Morgunblaðið - 12.04.2012, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2012
✝ Sigfríður BirnaSigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
14. nóvember 1941.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Kumbaravogi laug-
ardaginn 31. mars
2012.
Foreldrar Birnu
voru Jóhanna Em-
ilía Björnsdóttir, f.
29. október 1902 á
Kappeyri í Fáskrúðsfjarð-
arhreppi, d. 23. janúar 1982, og
Sigurður Guðmundsson múr-
ari, f. 13. júní 1905 í Stakkadal í
Sléttuhreppi, N-Ís., d. 25. nóv-
ember 1964.
Systkini Birnu eru Sigurlaug
Gerða, f. 28. nóvember 1931,
Sigurður Erling, f. 17. nóv-
ember 1934, og Jóhanna Guð-
ríður, f. 26. ágúst 1944.
Sigfríður Birna giftist 27. maí
1960 eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Sigurbirni Unnari Davíðs-
syni frá Hamri í Borgarfirði, f.
22. maí 1934. Foreldrar hans
Þóra Torfheiður, faðir þeirra er
Sveinbjörn Jónsson, f. 12. janúar
1963. Sambýlismaður er Lárus
Þór Guðmundsson, f. 5. nóv-
ember 1965. 5) Jóhann Davíð f.
3. ágúst 1968, 6) Drengur Sig-
fríðarson, f. 18. apríl 1970, d. 19.
apríl 1970. 7) Sigríður Jóhanna,
f. 6. ágúst 1983, sonur hennar
Sigurbjörn Kári. Faðir Stefán
Reynir Heimisson, f. 23. apríl
1980. Sambýlismaður er Sigþór
Friðriksson, f. 6. apríl 1983. 8)
Guðmundur, f. 5. febrúar 1986,
unnusta Elín Kristín Ein-
arsdóttir, f. 8. október 1989.
Birna ólst upp í Reykjavík og
stundaði nám í Austurbæj-
arskóla og gagnfræðaskóla við
Lindargötu, einnig sótti hún
tíma í píanóleik. Um miðjan ald-
ur stundaði hún nám á lista-
braut í Fjölbrautaskóla Breið-
holts og sótti námskeið í
myndlist. Lengst af starfaði hún
við umönnun og ýmis störf sem
verkakona. Árin 1978 til 1983
rak hún mjólkurbúð á Kárastíg.
Samhliða hússtörfum og uppeldi
barna var hún iðin við hannyrðir
og prjónaði mikið. Árið 2002
fluttu hún og eiginmaður henn-
ar frá Reykjavík á Eyrarbakka.
Útför Sigfríðar Birnu fer
fram í Grafarvogskirkju í dag.
12. apríl 2012, kl. 13.
voru Unnur Jó-
hannsdóttir, f. 17.
febrúar 1913 á
Dönustöðum, Lax-
árdal, d. 3. mars
1905, og Davíð
Kristjánsson, f. 17.
febrúar 1913 í
Grísatungu, Staf-
holtstungum, d. 17.
desember 1939.
Börn Sig-
urbjörns og Sig-
fríðar Birnu eru 1) Kristleifur, f.
9. ágúst 1959. 2) Björn Einar, f.
13. október 1960, dætur hans
eru Hulda, f. 25. mars 1986,
dóttir hennar er
Snædís Eir Ingimarsdóttir, f.
18. maí 2008, og Birna f. 25.
mars 1986, móðir Huldu og
Birnu er Áslaug Kristinsdóttir f.
7. febrúar 1961. 3) Sigurður
Stefán, f. 26. nóvember 1961. 4)
Unnur, f. 8. júlí 1964, börn henn-
ar eru Kristín Dögg, Grétar Már
og Ómar Pétur, faðir þeirra er
Kjartan Pétur Sigurðsson, f. 6.
september 1962, Jón Þorberg og
Í dag kveð ég móður mína og
langar mig að minnast hennar
með nokkrum orðum. Þegar ég
hugsa til baka er mín fyrsta
minning um mömmu þegar hún
var á sængurkvennadeild nýbú-
in að eiga Gumma bróður, þar
tók hún mig í fangið með opn-
um örmum þegar ég hljóp til
hennar.
Mamma var rólyndis kona,
og það lýsti sér best einmitt
þegar ég fæddi son minn Sig-
urbjörn Kára. Ég hringd í
mömmu 6 um morguninn og
sagði henni að ég væri eflaust
að fara eiga. Mamma sagðist
ætla að gera sig til og fá sér
einn kaffibolla. Um 9 leitið
mætti mamma og átti eftir að
vera hjá mér í 19 tíma eða þar
til Sigurbjörn Kári fæddist.
Alltaf hélt hún ró sinni og
minntist hún oft á fæðingu Sig-
urbjörns Kára þegar við kom-
um í heimsókn.
Einnig má ég til með að
nefna atvik þegar ég var á leið
heim seint um kvöld, það var
verið að klæða blokkina í Unu-
felli sem við bjuggum í. Ég kem
hlaupandi inn og rek fótinn í
járnbút sem lá í jörðinni, og
mín fyrstu viðbrögð voru að
kippa bútnum út . Ég hljóp upp
til hennar á 3. hæð og sagði við
mömmu að ég héldi að hún
þyrfti að keyra mig upp á slysa-
deild. Mamma leit á mig og
sagðist ætla að fá sér einn kaffi-
bolla. Á meðan ég batt fyrir
sárið drakk mamma sinn kaffi-
bolla í rólegheitunum og keyrði
mig upp á slysadeild. Þetta lýs-
ir mömmu mjög vel, hversu ró-
leg hún var. Gerði það að verk-
um að ég náði að halda ró minni
á þessari stundu.
Þegar ég var að alast upp
fórum við á hverju sumri hring-
inn í kringum landið. Það var
hápunktur sumarsins. Pabbi var
tilbúinn klukkan 9 en mamma
klukkan 12. Mamma var afar
minnug og sagði alltaf svo
skemmtilega frá. Á meðan á
ferðalaginu stóð sagði mamma
þjóðsögur sem tengdust stöðum
sem við keyrðum framhjá
hverju sinni.
Við mamma vorum góðar vin-
konur og gat ég alltaf leitað til
hennar ef það var eitthvað.
Betri móður hefði ég ekki getað
hugsað mér, né ömmu fyrir son
minn. Ekkert verkefni var of
stórt fyrir hana, ef eitthvað
virtist of mikið eða ekki viðráð-
anlegt gat hún alltaf séð já-
kvæðu hliðarnar.
Síðustu dagar með mömmu
voru yndislegir. Fjölskyldan var
saman komin og áttum við góð-
ar stundir hjá henni mömmu.
Það var hlegið, grátið og hlust-
að á gítarspil frá Grétari.
Mamma kenndi mér að leita í
trúna, fórum við oft með kvöld-
bænir og alltaf þegar hún
kvaddi mig kom hún með mér í
dyragættina og kvaddi mig með
orðunum „Guð blessi þig“. Með
þessum orðum langar mig að
kveðja þig elsku mamma mín.
Guð blessi þig og varðveiti.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín dóttir
Sigríður Jóhanna.
Sigfríður Birna
Sigurðardóttir✝ Páll Indriðason fæddist áBotni í Eyjafirði 26. júlí
1923. Hann lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Höfða á
Akranesi 31. mars 2012.
Foreldrar hans voru hjónin
Indriði Helgason frá Klúkum í
Hrafnagilshreppi, f. 1869, d.
1939, og Helga Hannesdóttir frá
Syðri-Ey á Skagaströnd, f. 1892,
d. 1976. Systkini Páls eru María
f. 1915, d. 2008, Þorbjörn f.
1917, d. 1979, Hallgrímur f.
1919, d. 1998, Jóhann f. 1926, d.
1998, Sigurlaug f. 1928. Móðir
Páls átti einn son, Ara Leo Foss-
dal Björnsson, f. 1907, d. 1965.
Páll kvæntist eiginkonu sinni
Sigurlaugu 20. desember 1954
en hún lést 3. janúar 2002. Páll
og Sigurlaug eignuðust tvo syni
en fyrir átti Sigurlaug soninn
Jón Má Jónsson sem Páll gekk í
föðurstað. 1) Jón Már Jónsson, f.
1949, kvæntist 1973 Guðnýju
Steinunni Guðjónsdóttur, f.
1950, þau slitu samvistir. Börn
hans eru Sigurlaug María, f.
1975, og Guðrún Sigríður, f.
1975. 2) Páll Indriði, f. 1956,
kvæntist Sigríði Guðmunds-
dóttir, f. 1958, þau slitu sam-
vistir. Börn hans eru Guð-
mundur Þór, f. 1977, Páll Ind-
riði, f. 1985, Maríanna, f. 1986.
Seinni kona hans er Jódís Run-
ólfsdóttir, f. 1957. 3) Helgi Már,
f. 1958, kvæntist Halldóru Guð-
mundsdóttur, f. 1958, þau slitu
samvistir. Börn hans eru Ingi-
björg Þóra, f. 1978, Ása Mar-
grét, f. 1987, Örvar Már, f. 1991,
Elín María, f. 1996, Sigurlaug
Birta, f. 2000, og Hugrún Eva, f.
2003. Seinni kona hans er Elín
Þórdís Heiðarsdóttir.
Páll lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar
1943 og ári síðar var hann við
nám við Iðnskólann á Akureyri
og lauk prófi í ketil- og plötu-
smíði frá Vélsmiðjunni Atla á
Akureyri í lok árs 1947. Að
loknu námi 1948 hélt Páll til
Reykjavíkur og hóf vinnu hjá
Vélsmiðjunni Héðni við upp-
setningu Síldarverksmiðju rík-
isins í Örfirisey. Árið 1951 hóf
Páll nám við Vélskólann í
Reykjavík. Á námsárunum vann
hann einnig sem kyndari og síð-
an vélstjóri á togurunum Kald-
bak og seinna Harðbak sem
voru skip Útgerðarfélags Ak-
ureyringa. Veiðar voru ísfiskerí
við heimamið og suðaust-
urströnd Grænlands en afla var
oftast landað á Akureyri. Um
mitt sumar 1957 hóf Páll störf
við uppsetningu véla fyrir Sem-
entsverksmiðju ríkisins á Akra-
nesi sem seinna var gangsett
um mitt ár 1958. Þau hjónin
festu kaup á einbýlishúsi á Vest-
urgötu 142 við komu sína til
Akraness og bjuggu þar allt til
loka árs 1990 er þau fluttu í
íbúð sína á Höfðagrund 20. Eftir
lát eiginkonu sinnar Sig-
urlaugar bjó Páll áfram á
Höfðagrund 20 fram til ársins
2010 en þá fór heilsu hans að
hraka og hann flutti á hjúkr-
unar- og dvalarheimilið Höfða
þar sem hann bjó til dauðadags.
Útför Páls fór fram frá Akra-
neskirkju miðvikudaginn 11.
apríl 2012.
Kveðja
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Eins og þú kvaddir okkur fjöl-
skylduna í öllum þínum góðu
bréfum segi ég: Í sjóði minning-
anna geymast góðar stundir.
Guð blessi minningu þína.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðný Steinunn
Guðjónsdóttir.
Páll Indriðason
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og bróðir,
DAGUR JÓNSSON
rafvirki,
Grenihlíð 24,
Sauðárkróki,
varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni
laugardagsins 31. mars.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, fimmtudaginn
12. apríl, kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna
er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.
Valdís Þórðardóttir,
Jón Dagsson, Aðalheiður Konstantínsdóttir,
María Rán Jónsdóttir,
Óskar Jónsson,
Bjarni Dagur Jónsson,
Rúnar Jónsson,
ættingjar, tengdafólk og vinir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
VIKTOR SIGURBJÖRNSSON,
Móvaði 49,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 1. apríl, verður
jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju
laugardaginn 14. apríl kl. 16.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Einstök börn.
Júlíana Hilmisdóttir,
Guðrún Lúðvíksdóttir,
Sigurbjörn Viktorsson, Unnur Ögmundsdóttir,
Hjalti Viktorsson, Anna Lind Friðriksdóttir,
Hulda Viktorsdóttir, Jón Óskar Karlsson
og barnabörn.
Héðan eru enn verri fréttir,
Helgi Árna er látinn. Einhvern
veginn þannig komu fréttirnar
til okkar um fráfall Helga Árna-
sonar frá Neðri-Tungu í Örlygs-
höfn. Okkur setti hljóð þetta
var svo óvænt, svo sárt og svo
ótímabært.
Eftir standa minningar um
góðan vin sem reynst hefur
okkur svo vel. Við viljum með
þessum fátæklegu línum minn-
ast Helga og þakka fyrir þann
heiður að fá að hafa kynnst slík-
um mannkostamanni. Það má
segja um Helga Árna og alla
hans fjölskyldu að öll hafi þau
tekið okkur með kostum og
kynjum þegar við komum í Ör-
lygshöfnina og hófum þar rekst-
ur. Við erum ævarandi þakklát
fyrir þær góðu móttökur og
þann mikla stuðning og hlýhug
sem Helgi sýndi okkur. Hann
reyndist okkur betri en enginn
þegar hann gaf sér tíma frá sín-
um hefðbundnu störfum til að
hjálpa okkur við að innrétta,
smíða og lagfæra á upphafsár-
unum. Það myndaðst strax góð
vinátta og alltaf var gott að fá
heimsókn Helga og Ásdísar í
Helgi Árnason
✝ Helgi Árnasonfæddist á Hval-
látrum í Rauða-
sandshreppi 19.
mars 1949. Hann
varð bráðkvaddur
á heimili sínu 29.
mars 2012.
Útför Helga fór
fram frá Patreks-
fjarðarkirkju 7.
apríl 2012.
kaffispjall.
Helgi hafði mjög
góða nærveru, var
rólegur og yfirveg-
aður og kankvís.
Helgi, faðir hans,
Árni Helga, og
sameiginlegur vin-
ur, Ólafur Árnason,
hafa nú allir fallið
frá með skjótum
hætti með stuttu
millibili. Milli
þeirra allra var náin vinátta og
gagnkvæm virðing og mikil eft-
irsjá að þeim öllum. Það hálf-
partinn hvarflar að manni að
Árni og Óli hafi viljað fá Helga
til sín og ef svo er þá er fé-
lagsskapurinnn góður. Íslenskt
samfélag væri mun betra sam-
félag ef til væru fleiri slíkir.
Helgi naut mikils barnaláns
og var sjálfur elstur í stórum
systkinahópi. Stórt skarð hefur
myndast við fráfall Helga og
mikill er missir nánustu að-
stendenda. Hugur okkar og
samúð er hjá þeim, Ásdísi eft-
irlifandi eiginkonu, Önnu móður
hans, börnum, barnabörnum og
systkinum. Guð veiti ykkur
styrk í sorg ykkar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Blessuð sé mining Helga.
Karl Eggertsson,
Sigríður Huld
Garðarsdóttir.
Valgerður
Theodórsdóttir
✝ ValgerðurTheodórsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. desember 1930.
Hún lést á Land-
spítalanum 24.
mars 2012.
Útför Valgerðar
fór fram frá Graf-
arvogskirkju 3.
apríl 2012.
Ég tignarkonu trega
sárt
og tómleikinn færist
yfir
af mannkostum
mætum stendur klárt
að minning hennar lifir.
(BB)
Bergþóra
Bergsdóttir.
Ég kveð þig, hugann heillar
minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Að eignast traustan vin er
mikil gæfa og forréttindi sem
seint verða fullþökkuð. Ragn-
hildur var gift móðurbróður
mínum, Ásmundi. Voru þau hjón
glæsileg, höfðu mikla mannkosti
til að bera og voru höfðingjar
heim að sækja. Ég minnist jóla-
boðanna hjá þeim hjónum þegar
Ragnhildur
Pétursdóttir
✝ RagnhildurPétursdóttir
fæddist á Hjalta-
stað í Hjaltastað-
arþinghá, Fljóts-
dalshéraði, 6.
september 1922.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Seyðisfjarðar
24. mars 2012.
Útför Ragnhild-
ar var gerð frá
Kópavogskirkju 4.
apríl 2012.
öll stórfjölskyldan
kom saman, en það
þótti í þá daga heil-
mikið ferðalag frá
Hafnarfirði til
Reykjavíkur. Því
fylgdi alltaf mikil
tilhlökkun að koma
á þeirra góða heim-
ili. Þegar litið er yf-
ir farinn veg þá
streyma minning-
arnar fram um
margar góðar samverustundir.
Ragnhildur flutti til Egilsstaða
til dóttur og tengdasonar, en
þegar alzheimersveikindin herj-
uðu á hana þá flutti hún á
sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Þar
var frábærlega vel hugsað um
hana þau ár sem hún dvaldi þar.
Steinunn dóttir hennar hefur,
ásamt eiginmanni sínum og
dætrum, staðið við hlið móður
sinnar; þvílík umhyggja og ástúð
sem þau hafa sýnt. Við biðjum
Guð að styrkja Steinunni, Ástu
og fjölskyldur þeirra og blessa
Ragnhildi í hennar nýjum heim-
kynnum.
Steinunn og
Gunnlaugur Fjólar.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr.
Minningargreinar