Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
✝ Jón KonráðBjörnsson, fv.
kaupmaður í
Reykjavík, var
fæddur að
Strjúgsstöðum í
Bólstaðarhlíð-
arhreppi, Austur-
Húnavatnssýslu,
3. desember
1918. Hann lést
að Vífilsstöðum
24. maí sl.
Foreldrar Jóns voru Björn
Eiríkur Geirmundsson,
bóndi að Mjóadal í Laxárdal,
A-Hún., og síðar Hnjúkum í
Sveinsstaðahr. A-Hún., f.
25.5. 1891 að Hóli í Hjalta-
staðaþinghá, d. 7.2. 1965, og
eiginkona hans Guðrún Jón-
ína Þorfinnsdóttir, f. 9.11.
1895 að Kagaðarhóli á Ásum,
A-Hún., d. 1.12 1994.
Eiginkona Jóns var Guð-
rún Valgerður Gísladóttir, f.
2.12. 1923 að Bjarnastöðum í
Blönduhlíð, Skagafirði, d. 30.
maí 2011. Börn þeirra eru (1)
Baldur, verkefnastjóri, f.
13.7. 1947, eiginkona hans
Ragnheiður Brynjólfsdóttir,
f. 26.3. 1949, og börn þeirra
Brynjólfur Jón f. 11.4. 1974,
Helga Bestla f. 11.9. 1984 og
24.9. 1964, d. 20.7. 1991, Sig-
ríður Steinunn, f. 25.1 1966,
Ragnheiður, f. 2.4. 1968, og
Hafdís Huld, f. 4.6 1974.
Jón Konráð var elstur sjö
systkina, af hverjum tvö lifa
bróður sinn.
Hann hleypti ungur heim-
draganum, fluttist suður yfir
heiðar, nam við Samvinnu-
skólann, stundaði sjó-
mennsku um hríð, uns hann
festi ráð sitt og bjó sér heim-
ili í Reykjavík ásamt eig-
inkonu sinni Guðrúnu Val-
gerði og sonum þeirrar
þremur. Lengst af bjuggu
þau hjón að Selvogsgrunni
26, eða í tæpa hálfa öld. Um
þrjátíu ára skeið rak Jón,
ásamt Geir bróður sínum,
fyrirtækið Raftækjastöðina
hf., er hafði með að gera
rekstur kunnrar raftækja-
og ljósaverslunar við Lauga-
veginn og rafverkstæðis er
annaðist lagnir í nýbygg-
ingar og viðhald heim-
ilistækja. Um 1980 var rekst-
urinn lagður niður en þá
stofnuðu Jón og Guðrún til
nýrrar verslunar, sem þau
nefndu Ljósabæ, og var hún
lengi við lýði á Laugaveg-
inum.
Útför Jóns Konráðs verður
gerð frá Laugarneskirkju í
dag, þriðjudaginn 5. júní
2012, kl.13.
Birna Rún f. 4.5.
1988; fyrir átti
Baldur Hjördísi
Rögn, f. 17.11.
1973; (2) Gísli
Rúnar, skáld og
leikari, f. 20.3.
1953, börn hans
og Eddu Björg-
vinsdóttur, f.
13.9. 1952: Björg-
vin Franz, f. 9.12.
1977, og Róbert
Óliver, f. 9.4. 1993, og stjúp-
börn, dætur Eddu af fyrra
hjónabandi: Eva Dögg f.
27.8. 1970 og Margrét Ýrr f.
26.2. 1973; (3) Björn, fram-
kvæmdastjóri, f. 29.1. 1959,
eiginkona hans er Guðný
Gunnarsdóttir, f. 13.5. 1959,
og börn þeirra Jón Gunnar f.
31.1. 1990 og Helgi Rúnar f.
16.6. 1996. Áður átti Jón
dóttur, Sæunni Kolbrúnu, f.
11.1. 1943, d. 22.8. 1975;
móðir (Kolbrúnar): Steinunn
Hafdís Hafliðadóttir, f. 14.10.
1923 að Stóru-Hellu í Nes-
hreppi á Snæfellsnesi, d. 3.
maí 2012. Eiginmaður Kol-
brúnar er Þórólfur Pét-
ursson, f. 21.1. 1942, börn
þeirra, Sigurður Þórarinn, f.
27.3. 1963, Gestur Ólafur, f.
Elsku pabbi. Það er margt
sem kemur upp í hugann á
þessum tímamótum, margar
góðar og ljúfar minningar.
Þegar mamma dó fyrir ári
sagðir þú að fljótlega færir þú
til hennar og þú stóðst við það
loforð eins og önnur.
Það verður breytt tilvera
hjá okkur fjölskyldunni þegar
við getum ekki lengur heim-
sótt þig á Selvogsgrunn, feng-
ið rautt ópal og kaffi, spjallað
við eldhúsborðið, setið saman
í stofunni og kíkt á sjónvarp
eða setið úti í garði. Tilvera
sem manni þótti svo sjálfsögð
en geymir núna ljúfar og góð-
ar minningar.
Ég upplifi minningarnar í
einu vetfangi allt frá því ég
man eftir mér fyrst í sum-
arbústaðnum við Gunnars-
hólma með þér og mömmu og
þar til ég sá þig í síðasta sinn
fyrir um tveimur vikum á Víf-
ilsstöðum. Þá varstu hress og
kátur að fá sjónvarpið til þín á
Vífilsstaði, spilarann og Stikl-
urnar hans Ómars Ragnars-
sonar sem þú hafðir sérstakt
dálæti á. Við ræddum um að
við gætum á næstunni setið
saman og horft á Stiklurnar
yfir góðum kaffibolla eins og
við höfðum oftsinnis gert
heima á Selvogsgrunni.
Ég vil þakka þér fyrir allar
stundirnar í sumarbústaðnum
okkar þar sem þú kenndir
mér að veiða, allar góðar
stundir sem ég fékk að eiga
með þér í Raftækjastöðinni,
allt sem þú kenndir mér um
góða og nýta hluti þar. Við
áttum frábærar ferðir á
nokkrum síðustu árum í sveit-
ina þína, Húnavatnssýsluna,
og sveitina hennar mömmu,
Skagafjörð, þar sem við náð-
um að kíkja á nokkra bæi,
hitta skemmtilegt samferða-
fólk ykkar mömmu og rifja
upp gamlar og skemmtilegar
minningar. Það voru sannar-
lega frábærar stundir sem
seint gleymast.
Ég vil líka þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir
okkur fjölskylduna og afa-
strákana þína sem eiga eftir
að sakna þín óskaplega mikið.
Þitt starf var farsælt, hönd þín
hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta
milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Takk fyrir að hafa verið
svona lengi með okkur. Góður
guð geymi þig.
Björn Jónsson.
Elsku faðir minn.
Ég sakna þín en gleðst yfir
minningum um góðar stundir
sem við áttum saman. Allt frá
barnæsku fylgdist ég með
störfum þínum sem þú leystir
af hendi með elju, vinnusemi
og dugnaði. Ég lærði einnig
margt af þér því þú varst fróð-
ur og verklaginn. Þú áttir
langa ævi en þegar þú lagðir
af stað út í lífið var oft á bratt-
ann að sækja, því þá voru tím-
arnir aðrir en í dag.
Ungur að árum stundaðir
þú vertíðir suður með sjó og
lýstir því hversu erfið sú
vinna var á þeim tímum en
erfiðisvinnan herti þig líkam-
lega enda varstu mikið
hreystimenni. Snemma á síð-
ustu öld komst þú svo alkom-
inn til borgarinnar frá Húna-
vatnssýslu, stundaðir
sjómennsku en lengst af
rekstur eigin fyrirtækis
ásamt bróður þínum. Við
bræðurnir urðum vitni að og
tókum þátt í þegar þið ást-
kæru foreldrar komuð þaki
yfir höfuð fjölskyldunnar.
Langþráður draumur okkar
allra að flytja í eigin húsnæði
sem var innan við hundrað
fermetrar. Þó bjuggu þar
lengst af fimm manna fjöl-
skylda og um tíma afar okkar
og ömmur úr föður- og móð-
urætt.
Vinnan lét aldrei á sér
standa, frá morgni til kvölds,
en þú áttir þín áhugamál, þó
fáir tækju í raun eftir því.
Garðyrkja og trjárækt var
þér hugleikin og garðarnir
heima og í sumarbústaðnum
við Gunnarshólma báru því
vitni. Þar áttum við öll góðar
stundir og síðar barnabörn
þín.
Þú hafðir gaman af silungs-
og laxveiði og fylgdist vel með
sonum þínum við slíka
ástundun. Þú varst ávallt
fréttaþyrstur og gríðarlega
vel að þér í þjóðarumræðunni,
allt fram á síðasta dag. Ef
færi gafst varst þú ávallt með
bók í hönd, áttir talsvert
bókasafn og kunnir Íslend-
ingasögurnar utanað. Sömu-
leiðis hélst þú í heiðri gamlar
hefðir í matargerð sem synir
þínir viðhalda.
Kímnigáfa þín var sérstök
því oft sást þú spaugilegar
hliðar á fólki, lífi og tilveru
sem ekki var svo augljós fyrir
okkur hin. Í kjölfarið gusu
upp fyrirvaralaust hin frægu
hlátursköst þín sem voru
óstöðvandi og lauk ekki fyrr
en allir viðstaddir grétu af
hlátri.
Elsku pabbi, það er svo
margs að minnast. Þér var
umhugað um framgang sona
þinna í námi og störfum. Þrátt
fyrir að þú hefðir það ekki í
hendi þér hvert leiðir okkar
lágu í þeim efnum, studdir þú
við bakið á okkur af fremsta
megni. Þetta er staðreynd þó
svo að fjárhagur og efni væru
af skornum skammti. Þrátt
fyrir að þú værir háttvís og
allt að því hlédrægur varstu
ávallt stoltur af okkur. Það er
okkur bræðrunum minnis-
stætt því það var svo upp-
byggilegt. Það er öllum minn-
isstætt hversu gestrisin þið
mamma voruð og góð heim að
sækja. Börn og barnabörn
eiga margs að minnast hjá
ykkur og með ykkur, þær
stundir eru ómetanlegar.
Elsku pabbi, hér staðnæm-
ist ég og við felum þig Guði til
varðveislu um alla eilífð.
Baldur Jónsson.
Jón K. BjörnssonElsku afi okkar, nú hefur þúkvatt okkur. Sorgin og sökn-
uðurinn er mikill í okkar hjört-
um. Við þökkum þér fyrir allar
þær dýrmætu stundir sem við
áttum saman. Allar minning-
arnar eru ógleymanlegar. Það
var svo gaman að koma til
ykkar ömmu á Ytri-Brekkur,
þar sem við hittumst öll fjöl-
skyldan á hverju ári og köll-
uðum við það Brekknahátíð.
Við krakkarnir höfðum það
mjög gott og fengum að gista
öll saman á neðri hæðinni. Þar
undirbjuggum við leikrit og
söngleiki um Brekknamenn og
sýndum fyrir ykkur fullorðna
fólkið. Við höfðum brennu í
fjörunni, fórum í sund og lék-
um okkur á túninu. Þetta var
æðislegur tími og alltaf hlakk-
aði maður mikið til að fara aft-
ur á Brekkur.
Andrea rifjar upp: Þegar ég
hugsa til þín þá er það fyrsta
sem kemur upp í hugann þeg-
ar þú kenndir mér að lesa á
Brekkum. Ég fékk líka oft að
fara með þér í skólann þar sem
þú varst skólastjóri. Það voru
ekki allir sem áttu afa sem var
skólastjóri og mér fannst það
mjög flott. Á þessum tíma voru
forsetakosningar og við rædd-
um þær fram og til baka og ég
man að þú gerðir þetta afar
áhugavert fyrir mig, þótt ég
hafi ekki verið nema fimm ára
þá.
Eitt sumarið sem ég var hjá
ykkur ömmu á Brekkum gróð-
ursettum við tré saman í garð-
inum þar sem þú ræktaðir
mikið af trjám. Þú varst svo
duglegur að hugsa um öll trén
og var gaman að fá að vera
með þér að vökva og skoða
hvað trén stækkuðu mikið. Ég
var auðvitað alltaf langmest
spennt fyrir mínu tré og var
gaman að sjá hvað það hafði
stækkað mikið.
Rósa rifjar upp: Ég man
mjög vel eftir því þegar ég kom
og var ein hjá ykkur á Brekk-
um. Þá fórum við alltaf í leik
við matarborðið sem virkaði
þannig: Sá sem var á undan að
borða matinn fékk nokkra tí-
kalla í verðlaun, sem fékk mig
alltaf til að borða allt saman!
Einn daginn á Brekkum fórum
við saman niður í fjöru og
bjuggum til mann úr alls konar
spýtum og drasli sem við fund-
um þar og stóð þessi maður í
langan tíma að passa fjöruna
okkar fyrir kríum. Það var
gaman að hjálpa þér að reka
kindurnar á Ytri-Brekkum.
Einu sinni sáum við nýfætt
lamb sem dottið hafði ofan í
læk og við fórum að hjálpa því.
Það var mikil gleði þegar við
björguðum því og var það síðan
skírt Rósa í höfuðið á mér.
Við systurnar komum líka
oft að gista hjá ykkur ömmu í
Grafarholtinu og Hraunbænum
og fannst okkur það mjög gam-
an. Þið dekruðuð mjög mikið
við okkur og pössuðuð að við
yrðum aldrei svangar. Í þess-
um heimsóknum var mikið spil-
að og teflt langt fram á nótt ef
spennan var mikil. Stundum
unnum við þig og erum við
vissar um að það var vegna
góðrar þjálfunar hjá þér.
Elsku afi, það er svo skrítið
að þú sért farinn frá okkur, það
er sárt að kveðja þig en eftir
sitja góðar minningar um frá-
bæran afa.
Þínar afastelpur,
Andrea og Rósa Óladætur.
Fleiri minningargreinar
um Pálma Ólason bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
ir saman í skugga veikinda þinna
inni á deild 11E á Landspítalanum
og þú varst óspar á hrósið á
starfsfólk deildarinnar sem hugs-
aði svo vel um þig og var það svo
sannarlega verðskuldað því aðra
eins hjartahlýju og yndislegheit
hef ég hvergi orðið vitni að. Þær
gerðu þessar erfiðu stundir létt-
bærari fyrir okkur öll og langar
mig að koma kærum þökkum til
þeirra allra, þær eru sannkallaðir
englar.
Takk elsku Inga mín fyrir allt,
missir okkar allra er mikill en við
höldum áfram með minningarnar
í brjósti okkar og vitum að þú
fylgir okkur. Kletturinn þinn
hann tengdapabbi er ótrúlegur
maður og við munum öll umvefja
hann kærleika og hlýju eins og þú
gerðir alla ykkar tíð. Alveg fram á
síðustu stund voruð þið samstíga
og hann var og er kletturinn þinn
sem annaðist þig á ótrúlegan hátt
þegar þú gekkst þína veikinda-
göngu.
Elsku Siggi, Stebbi minn, Sig-
urlaug, Svanberg og Jóhanna,
missir ykkar er mikill. Við munum
standa saman i sorginni og gleðj-
ast yfir góðum minningum.
Ég elska þig og sakna þín elsku
tengdamamma mín.
Þín
Rósa María.
Nú er tengdamóðir mín látin.
Ég á svo margar góðar minningar
um þessa góðu konu sem ég var
svo heppinn að fá að kynnast.
Fjölskyldan var henni allt og um-
hyggja hennar mikil í hennar
garð. Inga vildi allt fyrir fjölskyld-
una gera sem í hennar valdi stóð,
alltaf reiðubúin og til staðar þegar
eitthvað bjátaði á. Þá minnist ég
þess hve oft hún hringdi í okkur
bara til að vita hvort allir væru
ekki hressir og við góða heilsu, þó
hún sjálf hafi þjáðst af veikindum
sem urðu henni ofviða, en aldrei
hvarflaði að henni að gefast upp
því hún var ákaflega dugleg og
bjartsýn í sínum veikindum, og
hélt ávallt í húmorinn.
Inga nú á skýjabólstrum
svífur yfir og allt um kring
fylgist með börnum sínum
setur um þau verndarhring.
(Agnar Már Agnarsson)
Nú kveð ég elsku Ingu mína,
þessa miklu baráttukonu, með
miklum söknuði.
Þín mun sárt verða saknað.
Kæri Siggi og fjölskylda, guð
blessi ykkur og styrki á þessum
sorgartímum.
Agnar Már Agnarsson.
Amma mín var besta amma í
heimi, hún studdi mig alltaf
hvort sem ég var að spila fót-
bolta eða eitthvað annað, hún
var alltaf á hliðarlínunni. Amma
var alltaf svo blíð og góð, og
hugsaði vel um mig og fjölskyld-
una mína. Hún var alltaf til stað-
ar.
Hún var alltaf í hjarta mínu
og er það enn. Ömmu minni
þótti ekkert skemmtilegt að
horfa á fótbolta en hún var alltaf
að horfa á mig keppa. Hún var
mjög falleg og fríð.
Ömmu minni þótti mjög vænt
um okkur barnabörnin og hugs-
aði alltaf vel um okkur. Hún kom
með okkur í öll ferðalög og allt
en nú er hún bara í stóru ferða-
lagi. Amma mín hefði orðið 69
ára núna í september en því mið-
ur náði hún því ekki. Ég og allir í
fjölskyldunni minni erum mjög
sorgmædd yfir því að hafa misst
svona góðan ástvin, hún var okk-
ur allt. Hún var alveg fullkomin,
hún skildi allt mjög vel og var
alltaf í góðu skapi. Hún var
mamma mömmu minnar og var
mjög skemmtileg amma. Ég
sakna hennar rosalega mikið og
við öll fjölskyldan gerum það,
við höfum grátið svoldið mikið
undanfarið og ég græt núna.
Takk fyrir allt elsku amma.
Kveðja,
Sigurdís.
Fleiri minningargreinar
um Ingu Mörtu Ingimund-
ardóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Laddý
Í minningargrein um Arndísi
Tómasdóttur eftir Ósk sem
birtist í blaðinu sl. laugardag
þar sem hún er kölluð Jaddý á
að standa Laddý.
LEIÐRÉTT
Fleiri minningargreinar
um Jón K. Björnsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
ERLA STEINGRÍMSDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
mánudaginn 28. maí.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 7. júní kl. 13.00.
Jón Brynjólfsson,
Margrét Sigmundsdóttir,
Hallgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Ingimarsdóttir,
Jón Víkingsson,
Brynjar Víkingsson, Anna Haukdal Jónsdóttir,
Vilfríður Víkingsdóttir, Guðmundur Ingi Einarsson.
✝
Innilegustu þakkir færum við þeim fjölmörgu
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
HALLDÓRS IBSEN,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsmanna deildar 2-B
fyrir frábæra umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Brynjar Halldórsson, Jutta Halldórsson,
Eygló H. Ibsen,
Tómas Ibsen, Laufey Danivalsdóttir,
Snorri Halldórsson, Ólöf I. Davíðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.