Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 2

Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 KOLAPORTIÐ Opið í dag sumardaginn fyrsta frá kl. 11-17 Verið velkomin Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Meirihluti stjórnar Orkubús Vest- fjarða samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til á aðalfundi fyrir- tækisins hinn 11. maí að greiða eig- anda þess 46 milljónir króna í arð. Ríkið á allt hlutafé í félaginu og óskaði það eftir arðgreiðslunni. Gert var ráð fyrir þessum tekjum til ríkisins í fjárlögum þessa árs. Dregur úr framkvæmdagetu Að sögn Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra er staða félagsins það sterk að það ræður við arð- greiðsluna og þessi upphæð sé til í sjóðum þess. Félagið hafi skilað hagnaði upp á 230 milljónir króna á síðasta ári. Að því komi hins vegar að félagið þurfi að ná þessum tekjum til baka og þær fáist aðeins annaðhvort frá notendum eða með hagræðingu í rekstrinum. Ekki standi þó til að hækka verðið út af þessu. „Ákvörðun um arðgreiðslu upp á 46 milljónir kallar ekki á sérstaka ákvörðun um verðskrárhækkun en þetta dregur náttúrlega úr fram- kvæmdagetu og styrk félagsins,“ segir Kristján. Hann segir þó að ekki standi til að draga úr fyrirliggjandi fram- kvæmdaáætlun Orkubúsins. Arðgreiðsla kallar ekki á verðhækkanir á orku  Orkubú Vestfjarða greiði ríkinu 46 milljónir króna í arð Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjárfest Framkvæmdir við Mjólkár- virkjun Orkubús Vestfjarða. Lítilli einkaflugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið í gær. Tveir menn voru um borð og sluppu þeir óslas- aðir. Lögregla, sjúkrabílar og slökkvilið fóru strax á staðinn. Skv. upplýsingum frá slökkvilið- inu á Reykjavíkurflugvelli brotnaði annað hjólið undan vélinni í lendingu. Sama flugvél lenti í óhappi á Reykjavíkurflugvelli 6. ágúst 2011, en þá hlekktist henni á í akstri á leið til flugtaks. Lítilli einshreyfilsflugvél hlekktist á í lendingu Morgunblaðið/Ómar Sluppu ómeiddir frá brotlendingu Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þingsályktunartillaga um breytta skipan ráðuneyta samræmist ekki 15. grein stjórnarskrárinnar. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra í umræðum um tillög- una á Alþingi í gær. „Þessi tillaga felur í sér það eitt að Alþingi styðji fyrirhugaðar breytingar á fjölda og heitum ráðu- neyta og er í raun í andstöðu við það ákvæði stjórnarskrárinnar sem seg- ir að forseti ákveði tölu ráðherra og skipti með þeim störfum,“ sagði Jó- hanna. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði for- sætisráðherra þá hvort hún hefði vitandi vits stutt tillögu sem gengi gegn stjórnarskránni. Hann lýsti sig þó ósammála því mati ráð- herrans. Svaraði Jóhanna því aðeins til að engin þörf væri á að breyting- arnar færu fyrir þingið. Þá sagði Jóhanna að Gylfi Magn- ússon, lektor við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskipta- ráðherra, hefði verið einn þeirra sem unnu greiningu á hugsanlegum breytingum á því ráðuneyti. Nið- urstaða þeirrar greiningar hefði verið að skipta verkefnum þess á milli fjármála- og atvinnumálaráðu- neyta. Einar spurði þá hvort sú ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að stofna efnahags- og viðskiptaráðuneytið á sínum tíma hefði verið mistök. Svar- aði Jóhanna að þegar það var stofn- að hefði verið farið eftir tillögum rannsóknarnefndar Alþingis um að sameina og stækka ráðuneytin. Ekki væri verið að bregða út af þeirri stefnu þó að verkefni ráðu- neytanna væru flutt til og enn væri verið að sameina þau og stækka. Segir tillögu ekki standast stjórnarskrá  Gylfi Magnússon kom að greiningu á sínu gamla ráðuneyti Morgunblaðið/Eggert Ræða Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra í ræðustól Alþingis. Búast má við töf- um á umferð í næsta nágrenni Þjóðmenning- arhússins um tíma síðdegis á morgun, föstu- dag. Þetta fékkst staðfest í forsæt- isráðuneytinu. Tafirnar má rekja til öryggisráðstafana í tengslum við opinbera heimsókn Wens Jiabaos, forsætisráðherra Kína, sem kemur hingað til lands fyrri hluta föstudagsins. Boð til for- sætisráðherra Kína um að heim- sækja Ísland hefur legið fyrir allt frá 2006. Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao mun eiga fund með Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra og fleiri ráðherrum. Hann mun einnig eiga fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. gudni@mbl.is Umferðar- tafir vegna heimsóknar Wen Jiabao Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Aroni Karlssyni en hann er grunaður um fjársvik vegna sölu á fasteign við Skúlagötu 51 til kínverska sendiráðsins. Faðir hans, Karl Steingrímsson, gjarnan kennd- ur við Pelsinn, er ekki ákærður í málinu og verða ekki fleiri ákærðir. Í janúar 2010 tilkynnti kínverska sendiráðið kaup á húsnæðinu, sem áður hýsti Sjóklæðagerðina. Það var í eigu félagsins Vindasúlna en Aron var í forsvari fyrir því ásamt föður sínum. Fasteignin var veðsett fyrir rúman milljarð króna vegna lána í Arionbanka, Íslandsbanka og Glitni. Um miðjan desember 2010 var gengið að tilboði frá indversku fyr- irtæki í fasteignina fyrir 575 millj- ónir króna. Bankarnir féllust á þessa sölu. Skömmu síðar var hins vegar samþykkt tilboð frá kínverska sendi- ráðinu upp á 875 milljónir. Í millitíð- inni var búið að færa fasteignina í nýtt félag, 2007 ehf., í eigu sömu að- ila, en það félag hét AK fasteignir. Lögmaður bankanna þriggja kærði málið til ríkislögreglustjóra en bankarnir höfðu enga vitneskju um tilboð Kínverjanna eða flutning eignarinnar milli félaga. Bankarnir telja að þeir hafi verið hlunnfarnir um 300 miljónir króna. Við húsleit fundust 92 milljónir króna en þær voru á bankabók í eigu félagsins 2007 ehf. sem feðgarnir eiga. Var féð rakið og hald lagt á það af embætti ríkislögreglustjóra. guna@mbl.is Ákærður vegna fjársvika Rúmar 90 milljónir fundust við húsleit Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari, segir ómögulegt að segja til um hvenær starfsmenn embættisins fái í hendur gögn sem aflað var með húsleit í Landsbankanum í Lúx- emborg og á tveimur öðrum stöðum í tengslum við rannsókn sem tengist Landsbankanum og hófst í fyrra. Sex starfsmenn sérstaks saksókn- ara tóku þátt í húsleitunum ásamt 24 lögreglumönnum í Lúxemborg. Mjög rík bankaleynd ríkir í Lúxemborg og þegar lögregla hefur lokið við að fara yfir gögnin eru þau send til rann- sóknardómara sem kannar hvort rétt sé staðið að rannsókninni. Bíða eftir að fá gögn í hendur í Lúxemborg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.