Morgunblaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur
hafist handa við að endurreisa gamlar
stríðsminjar á Valhúsahæð. Er um að
ræða tvenn mannvirki, byrgi á Val-
húsahæð og ljóskastarahús í
Suðurnesi.
Mannvirkin
voru hluti af
stjórnstöð strand-
varna Reykjavík-
ur í síðari heims-
styrjöld en Bretar
létu reisa það
ásamt tveimur
fallbyssum um
sumarið 1940.
Stjórnstöðinni var
ætlað að verja innsiglinguna að
Reykjavíkurhöfn og flotastöð Breta í
Hvalfirði fyrir skipum og kafbátum
Þjóðverja.
Stærstu byssur Breta á Íslandi
Þór Whitehead, prófessor í sagn-
fræði við Háskóla Íslands, fagnar því
að Seltjarnarnesbær ætli sér að varð-
veita þessar minjar, þar sem nær
skipulega hafi verið gengið fram í því
að eyðileggja stríðsáraminjar í land-
inu á umliðnum áratugum. Hann seg-
ir að sérstök byggingardeild úr land-
gönguliði breska flotans hafi verið
send til landsins til þess að gera smíði
þeirra sem best úr garði. Þór segir að
eitt það merkilegasta við mannvirkin
hafi verið byggingaraðferðin en
virkjagerðarmennirnir reistu byrgin
á Valhúsahæð úr höggnu grjóti og
steinsteypu og var þar fylgt sérstök-
um byggingarstaðli við virkjagerð
sem ekki sást annars staðar á land-
inu. Þessi deild ferðaðist svo um land-
ið og reisti önnur sambærileg mann-
virki fyrir stöðvar Breta á
landsbyggðinni, til dæmis í Hvalfirði
og Eyjafirði.
Fallbyssurnar tvær sem reistar
voru á Valhúsahæðinni voru, ásamt
samskonar byssum í Hvalfirði, þær
stærstu sem Bretar létu reisa á Ís-
landi, með sex þumlunga (15 cm) í
hlaupvídd. Þær drógu um 12 kíló-
metra út á haf, og var ætlað að reyna
að koma í veg fyrir að Þjóðverjar
myndu gera hér innrás. Þrátt fyrir
það þóttu byssurnar heldur lítilfjör-
legar, og segir Þór ljóst að líklega
hefðu byssurnar ekki haldið innrásar-
flota Þjóðverja lengi frá og hér hefði
orðið fátt um varnir. Þegar Banda-
ríkjamenn tóku við hervörnum hér
sumarið 1941 kom í ljós að þeim þótti
lítið til koma til bresku byssanna.
Bættu þeir þó sjálfir ekki úr bót, þar
sem innrásarhættan frá Þjóðverjum
minnkaði eftir því sem leið á stríðið.
Stundum skotið á vinveitt skip
Ljóskastararnir á Seltjarnarnesi
lýstu upp skip að nóttu til, svo að auð-
greina mætti hvort þar væri vinur eða
fjandmaður á ferð. Einnig var
strengdur sérstakur strengur, sem
nam breytingar á segulsviði, frá
stjórnstöð í Bollagörðum á Seltjarn-
arnesi og yfir til Akraness. Var þann-
ig hægt að vara við ferðum kafbáta og
annarra skipa sem sigldu óboðin yfir
strenginn. Vinveittum skipum var
hins vegar gert að sýna sérstakar
veifur að degi til og ljósmerki að nóttu
til, sem höfðu verið ákveðin þann dag-
inn. Gerðist það að minnsta kosti
tvisvar sinnum að íslensk skip hafi
gleymt að sinna þessum fyrirmælum,
og fengu þau að launum viðvörunar-
skot þvert yfir stafninn. Lá við stór-
slysi af þessum völdum að sögn Þórs.
Kom þó sem betur aldrei til þess að
vinveittu skipi væri sökkt af þessum
völdum.
Stríðsminjar gerðar
upp á Seltjarnarnesi
Var ætlað að koma í veg fyrir innrás Þjóðverja Merkileg byggingaraðferð
Ísland í hers höndum/ Tennyson D’Eyncourt
Virkisgerðin Hér sjást virkjagerðarmenn breska landgönguliðsins reisa
miðunarstöð fyrir fallbyssurnar í ágúst 1940.
Morgunblaðið/ Ómar
Útsýni til varnar Eins og sést var útsýnið innan úr varnarvirkjum Breta á Seltjarnarnesi mjög gott úti á Faxaflóa.
Þór Whitehead
prófessor.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Á Krúsku færðu:
heilsusamlegan mat,
kjúklingarétti, grænmetisrétti,
fersk salöt, heilsudrykki,
súkkulaðiköku,
gæðakaffi frá
Kaffitár og
fallega
stemningu.
Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI
Næring fyrir líkama og sál
„Þetta var auðvitað merkur
tími hér sem og annars staðar
þar sem hermennirnir komu,“
segir Ásgerður Halldórsdóttir,
bæjarstjóri Seltjarnarness, en
málið er á forræði umhverfis-
nefndar bæjarins.
Ekki fornminjar enn
Á Seltjarnarnesi var heilmikil
starfsemi á vegum hernámsafl-
anna í stríðinu, en lítil verks-
ummerki eru um þá starfsemi
nú. Að sögn Ásgerðar teljast
þessar minjar ekki til forn-
minja, því að þær eru ekki enn
orðnar hundrað ára gamlar.
„En í tímans rás hefur þetta
bara hrunið og skemmst og
okkur langaði til þess að
endurbyggja þetta aftur og
varðveita til lengri tíma.“ Ás-
gerður segir að áætlaður
kostnaður bæjarins sé í kring-
um 1-2 milljónir króna.
Kostnaður
1-2 milljónir
MERKAR MINJAR
Steinþór Skúlason, forstjóri SS,
er mikill áhugamaður um svifflug
og er núverandi Íslandsmeistari í
greininni. Steinþór tók þátt í svif-
flugskeppni í Noregi á dögunum
og stóð sig með prýði og hafnaði í
2. sæti, sem verður að teljast
mjög góður árangur og hvati fyr-
ir fleiri svifflugmenn til að reyna
fyrir sér erlendis.
Opna norska meistaramótið í
svifflugi var haldið í Elverum í
Noregi dagana 27. maí til 2. júní
síðastliðinn. Keppnisvegalengd
var að jafnaði 3-400 kílómetrar
og meðalhraði sem náðist 80-120
km/klst. Í flokki Steinþórs
(klúbbflokki) voru notaðar svif-
flugur sem eru með 15 metra
vænghaf og fljúga ekki með
vatnshleðslu. Mótið heppnaðist
vel og voru keppendur heppnir
með veður. ,,Við fengum mjög
gott flugveður og gátum keppt
sex daga af sjö, sem er langt yfir
meðallagi“, segir Steinþór.
Svifflug er vaxandi íþrótt sem
höfðar til þeirra sem vilja svífa
um loftin blá í kyrrð og án vélar-
afls og Aðspurður hvort Steinþór
telji að áhuginn fari vaxandi eða
dvínandi segir hann: „Ég held að
grunnáhuginn á sportinu fari
vaxandi og það er í takt við nú-
tímann og verð á eldsneyti þessa
dagana.“
Aukin skriffinnska
Svifflug á Íslandi hefur þó átt
undir högg að sækja sl. tvö ár
vegna nýrra reglna um viðhald
lítilla flugvéla sem auka stórlega
kostnað og skriffinnsku. Steinþór
telur að þetta hafi valdið sportinu
þónokkru tjóni og segir að Ísland
hafi gengið lengra en önnur lönd
í þeim efnum. Hann bætir við að
þetta auki ekki flugöryggi svo
neinu nemi. pfe@mbl.is
Lenti í 2.
sæti á móti
í Noregi
Vaxandi áhugi
er á svifflugi
Meistarinn Steinþór Skúlason við
svifflugu sína í Noregi.