Morgunblaðið - 12.04.2012, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
✝ Dagur Jóns-son fæddist á
Sauðárkróki hinn
9. apríl 1953.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu hinn 31. mars
2012.
Foreldrar hans
voru Jón Dagsson
Jóhannsson, f.
14.3. 1920, d.
3.12.1988, og Ingi-
björg Óskarsdóttir, f. 26.10.
1924, d. 24.7. 2011. Systkini
Dags eru: Óskar, f. 1943,
Dagbjörg, f. 1947, d. 1951,
Bjarni Dagur, f. 1950, og
Rúnar, f. 1954.
Hann kvæntist 22. nóv-
ember 1975 Valdísi Þórð-
ardóttur, f. 25. júlí 1950. For-
eldrar Valdísar eru Þórður
Heiðar Guðjónsson, f. 1922, d.
1976, og Elínborg Elísabet
Magnúsdóttir, f. 1923. Sonur
Dags og Valdísar
er Jón, f. 1975,
kvæntur Aðalheiði
Konstantínsdóttur,
f. 1980. Barn
þeirra er María
Rán, f. 2008. Dag-
ur lærði rafvirkj-
un í Iðnskólanum í
Reykjavík og á
Sauðárkróki.
Hann vann hjá
Rafsjá hf. og var
einn af eigendum þar. Dagur
lauk sveinsprófi árið 1980,
meistari hans var (Bjarni) Páll
Óskarsson (móðurbróðir).
Dagur flutti til Hafnarfjarðar
árið 1999 og vann hjá Rafrún
ehf. Flutti aftur heim á Sauð-
árkrók árið 2002 og vann hjá
Rafsjá hf. og síðan Tengli ehf.
til dánardags.
Útför Dags fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 12.
apríl 2012, kl. 13.
Skyndilegt og ótímabært
andlát Dags mágs míns kom
eins og reiðarslag yfir fjöl-
skylduna. Hann hafði ekki
kennt sér meins svo vitað sé,
var glaður og reifur í hópi
vinnufélaga daginn áður og var
að taka sig til fyrir ferð til
Reykjavíkur þegar kallið kom.
En eitt sinn verða allir menn
að deyja og dauðinn gerir ekki
alltaf boð á undan sér.
Margs er að minnast er ég
lít til baka yfir farinn veg þau
rúmlega 40 ár sem Dagur til-
heyrði fjölskyldunni. Fyrst og
fremst standa upp úr góðar og
skemmtilegar en þó alltof fáar
samverustundir með fjölskyld-
um okkar systkinanna og móð-
ur, bæði fyrir sunnan og á
Króknum.
Þá var oft mikið hlegið enda
Dagur spaugsamur og stríðinn.
Hann sómdi sér því vel meðal
spaugaranna í fjölskyldunni.
Hann var fróður um menn og
málefni og hafði gaman af því
að segja sögur af fólki. Fyrir
stuttu áttum við systkinin og
makar slíka stund í Grjótasel-
inu.
Þá óraði engan fyrir því að
hún yrði sú síðasta í þessu lífi.
Fyrir þessa kvöldstund munum
við að eilífu verða þakklát.
Þegar Valdís missti heilsuna
rúmlega tvítug að aldri kom í
ljós hversu umhyggjusamur,
traustur og nærgætinn eigin-
maður og faðir Dagur var og
þannig var hann alla tíð. Þeir
Dagur og Jón voru miklir mát-
ar og sjaldan hef ég séð nánara
feðgasamband.
Eftir að Jón og Heiða fluttu
til Danmerkur voru þeir dag-
lega í sambandi og þannig gat
Dagur fylgst með vexti og
þroska litlu afastelpunnar,
Maríu Ránar, sem var hans
yndi og gleðigjafi.
Dagur var heimakær maður,
undi sér best með sínu fólki
heima fyrir. Sauðárkrókur var
hans heimabær og þar leið hon-
um best. Þau Valdís fluttu fljót-
lega norður eftir giftingu og
voru oftast á hraðferð er þau
komu suður því Skagafjörður-
inn með allri sinni fegurð tog-
aði í. Hið smáa samfélag á
Króknum, hinir traustu og
góðu vinir Dags sem þar búa
hafa sýnt fjölskyldunni ómet-
anlega umhyggju, hjálpsemi og
stuðning á þessum erfiðu tím-
um.
Nú er skarð fyrir skildi.
Sorgin og söknuðurinn tekin
við af gleðinni. Elsku Valdís,
Jón, Heiða og María Rán,
bræður og kæru vinir Dags.
Leyfum gleðinni yfir fallegum
minningum um góðan dreng að
verða sorginni yfirsterkari í
framtíðinni.
Myndina af Degi geymum
við í hjörtum okkar um alla tíð.
Við, Þórarinn og fjölskylda,
kveðjum kæran mág og góðan
vin með söknuði og þakklæti.
Anna Kristín
Þórðardóttir.
Við keyrum yfir Öxnadals-
heiðina, yfir Héraðsvötn, ökum
löturhægt um miðbæinn.
Hringjum í Dag sem lóðsar
okkur upp í efri byggðir,
framhjá fjölbrautaskólanum,
upp hæðina. Leitum að Greni-
hlíð.
Áttum okkur þegar við
sjáum hann veifa fyrir utan
raðhúsið. Að sjálfsögðu kemur
Dagur Jónsson út til að taka á
móti gestum. Valdís frænka
stendur í gættinni. Fylgir okk-
ur upp þar sem kaffibrauð bíð-
ur á borðinu. Dagur er ræðinn.
Við spjöllum um helstu tíðindi
vikunnar, pólitíkina, heimsmál-
in, fjölskylduna. Styttuna af
ferjumanninum við Héraðsvötn.
Skagfirska bjórinn. Uppbygg-
inguna á Hólum. Héðinsfjarð-
argöngin. Tengsl Sauðárkróks
og Akureyrar. Stundum sam-
mála, stundum ósammála en
ævinlega gaman. Sjónvarpið er
í gangi í stofunni, erlend stöð,
oftast sú danska. Kannski fót-
bolti. Göngum út á pallinn fyrir
aftan húsið, krakkarnir sjá róló
og stinga af. Tölum um Maríu
Rán, barnabarnið í Danmörku
sem þau hitta á skæpinu og
hlakka til að heimsækja næsta
sumar.
Við skruppum stundum í
kaffi til Valdísar og Dags eftir
að við gerðumst Akureyringar.
Þegar við hjónin minnumst
Dags koma þessar heimsóknir
strax upp í hugann. Það var
gaman að hitta Dag á heima-
velli.
Á Króknum tók á móti okkur
stoltur Skagfirðingur, ábyrgur
og gegnheill maður sem fylgd-
ist afskaplega vel með því sem
var að gerast, hvort sem það
var heima í héraði eða úti í hin-
um stóra heimi. Hann hafði
sterkar skoðanir, gat skellt
fram hnyttnum athugasemdum
og beittum skotum vegna hita-
mála í samfélaginu en lét aldrei
orð falla um eigin stöðu eða
hlutskipti. Við fundum hvað
hann var æðrulaus og rótfast-
ur, hvernig hann tók öllu sem
að höndum bar. Hann var hæg-
látur, yfirvegaður og jarðbund-
inn, traustur og umhyggjusam-
ur gagnvart fjölskyldu sinni og
alltof ungur þegar hann lést.
Andlát hans var óvænt og mik-
ið áfall.
Við vissum það vel, en áttum
okkur þó enn betur á því núna
hvað Valdís var vel gift. Við
minnumst Dags með hlýju og
virðingu og sendum Valdísi,
Jóni, Heiðu og Maríu Rán
dýpstu samúðarkveðjur.
Brynhildur Þórarinsdóttir
og Þóroddur Bjarnason.
Dagur Jónsson
Á fögrum sumar-
degi árið 1959 kom Helga Þórð-
ardóttir í Auðsholt. Það var mikill
gleðidagur, því hér var komin
verðandi húsfreyja í Auðsholti,
eiginkona Tómasar bónda Tóm-
assonar. Hún hafði með sér son
sinn, Þórð Hjartarson, sem við
fylgjum til grafar í dag. Þórður
var ljóshærður strákhnokki, glað-
klakkalegur og nokkuð fyrirferð-
armikill. Undirritaðri var fengið
það hlutverk að gæta piltsins.
Með okkur tókst góð vinátta, sem
hefur varað fram á þennan dag.
Árin liðu og í ljós kom að kröf-
ur heimsins og hæfileikar Þórðar
rímuðu ekki sem best saman. Á
sambúð þeirra urðu ýmsir agnú-
ar. Stundum minnti hann mig á
glæsilegt skip, sem af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum megnaði
ekki að leggja úr höfn og sigla
sinn sjó. Í fallegu kvæði um
bernsku sína segir skáldið Örn
Arnarson: „Suma skortir verjur
og vopn að hæfi, þótt veganestið
móðurhjartað gæfi.“
Þórður Hjartarson var ljós-
hærður og bjarteygur maður,
glæsilegur að vallarsýn. Hann var
ævinlega hress í máli og kunni vel
að segja sögu á góðri stund. Hann
var náttúruunnandi og mikil
veiðikló.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund og frá
skólaárunum átti hann trygga
vini. Hann var í sambúð við Sif
Konráðsdóttur og áttu þau saman
dótturina Helgu Österby Þórðar-
dóttur. Það kom í hlut Þórðar að
annast um Helgu litlu og gerði
hann það af stakri natni og um-
hyggju. Ef öll börn hlytu eins
góða umönnun og hún Helga litla
Þórðardóttir, þá væru ekki vand-
ræði í heiminum. Helga var auga-
steinn föður síns og ákaflega lík
honum í sjón, stór og myndarleg
og fagurlega hærð. Það var Þórði
þung raun að skiljast við hana, en
hann bar sig vel.
Þórður var vel máli farinn og
talaði ákaflega fallega íslensku.
Þegar hann ökklabrotnaði fyrir
nokkrum árum dvaldi hann hjá
Þórður Hjartarson
✝ Þórður Hjart-arson fæddist í
Reykjavík 26. júlí
1956. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 28.
mars 2012.
Þórður var til
moldar borinn frá
Neskirkju 11. apríl
2012.
mér í Þýskalandi um
mánaðartíma til að
jafna sig. Morgun-
verðurinn teygði sig
jafnan fram yfir há-
degi og margt var
skrafað í eldhúsinu í
Rheinstr. 79. Andi
skáldskapar sveif
yfir vötnunum – eða
öllu heldur yfir
kaffibollunum. Eitt
kvöldið fórum við á
karnevalsskemmtun og af því til-
efni setti Þórður upp glæsilegan
hatt. Það kvöld var ruglast á hon-
um og John Wayne.
Þórður fékkst við ritstörf og
gaf fyrir nokkrum árum út frum-
raun sína, skáldsöguna Konungur
fjalls og heiða. Mér er til efs að
lýrískari prósi hafi verið skrifaður
á íslensku í seinni tíð. Ekki entist
honum aldur til að ljúka við
seinna bindið. Hann er nú kominn
yfir móðuna miklu og inn í víðar
lendur eilífðarinnar, þar sem
hann er sjálfur konungur fjalls og
heiða.
Kannski er hver maður sendi-
bréf frá Guði. Það er ekki öllum
hent að skilja öll sendibréf Guðs.
Þeir, sem skildu skilaboð Þórðar
Hjartarsonar, skynjuðu að þar
fór hjartahlýr og góður drengur.
Hann er vinum sínum harmdauði
og móðir hans og dóttir trega
hann ákaflega.
Að leiðarlokum vil ég þakka
honum samfylgdina. Ég sendi
fjölskyldu hans og vinum innileg-
ar samúðarkveðjur. Móður hans
og dóttur bið ég allrar blessunar.
Drottinn minn gef dánum ró, en
hinum líkn sem lifa.
Vilborg Auður
Ísleifsdóttir.
„Vötn til fjalla og menn á fjöll-
um, hvað viltu hafa það betra?“
Með þessum orðum áritaði Þórð-
ur Hjartarson bók sína Konungur
fjalla og heiða, frumraun í útgáfu
skáldverka. Við áttum saman
notalega stund í stofunni í Garða-
bæ þegar hann færði mér þessa
bók rétt fyrir jólin 2010, spjölluð-
um um heima og geima, aðallega
um veiði á fjöllum og einnig fram-
haldð af bókinni góðu sem hann
væri með í vinnslu.
Þórður var mikið náttúrubarn,
sagnamaður og veiðimaður. Hann
hefur verið hluti af hópi veiði-
manna sem árlega hefur farið til
Veiðivatna í tugi ára. Í upphafi
tóku nokkrir skólafélagar frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
sig saman um þessar veiðiferðir
og var Þórður frá upphafi hluti af
hópnum, bæði tengdur hluta
hópsins fjölskyldu- og vinabönd-
um. Þessar Veiðivatnaferðir hafa
verið tilhlökkunarefni allan vet-
urinn hjá félögunum og tilhlökk-
un Þórðar að komast til Veiði-
vatna var alltaf mikil. Stundum
hittumst við að vetrinum og sögð-
um veiðisögur, borðuðum saman
fornan íslenskan mat og undir-
bjuggum okkur andlega fyrir
sumarferðirnar, t.d. kenndi Þórð-
ur okkur að hnýta flugur en hann
var meistari í fluguhnýtingum.
Ég hef engan mann séð annan en
Þórð sem getur hnýtt hinar und-
arlegustu flugur fríhendis nánast
í myrkri á síðkvöldum í veiðikof-
um í Veiðivötnum. Sérstaklega er
eftirminnilegt að þegar hann
vantaði hár í tilteknum lit, sem
hann var viss um að myndi virka,
sleit hann hár úr hundinum sín-
um, sem reyndar brást hinn
versti við, en flugan virkaði vel.
Þórður kunni sérstaklega vel
við sig í Veiðivötnum og hampaði
því að hann væri afkomandi
Ampa, sem ásamt konu sinni
reyndi að setjast að í Veiðivötnum
um miðja 19. öld og lifa af gæðum
landsins, ekki síst Veiðivatnasil-
ungi. Þórður naut þess að vera við
vötnin og prófa flugurnar sínar og
kynnast nýjum fallegum vötnum.
Hann veiddi einungis á flugu og
þótti frekar lítið til þeirra koma
sem veiddu með maðki eða mak-
ríl, en slík veiði er mjög algeng í
Veiðivötnum, svokölluð letingja-
veiði. Hann vildi alltaf veiða þar
sem gróður var við vötnin og vera
einn með náttúrunni í baráttu við
fiskinn. Á kvöldin og í hvíldartím-
um í Veiðivatnaferðum hafði hann
yndi af því að segja sögur, oft
tengdar veiðum og einnig sögur
af eftirminnilegu fólki en í þeim
efnum var hann hafsjór fróðleiks.
Hann var góður sagnamaður,
hafði gott vald á íslenskri tungu
og dró fram skemmtilegar per-
sónu- og samfélagslýsingar, með
svipuðum hætti og hann gerði í
bókinni sinni.
Nokkrir veiði- og skólafélagar
héldu bílskúrspartí í mars síðast-
liðnum og vitaskuld var Þórði
boðið. Hann hlakkaði mikið til
þess að hitta félagana, en þegar
til kom sagðist hann vera svo mik-
ill ræfill að hann treysti sér ekki,
kæmi bara næst. Við vissum að
hann hafði átt við veikindi að
stríða en það voru mikil og óvænt
sorgartíðindi að heyra að meinið
hefði náð að sigra hann. Þórðar
verður sárt saknað úr veiðifélaga-
og vinahópnum. Fjölskyldu hans
og aðstandendum sendum við
okkar bestu samúðarkveðjur.
F.h. Veiðivatnafélaga,
Guðni Olgeirsson.
Við Þórður kynntumst strax á
fyrsta misseri í Menntaskólanum
við Tjörnina þótt við hefðum valið
ólíkar námsbrautir. Sameiginlegt
áhugamál var fyrst og fremst
langar setur á kaffihúsum og um-
ræður um allt milli himins og
jarðar. Þar var Þórður gjarnan
manna fróðastur og sagna-
glaðastur. Hann var iðulega kall-
aður Þórður bóndi af okkur
menntaskólafélögunum, einkum
vegna þess að oft var farið í Auðs-
holt og gist í gamla íbúðarhúsinu,
stundum vel á annan tug gesta.
Þessi góða vinátta milli okkar
hélst alla tíð þótt oft væri langt á
milli.
Eitt sinn kom Þórður í heim-
sókn til mín í Seattle en tilgangur
ferðarinnar var einkum sá að
hitta indíánahöfðingja á ólympíu-
skaganum sem hann hafði skrif-
ast á við um hvalveiðar. Þórður
var mikill stuðningsmaður hval-
veiða og vann við hvalatalningar
nokkur sumur. Indíánarnir voru
að endurvekja gamla hvalveiði-
hefð og Þórður hafði einhvern
veginn komist í samband við þá.
Honum var tekið þarna sem þjóð-
hetju.
Þórður kom til okkar Helgu á
gamlárskvöld síðastliðið, rétt eins
og hann hafði gert mörg undan-
farin ár, og var hrókur alls fagn-
aðar. Hann gaf nokkrum gestun-
um nýútkomna bók sína og talaði
um að önnur væri á leiðinni. Ekki
grunaði mig þá að hann ætti svo
stutt eftir ólifað. Minningin um
einstakan mann og margar góðar
samverustundir lifir áfram. Að-
standendum votta ég samúð
mína, einkum Helgunum hans –
móður og dóttur.
Hannes Jónsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGA BJARNADÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á
Selfossi sunnudaginn 1. apríl.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugar-
daginn 14. apríl kl. 14.00.
Þórdís Skarphéðinsdóttir,
Bjarni Guðmundsson, Inga Karólína Guðmundsdóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Erlendur Ragnar Kristjánsson,
Elís Kjartansson, Ragnheiður Kr. Björnsdóttir,
Bára Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
UNNUR RUNÓLFSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
5. apríl.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
17. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Blindrafélagið.
Runólfur Grétar Þórðarson, Sigríður Lúðvíksdóttir,
Kristján Þórðarson, Dóra Kristín Halldórsdóttir,
Kristín Þórðardóttir, Kristinn Már Kristinsson,
Margrét Þórðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Elskuleg amma mín. Ég man
að frá fyrstu stundu leið mér eins
og þú værir alvöruamma mín, þú
hafðir þannig nærveru að manni
leið alltaf vel nálægt þér og þú
tókst mér strax svo vel, enda ekki
von á öðru því þannig varst þú.
Þær voru ófáar stundirnar
sem ég kom til þín í hestinn og
alltaf tókstu jafn vel á móti mér,
og þrátt fyrir að þú værir jafnan
að drukkna í vinnu var það samt
þannig að alltaf áttirðu nógan
tíma fyrir okkur, ekki síst þegar
við Magnús komum saman. Hon-
um fannst alltaf svo spennandi að
koma til þín, því alltaf leyfðirðu
honum að skoða og prófa allt, að
ég tali nú ekki um hvað honum
þótti gaman þegar hann fór á
Kristjana Þórdís
Anna Jónsdóttir
✝ Kristjana Þór-dís Anna Jóns-
dóttir, Dísa, fædd-
ist í Axlarhaga 23.
ágúst 1947. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Sauðárkróks 30.
mars 2012.
Útför Dísu fór
fram frá Sauð-
árkrókskirkju 7.
apríl 2012.
„hestinn“ þinn. Þú
varst alltaf jafn þol-
inmóð við hann og
alltaf vorum við
jafnvelkomin.
Þú varst alltaf
svo glöð og ánægð
þegar við hittumst,
jafnvel þegar þér
leið ekki vel reyndir
þú samt að hafa
stutt í gamanið og
alltaf hugsaðir þú
um hvernig öðrum liði. Það er
mikill missir að þér, en þín verður
ávallt minnst sem hinnar góðu
manneskju sem þú varst og aldr-
ei verður þér gleymt.
Þér elskaðir, elskum hver annan, því að
kærleikurinn er frá Guði kominn, og
hver sem elskar er af Guði fæddur og
þekkir Guð. (1. Jóh. 4:7)
Þín
Helga.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Minningargreinar