Morgunblaðið - 19.04.2012, Side 22
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fyrri umræðu lauk á Alþingií gær um þingsályktunar-tillögu Jóhönnu Sigurðar-dóttur forsætisráðherra
um breytta skipan ráðuneyta í
Stjórnarráði Íslands. Með þessum
breytingum fækkar ráðuneytum úr
tíu í átta og á þetta að taka gildi 1.
september nk. Verði tillagan sam-
þykkt óbreytt munu iðnaðarráðu-
neytið og ráðuneyti sjávarútvegs og
landbúnaðar renna saman í eitt at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
og efnahags- og viðskiptaráðuneyti
sameinast nýju fjármála- og efna-
hagsráðuneyti. Þá mun umhverfis-
ráðuneytið fá til sín auðlindamálin og
heita framvegis umhverfis- og auð-
lindaráðuneyti.
Fram kom í umræðum um tillög-
una á Alþingi í fyrrakvöld að þetta
væri sjötta þingmálið frá forsætisráð-
herra síðan núverandi ríkisstjórn tók
við völdum, þar sem lagðar eru til
efnislegar breytingar á lagaákvæðum
um stjórnarráðið og skipulag ráðu-
neyta. Að auki hafa fleiri breytingar
orðið að lögum sem snerta stjórn-
arráðið beint eða óbeint, eins og varð-
andi siðareglur og fleira.
Þessi þingsályktunartillaga for-
sætisráðherra hefur sætt nokkurri
gagnrýni á Alþingi, bæði frá stjórn-
arandstöðunni og einnig fyrrverandi
ráðherrum; þeim Jóni Bjarnasyni og
Árna Páli Árnasyni, sem munu vænt-
anlega ekki samþykkja tillöguna
óbreytta. Óvíst er því hvort hún hafi
þingmeirihluta en samkvæmt heim-
ildum blaðsins horfir ríkisstjórnin
helst til Hreyfingarinnar með stuðn-
ing og Guðmundar Steingrímssonar,
sem er utan flokka.
Ráðuneytakapall
Ríkisstjórnin setti sér það mark-
mið eftir síðustu kosningar, vorið
2009, að fækka ráðuneytum. Þau voru
þá 12 talsins. Áður höfðu nokkrar
breytingar orðið á stjórnarráðinu.
Þannig sameinuðust ráðuneyti
sjávarútvegs og landbúnaðar árið
2007 og hagstofan var gerð að sjálf-
stæðri stofnun. Málaflokkar voru
einnig færðir til milli ráðuneyta, eins
og almannatryggingar frá heilbrigð-
isráðuneyti til félagsmálaráðuneytis
og sveitarstjórnarmál frá félagsmála-
ráðuneyti til samgönguráðuneytis.
Fyrsta lagabreyting núverandi
forsætisráðherra kom fram sumarið
2009. Þá voru efnahagsmál færð und-
ir viðskiptaráðuneytið og nafninu
breytt í efnahags- og viðskiptaráðu-
neytið. Önnur ráðuneyti fengu nýtt
heiti, eins og mennta- og menningar-
málaráðuneytið, og dóms- og kirkju-
málaráðuneytið varð að dómsmála-
og mannréttindaráðuneyti.
Forsætisráðherra lagði síðan
fram annað frumvarp á haustdögum
2010 um breytingar á lögum um
stjórnarráðið og fækkun ráðuneyta.
Sú breyting tók gildi í ársbyrjun 2011
þegar innanríkisráðuneytið og vel-
ferðarráðuneytið tóku til starfa.
Á vormánuðum 2011 lagði for-
sætisráðherra svo fram frumvarp til
nýrra heildarlaga um stjórnarráðið,
sem samþykkt var sl. haust. Þar kom
inn það nýmæli að frekari breytingar
á skipan ráðuneyta eða heiti þeirra
yrði að leggja fram sem þingsálykt-
unartillögu en ekki frumvarp. Var
þessi breyting m.a. gerð að kröfu
stjórnarandstöðunnar eftir að upp-
haflega stóð til að ríkisstjórnin
ætlaði sér ekki að bera ráðu-
neytabreytingar undir þingið.
Þá var lagt fram frum-
varp af forsætisráðherra í
febrúar sl. um stjórn-
arráðið og kjararáð, sem
ekki hefur verið afgreitt.
Eru þá aðeins helstu breyt-
ingar síðustu þriggja ára upp-
taldar.
Stjórnarráðinu
breytt margsinnis
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Meira en90% for-eldra í
skólum sem verið
er að sameina í
Grafarvogi hafa
mótmælt samein-
ingunni skriflega
við Jón Gnarr Kristinsson
borgarstjóra. Töluvert þarf til
að svo margir leggi á sig að
sameinast um slíka áskorun og
eðlilegt væri að borgaryfirvöld
stöldruðu við, hlustuðu á for-
eldrana og reyndu að finna
ásættanlegar leiðir. Ástæðan
fyrir borgaryfirvöld að hugsa
sinn gang verður enn ríkari
þegar haft er í huga að bæði
SAMFOK, samtök foreldra
grunnskólabarna í Reykjavík,
og Heimili og skóli, lands-
samtök foreldra, hafa skorað á
borgaryfirvöld að falla frá
sameiningunni, sem og flutn-
ingi deildar fyrir einhverfa á
milli skóla.
En ekkert af þessu dugar á
Jón Gnarr Kristinsson borg-
arstjóra sem ásamt öðrum í
meirihluta borgarstjórnar
felldi í fyrradag tillögu sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn
um að fallið yrði frá samein-
ingunni og rætt við foreldra
um að finna aðrar leiðir.
Borgarstjóri brást við þeirri
tillögu með því að lýsa því yfir
að meirihluti Samfylkingar og
Besta flokksins sýndi hugrekki
með því að fara gegn eindregn-
um vilja þeirra borgarbúa sem
málið snertir og um það hafa
fjallað.
Þetta er sérkennileg sýn á
málið, ekki síst þegar horft er
til þeirrar áherslu sem núver-
andi borgaryfirvöld segjast
leggja á íbúa-
lýðræði og þátt-
töku íbúanna í
ákvarðanatöku í
borginni.
Á dögunum fór
fram kosning sem
átti að sýna þessar
áherslur borgaryfirvalda.
Þátttaka í kosningunni var
nánast engin, sem ekki er að
undra; þátttaka í slíkum kosn-
ingum er almennt dræm, en í
þessu tilviki bættist við sá
dragbítur að kjósendur fengu
ekki að kjósa um nein veiga-
mikil mál.
Þrátt fyrir skort á þátttöku
var kosningin höfð bindandi,
en nú, þegar þátttaka er yfir
90%, allir á einu máli og mál-
efnið þýðingarmikið fyrir
borgarbúa, þá er ekkert hlust-
að. Og það sem meira er, það
þykir sérstök hetjudáð og mik-
ið manndómsmerki að gera
ekkert með þann skýra vilja
borgarbúa sem fram er kom-
inn.
Af þessu öllu verður að
draga þá ályktun að núverandi
borgaryfirvöld hafi engan
áhuga á vilja borgarbúa og
telji sér jafnvel til tekna að
fara þvert gegn honum. Um
leið vilji þau hins vegar láta
líta út fyrir að vera áhugasöm
um skoðanir borgarbúa og vilji
sýnast taka tillit til þeirra.
Þessi framkoma getur ekki
talist neitt annað en óheiðarleg
gagnvart borgarbúum, sér í
lagi gagnvart þeim sem kusu
núverandi meirihlutaflokka í
trausti þess að þeir hefðu
raunverulegan áhuga á að
vinna í þágu borgarbúa en ekki
gegn þeim.
Borgaryfirvöld hafa
nú sýnt fram á að
þau eru aðeins
áhugasöm um
sýndarlýðræði}
Hetjurnar í ráðhúsinu
Fámenn þjóð másíður við því
en þær sem fjöl-
mennari eru að for-
ystumenn hennar
rísi ekki undir
sinni ábyrgð við hagsmuna-
gæslu út á við. Og verst er þá
auðvitað ef svo virðist að þeir
sömu forystumenn gangi er-
inda annarra en sinnar þjóðar.
Samfylkingin hefur oft verið
staðin að því að horfa fremur
til vilja og hagsmuna ESB og
skarist þeir og íslenskir hags-
muni verði þeir íslensku að
víkja. Og VG er hætt að skera
sig úr í þessu efni.
Allir þekkja framgönguna í
Icesave gegn vilja 98 prósent
þjóðarinnar og dæmin eru
fleiri. Ráðherra er rekinn úr ís-
lenskri ríkisstjórn við fögnuð
Evrópuþingsins. Einbeittur
embættismaður, helsti þjóð-
réttarfræðingur íslenska
stjórnkerfisins, er sviptur for-
ystuhlutverki í
samningum við
ESB um makríl,
vegna þess að hann
þykir horfa fremur
til hagsmuna Ís-
lands en ESB. Þetta er gert
meðan milliríkjadeilan er í
miðjum klíðum og sú skýring
gefin að brúka þurfi starfs-
krafta formanns samninga-
nefndarinnar í annað!
Sjálfsagt vill ríkisstjórnin að
álíka auðsveipur samninga-
maður fari í þetta mikilvæga
mál og sá sem er hafður er í
forystu fyrir viðræðum um að-
lögun að ESB. En til viðbótar
því að ekki er unnið af heil-
indum fyrir þjóðina kemur svo
sífelldur vandræðagangur ráð-
herra. Nú síðast segist ríkis-
stjórnin hafa látið mótmæla
inngripi ESB í málatilbúnað
gegn Íslendingum. En ráð-
herrar hennar höfðu áður op-
inberlega fagnað því inngripi.
Undirlægjuháttur
ríkisstjórnar fer
vaxandi}
Hagsmunir fyrir borð bornir
S
tundum borgar sig að vera ekki
mikið að róta í hlutunum að óþörfu.
Þetta á til dæmis við um fækkun
ráðuneyta, sem ríkisstjórnin boð-
ar, en Árni Páll Árnason bendir
réttilega á að það er tóm þvæla að standa í
slíku þegar svo er stutt er eftir af kjör-
tímabilinu. Brýnni verkefni ættu að vera á
dagskrá ríkisstjórnarinnar. Og þó nokkuð sé
um liðið er rétt að minnast á annað óþarfa rót.
Var það viturlegt að skipta skyndilega um
fjármálaráðherra og setja alls óvana mann-
eskju í það embætti á sama tíma og þjóðin er
að berjast við að koma sér út úr kreppunni?
Getur hvaða stjórnmálamaður sem er orðið
fjármálaráðherra á erfiðum tímum, bara af
því að hann er í réttum flokki og af réttu kyni
og af því að það er komið að honum að fá veg-
tyllur? Í fjármálaráðuneyti þarf á tímum eins og þessum
að vera manneskja með gríðarlega reynslu. En Ögmund-
ur Jónasson segir reyndar að ríkiskassinn sé tómur,
þannig að það skiptir kannski engu hver er fjármála-
ráðherra nú um stundir.
Mann er einnig farið að gruna, mjög sterklega, að það
hafi verið arfavitlaust að fara að grufla í fiskveiðistjórn-
arkerfinu. Það hefur verið sérstakt baráttumál ríkis-
stjórnarinnar að breyta þessu kerfi, og þá myndi maður
ætla að hún gæti auðveldlega lagt fram mótaðar og vel
hugsaðar hugmyndir í þeim efnum. En þar er eins og
ríkisstjórnin geri allar þær vitleysur sem hægt er að
gera. Ríkisstjórn sem leggur fram frumvarp
um breytingar á kvótakerfinu og dregur það
svo til baka þegar það er ónýtt og býr til nýtt
frumvarp sem er líka handónýtt sannar með
því tvennt. Í fyrsta lagi að hún veit ekki hvað
hún er að gera og í öðru lagi að hún er alls
ófær um að læra af mistökum sínum. Hún er
alls ófús til að hlusta á helstu sérfræðinga
landsins í sjávarútvegsmálum því þegar þeir
hafa varað við þessum frumvörpum þá eru
viðbrögð ríkisstjórnarinnar ónotaleg og fýlu-
kennd, rétt eins og sérfræðingarnir séu kost-
aðir af kvótagreifum.
Færustu sérfræðingar vara við þeim
breytingum sem ríkisstjórnin vill gera í
sjávarútvegi. Forstjórar og forsvarsmenn
sjávarútvegsfyrirtækja taka í sama streng.
Þeir eru reyndar ekki í góðri stöðu til að afla
sér samúðar almennings, því þjóðinni hefur undanfarin
ár verið talin trú um að „útgerðarauðvaldið“ sé mark-
visst að arðræna þjóðina. Hvernig er það gert? Jú,
„útgerðarauðvaldið“ rekur fyrirtæki sín með gróða.
Á Íslandi er varhugavert að reka blómleg fyrirtæki.
Þeir sem það gera verða miskunnarlaust fyrir barðinu á
hinni alræmdu skattpíningarstefnu ríkisstjórnarinnar.
Það er eins og forstjórar þessara fyrirtækja séu taldir
illa þenkjandi kapítalistar, arðræningjar af verstu sort.
Ríkisstjórnin er í heiftarlegri baráttu gegn þeim sem
stunda umfangsmikinn atvinnurekstur hér á landi. Slík
ríkisstjórn er skaðvaldur. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Arfavitlausar ákvarðanir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Birgir Ármannsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, vakti
athygli á því í umræðum á Al-
þingi hve lögum um stjórn-
arráðið hefur oft verið breytt,
eða fimm sinum með efnis-
legum breytingum og nú væri
sjötta málið til meðferðar.
„Við höfum gagnrýnt að
það er stöðugt verið að
hringla með þetta og ýmsu
breytt sem nýbúið er að
gera,“ segir Birgir og nefnir
sem dæmi nýjustu tillöguna
um að leggja efnahags- og
viðskiptaráðuneytið niður
og sameina það fjármála-
ráðuneytinu. Til þessa
ráðuneytis hafi ver-
ið stofnað sum-
arið 2009 og
þótt afar brýnt
að hafa sér-
stakt efna-
hagsráðuneyti.
Nú sé búið að
snúa blaðinu al-
gjörlega við.
Stöðugt
hringl
BREYTT STJÓRNARRÁÐ
Birgir Ármannsson
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnarráðið Jóhanna Sigurðardóttir á tröppum stjórnarráðshússins.
Hún hefur nokkrum sinnum orðið að breyta lögum um stjórnarráðið.