Morgunblaðið - 24.04.2012, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Hljómsveitin
Reykjavík Swing
Syndicate leikur
á tónleikum
djasstónleikarað-
arinnar á KEX
Hostel, Skúla-
götu 28, í kvöld
kl. 20:30. Hljóm-
sveitina skipa
þeir Haukur
Gröndal á klarín-
ett og tenór-saxófón, Gunnar Hilm-
arsson á gítar, Jóhann Guðmunds-
son á gítar og Gunnar Hrafnsson á
kontrabassa. Tónlistin sem þeir
leika tengist „swingi“ fjórða áratug-
arins, Django-djassi og bannára-
gleði. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30
og standa í um það bil tvær klukku-
stundir með hléi. Aðgangur er
ókeypis.
Sveifla á
KEX Hostel
Haukur
Gröndal
Þórdís Jóhann-
esdóttir hefur
opnað einkasýn-
ingu sem nefnist
U N Z í Gallerí
Ágúst. Þórdís
sýnir röð ljós-
mynda sem hún
hefur unnið að á
undanförnum ár-
um. „Margir
kynnu að halda
að um samsettar myndir væri að
ræða, en svo er ekki. Heldur hef-
ur myndhöfundur með næmni
sinni fangað augnablik speglunar
með tveimur myndefnum í sama
myndramma. Þessi eiginleiki gef-
ur verkunum óraunverulegt yfir-
bragð á sama tíma og það reynir á
áhorfandann að skilja heildar-
myndina,“ segir m.a. í tilkynningu
frá sýningarhöldurum.
Þórdís útskrifaðist úr myndlist-
ardeild Listaháskóla Íslands árið
2007 og hefur síðan þá tekið þátt í
fjölda sýninga bæði hér- og er-
lendis. Hún er einnig annar helm-
ingur listamannatvíeykisins Hug-
steypunnar. Sýningin stendur til
20. maí.
U N Z í Gall-
erí Ágúst
Þórdís
Jóhannesdóttir
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Óperettuparið Fjársjóðurinn í tón-
listarskólanum verður frumsýnt í
Iðnó í kvöld kl. 20. Fyrri hluti sýn-
ingarinnar er nýtt verk eftir Þór-
unni Guðmundsdóttur sem nefnist
Tónlistarskólinn og síðari hlutinn er
frumflutningur hérlendis á óperett-
unni Falinn fjársjóður eftir Offen-
bach í nýrri þýðingu Þórunnar.
Flytjendur eru nemendur í Tón-
listarskólanum í Reykjavík, alls 14
söngvarar auk hljómsveitar. Stjórn-
andi er Tryggvi M. Baldvinsson og
leikstjóri Þórunn Guðmundsdóttir.
„Tónlistarskólinn gerist í fjár-
sveltum tónlistarskóla þar sem
skólastjórinn er orðinn þunglyndur
af aðhaldsaðgerðum og algjörlega
búinn að missa trú á tónfræði og tón-
list. Meira að segja fimmundahring-
urinn finnst honum fáranlegur og þá
er nú langt gengið,“ segir Þórunn
um verk sitt og heldur áfram: „Þeg-
ar nemendurnir frétta þetta ákveða
þeir að setja upp óperu Offenbachs
til að hressa hann við og koma skól-
anum á kortið.“
Tónlistarskólinn greinir þannig
frá aðdragandanum að uppfærslunni
á verki Offenbachs, en að sögn Þór-
unnar blandast inn í söguþráðinn
metnaður og ástarflækjur nemend-
anna. Í framhaldinu tekur síðan við
generalprufan á Falda fjársjóðnum,
þar sem ýmislegt fer úrskeiðis og lít-
ur jafnvel út fyrir að það verði að af-
lýsa sýningum, en leikstjórinn lofar
því að allt fari þó vel að lokum.
Tónlistarskólinn er fjórða söng-
verkið á sl. sex árum sem Þórunn
skrifar gagngert fyrir Tónlistarskól-
ann í Reykjavík, en áður hafa verið
settar upp eftir hana óperurnar
Mærþöll, Gilitrutt og Hlini, sem all-
ar sækja efnivið í íslensk ævintýri.
„Að þessu sinni bankaði raunveru-
leikinn hins vegar upp á,“ segir Þór-
unn og tekur fram að verkið end-
urspegli að mörgu leyti það ástand
sem tónlistarskólar landsins búi við í
dag. „Við erum alltaf að reyna að
gera hlutina fyrir eins lítinn pening
og hægt er.“ Að sögn Þórunnar set-
ur Tónlistarskólinn í Reykjavík upp
nemendaóperu að jafnaði þriðju
hverja önn. „Þátttakan veitir nem-
endum nauðsynlega reynslu í óp-
erusöng, sem krefst annarrar nálg-
unar en venjulegir tónleikar, þar
sem þau eru í hlutverkum og eiga
samskipti við aðra á sviðinu í gegn-
um leik og söng.“
Aðeins verða þrjár sýningar á
óperettuparinu, þ.e. í kvöld og tvö
næstu kvöld. Miðar eru seldir á
midi.is og við innganginn.
Glettin Söngnemendurnir Eyrún Inga Magnúsdóttir, Eggert Reginn Kjartansson og Ragnheiður Lilja Óladóttir í
hlutverkum sínum í óperettunni Falinn fjársjóður eftir Offenbach sem frumsýnd verður í kvöld.
Nauðsynleg reynsla
Óperettuparið Fjársjóðurinn í tónlistarskólanum frum-
sýnt í Iðnó í kvöld Fjársvelti veitti höfundinum innblástur
Gyrðir Elíasson hlaut í gær Ís-
lensku þýðingaverðlaunin 2012 fyr-
ir ljóðasafnið Tunglið braust inn í
húsið sem Uppheimar gefa út.
Verðlaunin voru afhent við hátíð-
lega athöfn á Gljúfrasteini á Degi
bókarinnar en það er Bandalag
þýðenda og túlka sem veitir þau.
Um verðlaunaverkið segir m.a. í
umsögn dómnefndar: „Með þessu
þýðingarþrekvirki bætir Gyrðir
enn einu blómstrinu í sinn verka-
sveig þar sem þýðingar skipa
veigamikinn sess. Líklega hefur
enginn íslenskur rithöfundur verið
jafnafkastamikill í þýðingum og
Gyrðir. Skyldi það hafa eflt skáld-
skap hans? Örugglega hefur það
gefið okkur lesendum fjölbreyttari
flóru bókmennta á góðri íslensku.
Fyrst og fremst er bókin Tunglið
braust inn í húsið aðgengileg ljóða-
bók, fallegir textar með frumlegu
íslensku orðfæri, nýjum myndum
sem opna nýja sýn og skerpa hugs-
un. Hér býður einn okkar fremstu
rithöfunda íslenskum ljóðaunn-
endum til samsætis með 36 skáld-
systkinum frá fimmtán löndum.
Þetta er eiguleg bók og falleg og
hún ætti alls staðar að vera uppi
við.“
Í dómnefnd sátu Aðalsteinn Ás-
berg Sigurðsson, formaður, Jórunn
Sigurðardóttir og Ólöf Péturs-
dóttir. Katrín Jakobsdóttir mennta-
og menningarmálaráðherra afhenti
verðlaunin.
Þrekvirki Gyrðir á Gljúfrasteini í gær með Kristjáni Kristjánssyni, útgef-
anda hjá Uppheimum, og Katrínu Jakobsdóttur menningarmálaráðherra.
Gyrðir hlaut Íslensku
þýðingarverðlaunin
Haukur Guð-
laugsson, fyrr-
verandi söng-
málastjóri
þjóðkirkjunnar,
verður með há-
degistónleika í
Hafnarfjarðar-
kirkju í dag kl.
12:15. Hann mun
leika á bæði orgel
kirkjunnar verk
eftir J.S. Bach, Louis-Nicolas Cle-
rambault og L. Boëllmann. Aðgang-
ur er ókeypis og boðið er upp á kaffi-
sopa að tónleikum loknum.
Haukur lauk burtfararprófi í pí-
anóleik frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1951. Hann stundaði
nám í orgelleik við Staatliche Hoch-
schule für Musik í Hamborg og
framhaldsnám við Accademia di
Santa Cecilia í Róm. Haukur var
skipaður söngmálastjóri þjóðkirkj-
unnar árið 1974 og starfaði við það
til ársins 2001. Haukur hefur haldið
orgel- og kórtónleika bæði innan-
lands og utan, m.a. í Þýskalandi, á
Ítalíu, í Ísrael og Bandaríkjunum.
Hádegistón-
leikar Hauks
Haukur
Guðlaugsson
Kvikmyndasafnið
sýnir Accident í
leikstjórn Jo-
sephs Losey í
Bæjarbíói í Hafn-
arfirði í kvöld kl.
20:00 og nk. laug-
ardag kl. 16:00.
Kvikmyndin er
frá árinu 1967 og
gerð eftir hand-
riti Harolds
Pinters. Hún gerist í Oxford á Eng-
landi og fjallar um ástarþríhyrning
kennara og tveggja nemenda hans.
„Djasstónlistin og stórfalleg kvik-
myndatakan ásamt frábærum leik
skapar spennandi andrúmsloft þar
sem losti, vorkunn, fyrirlitning og
hræsni takast á með sorglegum af-
leiðingum,“ segir m.a. í tilkynningu
frá Kvikmyndasafninu.
Aukamynd kvöldsins verður kafli
úr Síldveiðum í Norðurhöfum.
Slys sýnd í
Bæjarbíói
Plakat
myndarinnar.
ÚRVAL FATNAÐAR OG GJAFAVÖRU
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-15
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646