Monitor - 29.03.2012, Page 23

Monitor - 29.03.2012, Page 23
23 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 MONITOR Skrifstofa: Next Models. Dæmi um verkefni: Alexander Wang, Marc Jacobs, Topshop Unique, Fendi, Moschino, Marni og Prada. Hvernig er týpískur dagur í lífi þínu? Það er eiginlega enginn dagur eins. Oftast fer ég í nokkur „casting“ og svo stundum eru myndatökur sem taka allan daginn. Áttu þér fyrirmynd í tískubransanum? Nei, ég get ekki sagt það. Hver er þinn uppáhaldshönnuður? Alexander Wang og Christop- her Kane. Hvað er svo framundan hjá þér? Það er ýmislegt sem kemur bara í ljós. Fyrstu sex: 150494. Skrifstofa: Next Models. Dæmi um verkefni: Ilmvatnsherferð, rússneska Elle, Nylon og ítalska Vogue. Hvar varst þú uppgötvuð? Þegar ég var 14 ára fundu þau í Eskimo gamlar myndir af mér í tölvunni hjá sér og höfðu samband við mig í kjölfarið. Hvað er skemmtilegasta verkefnið til þessa? Þau eru svo mörg að það er mjög erfitt að segja til um það. En stuttmynd sem ég gerði fyrir Munda stendur upp úr. Hvert er þitt uppáhaldstrend fyrir sumarið? Ég verð að viðurkenna að ég hef ekkert fylgst með komandi sumartísku. Mér finnst samt allt litríkt og sumarlegt alltaf fínt. Átt þú þér uppáhaldshönnuð? Já. Sonia Rykiel, Chanel og Gucci. Íslenskar fyrirsætur hafa sjaldan verið jafnáberandi í heimi tískunnar eins og nú. Þær sjást ganga pallana hjá fremstu hönnuðum heims og eru myndaðar fyrir stærstu tískutímaritin. Stíllinn talaði við fimm íslenskar fyrirsætur sem starfa erlendis. á hraðri uppleið erlendis Íslenskar fyrirsætur Fyrstu sex: 210893. Skrifstofa: Select. Dæmi um verkefni: Miss Selfridge og myndaþættir fyrir Financial Times. Hvar varst þú uppgötvuð? Fyrir ári síðan þegar ég var í Eymundsson að kaupa mér skóladagbók. Hvert væri draumaverkefnið? Úff, þau eru ótrúlega mörg. En ég myndi vilja vera á forsíðu Vogue og i-D. Svo væri draumur að gera einhverja stóra auglýsingaherferð, t.d. fyrir Calvin Klein eða Prada. Skemmtilegasta verkefnið til þessa? Þegar ég fór í vikuferð til Afríku að mynda fyrir Financial Times. Þar var allt öðruvísi og framandi og ég held ég hafi aldrei skemmt mér jafn vel á ævinni. Fólkið sem ég var að vinna með var frábært og yndislegt að komast í burtu frá raunveruleikanum, enginn sími og ekkert netsamband. Fyrstu sex: 250191 Skrifstofa: Wilhelmina Models Dæmi um verkefni: H&M, Nordstrom, Macy’s, Cosmopolit- an, Quik Silver. Hvar varst þú uppgötvuð? Ég var í fríi í New York með fjölskyldunni. Það kom kona upp að mér í H&M og spurði hvort ég gæti hugsað mér að vera fyrirsæta og að ég ætti að hringja í hana ef ég hefði áhuga á að koma á fund daginn eftir. Mér fannst þetta allt mjög furðulegt, en ákvað samt að hringja. Hvernig er týpískur dagur í lífi þínu? Ef ég er ekki að vinna í einhverju sérstöku verkefni eru yfirleitt nokkur „casting“ á dag. Svo reyni ég bara að hreyfa mig og njóta lífsins. Lumar þú á góðum fegurðarráðum? Hugsa vel um sjálfan sig, hvíla sig vel, hreyfa sig reglulega, drekka nóg vatn og sem sjaldnast áfengi. Fyrstu sex: 210989. Skrifstofa: Nevs. Dæmi um verkefni: Kalda, Nikita, Kronkron, Emami. Ýmis blöð og tímarit. Skemmtilegasta verkefnið til þessa? Öll verkefnin sem ég hef unnið með Sögu Sig ljósmyndara. Átt þú þér uppáhaldshönnuð? Ég er rosalega hrifin af Isabel Marant og Olivier Rousteing fyrir Balmain. Heima á Íslandi eru það Kalda-systurnar. Lumar þú á góðum fegurðarráðum? Alltaf að þvo á sér andlitið fyrir svefninn og nota húðvörur án aukaefna. Hvað er þitt uppáhalds- trend fyrir sumarið? Ég ætla að fjárfesta í einhverju pastel- lituðu þar sem fataskápur- inn minn inniheldur nánast aðeins svartar flíkur. EDDA LONDON SIGRÚN EVA NEW YORK BRYNJA PARÍS SVALA LIND LONDON KOLFINNA PARÍS Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fer fram í þriðja sinn um helgina. Mikil eftirvænting ríkir fyrir við- burðinum, en rjóminn af ís- lenskum fatahönnuðum sýnir hönnun sína í Hörpu á föstudags- og laugardagskvöld. Þeirra á meðal eru Kron by KronKron, Ýr, Kalda, Mundi og Kormákur & Skjöldur. Hátíðin snýst þó ekki aðeins um tískusýningarnar, en gestum RFF gefst kostur á að sækja fyrirlestra hjá þekktum einstaklingum í brans- anum, t.d. Rúnari Ómarssyni stofnanda Nikita og Bernhard Wilhelm fatahönnuði. Einnig verður Pop-Up markaður og fyrsta íslenska Fashion’s Night Out. Allar helstu fyrirsætur landsins munu taka þátt í sýningunum og tískutímarit á borð við þýska og ítalska Vogue hafa boðað komu sína. Það er því spennandi helgi framundan í íslenska tískuheiminum. Miðasala á RFF fer fram á midi.is. Nánari upplýsingar á rff.is Stíllinn er spenntur fyrir... Reykjavík Fashion Festival 2012 ;-)

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.