Morgunblaðið - 24.04.2012, Síða 2

Morgunblaðið - 24.04.2012, Síða 2
Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Sex útigangskindur fundust á Bisk- upstungnaafrétti um helgina. Það var ferðahópur sem rakst á kind- urnar og fékk aðstoð úr byggð við að smala þeim og koma til byggða. „Nei, það var ekki verið að leita að þeim. Það var frændfólk mitt í skemmtiferð á fjórhjóli á framafrétt- inum sem fann þær,“ sagði Magnús Kristinsson, bóndi í Austurhlíð í Biskupstungum. „Þær fundust austan við Grjótá, nálægt Bláfelli. Ég átti þarna þrjár en þetta voru sex kindur. Það var stök ær frá mér, sex vetra gömul, sem ég vissi að mig vantaði og var búið að leita töluvert að í haust,“ sagði Magnús. Lömbin frá henni náðust í eftirsafni, en ærin tapaðist. „Svo var tvævetla með hrútlambi, sem mig vantaði bara en hún hafði ekki sést.“ Magnús segir að báðar þessar ær séu lembdar, en að þær beri ekki fyrr en í maí. Hinar þrjár kindurnar voru full- orðin ær með tveimur veturgömlum dætrum sínum. „Þær höfðu komist af við Fremstaver og fyrir austan Bláfell. Þar er svo snjólétt. Hvítá rennur fyrir austan Blá- fell og það er ekki alveg nýtt að það komist af fé þar. Það blæs af þarna á köflum. Auðvitað eru þær búnar að missa mikið af hold- um, en þær eru vel frískar,“ sagði Magnús. Byrjað var að rakna um horn á lömbunum og ullin farin að losna sem eru merki um bata. „Það er alveg makalaust hvað þetta er seigt að bjarga sér,“ sagði Magnús. Hann segir ekki algengt að það komi útigangsfé á Bisk- upstungnaafrétti, en segir það al- gengara á afréttunum austan við. „Þau ráku þær suður í Fremsta- ver, þar er skáli, hesthús og gerði. Ég er ansi hræddur um að þær hafi haldið sig þar við á nóttinni,“ sagði Magnús. Hann telur ærnar hafa ver- ið í byrjun vetrar í Lambafelli fyrir austan Bláfell, en þar á svæðinu er leitótt og skýrir hvers vegna féð fannst ekki í haust. Þá segir Magnús að jörð á svæðinu sé víða orðin auð, meðal annars mýri ekki svo langt frá Fremstaveri þar sem kindurnar hafi haft að bíta. Einnig séu á svæðinu gamlar heyrúllur sem hafa verið notaðar til uppgræðslu og ekki úti- lokað að kindurnar hafi getað lifað eitthvað á því. Ljósmynd/Ágústa Þórisdóttir Útigangsfé Hópurinn sem náði fénu um helgina samankominn við skálann í Fremstaveri. Útigangsféð sást við Grjótá en var rekið að skálanum, handsamað þar og sett á kerru sem fjallkóngur Tungnamanna kom með. Fundu útigangsfé á Biskupstungnaafrétti  Ferðahópur fann sex kindur á laugardaginn á fjöllum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þröstur Þórhallsson og Bragi Þor- finnsson þurfa að tefla einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í skák. Þeir enduðu efstir og jafnir með sjö og hálfan vinning hvor á Íslands- mótinu sem lauk í gær. Hvorugur þeirra hefur hampað Íslandsmeistaratitlinum áður en þeir voru efstir og jafnir með sjö vinninga fyrir síðustu umferð móts- ins sem fór fram í gær. Þar gerðu þeir báðir jafntefli, Bragi við Hen- rik Danielsen en Þröstur við Guð- mund Kjartansson. Þetta þýðir að þeir þurfa að tefla fjórar skákir til viðbótar í sérstöku einvígi. Það fer að öllum líkindum fram upp úr miðjum maí. Gott fyrir skákina Þetta verður í fyrsta skipti í 13 ár sem tefla þarf einvígi um Íslands- meistaratitilinn. Síðast gerðist það árið 1999 en þá bar Hannes Hlífar sigurorð af Helga Áss Grétarssyni. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður skemmtilegt og spennandi einvígi. Það gerist ekki oft að það sé teflt svona einvígi upp á titilinn. Það verður gaman að taka þátt í því,“ segir Bragi. Bæði Þröstur og Bragi eru að tefla á öðrum mótum á næstunni og því fer einvígið ekki fram fyrr en eftir nokkrar vikur. Þröstur segir gott að fá hlé fyrir einvígið því mik- il orka sé búin að fara í skákina síð- ustu ellefu daga sem Íslandsmótið hefur staðið yfir. Honum líst engu að síður vel á einvígið. „Ég held að þetta sé mjög fínt fyrir skákina að fá svona dramatík. Ekki síst með einvígið í maí,“ segir hann. Nýtt skákeinvígi í uppsiglingu á milli Braga og Þrastar  Urðu jafnir á Íslandsmótinu í skák  Þurfa að tefla einvígi um titilinn Morgunblaðið/Ómar Efstir Bragi (t.v.) og Þröstur (t.h.) með verðlaunagripinn á mótinu. Karlmaður á þrítugsaldri lést þeg- ar bíll sem hann var farþegi í valt austan við Kúðafljót til móts við afleggjarann að Skaftártungum, nærri Kirkjubæjarklaustri, rétt fyrir kl. 11 í gærmorgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út vegna slyssins. Maðurinn var erlendur ferða- maður en samferðafólk hans, karl og kona, sem einnig eru á þrítugs- aldri, slösuðust lítillega í slysinu. Þau voru flutt á Landspítalann í Fossvogi til aðhlynningar þar sem þau fengu áfallahjálp. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli var fólkið ekki tengt fjöl- skyldubönd- um heldur vinafólk. Maðurinn sem lést var ekki í bílbelti. Þetta er þriðja banaslysið í um- ferðinni það sem af er þessu ári. Erlendur ferðamaður lést í umferðarslysi  Tvennt að auki flutt á sjúkrahús Útkall TF-GNÁ fór á vettvang. Sigurvegarar Söngkeppni fram- haldsskólanna þurfa að koma sér saman um skiptingu sigurlaunanna. Um 40 manns eru í Karlakór Sjó- mannaskólans úr Tækniskólanum sem söng til sigurs í söngkeppninni að þessu sinni. Saga Film annaðist framkvæmd úrslitakeppninnar fyrir Samband ís- lenskra framhaldsskólanema. Hjá Saga Film fengust þær upplýsingar að verðlaun fyrir 1. sæti hefðu verið 210.000 kr. inneign hjá Iceland Ex- press og einn Nokia Lumia-farsími. Allir kórfélagarnir fá mánaðar- áskrift hjá tonlist.is og síðast en ekki síst mun Sena hljóðrita og gefa út lag með kórnum. Verkmenntaskólinn á Akureyri varð í 2. sæti og fékk í verðlaun 70.000 kr. inneign hjá Iceland Ex- press, einn Nokia Lumia-farsíma og sex mánaða áskrift hjá tonlist.is. Framhaldsskólinn á Húsavík hlaut 3. sæti og fékk 70.000 kr. inn- eign hjá Iceland Express, Nokia Lumia-farsíma og þriggja mánaða inneign hjá tonlist.is. gudni@mbl.is Margir um sigurlaunin  Ákveðin verðlaun fylgdu hverju þriggja efstu sætanna í Söngkeppni framhaldsskóla án tillits til fjölda flytjenda Ljósmynd/Jónatan Grétarsson Sigurvegarar Karlakór Sjómanna- skólans söng til sigurs. „Við vorum nú bara í skemmtiferð, fjölskyldan,“ sagði Þórey Jónasdóttir, Haukadal í Biskupstungum, en hún ásamt fjölskyldu sinni fann fjárhóp- inn á Biskupstungnaafrétti á laugardaginn. „Við höfðum það af að koma þeim niður í Fremstaver,“ sagði Þórey en þau voru í akstri þegar kindurnar sáust við Grjótá. „Við vorum með fjórhjól með okkur líka sem sonur minn var á og það hjálpaði. En þær voru nú rólegar greyin og þetta voru allt vanir smalar. Það munar því,“ sagði Þórey. „Við rákum þær frá Grjótá og niður í Fremstaver. Þetta tók svona hálftíma.“ Áður hafði Þórey hringt til byggða í bróður sinn, Loft Jónasson, bónda á Myrkholti í Biskupstungum. „Hann er fjallkóngur hjá okkur og kom með tvö í viðbót til að hjálpa okkur. Þetta var alveg frábært,“ sagði Þórey. Fjórhjólið hjálpaði við smölun FJÖLSKYLDUSKEMMTIFERÐIN ENDAÐI SEM SMALAFERÐ 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 11. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. maí. Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. Heimili & hönnun SÉ RB LA Ð Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.