Morgunblaðið - 05.07.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
Svalbarðasamningnum árið 1994 og
fengu þar með hlut í rétti aðildar-
ríkja sáttmálans. Um miðjan 10. ára-
tug síðustu aldar var það talsvert
rætt hér á landi að höfða mál gegn
Norðmönnum fyrir Alþjóðadóm-
stólnum í Haag til að skera úr um
rétt þeirra á svæðinu í kringum Sval-
barða. Þá hafði verið deilt um þorsk-
veiðar Íslendinga við Svalbarða.
Haustið 1995 settu Norðmenn það
skilyrði fyrir samningum við Íslend-
inga um fiskveiðar í Barentshafi að
Íslendingar féllu frá boðaðri máls-
höfðun fyrir Alþjóðadómstólnum
vegna Svalbarða, að því er kom fram
á Alþingi. Með Smugusamningnum
árið 1999 fékk Ísland þorskkvóta í
lögsögu Noregs og Rússlands en
féllst á að veiða ekki þorsk á Sval-
barðasvæðinu.
Aftur sló í brýnu 2004 eftir að
Norðmenn sögðu upp síldarsamn-
ingi við Íslendinga og fleiri þjóðir og
kröfðust stóraukins kvóta. Þeir settu
heildarkvóta fyrir síld á verndar-
svæðinu á Svalbarða og ráku íslensk
skip út af fiskverndarsvæðinu þegar
kvótanum var náð. Ríkisstjórnin
samþykkti 17. ágúst 2004 að hefja
undirbúning málsóknar gegn Norð-
mönnum fyrir Alþjóðadómstólnum í
Haag. Norðmenn slógu verulega af
kröfum sínum, síldarsamningar náð-
ust og málsóknin virðist hafa verið
lögð í salt – a.m.k. um sinn.
Tekist á um veiðar
við Svalbarða
Réttur Norðmanna til veiðistjórnunar véfengdur
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Svalbarði var einskismannsland á
19. öld og þar til margar þjóðir und-
irrituðu Svalbarðasáttmálann í París
9. febrúar 1920. Noregur fékk full-
veldisrétt á Svalbarða en með ýms-
um takmörkunum sem helguðust
m.a. af öðrum ákvæðum samningsins
á grundvelli jafnræðisreglunnar.
Þegnar ríkja sem undirrituðu Sval-
barðasáttmálann skyldu t.d. hafa
jafnan rétt til atvinnurekstrar, veiða
og auðlindanýtingar á sjó og landi.
Norðmenn lýstu yfir 200 sjómílna
fiskverndarsvæði út frá Svalbarða
árið 1977 á grundvelli laga um
norska efnahagslögsögu og töldu sig
mega úthluta þar fiskveiðikvótum
með vísan til sögulegra veiðiréttinda.
Íslensk stjórnvöld viðurkenndu ekki
rétt Noregs til að stjórna veiðum á
svæðinu og það gerðu raunar ekki
önnur ríki sem hagsmuna áttu að
gæta. Íslendingar og fleiri töldu
þessi yfirráð ekki styðjast við Sval-
barðasamninginn en norsk stjórn-
völd hafa hafnað því að samningur-
inn, þ. á m. jafnræðisregla hans,
gildi utan landhelgi Svalbarða, þ.e. í
200 mílna lögsögunni og á land-
grunninu.
Íslendingar gerðust aðilar að
Ljósmynd/wikipedia.org
Longyearbyen Bærinn er aðalþéttbýlissvæðið á eyjaklasanum Svalbarða. Íbúar eru um tvö þúsund talsins.
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Þjófur fór inn á dvalarheimilið
Hrafnistu í Reykjavík um helgina og
lét greipar sópa. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Hrafnistu var veskjum
fjögurra heimilismanna stolið og að
minnsta kosti í einu tilviki var farið
inn í herbergi heimilismanns.
„Hann gerði sér sérstaka ferð
hingað, villti á sér heimildir, sagðist
vera gestur og komst þannig inn.
Málið var kært til lögreglu á mánu-
daginn, það er vitað hver var að
verki en öryggismyndavél náði
myndum af honum. Lögreglan er að
vinna í málinu og mannsins er leit-
að,“ segir Harpa Gunnarsdóttir,
starfsmaður Hrafnistu.
„Þetta var úthugsað …“
Morgunblaðið hefur upplýsingar
um að í einu tilviki hafi þjófurinn far-
ið inn í herbergi heimilismanns og
stolið þar veski. „Þetta var úthugsað,
gerðist 2. júlí þegar gamla fólkið var
nýbúið að fá greiðslu frá Trygginga-
stofnun. Þjófurinn mætti þarna um
ellefuleytið og fór inn á meðan heim-
ilismenn voru í hádegismat,“ segir
Edda Ólafsdóttir, tengdadóttir eins
fórnarlambanna.
Hún segir að í veskinu hafi m.a.
verið greiðslukort, pin-númer og
reiðufé. Þjófurinn hafi síðan farið
rakleiðis í hraðbanka, tekið út pen-
inga og þaðan millifært 110 þúsund
krónur á eigin reikning.
„Þetta uppgötvaðist síðdegis þeg-
ar tengdafaðir minn ætlaði að taka
upp veskið og kaupa sælgæti handa
barnabarnabörnum sínum. Við vild-
um að reikningur þjófsins yrði fryst-
ur en fengum þau svör að slíkt þyrfti
að fara með fyrir dómara. Okkur
finnst sérkennilegt að taka þannig á
málum. Í mínum banka vildu menn
meina að ef slíkt kæmi upp gæti lög-
regla farið í viðkomandi banka, til-
kynnt um þjófnaðinn og látið frysta
reikninginn.“
Ekki tilkynningaskylda gesta
Hrafnista er opin yfir daginn og
gestir þurfa ekki að gera vart við sig
í móttöku hússins. „Við höfum ekki
skyldað fólk til að tilkynna sig en
mjög margir sem hingað koma gera
það,“ segir Harpa. „Við höfum ekki
viljað takmarka aðgengi frekar, m.a.
fyrir heimilsfólkið svo það upplifi sig
ekki lokað á göngunum, þetta er dá-
lítið viðkvæm lína. Hér eru vakt-
menn auk starfsfólks, sem er alltaf
með varann á og fylgist með manna-
ferðum. Það gerðist í þessu tilfelli,
vaktmaður stöðvaði þjófinn og
spurði hann um erindi sitt en þá
hvarf hann á braut.“
Harpa segir að unnið sé eftir
ákveðinni öryggishandbók, öryggis-
mál séu unnin í samráði við sérfræð-
inga og þeir séu kallaðir til þegar at-
vik komi upp, þannig séu hlutlausir
aðilar fengnir til að halda utan um
slíkt. „Við munum fara rækilega yfir
þessi mál og læra af þessum atburði
sem við hörmum mjög. Við brýnum
fyrir heimilismönnum og aðstand-
endum að huga vel að öryggi verð-
mæta.“ Harpa segist ekki hafa upp-
lýsingar um að atburður af þessu
tagi hafi átt sér stað áður á Hrafn-
istu.
Stal veskjum
vistmanna
á Hrafnistu
Millifærði yfir 100 þúsund krónur
Ósvífni Þjófurinn lét greipar sópa á
meðan fórnarlömbin voru í mat.
sem fremsta íslenska lággjaldaflug-
félaginu. En flugfélagið WOW Air
ehf. og flugþjónustan KFS hafa kært
meintar viðskiptanjósnir af hálfu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
„Við höfum lokað aðgangi KFS
(Keflavík Flight Services) að Tetra-
rás félagsins hjá Neyðarlínunni.
Þjónustuaðili WOW Air á Keflavík-
urflugvelli getur því ekki lengur not-
að samskiptarás Iceland Express,“
sagði Heimir Már Pétursson, upplýs-
ingafulltrúi Iceland Express, á blaða-
mannafundi fyrirtækisins í gær. Þeir
lögðu fram tölvupóst frá Neyðarlín-
unni þar sem kemur fram að verið sé
að loka rásunum fyrir öðrum.
„Þetta gerum við vegna fárán-
legra ásakana forsvarsmanna KFS
og WOW Air um að starfsmenn Ice-
land Express hafi hlerað samskipti
starfsmanna KFS sem þjónustar
WOW Air á Keflavíkurflugvelli.“
Það voru þeir Heimir Már Pét-
ursson og Skarphéðinn B. Stein-
arsson, forstjóri Iceland Express,
sem héldu fundinn og sögðust þeir
þurfa að halda hann vegna þess að
WOW Air reyndi að klekkja á þeim
Pálma Haraldssonar, aðaleiganda og
stjórnarformanns flugfélagsins Ice-
land Express, auk annarra starfs-
manna til lögreglu. WOW Air og
KFS fara fram á að lögreglan hefji
opinbera rannsókn á málinu.
Á fundinum sagði Skarphéðinn
B. Steinarsson, forstjóri Iceland Ex-
press, að fyrirtækið teldi farþega út
úr vélum WOW og annarra flug-
félaga, þó ekki Icelandair þar sem
þær tölur liggja allar fyrir og auðvelt
að nálgast þær. „Með því að finna út
farþegafjöldann áttum við okkur á
hvernig samkeppnin liggur, þetta
gerum við ekki einungis hjá WOW
heldur öllum þeim flugfélögum þar
sem þetta liggur ekki fyrir.“
Skarphéðinn og Heimir voru
harðorðir í garð WOW Air og starfs-
manna félagsins, þá aðallega Matt-
híasar Imsland sem hætti störfum
hjá Iceland Express í september sl.
Þeir sögðu að stór hluti starfsmanna
WOW Air væri fyrrverandi starfs-
menn Iceland Express eins og Matt-
hías Imsland. „Þegar honum var sagt
upp 19. september sl. var hann byrj-
aður að starfa að undirbúningi WOW
Air,“ sagði Heimir og lagði fram
tölvupósta því til staðfestingar. Í
tölvupóstunum kemur fram að Matt-
hías var í sambandi við kanadískt fyr-
irtæki um leigu á flugvélum af gerð-
inni Boeing 737-400. „Hann var ekki
beðinn að leigja þessar vélar fyrir
Iceland Express,“ sagði Heimir.
Þá sagði Heimir að Matthías
Imsland hefði tekið með sér trún-
aðargögn þegar honum var sagt upp
störfum.
Þá þurfa starfsmenn KFS nú að
finna aðrar leiðir til samskipta sín á
milli á Keflavíkurflugvelli þar sem
þeir geta ekki lengur notað sam-
skiptarás Iceland Express.
Express neitar ásökunum WOW Air
Morgunblaðið/Eggert
Iceland Express Heimir Már Pétursson og Skarphéðinn B. Steinarsson.
Loka aðgangi KFS að Tetra-rásinni Segja Matthías Imsland hafa tekið trúnaðargögn Telja
farþega út úr vélum WOW Air „Það er fáránlegt að segja að við séum að hlera okkar eigin rás“
LÍÚ hefur lengi barist fyrir því
að íslensk stjórnvöld verji hags-
muni Íslands á Svalbarðasvæð-
inu með því að stefna Norð-
mönnum fyrir Alþjóða-
dómstólinn í Haag. Íslensk skip
hafa farið til Svalbarða til veiða,
m.a. á þorski, síld og rækju.
Á Svalbarða kunna að leynast
fleiri verðmæti en fiskur eins og
kemur fram í skýrslu utanríkis-
ráðuneytisins frá 2009 sem
heitir Ísland á norðurslóðum.
Þar segir um Svalbarðasvæðið:
„Hvað varðar landgrunnið
umhverfis Svalbarða líta íslensk
stjórnvöld svo á að það tilheyri
Svalbarða en ekki meginlandi
Noregs eins og fulltrúar norskra
stjórnvalda hafa haldið fram.
Nýting olíu, gass og annarra
hugsanlegra auðlinda land-
grunnsins umhverfis Svalbarða
er því háð ákvæðum Svalbarða-
samningsins, þ.m.t. jafnræð-
isregla hans.“
Auðlindir
í norðri
LANDGRUNN SVALBARÐA
TILHEYRIR EKKI NOREGI
„Því miður er ekki hægt að veita
upplýsingar um þetta tiltekna
mál,“ segir Birna Þórðardóttir
hjá Arion banka. „Ekki er lokað
fyrir hreyfingar á reikningum
nema með atbeina hins opin-
bera. Sýslumaður eða lögregla
geta t.d. farið fram á kyrrsetn-
ingu eigna, eða séu slík mál
kærð til lögreglu getur hún ósk-
að dómsúrskurðar fyrir frystingu
reikninga. Við hvetjum fólk til að
passa upp á pin-númerin,“ segir
m.a. í svari frá Arion banka.
Passa pin-ið
ARION BANKI