Morgunblaðið - 05.07.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.07.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012 Alveg frá því að ríkisstjórnin tókvið völdum í ársbyrjun 2009 hefur hún sagst hafa uppi mikil áform um aukna upplýsingagjöf. Settir hafa verið á fót vinnuhópar til að bæta upplýsingagjöfina, lofað reglulegum blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar og ýtarlegum upplýsingum um störf hennar.    Siðareglur voru samþykktar þarsem talað er um að veita upplýs- ingar fljótt og vel. Þar segir einnig að ráðherra gæti þess að „fyr- irspurnum þingmanna sé svarað ít- arlega og af fyllstu hreinskilni,“ sem er víðs fjarri veruleikanum.    Enn fremur: „Ráðherra leggursig fram um að upplýsa al- menning og fjölmiðla með reglu- legum og skipulegum hætti og af hreinskilni um störf ráðuneytis síns,“ sem er enn fjarstæðukennd- ara.    Allt hefur þetta verið til þess einsað slá ryki í augu almennings. Nýleg könnun Félagsvísindastofn- unar HÍ leiðir hins vegar í ljós að þetta tókst ekki, því að 9 af hverjum 10 telja að ríkisstjórnin leyni al- menning upplýsingum er varða al- mannahagsmuni.    Og hver ætli viðbrögð ríkisstjórn-arinnar séu? Jú, nú hefur hún kynnt að unnið sé að enn einni nýrri „upplýsinga- og samskiptastefnu Stjórnarráðsins“.    Hvernig væri að fara að veitaupplýsingar í stað þess að veita aðeins upplýsingar um áform um að veita upplýsingar? Upplýsingar um upplýsingar STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 10 heiðskírt Akureyri 12 alskýjað Kirkjubæjarkl. 18 skýjað Vestmannaeyjar 13 léttskýjað Nuuk 12 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 21 skýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 22 léttskýjað Lúxemborg 25 léttskýjað Brussel 26 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 20 skýjað London 22 skýjað París 25 léttskýjað Amsterdam 26 heiðskírt Hamborg 23 skýjað Berlín 25 léttskýjað Vín 29 léttskýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 22 skúrir Montreal 25 alskýjað New York 26 heiðskírt Chicago 33 heiðskírt Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:16 23:50 ÍSAFJÖRÐUR 2:20 24:56 SIGLUFJÖRÐUR 1:59 24:43 DJÚPIVOGUR 2:34 23:31 Mikið tjón varð þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði viðVesturvör í Kópa- vogi laust fyrir miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Mikinn reyk lagði yfir svæðið. Slökkviliðið benti íbúum í nærliggj- andi hverfum á að loka gluggum og kynda hús sín til að koma í veg fyrir að reykur bærist inn í hús. Í húsnæð- inu var málningar- og réttingarverk- stæði og því gríðarlegur eldsmatur, m.a. málningarlager. „Rannsóknar- og tæknideild lög- reglunnar hefur lokið störfum á vett- vangi og verið er að fara yfir gögn málsins, eldsupptök eru ókunn,“ segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi. Að hans sögn skiptist húsið í fimm bil og þrjú þeirra eru ónýt. Slökkvistarf tók um fjórar klukku- stundir en mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið bar að. Einnig eyði- lögðust fjórir bílar sem voru í hús- næðinu. heimirs@mbl.is Mikið tjón af völdum elds í iðnaðarhúsnæði Ljósmynd/Hlynur Ingvi Samúelsson Hætta Mikill eldsmatur var í verkstæðinu sem brann í Kópavogi. Slökkvi- starf tók um fjórar klukkustundir og hluti hússins er ónýtur. Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem stakk mann með hnífi á Ólafs- firði að morgni laugardagsins 30. júní sl. Eftir hníf- stunguárásina flúði gerandi af vettvangi og ruddist óboðinn inn í íbúð kunn- ingja síns sem er skammt frá. Inni í íbúðinni var kona á þrítugs- aldri og meinaði árásarmaðurinn henni að yfirgefa íbúðina. Eftir nokkurn tíma tókst konunni að gera lögreglu viðvart og var árásarmaðurinn handtekinn á staðnum mótþróalaust skömmu síð- ar. Í úrskurði Hæstaréttar segir að ekki verði séð af gögnum málsins að sýslumaðurinn á Akureyri, sem krafðist gæsluvarðhalds, hafi sýnt nægilega fram á að ætla megi að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins. Þá gagnrýndi Hæstiréttur að ekki hefðu verið færð fyrir því viðhlítandi rök með hvaða hætti maðurinn hefði getað torveldað rannsókn málsins hefði hann verið frjáls ferða sinna. Hnífamanni sleppt úr varðhaldi Lögregla Mað- urinn stakk mann með hníf. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | Kringlunni | sími 588 0660 | casa.is Bourgie lampar Hönnuður: Ferruccio Laviani Glær 45.000 Svartur 45.000 Off white 59.900 Silfur 69.900 Gull (þarf að sérpanta) 139.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.