Morgunblaðið - 24.04.2012, Page 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
arformaður Viggo hf 1994-97 og
Vöruflutningamiðstöðvarinnar hf
1996-97, sat í stjórnum fjölda
innlendra og erlendra dótturfyr-
irtækja Eimskips 1986-2000.
Þórður er nú stjórnarformaður
margra dótturfyrirtækja Nýherja
hf og hefur setið í háskólaráði Há-
skóla Íslands frá árinu 2008.
Starfið, fjöllin og spilamennska
„Ferðalög, útivist og spila-
mennska“ svarar Þóður þegar
hann er spurður um áhugamál, en
segist einnig vera í þeim forrétt-
indahópi sem hafi mikinn áhuga á
starfi sínu: „Ég á það sameig-
inlegt með Nýherja að eiga stór-
afmæli í þessum mánuði en Ný-
herji varð einmitt tuttugu ára nú í
apríl. Samt er fyrirtækið með
þeim eldri í upplýsingatækni hér á
landi. Við störfum á vettvangi þar
sem tækniþróun er hvað hröðust
og hugmyndaauðgin gífurleg. Við
slíkar aðstæður verða menn að
fylgjast vel með og það gera
menn tæplega nema að hafa
áhuga á starfinu.“
Hann er auk þess áhugamaður
um fjallgöngur og hefur á liðnum
sumrum gengið með vinahópi sín-
um á flest fjöll í nágrenni höf-
uðborgarsvæðisins, allt frá Hlöðu-
felli og Botnsúlum og suður á
Reykjanes: „Þetta er nú enginn
Himalaya-hópur en við reynum að
fara einu sinni í viku í þessar
ferðir á sumrin og einbeittum
okkur að Reykjanesinu sl. sumar.
Aðalatriðið er að komast út úr
bænum, reyna svolítið á sig og
njóta náttúrunnar og útsýnisins.
Það þarf ekkert að fara langt til
þess.
Á veturna sný ég mér hins veg-
ar að spilamennskunni og spila
bridge vikulega með vinum mín-
um.“
Fjölskylda
Eiginkona Þórðar er Lilja Héð-
insdóttir, f. 26.5. 1952, BA og
kennari. Hún er dóttir Héðins
Finnbogasonar, f. 10.5. 1923, d.
23.2. 1985, lögfræðings, og Jónínu
Auðar Böðvarsdóttur, f. 19.8.
1922, d. 9.5. 1982, húsmóður og
bókavarðar.
Börn Þórðar og Lilju eru Vil-
borg, f. 19.6. 1976, viðskiptafræð-
ingur hjá Íslandsbanka, búsett í
Reykjavík en maður hennar er
Rúnar Pálmason, blaðamaður við
Morgunblaðið; Héðinn, f. 15.1.
1982, viðskiptafræðingur hjá Arc-
tica finance, búsettur í Reykjavík
en kona hans er Sólrún Dröfn
Björnsdóttir kerfisfræðingur hjá
Landsbankanum, og Bryndís
Þóra, f. 26.2. 1988, á lokaári í iðn-
aðarverkfræði við Háskóla Ís-
lands.
Systkini Þórðar: Guðmundur
Ingvi Sverrisson, f. 26.2. 1950,
læknir, búsettur á Álftanesi;
Valdimar Örn Sverrisson, f. 27.3.
1951, prentmyndasmiður, búsettur
í Kópavogi; Lára Björg Sverr-
isdóttir Borthne, f. 28.1. 1954,
hjúkrunarkona, búsett í Noregi;
Vilborg Sverrisdóttir, f. 19.6.
1957, kerfisfræðingur og kennari,
búsett í Hafnarfirði; Aðalsteinn, f.
20.6. 1960, búsettur í Hafnarfirði.
Foreldrar Þórðar voru Sverrir
Örn Valdimarsson, f. 16.12. 1923,
d. 21.11. 2004, prentari og eigandi
prentsmiðjunnar Litmynda hf, og
k.h. Málfríður Lára Jóhanns-
dóttir, f. 17.5. 1923, d 8.8. 1999,
húsmóðir.
Úr frændgarði Þórðar Sverrissonar
Lárus Lárusson
skólastjóri á Hellissandi
Jóhanna Kr. Mool Jóhannsd.
úr Bjarnareyjum.
Jón Jónsson
hreppst. á Munaðarhóli
Þórður Ólafsson
pr. á Söndum í Dýraf.
Guðmundur Ólafsson
b. á Brennist. , Eiðaþinghá
Stefanía Benjamínsdóttir
frá Ásgrímsst.
Þórður
Sverrisson
Sverrir Ö. Valdimarsson
prentari og framkvamdastj.
Málfríður Jóhannsdóttir
húsfr. í Hafnarf.
Jóhann Kr. Jónsson
útvegsb. á Hellissandi
Lára Lárusdóttir
húsfr. á Hellissandi
Valdimar Guðmundsson
setjari hjá Eddu
Vilborg B. Þórðardóttir
húsfr.
Hjörtur Jónsson
hreppstj. á Munaðarhóli
Hreinn Hjartarson
sóknarpr.
Jón Hjartarson
leikari
Lúðvík skipamiðlari
afi Helgu Thors viðskiptafr.
og Björns Thors leikara
Anna Guðmundsdóttir
leikkona
Óskar Þórðarson
læknir
Sigurður Þórðarson
söngstj. Karlakórs R.víkur
María Ísaksdóttir
húsfr. á Söndum
Björg Ísaksdóttir
húsfr. á Seltjarnarn.
Vilmundur Vilhjálmsson
bílstj. í Rvík
Björgvin Vilmundarson
bankastj. Landsbankans
90 ára
Hulda Ólafsdóttir
85 ára
Valgarð Runólfsson
Þrúðmar Sigurðsson
80 ára
Anna Erla Magnúsdóttir
Elísabet Þórðardóttir
Guðný Erla Guðjónsdóttir
Jón Kristvin Margeirsson
75 ára
Allan Sveinbjörnsson
Birna K Björnsdóttir
Magnús Steindórsson
70 ára
Albert B. Ágústsson
Halldóra Ingjaldsdóttir
Hlöðver Haraldsson
Hólmfríður Jónsdóttir
Kári Þórisson
Láretta Bjarnadóttir
Stefanía Guðmundsdóttir
60 ára
Eiríkur Brynjólfur
Baldursson
Geir Jón Þórisson
Guðjón Ágústsson
Jóna Kristín Jónsdóttir
Kristinn Snævar Jónsson
Margrét Guðný
Magnúsdóttir
Ólafur Kristinn Borgarsson
Sigríður Þorláksdóttir
Sæbjörg Ólafsdóttir
Þórður Sverrisson
50 ára
Helgi Jón Jóhannesson
Kristín Rut Haraldsdóttir
Kristjana Brynja
Sigurðardóttir
Lára Bryndís Björnsdóttir
Ríkharður Þór Ingólfsson
Sigríður Soffía Jónsdóttir
Sævar Þór Óskarsson
40 ára
Anna Bergrós Arnarsdóttir
Ágúst Þór Ásmundsson
Eiríkur Vigfússon
Erla Sigríður Gestsdóttir
Guðfinna Björk
Hallgrímsdóttir
Katrín M.
Sigþórsdóttir Faulkes
Kristín Björnsdóttir
María Sjöfn Árnadóttir
Ragnheiður Hulda
Þórðardóttir
Sigmar Helgi Björgúlfsson
Þröstur Líndal Eggertsson
30 ára
Bjarnheiður Kristinsdóttir
Bjarni Rafn Hilmarsson
Emilia Hamerska
Guðmundur Már Einarsson
Heiðrún Villa Ingudóttir
Kristjana Marin
Ásbjörnsdóttir
Salóme Huld Gunnarsdóttir
Sandra Rut Bjarnadóttir
Þóra Jónsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Kristjana fæddist
í Reykjavík og ólst þar
upp. Hún lauk prófum
sem sjúkraliði frá BF og
er nú sjúkraliði við Skjól.
Kærasti Björgvin Stein-
arsson, f. 1980, starfs-
maður hjá Toyota.
Sonur Kristjönu er Hall-
grímur Elís, f. 2004.
Foreldrar Sigurlína Rósa
Kristmundsdóttir, f.
1964, húsmóðir, og Ás-
björn Már Jónsson, f.
1959, sjómaður. Faðir
Kristjönu er Kristján
Marinó Árnason, f. 1959,
smiður.
Kristjana Marin
Ásbjörnsdóttir
30 ára Heiðrún fæddist á
Dalvík, ólst þar upp, hefur
lokið prófum í hunda-
atferlisfræði og starfar
sjálfstætt við það og
stundar nám í fjölmiðla-
fræði við HA.
Unnusti Sigurður Hjörtur
Þrastarson, f. 1984, nemi
í lögfræði við HA.
Börn þeirra Sóley Inga, f.
2009, og Þröstur Leó, f.
2011.
Foreldrar Inga Sigrún
Matthíasdóttir, f. 1957,
kennari á Akureyri, og
Friðrik Gígja, f. 1961, sjó-
maður í Reykjavík.
Heiðrún
Villa
Davíð Ólafsson seðlabankastjórifæddist í Bakkagerði 25. apríl1916. Hann var sonur Björns
Ólafs Gíslasonar, framkvæmdastjóra
útgerðarfélagsins Kára í Viðey, og
Jakobínu Davíðsdóttur húsmóður.
Bróðir Davíðs var Gísli ritstjóri,
faðir Ólafs Gíslasonar listmálara.
Björn Ólafur var bróðir Magnúsar,
föður Gísla píanóleikara. Björn Ólafur
var sonur Gísla, b. á Búðum í Fá-
skrúðsfirði, bróður Önnu, ömmu Mar-
grétar Þorsteinsdóttur kjólameistara.
Gísli var sonur Högna, járnsmiðs á
Skriðu í Breiðdal, bróður Kristínar,
langömmu Sigurðar Þórarinssonar,
jarðfræðings og textahöfundar. Högni
var sonur Gunnlaugs, pr. á Hallorms-
stað Þórðarsonar, pr. í Kirkjubæ í
Tungu Högnasonar, ættföður Presta-
Högna-ættar, prófasts á Breiðaból-
stað í Fljótshlíð Sigurðssonar.
Jakobína var dóttir Davíðs, fram-
kvæmdastjóra Pöntunarfélags Ey-
firðinga Ketilssonar, bróður Kristins,
föður Hallgríms, fyrsta forstjóra SÍS,
og Sigurðar, ráðherra og forstjóra
SÍS. Davíð var einnig bróðir Sigurðar,
afa Jónasar heitins Haralz banka-
stjóra.
Börn Davíðs og k.h., Ágústu Þur-
íðar Gísladóttur, eru Ólafur, fyrrv.
ráðuneytisstjóri forsætisráðuneyt-
isins, og Sigrún, cand. mag. og frétta-
ritari RÚV í London.
Davíð lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1935 og
Bac.sc.oec.-prófi frá háskólanum í
Kiel 1939. Hann var forseti Fiski-
félags Íslands og fiskimálastjóri í
rúman aldarfjórðung, 1940-67,
bankastjóri Seðlabanka Íslands á ár-
unum 1967-86, og landskjörinn alþm.
fyrir Sjálfstæðisflokkinn á tímum
Viðreisnarstjórnarinnar, 1963-67.
Hann var m.a. lengi fastafulltrúi Ís-
lands í Alþjóðahafrannsóknaráðinu,
var stjórnarformaður Fiski-
málasjóðs, sat í Bjargráðasjóði Ís-
lands, bankaráði Framkvæmdabanka
Íslands, stjórn Framkvæmdasjóðs
Íslands, Hafrannsóknastofnunar og
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins,
var forseti Ferðafélags Íslands og sat
i Vísindaráði Krabbameinsfélags Ís-
lands um skeið.
Davíð lést 21. júní 1995.
Merkir Íslendingar
Davíð
Ólafsson
40 ára Guðfinna fæddist
í Reykjavík en ólst upp á
Akranesi til tíu ára aldurs
og síðan í Reykjavík. Hún
lauk B.Ed.-prófi frá Kenn-
araháskóla Íslands árið
2000 og er deildarstjóri
við leikskólann Blásali í
Árbænum í Reykjavík.
Unnusti Brynjólfur Hrafn
Úlfarsson, f. 1968, raf-
virki.
Foreldrar Ingibjörg Sig-
urðardóttir, f. 1944, d.
2004, var bókbindari, og
Hallgrímur Þór Hall-
grímsson, f. 1944, mat-
reiðslumaður.
Guðfinna Björk
Hallgrímsdóttir
www.mbl.is/islendingar
Ful l búð af fal legum fatnaði
á alla fjölskylduna!
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200