Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 5. J Ú N Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  129. tölublað  100. árgangur  ENDURÓMUR VIÐ GÁLGAKLETT KJARVALS GÖNGULEIÐIR Á REYKJANESSKAGA MAGGA STÍNA MEÐ ÚTSKRIFTAR- TÓNLEIKA NÝ BÓK 10 INN UM AÐRAR DYR 32MYNDLISTARSÝNING 30  Á árunum 2000-2010 voru 5.500 nemendur skráðir í málm- tækninám hér á landi. Á sama tíma voru skráð- ir rúmlega 800 námssamningar og hafa einungis um 630 þeirra endað með sveinsprófi. Um árabil hefur því þurft að flytja inn menntaða málmiðnaðarmenn frá öðrum löndum sökum mikils skorts á fagmenntuðu fólki í greininni. »17 Sárvantar fólk í málmiðnaðinn  Nýrri reglu- gerð velferðar- ráðuneytisins um færni- og heilsu- matsnefndir er ætlað að einfalda umsóknir um dvöl á elliheimil- um. Með reglu- gerðinni voru vistunarmatsnefndir dvalar- og hjúkrunarrýma sameinaðar og í þeirra stað ein skipuð í hverju heil- brigðisumdæmi. »6 Vonast til að ein- falda umsóknarferli fyrir aldraða „Það hefur enginn frá stjórnvöldum haft samband við mig í dag og ég met það þannig að ekki hafi komið nein skilaboð frá stjórn- völdum um það,“ sagði Adolf Guð- mundsson, formað- ur LÍÚ, þegar hann var spurður að því í gærkvöldi hvort einhverjar viðræður væru í bígerð á milli forystu útvegs- manna og stjórnvalda. Hann kvaðst gera ráð fyrir að heyra frá stjórnvöld- um en tók fram að hann hefði enga vissu fyrir því. Sú aðgerð útvegsmanna að senda skip sín ekki til veiða að loknu sjó- mannadagsfríi var gerð í þeim tilgangi að ná eyrum ráðamanna um áhrif fisk- veiðifrumvarpanna sem eru til af- greiðslu á Alþingi. Stjórnendur fyrir- tækjanna eru þessa dagana að ræða stöðuna við starfsfólk sitt og aðra hags- munaaðila. Rýrir kjörin „Frumvörpin um sjávarútveginn sem liggja nú fyrir Alþingi eru klárlega að- för að kjörum sjómanna og landverka- fólks. Auðlindagjald muni rýra kjör sjó- manna og landverkafólks,“ segir meðal annars í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi landverkafólks og sjómanna í Vestmannaeyjum í gær. Þá tekur fundurinn heilshugar undir þá skoðun að auðlindagjald í sjávarútvegi sé í raun landsbyggðarskattur. Adolf segir að staðan verði endur- metin í lok vikunnar. MASÍ fylgist með »6 Engin samtöl við stjórnvöld  Aðför að launa- fólki, segja Eyjamenn Adolf Guðmundsson Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Tannlæknaskortur gæti orðið á Íslandi á næstu árum, sérstaklega á landsbyggðinni, ef kjör tannlækna og vinnuaðstæður verða ekki bætt. Er það mat Sigurðar Benediktssonar, formanns Tannlæknafélags Íslands. Sigurður segir tann- lækna sækja orðið mikið í störf erlendis og nú sé svo komið að í ákveðnum sérgreinum sé þeg- ar orðinn skortur á tannlæknum. „Sérfræðingarnir, til dæmis í rótfyllingum, hafa flutt til útlanda eða koma ekki heim eftir nám. Það er einn sem er að fara út, hann fékk stöðu í Bandaríkjunum og ég veit um annan sem lærði rótfyllingar erlendis og kemur ekki heim,“ segir Sigurður. „Ef einn fer út fækkar kannski um 20% í sérfræðingastéttinni, þeir eru eftir fjórir og þá er orðið erfitt að vísa fólki sem er með flókið rótfyllingarvandamál til þeirra, biðtíminn er orðinn töluverður. Aldraðir og ör- yrkjar eru hópur sem er oft með flóknari mál og það getur verið erfitt fyrir fólk að fá þessa sérhæfðu heilbrigðisþjónustu,“ segir Sigurður. Hann sér ekki fram á að ástandið batni á næstu árum. „Það er hark að vera tannlæknir hér heima. Tannlæknar þurfa að vinna langa vinnudaga með stuttum matarhléum til að fá þokkaleg laun miðað við menntun og vinnuá- lag.“ Tannlæknaskortur er farinn að gera vart við sig á landsbyggðinni og segir Sigurður að það hafi reynst erfitt að manna sumar stöður, sér- staklega í smærri byggðarlögum. „Þróunin er að verða sú að það verða fleiri tannlæknar í stærri byggðum og verri þjónusta í minni byggðarlögum sem gæti bitnað á tann- heilsunni.“ Sigurður segir að flestir íslensku tannlæknanna fari til hinna norrænu ríkjanna til að vinna. Hann segir ekki vera skort á tann- læknum í Evrópu en íslenskir tannlæknar hafi gott orð á sér og fái vinnu þar sem þeir vilja. Töluvert er um það að atvinnutilboð að utan komi hingað. Til að laga ástandið og halda tannlæknum á landinu þarf að bæta almenn kjör þeirra og vinnuaðstæður, að sögn Sigurðar. „Þetta er ekki stór stétt svo hver og einn skiptir máli. Ef almenn kjör tannlækna væru betri væru þeir ekki að flýja land.“ Stefnir í skort á tannlæknum  Þegar orðinn skortur á tannlæknum í ákveðnum sérgreinum  Erfitt að manna lausar stöður á landsbyggðinni  Gæti bitnað á tannheilsunni til lengri tíma litið „Ef almenn kjör tannlækna væru betri væru þeir ekki að flýja land.“ Sigurður Benediktsson Sigurður segir að það sé einsdæmi hversu mikið stjórnvöld hafa komist upp með að skera niður í heilbrigð- isþjónustunni. „Útgjöld ríkisins til tannlækninga barna, aldraðra og ör- yrkja hafa hækkað um 2% á 19 ár- um, samkvæmt krónutölu. Svo maður sér hvað sparnaðurinn er gríðarlegur. Það tókst að minnka tannskemmdatíðni um 80% á 10 ár- um þegar tannlækningar barna voru greiddar 100%, en nú borgar fólk 60% sjálft og tannheilsunni hrakar. Samhengið er algjört.“ Tannheils- unni hrakar SPARNAÐUR  Þegar lesið var af hitamælum í Reykjavík klukkan 18 í gær mæld- ist hámarkshitinn 18,4 stig og er það mesti hiti í höfuðborginni það sem af er sumri. Á veðurbloggi Sig- urðar Þórs Guðjónssonar veður- áhugamanns kemur m.a. fram að á Þingvöllum mældist hitinn mestur á landinu eða 21,6 stig og því næst 20,9 stig í Árnesi í Hreppum. Á Korpu náði hitinn 20,5 stigum. »2 Mesti hiti sumars- ins í borginni í gær Þeir voru svolítið brothættir hnoðrarnir þrír sem voru nýbúnir að brjótast út úr eggjunum í Litla hólma í Reykjavíkurtjörn í gær. Þessir stokkandar- ungar eiga vonandi bjart og gjöfult sumar fram- undan en endur hafa átt í vök að verjast á tjörn- inni þar sem slegist er um tilverurétt og búsetu. Stóru og frekustu fuglarnir vaða gjarnan yfir þá minni og varnarlausari. Ungviðið laðar sannarlega marga að tjörninni, ekki síst smáfólkið sem kann alltaf vel að meta að heimsækja fuglana og gefa þeim jafnvel eitthvað gott í gogginn. Fullorðna fólkið hefur líka gaman af því að rölta kringum tjörnina, njóta þess sem fyrir augu ber og hitta annað fólk. Morgunblaðið/Ómar Bjart er yfir fyrstu dögum lífsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.