Morgunblaðið - 12.04.2012, Side 16
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Tannlæknar þurfa að vega og meta, í
hverju tilfelli fyrir sig, hversu oft sé
nauðsynlegt að taka röntgenmyndir
af sjúklingum, segir formaður Tann-
læknafélags Íslands. Niðurstöður
nýrrar bandarískrar rannsóknar
benda til þess að þeir sem gangast
reglulega undir tannröntgenrann-
sóknir séu líklegri en aðrir til að fá
heilahimnuæxli, en forstjóri Geisla-
varna ríkisins segir geislaálagið sem
myndatökurnar valdi þó afar lítið.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru
birtar í tímaritinu Cancer en í frétt
AFP-fréttaveitunnar um málið kem-
ur fram að þátttakendur rannsókn-
arinnar sem gengust árlega undir
tannröntegnmyndatöku þar sem bitið
er á filmuna (bitewing exam) voru 1,4
- 1,9 sinnum líklegri til að hafa fengið
slíkt æxli en heilbrigður viðmið-
unarhópur. Þá voru þeir sem gengust
árlega undir víðmyndaröntgenrann-
sókn (panorex exam) 2,7 - 3,0 líklegri
til að hafa greinst með heilahimnu-
æxli.
Rannsóknin byggðist á gögnum
um 1.433 bandaríska einstaklinga
sem voru greindir með heilahimnu-
æxli á aldrinum 20-79 ára en viðmið-
unarhópurinn samanstóð af 1.350
heilbrigðum einstaklingum.
Náttúruleg geislun 50%
„Það er grundvallaratriði í geisla-
vörnum að geislanotkun sé réttlæt-
anleg; að gagnsemin af geisluninni sé
meiri en skaðsemi hennar. Það er al-
menna viðmiðið,“ segir Sigurður M.
Magnússon, forstjóri Geislavarna rík-
isins. Hann segir mikilvægt að aðeins
séu framkvæmdar þær röntgen-
rannsóknir sem talist geti nauðsyn-
legar og aðeins tekinn sá fjöldi mynda
sem þörf krefur. Þá þurfi að gæta
þess að framkvæmdin sé eins örugg
fyrir sjúklinginn og mögulegt er.
„Ef við horfum á heildargeislaálag
þjóðarinnar, þá er um helmingur þess
náttúruleg geislun sem við getum
ekkert gert við, t.d. geislun sem kem-
ur utan úr himingeimnum. Hinn
helmingurinn er síðan fyrst og fremst
vegna notkunar geislunar í læknis-
fræði en tannröntgenrannsóknir vega
mjög lítið í því,“ segir Sigurður. Þá sé
geislaálagið sem sjúklingur verður
fyrir á tannlæknastofunni afar lítið.
Í viðmiðunarreglum Bandarísku
tannlæknasamtakanna, ADA, er
mælst til þess að börn gangist undir
tannröntgenmyndatöku á eins til
tveggja ára fresti, unglingar á eins og
hálfs árs til þriggja ára fresti og full-
orðnir á tveggja til þriggja ára fresti.
Þá ályktuðu samtökin árið 2006 að
rannsóknir hefðu ekki sýnt fram á
gagnsemi reglubundinnar víð-
röntgenmyndatöku hjá ein-
kennalausum sjúklingum.
Slíkar viðmiðunarreglur hafa ekki
verið gefnar út af Tannlæknafélagi
Íslands, sem hefur þó fjallað um
málið í sambandi við áhættumat
sjúklinga. Sigurður Benediktsson,
formaður félagsins, segir menn mun
meðvitaðri nú um mögulega skað-
semi geislunar en áður fyrr.
Læknarnir í mestri hættu
„Það er mjög einstaklingsbundið
hversu oft myndir eru teknar. Þegar
maður fær fólk í eftirlit er maður í
raun alltaf að áhættuflokka það.
Stundum er nóg að hreinsa tennur
án þess að taka myndir, hjá sumum
tekur maður myndir á þriggja til
fjögurra ára fresti, en hjá öðrum
þarf að taka myndir oftar vegna
tannskemmdatíðni og það er þá yf-
irleitt þannig að fólk er í áhættuhópi
yfir eitthvert ákveðið tímabil. Þá er
þörf á tíðari myndatökum hjá þeim í
þann tíma,“ útskýrir Sigurður.
Hann, líkt og nafni hans, segir
geislaskammta í slíkum myndatök-
um mjög litla þrátt fyrir allt en menn
lesi sér til um þróun mála og fylgist
með og séu almennt afar meðvitaðir
um að vera ekki að taka myndir að
óþörfu.
„Það þarf að umgangast alla
röntgengeisla á
réttan hátt en það
vill kannski gleym-
ast að í sjálfu sér
eru það tannlækn-
arnir sem eru í
hvað mestri hættu
og fara alltaf afsíðis.
Það eru í raun þeir
sem vinna við þetta
sem eru í mestri
áhættu,“ segir Sig-
urður.
Engar óþarfar myndatökur
Bandarísk rannsókn sýnir fram á tengsl tannröntgenrannsókna og heilahimnuæxla Tannlæknar
ákvarða myndatökur út frá áhættumati Grundvallaratriði að hægt sé að réttlæta geislanotkunina
AFP
Geislar Rannsakendurnir segja að tannlæknar ættu að endurskoða afstöðu sína til röntgenmyndatöku.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
HVERFISTEINAR
Hágæða brýnsluvélar,
2 stærðir og mikið úrval aukahluta
Opið virka daga frá 9-18
og lau frá 10-16
Lykilverslun við
Laugaveg síðan 1919
Áratuga þekking og reynsla
Laugavegi 29 - sími 552 4320
www.brynja.is - brynja@brynja.is
Verð frá
63.990 kr.
Michael Schulder, varastjórn-
arformaður taugaskurðlækn-
ingadeildar Cushings-taugavís-
indastofnunarinnar, sagði í
samtali við AFP að niðurstöður
rannsóknarinnar kæmu ekki á
óvart þar sem áður hefði verið
sýnt fram á tengsl milli geislunar
og heilahimnuæxla í öðru sam-
hengi.
Hann sagði að þrátt fyrir að
rannsóknin hefði sýnt fram á
aukna áhættu væri hún enn lítil
en tannlæknar og sjúklingar
þeirra ættu þó að íhuga að nota
röntgenmyndatökur sjaldnar en
árlega nema einkenni gæfu tilefni
til annars.
Í skýrslu Geislavarna ríkisins
um geislaálag vegna röntgen-
rannsókna við læknisfræðilega
myndgreiningu fyrir árið 2008
kemur fram að það árið voru
framkvæmdar alls 704.839 rönt-
genrannsóknir á Íslandi en þar af
var áætlað að um 450 þúsund,
eða um 64%, væru tann-
röntgenrannsóknir.
Í sömu skýrslu kemur fram að
a.m.k. 302 almenn röntgentæki
hafi verið í notkun á 207
tannlæknastofum. Þá kemur
einnig fram að áætlað með-
algeislaálag við tannröntgen-
rannsóknir hafi lækkað um 37%
frá árinu 1994 og að hlutfall tann-
röntgenrannsókna í hópgeisla-
álagi röntgenrannsókna árið
2008 hafi verið 0,4%.
Hópgeislaálag er skilgreint
sem meðalgeislaálag ein-
staklinga í tilteknum hópi, marg-
faldað með heildarfjölda ein-
staklinga.
Lítið hlutfall
geislunar
TANNRÖNTGEN
Skúli Hansen
Egill Ólafsson
Héraðsdómur Reykjavíkur veitti í
gær Seðlabanka Íslands vikufrest til
þess að skila greinargerð vegna
kröfu Helga Jóhannessonar, lög-
manns Samherja, þess efnis að ann-
ars vegar verði bankanum gert að
skila þeim gögnum sem lagt var hald
á við húsleit hjá Samherja 27. mars
sl. og hins vegar að öllum afritum af
umræddum gögnum verði eytt.
Í kröfugerð sem Helgi lagði fram í
héraðsdómi í gær kemur fram að
ljóst sé að aðgerðir Seðlabanka Ís-
lands hafi nú þegar og komi til með
að valda Samherja-samstæðunni
gríðarlegu tjóni, fyrirtækið sjái sig
því knúið til þess að leita réttar síns
fyrir dómstólum. Að sögn Helga hef-
ur Samherji ekki ennþá fengið nein-
ar upplýsingar um þau gögn sem
lágu til grundvallar húsleitarkröf-
unni, sömuleiðis hafi fyrirtækið
heldur ekki fengið að vita hvert hið
meinta brot sé.
Stefán Jóhann Stefánsson, rit-
stjóri Seðlabankans, segir rannsókn-
ina vera í fullum gangi en ekki sé
hægt að segja til um hversu langan
tíma hún muni taka. Að hans sögn er
ástæða húsleitarinnar grunur um
brot á gjaldeyrislögum.
Ýmiss konar athugasemdir eru
gerðar við húsleitina í kröfugerðinni,
en m.a. er því þar haldið fram að
húsleitarúrskurðurinn sé víðtækari
en heimildir bankans séu samkvæmt
lögum um gjaldeyrismál. Þar er
einnig gagnrýnt að veitt hafi verið
heimild til að leggja hald á gögn
þriggja félaga í eigu erlendra aðila.
Fær viku til að
skila greinargerð
Samherji veit ekki enn hvert hið
meinta brot er Vilja fá gögn tilbaka
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Húsleit Tveir menn að störfum við
húsleit hjá Samherja á Akureyri.