Morgunblaðið - 12.04.2012, Page 31

Morgunblaðið - 12.04.2012, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012 ✝ Ástrós EyjaKristinsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 7. nóvember 1922. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hlévangi 31. mars síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Gísli Krist- inn Aðalsteinsson verkamaður og Guðbjörg Sigríður Einarsdóttir húsmóðir, Norðurgarði í Vest- mannaeyjum. Ástrós Eyja var elst sjö, eftirtalin í aldursröð; Sigurgeir, f. 1935, Guðbjartur Kristinn, f. 1937, Sveinsína, f. 1938, Alfreð, f. 1939, d. 1974, Árný, f. 1940 og Ásta, f. 1945. Ástrós Eyja giftist Hjörleifi Má Erlendssyni, f. 13. október 1927, d. 3. desember 1999. Þau eignuðust sex börn: 1) Harpa, f. 1953. Maki Þórður Har- aldsson, þau eiga einn son. 2) Þröstur Elfar, f. 1954. Maki Dýrborg Ragn- arsdóttir, þau eiga tvo syni. 3) Hrönn, f. 1955. Maki Þor- geir Kolbeinsson, þau eiga fjögur börn. 4) Hlíf, f. 1957, d. 2009. Maki Ómar Leifs- son, þau eiga fjögur börn. 5) Sól- ey Vaka, f. 1963. Maki Jóhann Guðnason, þau eiga þrjá syni. 6) Bylgja Dögg, f. 1970. Maki Guð- jón Paul Erlendsson. Langömmubörnin hennar Ástrósar Eyju eru orðin 21. Útför Ástrósar Eyju fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 12. apríl 2012. kl. 13. Það er erfitt að lýsa þeim til- finningum sem fara um huga minn. Hún mamma er farin. Ynd- islega mamma og mín besta vin- kona, og ég get engu breytt. Svona er lífið, ekki spurt um ald- ur. Mamma var ekki gömul kona, tilbúin að kveðja. En heilsu hennar hafði hrakað hratt síð- ustu tvö ár. Þegar mamma fékk hjartaáfallið, fyrir rúmum 13 ár- um, var ekki hennar tími kominn. Síðan þá hef ég þakkað fyrir hvert ár sem ég hef átt með henni yndislegu mömmu minni. Mamma var svo mikil baráttu- kona. Þótt erfiðleikar, heilsuleysi og sorg hafi hrjáð hana og hún varla getað gert ýmsa hluti, nú seinni árin, þá reyndi hún eins og hún gat og sagði svo oft: „Það þýðir ekkert að gefast upp!“ Hún vildi aldrei íþyngja neinum en var svo alltaf tilbúin að aðstoða alla eins og hún gat. Öllum þeim sem kynntust mömmu fannst hún svo hlý og góð og með yndislega nærveru. Þannig var hún mamma mín. Hún elskaði að vera fínt klædd, fín um hárið og koma í snyrtingu til hennar Sóleyjar sinnar og helst að vera öllum stundum hjá henni. Öll hennar heimili voru líka svo falleg, snyrtileg og fín. Sonum mínum reyndist hún besta amma í heimi og komu þeir alltaf með útbreiddan faðminn á móti henni. Það þótti henni svo vænt um. Langömmustelpurnar elskaði hún líka svo mikið og vildi vera sem mest í kringum þær. Hún var líka Jóa mínum yndisleg tengdamamma og elskaði allt sprellið og fíflaganginn í honum. Þau voru svo góðir vinir. Það er dýrmætur sjóður af minningum sem við yljum okkur við, elsku mamma, á þessum erf- iðu stundum og mikill söknuður. Að sjá þig ekki, heyra ekki í þér, finna ekki lyktina þína og hafa þig ekki hjá okkur. Þú ert búin að vera partur af mínu daglega lífi alla tíð. Ég er svo stolt að vera dóttir þín. Þú ert mín fyr- irmynd. Takk fyrir alla hjálpina, yndislegu stundirnar, öll fallegu orðin, alla ástina sem þú gafst okkur. Ég veit þér líður vel, þú finnur ekki lengur til. Ég veit að elsku pabbi, afi, amma og Hlíf systir taka á móti þér. Passaðu Bryndísi Evu fyrir okkur. Við styrkjum hvert annað í þessari miklu sorg og umvefjum hvert annað ást og hlýju, eins og þú umvafðir okkur ást og hlýju. Og eins og ég sagði alltaf við þig: „Ég elska þig af öllu mínu hjarta.“ Þín dóttir, Sóley Vaka Hjörleifsdóttir. Það er erfitt að hugsa til þess, elsku amma, að þú skulir ekki lengur vera hér með okkur. Í hjartanu geymi ég allar minning- arnar sem við áttum saman. Ég man þegar ég kom og náði í þig heim á Suðurgötuna fyrir nokkr- um árum og við tókum smárúnt áður en við keyrðum út í Garð. Þú baðst mig að stoppa í búðinni til að kaupa fyrir þig blómvönd handa mömmu, já blómin voru þér mikils virði. Þegar ég var yngri man ég eftir að hafa verið hjá þér og ég fór að skoða öll blómin sem þú áttir og þú sagðir mér að þú talaðir alltaf reglulega við blómin svona á meðan þú gæfir þeim vatn svo að vöxtur þeirra yrði góður. Þú varst alltaf svo fín og alltaf með svo fallega klúta um hálsinn. Mér fannst svo gaman að fá þig til okkar og ég átti með þér svo marga góða daga heima í Garði. Það er mér svo minnisstætt þegar við Björn sögðum þér frá því að við ættum von á barni. Þú varst svo glöð og þú varst alveg með það á hreinu að lítil Hrönn væri á leiðinni. Það var okkur svo mikils virði að þú skyldir vera með okkur daginn sem Emilía Hrönn var skírð. Þú ætlaðir þér að komast upp stig- ana til okkar og þú komst. Nær- vera þín þennan dag gaf mér svo mikið. Þú varst svo hlý og ynd- islega góð amma og þú talaðir svo oft við mig um spékoppinn sem ykkur afa fannst svo falleg- ur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa notið síðasta dagsins með þér sem þú komst út í Garð og það var svo gaman hjá okkur þennan dag. Þegar við mæðgur komum svo til þín á Hlévang ljómaðir þú öll þegar þú sást litlu prinsessuna okkar. Ég hélt í höndina þína og við töluðum um íbúðina og þú varst svo spennt fyrir okkar hönd og sagðir við mig að það yrði sko alveg „trufl- að“ þegar við yrðum flutt. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allan þann tíma sem ég átti með þér. Núna ertu komin til afa og ég trúi því að þér líði vel. Megi guð vera með þér, elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Ingunn Björk Þorgeirsdóttir. Elsku amma. Það er rosalega skrítið að hugsa til þess að þú sért farin. Þú hefur verið svo stór partur af okkar lífi alla tíð. Pass- aðir okkur bræðurna svo oft þeg- ar við vorum litlir. Svo hefur sambandið alltaf verið svo mikið og gott. Eftir að afi dó fórstu svo að vera enn meira hjá okkur og það verður t.d. skrítið að halda upp á næstu jól og áramót … Amma Eyja, eða Eyja amma, það kölluðu flest barnabörnin þig. En hjá okkur bræðrunum varstu bara amma. Við áttum alltaf bara eina ömmu, en það var sko alveg nóg, við áttum nefni- lega bestu ömmu í heimi! Ég man að ég sagði oft við vini mína þegar ég var yngri að ég ætti „ömmu“legustu ömmu í heimi … Þú keyrðir ekki bíl, kunnir ekk- ert á sjónvarp eða önnur raftæki, smakkaðir ekki áfengi og reyktir ekki. Þú blótaðir aldrei, talaðir ekki illa um fólk og varst alltaf í svo góðu skapi. Svo passaðirðu auðvitað upp á að eiga alltaf ný- bakað bakkelsi inni í skáp og mjólk í ísskápnum! Ef þetta er ekki uppskriftin að hinni full- komnu ömmu þá veit ég ekki hvað! Ég sakna þín sárt amma mín og hugsa til þín á hverjum degi. Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki verið á landinu þegar þú kvaddir þennan heim en ég er ánægður að hafa séð þig á hverjum degi vikuna áður en ég fór út og ég veit líka að þú komst og kysstir mig bless áður en þú fórst til afa, Hlífar, Bryndísar Evu og allra hinna sem tóku á móti þér. Elska þig amma mín, passaðu upp á litlu skvísuna mína! Saknaðarkveðja, Hjörleifur Már. Mikið sem það var erfitt að vakna við þær fréttir að Eyja amma væri farin frá okkur. Al- veg sama þó að maður vissi að nú væri að koma að þessari stund, kveðjustund. Það er ekki auðvelt að kveðja einhvern sem er manni svona kær. Hvernig á maður að kveðja einhvern sem hefur alltaf verið til staðar allt mitt líf? Ég trúi því að þessi kveðja sé bara tíma- bundin, þangað til næst. Amma er komin aðeins á undan. Komin til afa. Þær eru ófáar minningarnar sem streyma um hugann þegar ég hugsa um Eyju ömmu. Hún var alltaf svo dugleg að koma og heimsækja okkur, hvort sem það var upp á Akranes eða til Horna- fjarðar og núna síðast í Garð. Já, það var alveg sama hvar við bjuggum á landinu, alltaf var hún dugleg að koma og það var alltaf jafn æðislegt að fá hana í heim- sókn. Ég man að alltaf þegar amma var hjá okkur voru vin- konuheimsóknir og aðrir hitting- ar yfirleitt vinsamlegast afþakk- aðir því ég gat ekki hugsað mér að eyða þessum dýrmæta tíma í eitthvað annað en að vera með henni. Þessi tími fór mikið bara í ömmukúr, það var svo gott að sitja og kúra í ömmu – það var alltaf þessi sérstaka Eyju ömmu- lykt, það er ekkert betra en þessi lykt. Og þegar maður kom heim til ömmu og afa þá var alltaf það fyrsta sem ég gerði að þefa og segja ummhh Eyju ömmu-lykt. Minningarnar eru margar amma. Yndislega amma mín, þegar ég sé þig fyrir mér sé ég þig allt- af brosandi og hlæjandi. Það er nefnilega eitt sem ég gleymi aldrei og er til þess að ég hugsa um þig í hvert skipti sem ég hlæ. Það er sko ekki leiðinlegt að hugsa um þig í hvert skipti sem ég hlæ og þetta er alveg satt, þú kemur alltaf upp í hugann þegar ég er að hlæja og ég heyri það sem þú sagðir alltaf þegar mér fannst eitthvað hlægilegt; „… og þá hlær Guðbjörg“ og fórst að hlæja með mér með þessum líka skemmtilega hlátri sem ein- kenndi þig. Ég hef mikið talað um þetta við hann Magnús minn og hann er meira að segja farinn að segja oft „… og þá hlær Guð- björg“. Já þetta eru sko dýrmætar minningar amma mín og eins og segir í ljóðinu fallega „Rósin“ … og eitt er það sem aldrei gleymist, það er minning þín. Þín verður sárt saknað. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíldu í friði elsku amma Eyja. Þín dótturdóttir, Guðbjörg Valdís Þorgeirsdóttir. Það er sárt að kveðja þig í hinsta sinn, elsku amma Eyja eða amma Ástrós eins og börnin mín, barnabarnabörnin þín, hafa viljað kalla þig og vita til þess að maður getur aldrei hitt þig á ný og fengið ömmuknús frá þér. Amma Eyja var yndisleg og ljúf kona sem var ætíð svo gott að hitta. Hennar bros og gleði umvafði okkur barnabörnin eins og hlýtt teppi. Hjá ömmu vorum við barnabörnin og barnabarna- börnin gullin hennar, yndislegu og fallegu börnin sem hún var svo stolt af. Amma var alltaf svo dugleg að heimsækja okkur fjölskylduna þegar ég var yngri. Svo mikil var gleðin að hafa ömmu að enginn tímdi að leika við vini sína því amma var í heimsókn. Sem barn þótti mér alltaf mjög merkilegt að ég ætti mömmu sem hafði upplifað Vestmannaeyjagosið fræga ásamt fjölskyldu sinni. Úr þessari lífsreynslu þeirra varð til svokölluð Vestmannaeyjasaga sem við systkinin vorum alltaf hugfangin af að heyra sagða af henni ömmu Eyju. Að koma í Keflavíkina til ömmu og afa var mér einnig allt- af svo minnisstætt. Þau áttu svo fallegt heimili sem var fullt af fal- legum styttum, blómum (silki- blómum og lifandi plöntum), mál- verkum sem afi hafði málað og alls konar dúlleríi eftir hana ömmu. Amma fegraði umhverfið sitt hvert sem hún kom. Það var líka alltaf svo sérstaklega góður ilmur heima hjá ömmu og afa sem veitti manni enn meiri sælu- tilfinningu að vera þarna í heim- sókn. Að verða langamma fannst ömmu Eyju mikill heiður og hvað þá þegar hennar fyrsta barna- barnabarn var stúlka og var gef- ið nafnið Ástrós. Amma var þakklát fyrir það. Amma tók öll- um langömmubörnum sínum opnum örmum og elskaði þau. Amma var mikil kjarnakona og er mér mikil fyrirmynd. Þótt lífið reyndist henni erfitt á köfl- um þá mátti amma eiga það að alltaf stóð hún aftur upp og hélt áfram sinni göngu í gegnum lífið. Margs er minnast á þessari stundu og margar minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu, elsku amma. Enginn dagur er eins án þín og mun ég sakna þín sárt sem og barnabarnabörnin þín. Ég verð dugleg að minnast með þeim góðra stunda og halda áfram að ganga lífsins veg svo þú verðir áfram stolt af mér með afa og Hlíf þér við hlið. Ég er svo þakklát að hafa fengið þig sem ömmu og ég er glöð að önnur dóttir mín ber þitt nafn. Ég sakna þín, elsku amma. Guð veri með þér. Hvíldu í friði. Ég læt hér fylgja með ljóð sem ég samdi um hana ömmu mína: Minningar um hugann minn streyma hvaða persónu amma hafði að geyma. Yndisleg persóna sem var mér svo kær. Elskuleg amma sem guð nú fær Amma mín var sem engill á jörð. Elskaði án skilyrða, hélt um mig vörð. Hennar hlýja og gleði umvafði alla. Til hennar var alltaf gott að kalla. Heimilið svo fagurt og amma svo fín alltaf tilbúin að hitta börnin sín. Skemmtileg, falleg, vinaleg vil ég segja svo margt var hún mér, hún amma Eyja. Einstök amma sem guð mér gaf. Mikið var gott að eiga hana að. Minningar um hana munu veita mér yl. Ég er svo þakklát að hún var til. (K.R.Þ.́12) Kveðja. Þín dótturdóttir, Katrín Ruth Þorgeirsdóttir. Elsku Ástrós. Ég er svo þakk- lát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo fín, með lakkaðar negl- ur, fínt hár og góða lykt. Það var alltaf svo gott að fá knús frá þér, alltaf svo hlý og góð. Ingibjörg Sara og Karítas eiga eftir að sakna ömmu löngu mikið. Það verður langt þangað til Kar- ítas hættir að biðja um að kíkja til ömmu löngu þegar við keyrum fram hjá Hlévangi. Við verðum dugleg að halda minningu þinni lifandi í huga Inky Vinky og Búb- bulínu! Elsku Ástrós, þín verður sárt saknað, en ég veit að þér líður betur núna. Ég mun halda áfram að hugsa vel um hann Hjörleif þinn og hana yndislegu dóttur þína. Saknaðarkveðja, Linda. Ástrós Eyja Kristinsdóttir ✝ Elskulegur sonur, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, HAUKUR SIGURBJÖRNSSON, Smáraflöt 1, Akranesi, lést fimmtudaginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðju- daginn 17. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning fjölskyldu hans, kt. 020578-4839, 0552-14-401556. Lilja Guðmundsdóttir, Jón Þór Hauksson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Sigurbjörn Hauksson, Valentínus Hauksson, Inga Birna Ölludóttir, Gunnar Þór Jóhannesson, systkini og afabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KLEMENS BALDVIN SIGTRYGGSSON rafvirkjameistari, Árbakka 5, Seyðisfirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaup- stað mánudaginn 2. apríl, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 14. apríl og hefst athöfnin kl. 14.00. Sigríður Björgvinsdóttir, Kristín Guðný Klemensdóttir, María Björg Klemensdóttir, Selma Ragnheiður Klemensdóttir, Björn Hallgrímsson, Ólöf Birna Klemensdóttir, Sigurður Bjarni Richardsson, Arnar Ágúst Klemensson, Bryndís Guðjónsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON fv. skipstjóri, Árskógum 6, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 18. apríl kl. 13.00. Sigríður Einarsdóttir, Einar Eysteinn Jónsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, VALDÍS MAGNÚSDÓTTIR, Munaðarhóli 10, Hellissandi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Ingjaldshólskirkju Hellis- sandi laugardaginn 14. apríl kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Kristjónsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR ÞÓRIR SIGURÐSSON, Frostafold 14, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 16. apríl kl. 15.00. Hulda Ingimundardóttir, Vera Björk Einarsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Íris Huld Einarsdóttir, Kári G. Schram, Guðmundur Bjarnason, Ásta Jóhanna Einarsdóttir, Brynja Bjarnadóttir, Steindór Rafn Theódórsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.