Morgunblaðið - 24.04.2012, Side 24

Morgunblaðið - 24.04.2012, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012 ✝ Sigurður Haf-steinn Björns- son fæddist í Reykjavík 23. júní 1942. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 13. apríl 2012. Foreldrar hans voru hjónin Björn Gíslason, stýrimað- ur frá Horni í Helgafellssveit, f. 9. maí 1912, d. 27. maí 1980, og Þórey Ólafs- dóttir húsmóðir frá Tortu í Haukadal, Biskupstungum, f. 19. febrúar 1915, d. 27. maí 2006. þeirra eru Jónína Kristín Tryggvadóttir, Magnús Karl Tryggvason og Mikael Freyr Tryggvason. 2. Björn Þórir Sig- urðsson, f. 16. júní 1968, giftur Berglindi Viðarsdóttur. Börn Birgitta Petra Björnsdóttir og Ni- kíta Karen Björnsdóttir. 3. Davíð Örn Sigurðsson, f. 7. ágúst 1975. Sigurður Hafsteinn lærði bif- vélavirkjun hjá P. Stefáns sem nú er Hekla og starfaði þar í nokkur ár. Síðan lærði hann trésmiði hjá tengdaföður sínum, Helga Krist- jánssyni húsasmíðameistara, einnig starfað hann um þó nokk- urn tíma sem verkstjóri hjá Rör- steypunni í Kópavogi sem síðar varð Steypustöðin Ós. Í seinni tíð var hann verktaki í vikur- og steypuakstri fyrir Steypustöðina Ós og BM Vallá. Útför Sigurðar Hafsteins fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 24. apríl 2012, kl. 13. Systkini Sigurðar Hafsteins eru Ólafur Sigurþór Björnsson, f. 10. apríl 1946, Gísli Kristinn Björnsson, f. 18. des- ember 1947, og Jó- hanna Magnea Björnsdóttir, f. 3. febrúar 1952. Hinn 3. júlí giftist Sigurður Hafstein Jónínu Kristínu Helgadóttur, f. 11. júní 1945 á Lambastöðum, Seltjarnarnesi. Börn þeirra eru 1. Katrín Ruth Sigurðardóttir, f. 9. maí 1965, gift Tryggva Magnússyni. Börn Já pabbi minn, þessi minning- argrein er um þig og ég vildi óska að þú gætir lesið hana eins og allar hinar. Þú hafðir mikinn áhuga á ættfræði og við lestur minningar- greina fannstu oft týndar frænkur og frænda handa okkur. Það er erfitt að skilja og sætta sig við að kveðjustund sé runnin upp og að jarðvist þinni sé lokið. Þegar ég lít yfir farinn veg er þakk- læti það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þakklæti fyrir að hafa átt slíkan pabba og fyrir það veganesti sem þú gafst mér. Heiðarleiki, samviskusemi, stundvísi og vinnu- semi svo fátt eitt sé nefnt. Þakklæti fyrir alla hjálpina, þú varst þúsund- þjalasmiður og ég man ekki eftir neinu sem þú ekki gast lagað eða útbúið. Þakklæti fyrir allar fallegu minningarnar sem ég mun varð- veita um ókomin ár. Takk fyrir allt pabbi minn og góða ferð. Sem gengin spor í gljúpa mjöll er greypt vort líf og æfin öll. þú vorsins blóm oss blasir mót með birtu, yl og vinarhót. Á meðan tíminn fær söknuð sefað er sælt að muna þinn hamingjutón. Og áfram heldur æfi vor með óm frá þér við gengin spor. (Höf. óþekktur) Katrín Sigurðardóttir. Litlir strákar eru oft heppnir og eiga góðan pabba sem þeir geta lit- ið upp til og er þeim góð fyrirmynd. Ég er einn af þessum heppnu litlu strákum. Í dag líður mér eins og ég sé orðinn voðalega lítill á ný. Pabbi minn er dáinn og þessi sterka fyr- irmynd er farinn. Það er alþekkt að litlir strákar standa oft saman og metast um kosti feðra sinna. Oft fannst mér ég koma vel út úr svo- leiðis keppnum. Pabbi minn var bifvélavirki, smiður, hörkutól og hestamaður. Sterkur, duglegur, samviskusamur og einstaklega flinkur á alla hluti. Maður sem bjargaði sér með allt, setja upp vinnupall einsamall, ekkert mál, temja hesta sem aðrir höfðu gefist upp á, ekkert mál. En samt svo hógvær, auðmjúkur og góðhjartað- ur. Þegar ég hugsa þetta finnst mér ég ekki standast samanburð við þennan frábæra föður sem mér hlotnaðist. En vonandi hef ég eitt- hvað lært á því að vera að vesenast með honum og fá að fikta, reka mig á og vera sá óþekktarpjakkur sem ég var. Hann nennti að hafa mig með sér upp í hesthús og í ferð- irnar, leyfa mér að starfa undir sinni stjórn, sem ekki alltaf var auðvelt fyrir hann. Það er erfitt að horfa á eftir svona föður og mér finnst ég vera svo týndur. Hvert leita ég nú? Maður kom aldrei að tómum kof- unum þegar góða ráðgjöf vantaði. Ég labba nú einsamall um og rifja upp hestaferðir, reiðtúra og Tungnaréttirnar. Góðar stundir með þér og mömmu, í Flórída, upp í bústað, heima á Lambó. Þær eru svo margar góðu minningarnar og ég get verið þakklátur fyrir allt sem þú hefur gefið mér í veganesti. Ég vona bara að ég get orðið hálf- drættingur á við þig. Hafðu ekki áhyggjur af hestunum, ég sinni þeim og ég veit að hann Gosi hefur tekið á móti þér. Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði sem orð fá ekki lýst og hefði óskað þess að fá að eyða miklu meiri tíma með þér. En nú loka ég augunum og í huganum tek utan um þig í síðasta sinn, kyssi á kinn og segi: bless pabbi minn, ég elska þig. Björn Þórir Sigurðsson. Ég trúi því ekki, pabbi, að þú sért farinn frá okkur. Finnst eins og þú sért uppi í hesthúsi eða á hestbaki og eigir bara eftir að koma í hlað. Á allri minni ævi á ég bara góðar minningar um þig. Þú varst alltaf í mínu horni, stóðst allt- af á þínu og varst besta fyrirmynd sem ég gæti hafa átt. Ég veit að ég var kannski ekki alltaf auðveldur sonur en þú varst alltaf kletturinn minn, þú og mamma. Ég vil að þú vitir það. Hvar sem þú ert núna pabbi, þá veit ég að þar bíður hesturinn þinn, hann Gosi, með hnakk og beisli til að fara með þig á óðalssetrið hjá Lillu ömmu og Bjössa afa. Ég vona bara að þú kíkir öðru hvoru á okk- ur til að finna hlýjuna og ástina sem við munum ávallt bera til þín. Bless elsku pabbi. Þinn sonur, Davíð. Elskulegur tengdafaðir minn Sigurður Hafsteinn eða Haffi eins og flestir kölluðu hann, lést á Land- spítala háskólasjúkrahúsi, Foss- vogi, 13. apríl síðastliðinn. Mig langar að minnast þessa sóma- manns með nokkrum orðum. Það er erfitt þegar nákominn fellur frá fyrirvaralaust, nánast eins og hendi sé veifað. Hugurinn reikar og margar góðar minningar skjóta upp kolli sem hlýja um hjartaræt- urnar og hjálpa til við að takast á við djúpa sorg. Kynni okkar Haffa hófust árið 1987, þegar ég kynntist Katý dótt- ur hans. Mér var ákaflega vel tekið af Jónu og Haffa frá fyrsta degi. Haffi var frekar hlédrægur, róleg- ur og hæglátur að eðlisfari og það fór strax vel á með okkur. Við spjölluðum mikið saman um ýmis mál sem tengdust daglegu amstri, vinnu og öðrum dægurmálum. Um tíma bjuggum við í sama húsi, við í bílskúrnum og tengdó í húsinu á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Haffi var mjög útsjónarsamur og handlaginn, hann hafði mikla þekkingu og reynslu þegar það kom að því að laga hluti eða smíða og ekkert stóð í vegi fyrir honum, með smáþrjósku og þrautseigju var allt hægt. Hann gerði upp hús- ið á Lambastöðum bæði að utan og innan og munu handverk hans standa þar um ókomin ár. Þegar við litla fjölskyldan þurftum á hús- næði að halda í nokkurn tíma var það lítið mál að innrétta bílskúrinn á Lambastöðum sem litla íbúð fyrir okkur sem hann gerði með miklum sóma og vildi helst ekki að við vær- um að stússa í þessu, hann vildi helst sjá alfarið um þetta einn. Hann var ávallt tilbúinn að aðstoða þegar við stóðum í flutningum, ný- byggingum eða endurbótum á okk- ar húsnæði. Haffi hafði mikinn áhuga á hest- um, tamningum, ræktun og hesta- sporti. Hestar voru hans áhuga- mál. Nokkrir hestar í húsi á veturna, síðan voru hryssur og fol- öld ýmist uppi í Tungum eða í Súlu- holtshjáleigu, kannski oftast á báð- um stöðum, en fjöldann var hann var stundum tregur að gefa upp. Fljótlega eftir að ég kom inn í fjöl- skylduna bauð hann mér með í reiðtúr niður Þjórsárbakka. Eftir túrinn fékk ég að vita að hann hafði lánað mér uppáhaldshestinn sinn sem aðeins fáir fengu að láni. Hann var ákaflega barngóður og tengdist barnabörnunum náið og fylgdist vel með uppvexti þeirra þó að hafið hefði skilið fjölskyldurnar að síð- asta áratuginn. Þegar hann kom út í heimsókn til okkar vildi hann fræðast um landið og hvernig væri að búa þar. Í huga hans var Ísland alltaf best. Árin sem ég fékk með honum eru ómetanleg, það eru mörg handtök- in sem við höfum átt saman og ég hef lært mikið af honum, fyrir þau er ég er ákaflega þakklátur. Betri tengdapabba hefði ég ekki getað hugsað mér, hann var kærleiksrík- ur, umhyggjusamur, ljúfmenni mikið og vinur. Slíkir menn eins og hann eru vandfundnir. Ég vil með þessum orðum þakka honum sam- veruna og segja að góð minning um einstakan tengdapabba lifir með mér áfram um ókomin ár. Þinn tengdasonur, Tryggvi Magnússon. Elsku afi minn. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um þig er hvað þú varst mikill hestamaður. Ef þú varst ekki uppi í hesthúsi þá varstu úti í bílskúr að gera við eitthvað, þú gast gert við allt. Þú varst einstakur maður, alltaf svo yndislegur, hlýlegur og góður, þú gast alltaf fengið alla til að brosa. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, þú kvaddir svo fljótt. En það var ómetanlegt að fá að geta kvatt þig þó svo að það hafi verið erfitt og það hafi komið mörg tár. Ég á margar góðar minningar með þér en hefði viljað hafa þær mikið fleiri. Amma stendur eins og klettur og hjálpar okkur í gegnum þetta, ég lofa að passa vel upp á hana. Orð fá því ekki lýst hvað mér þykir vænt um þig og ég á eftir að sakna þín alveg rosalega mikið. En ég veit að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur. Hvíldu í friði, elsku afi Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Birgitta Petra Björnsdóttir. Elsku afi, þú hefur ávallt verið sá sem ég hef litið upp til. Þú varst sá sami frá fyrsta skipti sem ég sá þig til dagsins sem þú lést, kær- leiksríkur og umhyggjusamur maður sem ekki hefur gert neitt rangt í lífinu. Þín áhugamál hafa heillað aðra, ég vildi óska að við fengjum meiri tíma saman. Ég man þegar ég var lítill þá varst þú að gera upp stofuna og ég horfði á þig í marga klukkutíma og var heillaður yfir öllu sem þú gast gert. Ég er svo ungur og hef mikið að læra og vildi óska að þú hefðir get- að kennt mér meira. Elsku afi ég sakna þín mikið og kem til að hugsa mikið til þín. Hvíldu í friði elsku afi minn. Magnús Karl Tryggvason. Elsku afi, það er með mikilli sorg að við kveðjum þig. Það var al- veg svakalega skrýtið að koma á Lambó án þess að finna hrossafýlu, eða lyktina af nýpoppuðu poppi eft- ir kvöldmat. Þín verður sárt sakn- að, en það er ekkert annað að gera en að þakka fyrir þessar dýrmætu stundir sem við áttum saman. Mér hefur fundist alveg yndislegt að sjá hversu mörgum þótti vænt um þig, fólk hefur komið við daglega til að votta samúð og fá sér kaffibolla. Sögurnar um þig, frá því þú varst krakki fram að síðustu viku í hest- húsinu, hafa verið margar og ég hef hlustað með miklum áhuga og gleði og fundist ég vera að kynnast nýjum hliðum á þér. Sérstaklega vel man ég eftir því þegar ég var fimm ára og Maggi bróðir fæddist og ég var eithvað óánægð því mig langaði í systur, og þú sagðir að ég mætti eiga hana Perlu með þér. Bjargaðir alveg deginum með því, en ég er mjög sátt við hann bróður minn í dag. Kærar þakkir fyrir tím- ann sem við fengum saman og þótt ég sjái þig ekki veit ég að þú vakir yfir okkur. Jónína Kristín (Nína). Fallinn er frá bróðir minn og ná- inn vinur, Sigurður Hafsteinn Björnsson, fyrir aldur fram. Ég og Haffi bróðir vorum sam- an í hestum í fjörutíu ár og gengum í gegnum ýmislegt saman, enda reiðtúrarnir margir og minning- arnar góðar úr þeim ferðum. Sér- staklega eru það sleppitúrarnir austur í sveitir sem lifa í minning- unni en í þeim var Haffi hrókur alls fagnaðar. Honum leið vel í kring- um hestana og við skyldustörfin í hesthúsunum. Oftast vorum við saman að gefa og þá var rætt um allt milli himins og jarðar, en Haffi var mikið inni í þjóðmálunum og hafði svo sannarlega skoðanir á hlutunum. Þær eru margar minn- ingarnar sem ég á um Haffa bróð- ur og það er með mikilli sorg sem ég rita þessi orð niður á blað – að kveðja minn góða bróður. Það veit ég að Skjóni, Gosi og Blesi taka vel á móti honum og hann mun annast þessa hesta vel, enda voru þeir í miklu uppáhaldi hjá honum og voru hans dálæti í okkar hestamennsku. Elsku Jóna, Katý, Bússi, Davíð, tengdabörn og barnabörn. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Gísli bróðir og fjölskylda. Sigurður Hafsteinn Björnsson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HERMANNSSON, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 21. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Þ. Guðmundsson, Dóra Guðmundsdóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, fósturföður, afa, langafa og langalangafa, EINARS ÞÓRIS SIGURÐSSONAR, Frostafold 14. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 3 N á hjúkrunarheimilinu Eir. Hulda Ingimundardóttir, Vera Björk Einarsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Íris Huld Einarsdóttir, Kári G. Schram, Guðmundur Bjarnason, Ásta Jóhanna Einarsdóttir, Brynja Bjarnadóttir, Steindór Rafn Theódórsson og fjölskyldur. ✝ Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, INGU BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima á Selfossi, fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót. Þórdís Skarphéðinsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Inga Karólína Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Erlendur Ragnar Kristjánsson, Elís Kjartansson, Ragnheiður Kr. Björnsdóttir, Bára Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR THEODÓRSDÓTTUR, Einarsnesi 78, Reykjavík. Kristján Jónsson, Þóra Vignisdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Heiða Theodórs Kristjánsdóttir, Ásgeir Sigtryggsson, Ingibjörg Rannveig Kristjánsdóttir,Júlíus Ármann Júlíusson, Theodór Kristjánsson, Jarþrúður Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri SAMÚEL S. JÓNASSON lést þriðjudaginn 10. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Starfsfólki Grundar, dvalar- og hjúkrunar- heimilis, er sérstaklega þakkað fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ólafsdóttir, Gunnar Oddsson, Viktor Daði Bóasson, Guðrún Ingibjörg Þorsteinsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR, Stellu. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar sendum við sérstakar þakkir fyrir hlýhug og frábæra umönnun. Ingvar Finnur Valdimarsson, María Karlsdóttir, Guðjón Þór Valdimarsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLAFÍA KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Stína frá Firði, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, miðvikudaginn 18. apríl. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 27. apríl kl. 14.00. Jens V. Óskarsson, Bára Ágústsdóttir, Einar Óskarsson, Ása Sigurlaug Halldórsdóttir, Þorsteinn Óskarsson, Hrönn Ágústsdóttir, Þórður J. Óskarsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Bergljót Ó. Óskarsdóttir, Sveinn Arason, Brynjólfur Óskarsson, Lydía Fannberg Gunnarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.