi
haft mikinn áhuga á viðfangsefninu og fjallaði hún
um húmor í fjölmiðlum í erindi sínu á húmors-
þinginu. Í haust stóð Kristín fyrir tólf útvarps-
þáttum sem sendir voru út á Rás 1 undir heitinu
„Ég er ekki að grínast?“
„Nafnið valdi ég að gefnu tilefni,“ segir Kristín.
„Ég hafði lengi gengið með þá hugmynd í mag-
anum að gera útvarpsþætti um húmor sem væru
alls ekki grínþættir og í haust var haft samband
við mig og ég gerði tólf þætti sem hver hafði sitt
þema, svo sem mismunandi húmor þjóða, uppi-
stand, hlátur, áramótaskaupið og fleira. Ef til vill
verða þættirnir fleiri, það er alla vega nóg efni til
og það var eiginlega erfiðast að velja úr öllum
hugmyndunum. En í megindráttum voru þætt-
irnir vangaveltur um húmor, mikilvægi hans í
samfélaginu og plássið sem hann tekur í sam-
félaginu.“
Spurð um húmor í fjölmiðlum segir Kristín að
sér hafi alltaf fundist hann mjög merkilegt fyr-
irbæri en hann sé samt í mjög föstu formi. Fyr-
irferðarmestir eru „sketsaþættir“ sem sam-
anstanda af mörgum óskyldum leiknum atriðum
en eru þó með ákveðnu mynstri. „Í sketsaþátt-
unum sjáum við þó sömu persónurnar aftur og
aftur og vitum á hverju við eigum von og efnið er
frekar fyrirsjáanlegt, enda byggist húmor að ein-
hverju leyti á trausti. Hinir svokölluðu „sitkom“-
þættir eru með öðru sniði en hver og einn þeirra
segir heila sögu. Form þeirra er þó fastmótað því
þeir gerast iðulega á vinnustað, bar eða heimili, en
sögusviðið í t.d. gamanmyndum er fjölbreyttara.“
Fréttir yfirleitt ekki fyndnar
Kristín telur að húmor sé ekki mjög fyrirferð-
armikill í fjölmiðlum, nema í formi sérstaks grí-
nefnis. „Fréttir eru yfirleitt ekki fyndnar, en þeg-
ar það gerist er það mjög þakklátt. Þetta er
líklega einhver hræðsla við að fara yfir einhver
mörk þess sem er formlegt og viðeigandi, að það
sem er fyndið sé á einhvern hátt minna virði, t.d.
þykir ekki við hæfi að hlæja í kirkju . Að mínu
mati er húmor afar mikilvægur, enda er farið að
nota hann á markvissan hátt í ýmsum atvinnu-
greinum og það þarf ekki að geta þess að húmor
er nauðsynlegur á vinnustöðum og í hjónabandi.“
Kristín segir að fólk sé almennt fíkið í húmor.
Húmor er spegill hvers samfélags.
Húmor sem fræðigrein
Aðalstarf Kristínar er kennsla í þjóðfræði við
Háskóla Íslands. Á þessari önn hóf hún að kenna á
nýju námskeiði Húmor: hlátur, grátur og Gnarr.
Efni námskeiðsins er húmor en Kristín segir
langt í frá nýtt að líta á húmor sem fræðigrein,
sem hann þó sannarlega sé, auk þess að vera list-
grein. Frá því um 1980 hefur til dæmis verið gefið
út ritrýnt tímarit um húmor og haldnar eru al-
þjóðlegar ráðstefnur um húmor á hverju ári.
„Þetta námskeið er það skemmtilegasta sem ég
hef gert og ég og þeir 84 nemendur sem eru
skráðir í námskeiðið nálgumst húmor frá mörgum
hliðum. Fjallað er um kenningar og ýmis hugtök
sem tengjast húmor, skemmtiefni af ýmsu tagi og
húmor í Íslendingasögum og bókmenntum. Við
ætlum að enda námskeiðið á lokahátíð 13. apríl
sem verður öllum opin og þar munu þekktir uppi-
standarar og grínistar stíga á stokk auk þess sem
þjóðfræðinemar flytja fyrirlestra og ýmsir þjóð-
þekktir grínistar koma fram.“
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Fræðigrein Mikið var prjónað og hlegið á húmorsþinginu eins og sést.
Þjóðfræðingur Kristín Einarsdóttir fylgist með kollegum sínum á húmors-
þinginu sem fór fram á Hólmavík á laugardaginn.
Húmor er merkilegt fyrirbæri
Húmorsþing var haldið í fjórða sinn á Hólmavík um helgina Húmor er bæði
fræðigrein og listgrein og því hægt að nálgast hann frá mörgum sjónarhornum
Ove Orvik,
kennari við
framhaldsskól-
ann í Vesterålen
í Noregi afhenti
í gær systk-
inunum Gunn-
ari, Jóhönnu og
Bergljótu Rós-
inkranz þakk-
arbréf frá árinu
1946, sem norsk
börn sendu þeim eftir að þeim
bárust hjálpargögn á tímum síð-
ari heimsstyrjaldarinnar. Bréfin,
sem eru 250 talsins, fundust í
dánarbúi Ingimars Jóhann-
essonar, fyrrverandi formanns
Kennarasambands Íslands, og
sendi barnabarn hans bréfin til
stjórnarmanns í norska kenn-
arasambandinu.
Orvik er nú staddur hér á landi
ásamt norskum skólakrökkum til
að hafa uppi á nokkrum Íslend-
ingum sem sendu hjálpargögn til
Noregs á sínum tíma.
65 ára gömul þakk-
arbréf frá Noregi
Noregur Ove Orvik
með bréfin í gær.