Morgunblaðið - 19.04.2012, Page 21

Morgunblaðið - 19.04.2012, Page 21
AFP ið yfir- knara Breivik sagði í gær að ef hann yrði fundinn sek- ur ætti að taka hann af lífi en viður- kenndi að ólíklegt væri að til þess kæmi þar sem dauða- refsingar eru ekki viðhafðar í Noregi. „Mér finnst 21 árs fangelsi aumkunarverð refsing,“ sagði Breivik og bætti því við að sér þætti það synd að dómarinn sem hefði kallað eftir dauðarefsingu í máli hans hefði verið látinn víkja. „Ég tek dauðanum opnum örmum. Ég leit á aðgerðir mínar 22. júlí sem sjálfsmorðs- aðgerðir,“ sagði Breivik við dómshaldið. „Ég gerði ekki ráð fyrir því að lifa af.“ Hann sagði að aðeins væri hægt að komast að tveimur lög- mætum niðurstöðum í málinu; sýknu eða dauðarefsingu. Refsingin aumkunarverð VILL FREKAR DEYJA Anders Behring Breivik FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012 S t ó r h ö f ð a 3 1 | 1 1 0 R e y k j a v í k | S í m i 5 6 9 3 0 0 0 | F a x 5 6 9 3 0 0 1 | s t a f i r @ s t a f i r . i s | s t a f i r . i s Stafir lífeyrissjóður starfaði í samtryggingardeild og séreignardeild á árinu 2011 og tók við iðgjöldum í samræmi við lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 91.461 millj. kr. og hafði aukist um 9,3% frá árinu 2010 þegar hún var 83.663 millj. kr. Nafnávöxtun allra eigna 2011 var 7,5% en hrein raunávöxtun var 2,1%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sjóðsins síðustu fimm árin var neikvæð um 5,5% en var jákvæð um 1,3% síðustu tíu árin. Í lok árs 2011 áttu 54.687 einstaklingar réttindi í sjóðnum. Á árinu 2011 greiddu 8.819 einstaklingar iðgjald til samtryggingardeildar Stafa og 1.732 launagreiðendur. Á árinu 2011 fengu 4.452 lífeyrisþegar greitt úr samtryggingardeild alls 2.283 millj. kr. sem er aukning um 2% frá fyrra ári. Lífeyrisþegum fjölgaði um 6% á árinu eða um 257. Greiðslur úr séreignardeild námu um 443 millj. kr. sem er um 46% aukning frá fyrra ári. Tryggingafræðileg úttekt á stöðu sjóðsins hefur farið fram miðað við árslok 2011. Tryggingafræðileg staða sjóðsins er neikvæð um 8,6%. Stafir lífeyrissjóður hefur undanfarin ár starfað við erfiðar aðstæður. Fjárfestingar- kostir eru takmarkaðir og peningaleg eign ber lága vexti. Gjaldeyrishöft takmarka mjög getu sjóðsins til að dreifa áhættu. Þrátt fyrir mikið tap hjá sjóðnum í kjölfar hruns er ljóst að hann hefur einungis bognað en ekki brotnað. Verði lífeyrissjóðum landsins gert kleift að starfa við eðlilegar aðstæður má horfa til bjartari tíma. Starfsemi Stafa árið 2011 lífeyrissjóðs 2011 2010 Nafnávöxtun 7,5% 2,7% Hrein raunávöxt un 2,1% 0,1% Hrein raunávöxt un (5 ára vegið meða ltal) -5,5% -4,2% Hrein raunávöxt un (10 ára vegið með altal) 1,3% 0,6% Fjöldi sjóðfélaga í samtryggingadei ld 8.81 9 8.862 Fjöld lífeyrisþeg a í samtryggingadei ld 4.45 2 4.195 Rekstrarkostnað ur í % af iðgjöldum 2,98% 2,77 % Rekstrarkostnað ur í % af eignum 0,14% 0,13% Lífeyrir í % af iðgjöldum 57% 61% Stöðugildi 12,8% 13 ,3 KENNITÖLUR Aðalfundur Stafa lífeyrissjóðs verður á Grand Hóteli Reykjavík þriðjudaginn 22. maí 2012 og hefst kl. 17:00. AÐALFUNDUR Jóhann Karl Spánarkonungur baðst í gær af- sökunar á því að hafa farið á kostnaðarsamar fílaveiðar í Botsvana á sama tíma og milljónir þegna hans líða fyrir harkalegar niðurskurð- araðgerðir stjórnvalda. „Mér þykir þetta afar leitt og þetta mun ekki gerast aftur,“ sagði konungurinn þegar hann yfirgaf spítala í Madríd, þar sem hann gekkst undir mjaðmaskiptaaðgerð en hann slasaðist þegar hann datt í tröppum í híbýlum sínum í Afríku- ríkinu. SPÁNN Baðst afsökunar á dýrum fílaveiðum Jóhann Karl Spánarkonungur Baráttukonan og friðarverðlauna- hafinn Aung San Suu Kyi mun í júní heimsækja bæði Noreg og Bretland en ferðin verður hennar fyrsta út fyrir landsteina Búrma í 24 ár. Með- an á dvöl hennar í Ósló stendur mun hún flytja það erindi sem hún gat ekki flutt árið 1991 þegar hún hlaut friðarverðlaun Nóbels en þá var henni haldið í stofufangelsi. Sonur hennar, Alexander Aris, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, átti fund með Suu Kyi í síðustu viku þar sem hann bauð henni að heimsækja Bretland. „Fyr- ir tveimur árum hefði ég sagt: „Þakka þér fyrir boðið en því mið- ur.“ Nú get ég sagt: „Ja, kannski.“ Og það er mikil framför,“ svaraði baráttukonan. Hún hefur sótt um vegabréf en embættismaður í Búrma staðfesti í gær að það hefði enn ekki verið gefið út. Suu Kyi var látin laus árið 2010 eftir að hafa verið haldið í stofufang- elsi af yfirvöldum í Búrma í fjölda- mörg ár og var nýlega kjörin á þing í sögulegum kosningum í landinu. Hún hefur hingað til óttast að ef hún yfirgæfi Búrma yrði henni ekki hleypt aftur inn í landið og hefur því forðast ferðalög. Ákvörðun hennar þykir því benda til þess að hún beri traust til þeirra lýðræðisumbóta sem ráðist hefur verið í.  Fyrsta utanlandsferðin í 24 ár  Flytur nóbelsræðu í Ósló Aung San Suu Kyi heimsækir Noreg og Bretland í júní Reuters Þingkona Suu Kyi var kosin á þing með miklum meirihluta atkvæða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.