Morgunblaðið - 19.04.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.04.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 ÚTRÁSIN SEM TÓKST? Íslenskar bókmenntir erlendis Málþing í Norræna húsinu föstudaginn 20. apríl kl. 16-18. STUTTAR FRAMSÖGUR Laure Leroy, hjá forlaginu Zulma í Frakklandi: Viðtökur Afleggjara Auðar Övu Ólafsdóttur í Frakklandi. Jón Kalman Stefánsson: Erum við ekki alveg örugglega frábær? Coletta Bürling: Þjóðarsálin í þýskum búningi. Jón Yngvi Jóhannsson: ,,Nýtt land í norrænum bókmenntum“ - útrás íslenskra bókmennta um aldamótin 1900. PALLBORÐSUMRÆÐUR UM ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS Einar Már Guðmundsson, Hólmfríður Matthíasdóttir, Þorgerður Agla Magnúsdóttir og Pétur Már Ólafsson. Að málþingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar Málþingið er haldið af Sögueyjunni í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda - með stuðningi Landsbankans. BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Greenstone ehf. hefur hætt við áform sín um byggingu gagnavers á Íslandi. Félagið var stofnað af fyr- irtækjunum TCN í Hollandi, GEO í Bandaríkjunum og Amicus á Íslandi og hefur frá árinu 2008 unnið að því að reisa gagnaver hér á landi. Eftir að hafa skoðað álitlega staði víða um land varð Blönduós fyrir valinu, þar sem gerð var viljayfirlýsing með heimamönnum um uppbygginguna, en hún hefur nú runnið út. Blöndu- ósingar hafa skipulagt 128 hektrara lóð undir gagnaver eða viðlíka at- vinnustarfsemi. Voru áform uppi um að gagnaverið gæti skapað um 120 varanleg störf og 720 störf á bygg- ingartíma. Var undirbúningur kom- inn það langt að rætt hafði verið við Ístak um að verða aðalverktaki. Ríkisstjórnin óviljug Sveinn Óskar Sigurðsson, fv. tals- maður Greenstone á Íslandi, stað- festi í samtali við Morgunblaðið að félagið væri hætt við áform sín á Ís- landi en erlendir eigendur myndu fylgjast áfram með íslenska mark- aðnum. Viðskiptavinur Greenstone, sá er áformaði uppbyggingu hér með félaginu, vinnur nú að því að láta reisa gagnaver í Bandaríkjunum. Sveinn Óskar segir margt hafa komið til að svona fór. Hann tekur fram strax í upphafi að Blönduósing- ar hafi staðið sig mjög vel í þeirri við- leitni að fá gagnaver til landsins. Hið sama sé hins vegar ekki hægt að segja um ríkisstjórn Íslands. „Hún var óviljug að vinna með fé- laginu í að fá viðskiptavin þess til að byggja gagnaver við Blönduós. Ís- land hefur verið að heltast úr lestinni þar sem hið opinbera hefur ekki staðið eðlilega að því að bæta um- hverfi fyrir þessa fjárfestingu. Ís- landsstofa, áður Fjárfestingastofa, hefur hins vegar staðið sig vel en það er ekki nóg, kerfið þarf allt að smella saman,“ segir hann og nefnir sem dæmi tafir á breytingu laga og reglna varðandi skattamál, vænting- ar Landsvirkjunar um að hækka raf- orkuverð umfram það sem viðskipta- vinurinn gat fengið á eigin heimamarkaði og of hátt verðlag á gagnaflutningum til og frá landinu. Síðasttalda atriðið segir Sveinn vera tilkomið vegna yfirveðsetningar Farice og illa fjármagnaðs félags. Eigendur Greenstone hafi rekið sig á það að fjárhagslegt bolmagn Far- ice var ekkert vegna offjárfestingar í Danice-strengnum. Verðhækkun freistar ekki Sveinn bendir einnig á að virkjanir í neðri hluta Þjórsár áttu að vera ætlaðar uppbyggingu gagnavera og hinum græna iðnaði. Það hafi a.m.k. verið fullyrt í þeirra eyru af fyrri yf- irstjórn Landsvirkjunar en þar á bæ hafi verið breytt um stefnu. „Bæði Landsvirkjun og Farice verðlögðu sig út af þessum markaði á þeim tíma og nú eru gagnaversfyrir- tækin farin að leita annað með stærri verkefni, eins og til Svíþjóðar og Finnlands. Það kemur hvorki heim- ilunum í landinu né þessum iðnaði til góða að hækka raforkuverðið. Það hefur aldrei freistað erlendra fjár- festa að vita til þess að hækka eigi verð á raforkunni,“ segir Sveinn Óskar og telur eilífan samanburð við aðstæður í Evrópu óraunhæfan þar sem Ísland sé svo fjarri öllum mörk- uðum. Ekki vonlaus iðnaður Hann ítrekar hins vegar að hann telji gagnaversiðnað hér á landi ekki vonlausan við núverandi aðstæður. Hægt sé að byggja hann upp í smærri einingum. Einnig standi staður eins og Blönduós fjárfestum áfram til boða og vonandi takist að reisa þar gagnaver í náinni framtíð. Greenstone gafst upp á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn Gagnaver Forráðamenn Greenstone ræddu við fjölda aðila hér á landi um áform sín, m.a. gekk Henk Wiering, stjórnarmaður í Greenstone, á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum vorið 2008.  Hætt við áform um gagnaver á Íslandi í bili  Stjórnvöld, Landsvirkjun og Farice gagnrýnd fyrir að hafa verðlagt Ísland út úr samkeppninni  Töldu Blönduós besta staðinn en viljayfirlýsing er útrunnin Fegurðarsamkeppni » Greenstone fór af stað með nokkurs konar „fegurðar- samkeppni“ árið 2008 þar sem ritað var undir viljayfirlýsingar við nokkur sveitarfélög um byggingu gagnavers. » Sveitarfélögin voru Ölfus, Fljótsdalshérað, Fjallabyggð, Borgarbyggð, Dalvíkurbyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hafnarfjörður og Blönduós. Einnig var ritað undir vilja- yfirlýsingu með Grundartanga- höfn. » Stöðunum var síðan fækkað niður í fjóra; Borgarbyggð, Hafnarfjörð, Fljótsdalshérað og Blönduós. » Á endanum var ákveðið að stefna að uppbyggingu á Blönduósi, eftir að við- skiptavinur Greenstone taldi þann stað álitlegastan. Fulltrúar Eimskips og Vegagerðarinnar hittust á fundi í gærmorgun til að ræða möguleika á að hefja viðræður um gerð samnings um rekstur Vestmannaeyjaferj- unnar Herjólfs næstu tvö árin. Fulltrúarnir bjuggust við að skiptast á hugmyndum næstu daga. Eimskip átti lægsta tilboð í síðara útboði um rekstur skipsins þegar tilboð voru opnuð í síðustu viku. Það flækir hins vegar málið að Eimskip kærði ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna öllum tilboðum í fyrra út- boði á rekstri skipsins en þeim var hafnað vegna þess að ekki fylgdu öll umbeðin gögn tilboðunum þegar þeim var skilað. Fram hefur komið hjá Eimskip að fé- lagið hafi bætt úr því fimm dögum áður en ákveðið var að vísa tilboðunum frá. Meðal krafna Eimskips fyrir kærunefnd útboðsmála er að samningsferli í nýja útboðinu verði stöðvað. Kærunefndin fjallar nú væntanlega um þann þátt máls- ins og ekki taldar líkur á að niðurstaða fáist fyrr en í næstu viku. Samningar eru í tímaþröng vegna þess að Vegagerð- in sagði upp núgildandi samningi við Eimskip um rekstur Herjólfs og rennur hann út 1. maí. Á sama tíma taka gildi uppsagnir áhafnar og annars starfsfólks Herjólfs. Óvissa er því með siglingar til Eyja eftir mán- aðamót. Vegagerðin hefur lokið yfirferð tilboða og komist að þeirri niðurstöðu að þau teljist gild. Að öðru jöfnu ætti að ganga til viðræðna við lægstbjóðanda sem er Eim- skip. Vegagerðin hefur hins vegar lýst því yfir við kærunefnd útboðsmála að hún muni bíða með samn- inga þangað til úrskurður hennar um heimild til samn- inga liggur fyrir. Eimskip hefur aftur á móti lýst því yf- ir að það sé tilbúið að ganga til samningaviðræðna við Vegagerðina, þrátt fyrir kröfur sínar, en gerir fyrir- vara um niðurstöðu kærunefndarinnar. Þeim óformlegu viðræðum sem nú eru hafnar getur ekki lokið með samningum nema með miklum fyrir- vörum af hálfu beggja aðila. Er því jafnframt verið að athuga með möguleika á bráðabirgðalausn svo ferjan stöðvist ekki 1. maí. Það tilboð Eimskips sem Vegagerðin er reiðubúin að taka hljóðar upp á 681 milljón króna fyrir rekstur Herj- ólfs í tvö ár. Er það um 200 milljónum kr. lægra en til- boðið sem Eimskip gerði í fyrra útboði og vill standa á. Niðurstaða kærunefndar skiptir því verulegu máli fyr- ir ríkið og Eimskip. helgi@mbl.is Reynt að hefja samn- ingaviðræður um Herjólf  Eimskip og Vegagerðin skiptast á hugmyndum Morgunblaðið/RAX Herjólfur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sigldi fulla áætlun til Landeyjahafnar í gær, fjórar ferðir. „Við höfum ekkert gefist upp. Við munum halda áfram að kynna okk- ar svæði og kynna Ísland sem fjár- festingarkost. Það skal rísa hérna gagnaver, þetta er ekki spurning um hvort heldur bara hvenær,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæj- arstjóri á Blönduósi, um ákvörðun Greenstone. Hann segir sveitarfé- lagið hafa lagt mikla vinnu í verk- efnið sem muni vonandi nýtast áfram. Bendir hann á að sam- starfsaðilar Greenstone hafi valið Blönduós sérstaklega, eftir að hafa kynnt sér fleiri staði á land- inu. Starfsemi gagnavers og með- fylgjandi fyr- irtækja myndi hafa gríðarlega þýðingu fyrir atvinnumál á stóru svæði, ekki eingöngu á Blönduósi. Arnar segir Ísland í harðri samkeppni við önnur lönd um gagnaverin og spurning hvort nóg hafi verið að gert til að laða hingað erlenda fjár- festa. Mörg ríki leggi mikið á sig til að fá slíka fjárfestingu. Við höfum ekki gefist upp BÆJARSTJÓRI BLÖNDUÓSBÆJAR UM GREENSTONE Arnar Þór Sævarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.