Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Undirréttur í Danmörku dæmdi í
gær fjóra menn í tólf ára fangelsi
fyrir að undirbúa hryðjuverk sem
fremja átti í Kaupmannahöfn til að
hefna fyrir birtingu skopmynda af
Múhameð spámanni. Saksóknarar í
málinu höfðu krafist þess að menn-
irnir yrðu dæmdir í 14-16 ára fang-
elsi.
Saksóknararnir vildu að Mounir
Dhahri, 46 ára Túnisi, búsettur í Sví-
þjóð, yrði dæmdur í sextán ára fang-
elsi. Hann er talinn hafa verið höf-
uðpaurinn í samsærinu. Við réttar-
höldin kom fram að Dhahri hvarf
sporlaust í tvö ár og dvaldi um tíma í
Pakistan áður en hann sneri aftur til
Svíþjóðar í nóvember 2010.
Hinir mennirnir þrír eru allir
sænskir ríkisborgarar. Sahbi Za-
louti, sem er 39 ára og fæddist í Tún-
is, er talinn hafa átt stóran þátt í
undirbúningi hryðjuverkanna og
saksóknararnir kröfðust þess að
hann yrði dæmdur í 14-16 ára fang-
elsi.
Munir Awad, sem er 31 árs og
fæddist í Líbanon, og Omar Aboe-
lazm, 32 ára Marokkómaður, eru
taldir hafa gegnt minna hlutverki og
saksóknarar vildu að þeir yrðu
dæmdir í 14 ára fangelsi hvor.
Í 12 ára fangelsi fyrir
hryðjuverkasamsæri
Í samræmi við
hæstaréttardóma
» Verjendur sakborninganna
og saksóknararnir fá tveggja
vikna frest til að ákveða hvort
áfrýja eigi fangelsisdómnum.
» Hæstiréttur Danmerkur
hafði áður kveðið upp tólf ára
fangelsisdóma í tveimur öðr-
um málum sem snerust um
hryðjuverkasamsæri.
Fjórir menn dæmdir fyrir að undirbúa tilræði í Danmörku
Nær 4.200 eldar eða kyndlar voru kveiktir í gær í lönd-
um sem tilheyrðu breska heimsveldinu í tilefni af því að
60 ár eru liðin síðan Elísabet II. varð drottning. Fyrsti
eldurinn var kveiktur í Marlborough í Nýja-Sjálandi og
síðan í hverju samveldislandinu á fætur öðru. Eldarnir
mynduðu keðju leiðarljósa og Elísabet drottning tendr-
aði síðasta eldinn við Buckingham-höll þegar tónleikar
voru haldnir þar í gærkvöldi. Á meðal þeirra sem komu
fram voru Paul McCartney, Tom Jones, Elton John,
Stevie Wonder og Robbie Williams.
AFP
Eldar tendraðir á 60 ára valdaafmæli
Þverganga Venusar, einn sjaldgæfasti viðburðurinn í sólkerfi okkar, hefst
klukkan 22.04 í kvöld og honum lýkur kl. 4.54 í fyrramálið, samkvæmt upp-
lýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands.
Reykjavík er eina borgin þar sem sólin sest og rís aftur á meðan þvergang-
an stendur yfir og 235 ár líða þar til þessi atburður sést aftur frá upphafi til
enda hér á landi, að því er fram kemur á stjörnufræðivefnum.
Venus gengur næst fyrir sólina frá jörðu séð eftir rúm 105 ár. Sævar Helgi
Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að þetta sé
einn sjaldgæfasti stjarnfræðiviðburðurinn sem sést á jörðinni og enginn ætti
að láta hann framhjá sér fara. „Í besta falli, ef maður er heppinn, sér maður
hann tvisvar á ævi en enginn núlifandi maður mun sjá hann aftur. Þetta er
kannski ekki sama sjónarspil og sól- eða tunglmyrkvar en það er eitthvað
heillandi við að sjá ástarstjörnuna setja fegurðarblett á sólina.“
Fjallað er ítarlega um þvergöngu Venusar á stjörnufræðivefnum:
stjornufraedi.is.
Ástarstjarnan setur
fegurðarblett á sólina
Venus
Jörð
Sól
Heimild: NASA
20041639 1761 1769 1874 1882 2117 2125
N
W
S
E Sól
Hefst kl.
22.10 *
Lýkur
04.50*
Venus gengur fyrir sólina í kvöld og á morgun
Þverganga Venusar
Það sem gerist
er að Venus verður í beinni
línu milli sólar og jarðar
Venus sést sem lítill svartur blettur
sem hylur 3% sólskífunnar og
færist mjög hægt yfir hana
Einn af sjaldgæfustu atburðunum í sólkerfinu
Svæðin þar sem þvergangan sést
Sést við
sólsetur
í kvöld
Öll
þvergangan
sést
Sést við
sólarupprás
á morgun
Næsta þverganga Venusar verður eftir 105 ár
*Skeikað getur allt að 7 mínútum, eftir staðsetningu þeirra sem fylgjast með þvergöngunni
Sést ekki
Þýska lögreglan staðfesti í gær að
29 ára Kanadamaður, sem er grun-
aður um mjög óhugnanlegt morð,
hefði verið handtekinn í Berlín.
Talið er að maðurinn hafi farið
þangað með rútu eftir að hafa dval-
ið í einu úthverfa Parísar.
Interpol lýsti eftir Luka Rocco
Magnotta, fyrrverandi klámmynda-
leikara, vegna gruns um að hann
hefði myrt fyrrverandi kærasta
sinn, 33 ára kínverskan háskóla-
nema, og sent afskorna útlimi hans
í pósti á skrifstofur stjórnmála-
flokka í Ottawa. Grunur leikur á að
Magnotta hafi tekið morðið upp á
myndband og dreift upptökunni á
netinu. Talið er að Magnotta hafi
flúið til Parísar frá Montreal í Kan-
ada fyrir rúmri viku.
ÞÝSKALAND
Kanadískur morð-
ingi handtekinn
eftir víðtæka leit
AFP
Náðist Kanadamaðurinn Luka Rocco
Magnotta er grunaður um morð.
Tóbaksfyrirtækið Philip Morris hóf
í gær málshöfðun gegn stjórnvöld-
um í Noregi til að knýja þau til að
afnema lög sem banna að tóbak sé
sýnilegt í verslunum. Norðmenn
fóru að dæmi nokkurra þjóða,
þ.á m. Íslendinga, og bönnuðu að
tóbak væri sýnilegt viðskiptavinum
í verslunum frá og með 1. janúar
2010. Philip Morris heldur því fram
að bannið sé brot á reglum EES-
samningsins um frjálsa samkeppni,
en norsk stjórnvöld neita því.
NOREGUR
Philip Morris höfðar
mál vegna banns
Bók hefur verið skilað í sýslu-
bókasafn í bænum Navan á Írlandi
80 árum eftir skiladag. Óþekktur
maður laumaði bókinni inn um
bréfalúgu bókasafnsins um helgina.
Bókaverðirnir áætla að vanskila-
sektin sé komin upp í sem svarar
670.000 krónum en segjast vilja
fella hana niður ef sá sem skilaði
henni gefur sig fram. Ekki er vitað
um lántakandann því tölvuskrár
bókasafnsins ná aðeins aftur til árs-
ins 1994.
ÍRLAND
Bók skilað í safnið
80 árum of seint
Lyftur og lyftarar
PIPA
R
\
TBW
A
SÍA
111896
Fjölbreytt úrv
al
Frábær þjón
usta
Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík
Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is