Morgunblaðið - 24.04.2012, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2012
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Út er komin fjórtán laga plata þar
sem hljómsveitin The Saints of
Boogiestreet breiðir yfir tónsmíðar
og texta Leonard Cohen. Hljóm-
sveitin er skipuð þeim Kristni Ein-
arssyni (píanó), Ingólfi Sigurðssyni
(trommur), Ólafi Þór Kristjánssyni
(bassi) og Pétri V. Péturssyni (gítar)
en í forgrunni eru svo söngkonurnar
Esther Jökulsdóttir og Soffía Karls-
dóttir.
Allir upp í bústað
„Platan er bara að fara í dreifingu
núna,“ segir Esther en hún verður
fáanleg í Skífunni, Eymundsson og á
tonlist.is. Það er fyrirtæki Ólafs
bassaleikara, Ljósalind, sem gefur út
og er hann einnig skráður sem upp-
tökustjórnandi plötunnar.
„Tildrög þessa alls liggja í sam-
starfi okkar Soffíu en hún átti hug-
myndina,“ segir Esther.
„Við höfðum verið að vinna saman
í alls konar verkefnum, höfum verið
að syngja bakraddir hér og hvar og
störfuðum saman í Söngvaseið sem
sýndur var í Borgarleikhúsinu. Fyrir
tveimur árum héldum við svo tón-
leika þar sem við sungum lög Co-
hens. Það gekk það vel að á endanum
kom upp þessi hugmynd, að gera
plötu.“
Esther segir að upptökurnar hafi
gengið vel fyrir sig.
„Við fórum í sumarbústað eins og
lög gera ráð fyrir (hlær). En það er
bara eitthvað við slíkar vinnuaðferð-
ir. Það er friður og ró og mannskap-
urinn er einbeittari en ella.“
Útsetningar eru hópsins og segir
Esther að útgangspunkturinn hafi
verið sá að fara alla leið með þann
„fíling“ sem þau höfðu fyrir hverju
og einu lagi.
„Uppáhaldsskáldið hans Leonards
Cohen er t.a.m. Federico García
Lorca og þessi spænski andi heyrist í
mörgum laga hans. Við unnum gagn-
gert með það t.d. En þetta eru ekki
drastískar útsetningar hjá okkur, við
erum ekki að breyta þessu í reggílög
eða eitthvað slíkt. Við röddum lögin
líka en það er ekki mikið um það í
upprunalegu útgáfunum.“
Esther segir að lokum að magn-
aðir textar Cohen kveiki þá í ým-
islegu.
„Þeir fara eðlilega beint í hjartað
og við fylgjum þeirri tilfinningu sem
þeir vekja upp hjá okkur. Túlkunin
fer þá einatt eftir því. Það er merki-
legt að hlusta á Cohen sjálfan
syngja, sem talar sig á köflum í
gegnum textana. En undir niðri
malla svo mjög afgerandi melódíur,
hreinustu perlur í mörgum til-
vikum.“ Útgáfutónleikar vegna plöt-
unnar verða 4. maí í Iðnó. Nú fyrir
helgina mun bandið svo spila á Sauð-
árkróki og á Akureyri.
„Komið vinir, ekki
vera hræddir …“
The Saints of Boogiestreet túlka Leonard Cohen
Ljósmynd/Kristín Þorgeirsdóttir
Hljómsveitin The Saints of Boogiestreet taka á arfi Leonards Cohens.
Fjölmiðlakonan og forseta-
frambjóðandinn Þóra Arnórsdóttir
verður meðal gesta í leiksýning-
unni Orð skulu standa í Þjóðleik-
húskjallaranum á fimmtudaginn,
26. apríl. Tónlistarmaðurinn Sig-
urður Guðmundsson verður þar
einnig gestur en einnig koma fram,
að vanda, leikkonan Sólveig Arn-
arsdóttir, þingmaðurinn Guð-
mundur Steingrímsson og tónlistar-
stjórinn Pálmi Sigurhjartarson.
Orð skulu standa var útvarps-
þáttur á Rás 1 til margra ára, stýrt
af Karli Th. Birgissyni. Hann sneri
aftur á fjölum Borgarleikhússins og
fór þaðan í Þjóðleikhúskjallarann.
Forsetaframbjóð-
andi á leiksýningu
Orðaleikur Þóra verður gestur Orð
skulu standa á fimmtudaginn.
Svo gæti farið að heilmynd eða „ho-
logram“ af Michael Jackson muni
leysa þann er var lifandi af í tón-
leikaferðalagi Jackson 5. Heil-
myndin af Tupac sem var notuð á
Coachella hefur gefið þessari hug-
mynd byr undir báða vængi. Bróðir
hans Jackie segir hugmyndina
dásamlega en að vanda yrði það
þrautin þyngri að fá heilmyndina í
gegnum lagafrumskóginn. En túr-
inn gæti orðið „sá tekjuhæsti í sög-
unni“ ef af verður að sögn Jackies.
Aftur? Mun Michael Jackson snúa aft-
ur sem heilmynd á næstu misserum?
Heilmynd af
Michael Jackson
1. Coming back to you
2. Suzanne
3. Dance me to the end of love
4. Song of Bernadette
5. Joan of Arc
6. Aint no cure 4 love
7. Chelsea hotel
8. Anthem
9. Famous blue raincoat
10. So long Marianne
11. If it be your will
12. Hallelujah
13. Came so far from beauty
14. Hey that’s no way to say
goodbye
Lögin fjórtán
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
- séð og heyr/kvikmyndir.is
MÖGNUÐ SPENNUMYND
Hörku Spennutryllir
frá framleiðendum
“Girl with the Dragon
Tattoo” og “Safe
House”.
Ö Ý Í
SAM WORTHINGTON ROSAMUND PIKE RALPH FIENNES LIAM NEESON
EGILSHÖLL
16
16
16
14
12
12
12
12
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
16
ÁLFABAKKA
12
12
12
14
VIP
VIP
L
CABIN IN THEWOODS KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
CABIN IN THEWOODSVIP KL. 8 2D
BATTLESHIP KL. 5:20 - 8 - 10:402D
BATTLESHIP VIP KL. 5:20 - 10:10 2D
COLDLIGHTOFDAYKL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
AMERICANPIE KL. 5:50 - 8 - 10:202D
WRATHOF THE TITANS KL. 8 - 10:10 3D
FJÖRFISKARNIRM/ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
16
14
12
12
AKUREYRI
THECABIN IN THEWOODS KL. 10:10 2D
THECOLDLIGHTOFDAY KL. 8 2D
GONE KL. 8 2D
WRATHOF THE TITANS KL. 10:10 2D
16
12
SELFOSS
SVARTURÁLEIK KL. 6 -8 - 10:10
GONE KL. 6 - 8 - 10:10
16
7
12
12
L
L
BATTLESHIPKL. 5:10 - 8 - 10:10 - 10:50 2D
THECOLDLIGHTOFDAY KL. 5:50 - 8 - 10:202D
WRATHOF THE TITANS KL. 5:40 - 8 3D
PROJECT X KL. 5:50 2D
TITANIC KL. 8 3D
CABIN IN THEWOODS KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
COLDLIGHTOFDAY KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D
GONE KL. 5:50 - 8 2D
WRATHOF THE TITANS KL. 10:10 3D
CABIN IN THEWOODS KL. 10:20 2D
21 JUMPSTREET KL. 8 2D
GONE KL. 8 2D
SVARTURÁLEIK KL. 5:50 - 10 2D
LORAX KL. 6 3D
Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11
eða hjá næsta umboðsmanni.
DRÖGUM
25. APRÍL
Nú er vinningurinn 1O milljónir á einn miða.
Í hverri Milljónaveltu drögum við að auki út
5 stakar milljónir, aðeins úr seldum miðum.
MILLJÓNAVELTAN VELTUR ÁFRAM!
NÚ KEYRUM VIÐ ÚT MILLJÓNIR
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
12
54
TRYGGÐU
ÞÉR MIÐA!