Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012 „Við erum búin að bjóða 125 manns störf hérna hjá okkur,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Skólinn ræður venjulega til sín nemendur úr níunda og tíunda bekk grunnskóla, en í sumar eru það unglingar fæddir árið 1996 og 1997. Vinnuskólinn fær svo aukalega til sín í sumar ungmenni fædd árið 1995. Svo virðist sem erfiðlega hafi gengið fyrir 1995-árganginn að ráða sig í vinnu. Áður var það þannig að vinnu- skólinn tók til sín nemendur úr 8.-10. bekk grunnskóla, en sökum erfiðs ástands á vinnumarkaði datt 8. bekk- ur út og í staðinn fékk Vinnuskólinn aukafjárveitingu í fyrra til þess að skapa störf fyrir 17 ára ungmenni. Ekki er um aukafjárveitingu að ræða í ár. Magnús segir að þetta sé öllu heldur tilfærsla á fjármunum, en Vinnuskólinn fær að ráða í stöður úr svokölluðum „námsmannapotti“. Fjórðungur fær vinnu Mikil eftirspurn hefur verið eftir vinnu hjá Reykjavíkurborg í sumar hjá ungmennum fæddum 1995, en Vinnuskólanum bárust um 480 um- sóknir í vor og af þeim verða 125 ráðnir. Því er ljóst að aðeins rúmlega fjórðungur þeirra mun enda með vinnu. Vinnuskólinn fékk til að byrja með aðeins leyfi til þess að ráða 100 manns í vinnu en fékk svo leyfi til að bæta við 25 manns. Mun fleiri 17 ára fengu voru ráðnir í vinnu í fyrra, eða 220. Vert er að taka fram að allir þeir nemendur grunnskóla sem sóttu um vinnu hjá Vinnuskólanum verða ráðnir til vinnu. Vinnuskólinn hefur störf eftir viku. Aðspurður segir Magnús að um 20 manns hafi hafnað vinnu en kvótinn verði engu að síður fylltur. Um 1.800 manns störfuðu hjá Vinnuskólanum í fyrra en eins og staðan er núna eru um 1.500 manns skráðir til vinnu. Þau ungmenni sem verða ráðin til vinnu hjá Vinnuskólanum munu sinna hefðbundnum garðyrkjustörf- um, en þau eldri verða hins vegar skilin frá þeim yngri. Svartsýnisástand ríkir í atvinnumálum ungmenna  Mikil eftirspurn er eftir störfum hjá Vinnuskólanum Rússarnir umskipa í Hafnarfirði Rússnesk flutn- ingaskip hafa komið reglulega til Hafnarfjarðar í vor til að taka við karfa sem rúss- neskir togarar veiða á Reykja- neshrygg. Tvö slík létu úr höfn þar á sunnudags- kvöld. Íslensk stjórnvöld hafa gert alvarlegar at- hugasemdir við karfaveiðar Rússa. „Þetta byrjaði í byrjun maí og skip- in hafa verið að tínast inn reglulega síðan. Þetta var svona í fyrra líka allt fram í júlí,“ segir Már Sveinbjörns- son, hafnarstjóri Hafnarfjarðar- hafnar. Engin tilkynning hafi borist um hvort eða hvenær flutningaskipin komi aftur til hafnar hér. Slíkar til- kynningar komi yfirleitt með skömm- um fyrirvara. Að sögn Sigvalda Hrafns Jósa- fatssonar, starfsmanns skipamiðlun- arinnar Gáru sem fer með umboð fyr- ir rússnesku skipin, fóru skipin tvö með um þrjú til fjögur þúsund tonn af karfa. Það fari eftir aflabrögðum togaranna hvort og hvenær þau komi aftur. „Þau skip sem koma til hafnar hér kaupa iðulega mikla þjónustu af íslenskum fyrirtækjum sem er dágóð búbót fyrir íslenskan efnahag,“ segir Sigvaldi. kjartan@mbl.is Rússar veiða karfa á Reykjaneshrygg.  Kaupa mikla þjón- ustu af Íslendingum Veita á verulega fjármuni til að greiða götu hjól- reiðafólks og gangandi vegfarenda á höfuðborgar- svæðinu á komandi árum. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis leggur til í breyting- artillögum við samgönguáætlun að bætt verði 100 milljónum króna árlega við fjárveitingar til hjóla- og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu á fyrsta og öðru tímabili tólf ára áætlunar í samgöngumálum. Þær auknu fjárveitingar sem nefndin leggur til taka mið af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að beina viðbótarfé til samgöngumála. Fjórir milljarðar á tíu árum Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu eru uppi áform um að setja 4.050 milljónir í að byggja Reykjavík upp sem betri hjólreiðaborg á næstu tíu árum. Veita á 950 millj. í heild fram til ársins 2014, 1.350 milljónir á næsta tímabili þar á eftir og 1.750 millj. á síðasta tímabilinu. „Það er mjög ánægjulegt og mikil tímamót að ríkið sé að koma af krafti inn í hjóla- og göngustíga- gerðina,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingarinnar í borgarstjórn. Að meðtöldum þess- um breytingum sé áætlunin sú, að rúmir fjórir milljarðar fari í þessi verkefni auk göngubrúa og undirganga. „Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin komi með 50% mótframlög. Þetta ætti að gefa okk- ur færi á að byggja upp öflugt hjólreiðastígakerfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann. Þó áætlunin um þessar framkvæmdir á höfuð- borgarsvæðinu sé hugsuð til tíu ára er ráðgert að hraða gerð hjólreiða- og göngustíga ef unnt er en það ræðst af því hvort Reykjavíkurborg fær lán í gegnum Elena-sjóðinn sem er á vegum Evrópska fjárfestingarbankans og lánar til umhverfisvænna framkvæmda. ,,Sú umsókn er langt komin en niðurstaða liggur ekki fyrir og er enn of snemmt að segja fyrir um hvort það gengur eftir,“ segir Dag- ur, sem á von á að legið geti fyrir síðar á þessu ári hvort lánveitingin fæst. Hjólin orðin samgöngumáti til og frá vinnu ,,Það eru mjög margir farnir að nota hjól, ekki eingöngu til að stytta sér stundir um helgar eða í lystitúrum, heldur sem samgöngumáta til og frá vinnu. Við viljum styðja við það með því að byggja upp öflugt hjólreiðastígakerfi,“ segir hann. Stærsta verkefnið sem unnið er að á þessu ári er gerð hjólreiðastígs frá Elliðaárvogi að Hlemmi. „Við eigum í viðræðum við Vegagerðina um kostnaðarhlut ríkisins í þeim stíg og öðrum stofn- stígum, svo ramminn geti legið fyrir og hægt verði að framkvæma eftir því sem fjármunir falla til.“ omfr@mbl.is Bæta við fé í hjóla- og göngustíga  Meirihluti samgöngunefndar vill bæta við 100 milljónum árlega til hjóla- og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu  Borgin bíður svars við lánsumsókn í Evrópu Morgunblaðið/Eggert Á hjólum Veita á aukna fjármuni í uppbyggingu hjólastíga. Saga Ýrr Jóns- dóttir, lögmaður kvenna sem fengu PIP-sílikon- brjóstapúða hjá Jens Kjartans- syni lýtalækni, af- henti skattrann- sóknarstjóra upp- lýsingar um kon- urnar síðasta föstudag, um leið og ljóst var að Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Skattrannsóknarstjóri hafði farið fram á að hún afhenti stofnuninni nöfn og kennitölur kvennanna sem leituðu til Jens vegna sílikonaðgerða á árunum 2006-2010. Saga hafnaði því en Hæstiréttur segir í dóminum að lög um tekjuskatt gangi framar þagn- arskylduákvæði laga um lögmenn. „Ég er búin að afhenda nöfnin, þeir eru komnir með allt. Úrskurður Hæstaréttar kom fyrir helgi og ég fór beint og afhenti nafnalistann,“ segir Saga. Hún afhenti skattinum um fimmtíu nöfn sem hún var með á þeim tímapunkti sem beðið var um þau. „Það er ekki kveðið á um að þetta nái fram í tímann svo ég þarf ekki að af- henda fleiri nöfn ef það bætist í hóp minna umbjóðenda,“ segir Saga sem finnst þetta langt gengið hjá skatt- rannsóknarstjóra. Afhenti nöfn kvennanna  Fengu allar PIP- púða hjá Jens Saga Ýrr Jónsdóttir Leikskólarnir Holtaborg og Sunnuborg voru á dög- unum sameinaðir undir einn hatt og heita nú Langholt. Áfanganum var fagnað með skrúðgöngu í gærmorgun. Að sögn Hrefnu Sigurðardóttur, leikskólastjóra, ríkir mikil ánægja með sameininguna. „Í heildina hefur fólk unnið með okkur í þessu, bæði foreldar og starfsmenn, og allir vilja láta þetta ganga upp.“ Húsið sem áður hét Holtaborg mun hýsa yngstu krakkana. Þeir eldri verða í Sunnuborg en húsin standa hlið við hlið. „Við erum að leggja af stað, ásamt öðrum leikskólum, í þróunarverk- efni um starf yngri barna í leikskólum. Starfsfólkinu þykir þetta mjög spennandi.“ davidmar@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Sameining leikskóla í Langholtshverfi Leikskólinn Langholt stofnaður SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.