Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Fínt, en ekki frábært
Ljósmynd/Listahátíð í Reykjavík. Ljósmyndari: Valgarður Gíslason.
Gleðigos Hljómskálinn fuðraði upp um stund í gírugu gleðigosi þegar Prófessorinn steig á svið.
urð Guðmundsson Memfismafíósa
sér til fulltingis, og sannaði þar enn
og aftur hvílíkur látúnsbarki hann
er. Svakalega fínn söngvari. Í kjöl-
farið kom Unnsteinn Manúel á svið
og snaraði slagaranum „Gestir út
um allt“ með annarri. Þar er annar
flytjandi kominn sem eignar sér
sviðið áreynslulaust, slíkur er stjör-
nuljóminn sem stafar af honum. Við
tók heldur brokkgengur strengur
af lögum, sum hittu í mark og önn-
ur ekki, en aldrei leiddist manni þó
beinlínis. Til dæmis var frábært að
sjá Ágústu Evu Erlendsdóttur
mæta og syngja, ásamt Megasi,
„Lengi skal manninn reyna“ – það
er með ólíkindum að engum hafi
tekist að fá hana til þess að henda í
plötu því hún er frábær söngkona,
vægast sagt. Það var óvænt gaman
að sjá Egil Sæbjörnsson taka stór-
smell sinn „I Love You So“ af önd-
vegisverkinu Tonk Of The Lawn,
en það vantaði eitthvert „úmmpff“ í
flutninginn til að lagið næði viðeig-
andi flugi.
Þá var komið að þætti sjálfs
Prófessorsins, sem dagsdaglega
gengur um í gervi Óttars nokkurs
Proppé. Þá kviknaði heldur betur
líf í tuskunum og Hljómskálinn
fuðraði upp um stund í gírugu
gleðigosi. Ekki minnkaði nostalgíu-
kastið þegar Magnús Þór Sig-
mundsson steig á svið, ásamt Jón-
asi Sigurðssyni, og flutti „Jörðin
sem ég ann“. Það var vel til fundið
og áhorfendur tóku vel við sér.
Aukalögin voru jafnvel til fundin –
Pálmi Gunn. söng „Hvers vegna
varstu ekki kyrr?“ og Björn Jör-
undur söng „Frelsið er yndislegt“
með fulltingi áðurnefnds Unnsteins
Manúels. Allt í allt fín skemmtun
þótt tilfinnanlega vantaði neistann
– hinn títtnefnda herslumun – til að
gera giggið geðveikt. Fínt, en ekki
frábært.
» Allt í allt fínskemmtun þótt til-
finnanlega vantaði
neistann – hinn títt-
nefnda herslumun – til
að gera giggið geðveikt.
AF TÓNLIST
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Hljómskálaþrenningin – Sig-tryggur Baldursson ásamtgreiningardeildarmönn-
unum Braga Valdimar og Kidda
Hjálmi – hefur á leifturskömmum
tíma komist í hóp ástsælustu heim-
ilisvina gegnum hinn bráð-
skemmtilega samnefnda sjónvarps-
þátt sinn. Frumleg efnistök og
fínasta rennsli af tónlistarmönnum
gerði hvern þátt að ilmandi efni og
maður beið spenntur næsta
skammts. Hljómskálinn ákvað því
að taka rökrétt framhald á vel-
gengninni og færði herlegheitin í
Hörpu um liðna helgi með öllu til-
heyrandi. Meira að segja sviðs-
myndin var eins og aðfluttir út-
veggir sjálfs Hljómskálans. Annað
var eftir því – sírennandi flaumur
af stjörnum íslenskrar poppmenn-
ingar inn á svið og út af aftur.
Tvo hápunkta gat að heyra og
sjá þegar á fyrstu metrunum.
Valdimar söng „Ameríka“ með Sig-
„Listahátíð í Reykjavík leggur með
aðdáunarverðum hætti áherslu á
listamannahópa og samfélagslist.
Einstaklingshyggjan hefur liðið
undir lok. Núna er samvinna mál-
ið,“ skrifar Torben Sangild m.a. í
þriggja síðna úttekt sinni á mynd-
listarverkefni Listahátíðar í
Reykjavík, þ.e. [I]ndependent
people eða Sjálfstæðu fólki, í
danska dagblaðinu Politiken.
Í umfjöllin sinni tekur Sangild
sérstaklega fyrir þrjár myndlistar-
sýningar á Listahátíð sem fjalla um
jörðina með einum eða öðrum
hætti. Hann gefur vídeóinnsetningu
IC-98 í Listasafni Íslands fullt hús
stiga eða sex hjörtu. „Einstaka
sinnum rekst maður á verk sem
ekki aðeins heilla mann heldur
beinlínis hreyfa við manni,“ skrifar
hann.
Verk A Kassen í Kling & Bang
fær fjögur hjörtu og þá umsögn að
það hafi verið allt í senn fallegt,
frumlegt og absúrd. Að lokum gefur
hann Rúrí og Gunnlaugi M. Einars-
syni þrjú hjörtu fyrir verk þeirra í
Listasafni ASÍ. Sangild tekur fram
að hann geti ekki annað en hrifist af
þeirri stefnu Íslendinga að veðja á
menninguna í kjölfar hrunsins.
Ljósmynd/Pétur Thomsen
Sýn „Ég sat alls í 70 mínútur í myrkrinu með þessa fallegu vídeóinnsetn-
ingu og vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifar Sangild um verk IC-98.
Samstarfsverkefni
og samfélagslist
Fjallað um Sjálfstætt fólk í Politiken
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
www.lifandimarkadur.is
Borgartúni 24 | Reykjavík
Hæðasmára 6 | Kópavogi
Sími: 585 8700
Kókoslínan frá DR. GOERG er
framleidd á einstakan hátt úr
fyrsta flokks lífrænum kókos-
hnetum í gegnum sérstakt
„fair trade“ verkefni.
Þessi miklu gæði koma fram
í einstökum bragðgæðum
og næringargildi.
Spennandi
hráfæði
kókosvörur
Hráfæði kókoshveiti
- frábært í baksturinn
Kókosmjólk
úr 3 lífrænum
kókoshnetum
Nýtt
Unaðsleg kókosolía
- góð í þeytinginn
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30
Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30
Sun 10/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30
Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 22. júní.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Lau 16/6 kl. 19:30 Allra
síð.sýn.
Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní.
Afmælisveislan (Kassinn)
Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30
Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu.
Kristján Eldjárn - minningartónleikar (Stóra sviðið)
Fim 7/6 kl. 20:00
Allur ágóði rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárn
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30
Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30
Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012
Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins
(Kassinn)
Fös 22/6 kl. 19:30
Aeðins þessi eina sýning!
568 8000 | borgarleikhus.is
Tengdó – HHHHH–JVJ. DV
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Sun 10/6 kl. 20:00 lokas
Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá
Rómeó og Júlía (Stóra svið )
Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas
Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar!
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 8/6 kl. 20:00 lokas
Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar!
Beðið eftir Godot (Litla sviðið)
Lau 9/6 kl. 20:00 lokas
Tímamótaverk í flutningi pörupilta