Morgunblaðið - 24.04.2012, Síða 31

Morgunblaðið - 24.04.2012, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012 Vortónleikar Karlakórs Reykjavík- ur í ár bera yfirskriftina Vor- söngvar og verða þeir, líkt og hin fyrri ár, haldnir í Langholtskirkju. Kórinn mun einnig halda tón- leika í Betel í Vestmanna- eyjum, 12. maí kl. 15.30. Tónleik- arnir í Lang- holtskirkju verða haldnir í kvöld, annað kvöld og fimmtudagskvöld kl. 20 og á laugardaginn, 28. apríl, kl. 16. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt, allt frá laufléttum vorsöngv- um yfir í kraftmikil, rússnesk þjóð- lög. Gestur kórsins á tónleikunum verður bassasöngvarinn Viðar Gunnarsson en hann á fjölbreyttan og farsælan söngferil að baki. Má þar nefna að hann söng við Schön- brunner Schloßtheater í Vínarborg 1989-1990, fór þar með hlutverk Sarastrós í Töfraflautunni og sama hlutverk í uppfærslu á óperunni í Seoul í S-Kóreu. Þá var Viðar fast- ráðinn óperusöngvari við Ríkisleik- húsið í Wiesbaden 1990-1995. Viðar hefur sungið víða um heim og m.a. komið fram í Ríkisóperunni í Berlín og sem einsöngvari með íslenskum og erlendum kórum og Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Skemmtileg efnisskrá Viðar hefur áður sungið með Karlakór Reykjavíkur en segir tölu- vert langt síðan, yfir tuttugu ár. „Mér líst rosalega vel á þetta, mér finnst efnisskráin mjög skemmti- leg,“ segir Viðar um vortónleikana og lofsyngur kórinn. „Ég er afskap- lega hrifinn af hljómnum í kórnum, mér finnst hann svo hlýr og mjúkur og það er ekki öllum gefið að ná svona hljómi fram.“ Viðar syngur nokkur lög með kórnum á tónleikunum, m.a. „O Isis und Osiris“ úr Töfraflautu Mozarts, íslenska þjóðlagið „Bára blá“ og rússneska þjóðlagið „Sténka Ras- in“. Hann segir virkilega gaman að fá að syngja bæði á rússnesku, ís- lensku og þýsku. Töfraflautuna hafi hann sungið oft, í einum tíu upp- færslum og þá hlutverk æðsta prestsins Sarastrós. „Þetta er af- skaplega falleg aría og fallegt hlut- verk, Sarastró, draumahlutverk fyr- ir bassa,“ segir Viðar. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson og um píanóleik á tón- leikunum sér Anna Guðný Guðmundsdóttir. Hlýr og mjúkur hljómur  Karlakór Reykjavíkur heldur árlega vortónleika sína  Viðar Gunnarsson bassasöngvari gestur kórsins Morgunblaðið/Kristinn Kórinn Karlakór Reykjavíkur á æfingu í Langholtskirkju í apríl í fyrra. Fyrstu vortónleikar kórsins í ár verða haldnir í kvöld kl. 20 í kirkjunni. Viðar Gunnarsson Frekari upplýsingar um kórinn og tónleikana má finna á kkor.is. Á föstudaginn, 20. apríl, kl. 17.15, verður opnuð sýning á verkum Hermanns B. Guðjónssonar í Bog- anum í Gerðubergi og ber hún yf- irskriftina „Háð og spottar“. Á sýningunni verða til sýnis smyrn- uð veggteppi sem Hermann hefur unnið á vinnustofu Hrafnistu þar sem hann er búsettur. Í tilkynn- ingu segir að verk hans sýni gjarnan þjóðkunnar persónur, t.d. stjórnmálamenn, og að mörg verk- anna hafi Hermann gefið. Fyrir sýninguna hafi verið fengin að láni verk í eigu forseta Íslands, forsætisráðherra og annarra stjórnmálamanna. Sýningin er hluti af listahátíðinni List án landamæra og stendur til 22. júní. Listamaðurinn Hermann B. Guð- jónsson við listsköpun sína. Háð og spottar í Boganum í Gerðubergi BELLAVISTA er eitt öflugasta fæðubótarefnið á markaðnum fyrir sjónina. Náttúrulegir plöntukjarnar ásamt vítamínum og steinefnum sem gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda góðri og skarpri sjón langt fram eftir aldri. Í BELLAVISTA er hátt hlutfall af bláberjaþykkni og lúteini. BELLAVISTA er á hagstæðu verði og er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Kynntu þér BELLAVISTA á www.gengurvel.is Á H R I F A R Í K LEIÐ TIL AÐ VIÐHALDA G Ó Ð R I S J Ó N Fæst í f lestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhi l lum stórmarkaðanna Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Mið 25/4 kl. 16:00 AUKAS. Lau 5/5 kl. 15:00 AUKAS. Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn Fim 26/4 kl. 19:30 AUKAS. Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Fim 10/5 kl. 19:30 AUKAS. Sun 20/5 kl. 19:30 Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 Fim 3/5 kl. 19:30 AUKAS. Lau 12/5 kl. 15:00 AUKAS. Fös 25/5 kl. 19:30 Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Lau 26/5 kl. 15:00 Aukasýningar komnar í sölu - aðeins sýnt fram í júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar Afmælisveislan (Kassinn) Fös 27/4 kl. 19:30 Frums Lau 5/5 kl. 19:30 6.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 3.sýn Mið 9/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Mið 2/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 10/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fim 3/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 AUKAS. Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 AUKAS. Lau 12/5 kl. 19:30 10.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Frumsýnt 27. apríl Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) Sun 29/4 kl. 13:30 Sun 6/5 kl. 13:30 Sun 29/4 kl. 15:00 Sun 6/5 kl. 15:00 Missið ekki af þessari fjörmiklu sýningu. Sýningum lýkur 6. maí! Orð skulu standa (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 26/4 kl. 21:00 Næstu gestir: Sigurður Guðmunds.söngvari og Þóra Arnórsd. forsetaframbjóðandi 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH–JVJ. DV Hótel Volkswagen (Stóra sviðið) Sun 29/4 kl. 20:00 Lau 12/5 kl. 20:00 Sun 20/5 kl. 20:00 Lau 5/5 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið) Lau 28/4 kl. 14:00 Lau 5/5 kl. 14:00 Lau 12/5 kl. 14:00 Sun 29/4 kl. 14:00 Sun 6/5 kl. 14:00 Sun 13/5 kl. 14:00 Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Síðustu sýningar! Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Fim 26/4 kl. 20:00 5.k Fim 10/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Fös 27/4 kl. 20:00 Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 4/5 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Ógleymanleg uppfærsla Vesturports - hátíðarsýningar á 10 ára sýningarafmæli. NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið) Lau 28/4 kl. 20:00 Lau 19/5 kl. 20:00 Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar! Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 27/4 kl. 20:00 frums Lau 12/5 kl. 20:00 7.k Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Sun 29/4 kl. 20:00 2.k Sun 13/5 kl. 20:00 aukas Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Mið 2/5 kl. 20:00 3.k Þri 15/5 kl. 20:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Fim 3/5 kl. 20:00 4.k Mið 16/5 kl. 20:00 8.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Fös 4/5 kl. 20:00 aukas Fim 17/5 kl. 20:00 9.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Lau 5/5 kl. 17:00 aukas Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Sun 6/5 kl. 20:00 5.k Lau 19/5 kl. 17:00 aukas Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Þri 8/5 kl. 20:00 aukas Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Mið 9/5 kl. 20:00 aukas Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Fim 10/5 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Fös 11/5 kl. 20:00 6.k Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Sun 10/6 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Tengdó (Litla sviðið) Fim 26/4 kl. 20:00 Fös 4/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00 Fös 27/4 kl. 20:00 Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 25/5 kl. 20:00 Lau 28/4 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Eina litaða barnið í Höfnum. Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense Saga Þjóðar (Litla sviðið) Sun 29/4 kl. 20:00 Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Síðustu sýningar Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 5/5 kl. 20:00 frums Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Lau 2/6 kl. 20:00 Lau 12/5 kl. 20:00 2.k Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Sun 3/6 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00 3.k Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Fös 1/6 kl. 20:00 Tímamótaverk í flutningi pörupilta Gói og baunagrasið (Litla sviðið) Lau 28/4 kl. 13:00 Lau 28/4 kl. 14:30 Lau 12/5 kl. 13:00 Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.