Morgunblaðið - 05.07.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.07.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012 Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is É g elska að koma til Ís- lands og kæmi hingað mun oftar ef ég gæti,“ segir hin bandaríska Julieanne Kost sem er stödd hér á landi til að kenna ljós- myndun og myndvinnslu. Julieanne starfar fyrir fyrirtækið Adobe sem skapaði hin vinsælu forrit Adobe Photoshop og Adobe Lightroom sem eru ríkjandi á markaði fyrir mynd- vinnslu- og ljósmyndaforrit í dag. Námskeiðin eru þrjú og hefst það fyrsta á föstudaginn, en það fjallar um nýjustu útgáfu myndvinnslu- forritsins Adobe Photoshop. Námskeið fyrir alla „Ég ætla að reyna að kenna allt á þessum eina degi,“ segir Julieanne brosandi. „Ég veit að á námskeiðinu verða byrjendur, lengra komnir og sérfræðingar. Þegar þú þarft að kenna einstaklingum með mismun- andi grunn er best að halda námskeið í fyrirlestraformi en þannig kemst ég yfir mikið efni á stuttum tíma,“ út- skýrir Julieanne sem hefur kennt um allan heim fyrir Adobe í mörg ár. Hún segir námskeiðið nýtast öllum vel, sama hversu mikið þeir kunni á forritið fyrirfram. „Byrjendur fá góða yfirsýn yfir forritið og hvað er hægt að gera í því. Lengra komnir fá inn- sýn í frekari smáatriði og dýpri skiln- ing á forritinu. Sérfræðingarnir læra svo skilvirkari leiðir til að fram- kvæma það sem þeir vilja í forritinu til að flýta fyrir vinnunni,“ bendir Julieanne á en á laugardaginn heldur hún svo námskeið sem fjallar um notkun forritsins Adobe Lightroom og nýjustu útgáfu þess. „Á Photo- shop-námskeiðinu mun ég tala mikið um að setja saman myndir og vinna þær hvora inn í aðra. Á Lightroom- námskeiðinu tala ég svo um skipulag og uppsetningu mynda,“ segir hún og hvetur áhugaljósmyndara sérstak- lega til að koma á seinna námskeiðið. „Þar fjalla ég um hvernig hægt er að láta venjulegar ljósmyndir líta miklu betur út,“ segir Julieanne sem hefur einnig gert fjölmörg kennslumynd- bönd sem nálgast má á vefsíðu Adobe. „Myndböndin koma sér ein- staklega vel fyrir þá sem hafa sótt námskeiðin mín til að rifja upp ein- hver ákveðin atriði sem farið var í en þau henta líka þeim sem vilja læra á forritin í fyrsta skipti,“ bendir hún á enda hafa kennslumyndbönd Julie- anne fengið áhorf yfir 8 milljóna manna nú þegar. Listsköpun í Photoshop Ásamt því að kenna á forrit Adobe hefur Julieanne vakið athygli Listin að vinna ljósmyndir Ljósmyndarinn Julieanne Kost er sannkölluð listakona þegar kemur að mynd- vinnslu. „Ég hef gaman af því að taka myndir í íslenskri náttúru,“ segir Julieanne sem er stödd hér á landi til að kenna námskeið fyrir hugbúnaðarfyrirtækið Adobe. Morgunblaðið/Eggert Fagmanneskja Julieanne Kost er ein sú færasta í sínu fagi. Smekklegi ljósmyndarinn og stílistinn Gaby heldur úti skemmtilegri blogg- síðu sem fjallar um lífsstíl, tísku og mat. Ásamt því að blogga um það heit- asta í tískunni hverju sinni er Gaby dugleg að finna upp uppskriftir og miðla þeim. Uppskriftir Gaby eru ein- staklega girnilegar og margar hverjar mjög einfaldar í framkvæmd. Eins og segir á síðunni sérhæfir Gaby sig í „uppskriftum fyrir heimiliskokkinn“ svo hér eru engin geimvísindi á ferð. Notendur síðunnar geta sent Gaby at- hugasemdir og dæmt uppskriftirnar til að halda henni við efnið. Á forsíð- unni er listi yfir þær uppskriftir sem hafa slegið rækilega í gegn hjá les- endum og má þar til dæmis nefna uppskriftir að guacamole-ídýfu og steiktum kartöflum. Langvinsælasta uppskriftin virðist þó vera brownies sem innihalda meðal annars Oreo- súkkulaðikex og karamellu. Vefsíðan www.whatsgabycooking.com Girnilegt Sælkerar fá líklega vatn í munninn yfir brownies með Oreo-kexi. Uppskriftir, tíska og lífsstíll Hin árlega götuhátíð Jafningja- fræðslunnar verður haldin á Aust- urvelli á morgun, föstudag. Hátíðin stendur yfir frá kl. 13-15 en á henni verður boðið upp á skemmtiatriði, fatamarkað, lifandi bókasafn og ým- islegt fleira. Meðal þeirra sem koma fram eru tónlistarmaðurinn Jón Jónsson, Immo og danshópurinn Swaggerific. Á hátíðinni gefst ungu fólki tæki- færi á að fá nýja sýn á hin ýmsu mál- efni og spyrja til dæmis kynlífsfræð- inginn Dagbjörtu Ásgeirsdóttur og fulltrúa frá Samtökunum ’78 um allt milli himins og jarðar. Endilega... ...skellið ykkur á götuhátíð Morgunblaðið/Eggert Hátíð Jón Jónsson kemur fram. Í kjallara félagsheimilisins á Kirkju- bæjarklaustri leynist skemmtileg búð sem nefnist Sveitabragginn. Búðin opnaði síðasta sumar, nánar tiltekið þann 14. júní, en að sögn Kristínar Bjarnveigar Böðvarsdóttur, eiganda Sveitabraggans, komu náttúru- hamfarir í veg fyrir að búðin opnaði fyrr. „Við ætluðum að opna fyrr en sökum gossins urðum við aðeins að bíða því hér var náttúrulega allt í ösku,“ segir Kristín. Í Sveitabragg- anum má finna alls konar vörur úr sveitinni í kring. „Við seljum aðallega handverk en hér er einnig á boð- stólum matvara eins og grænmeti, ís og bleikja,“ útskýrir Kristín sem hef- ur búðina opna yfir sumartímann og svo þegar mikið er um að vera á Kirkjubæjarklaustri. „Ég hafði til að mynda opið fyrir jólin og svo um páskana, alltaf þegar ég veit að það er fólk hérna,“ segir Kristín og bætir við að viðtökurnar Sveitabragginn á Kirkjubæjarklaustri Handverk af Klaustursvæðinu Fallegt Innréttingar í Sveitabragganum eru hannaðar af Kristínu sjálfri. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Um helgina verða haldin nám- skeið í notkun forritanna Adobe Photoshop CS6 og Adobe Light- room 4. Julieanne Kost kennir bæði námskeiðin en hún segir námskeiðin henta bæði byrj- endum í myndvinnslu og lengra komnum. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.focu- sonnature.is en þar má einnig skrá sig á námskeiðin sem verða haldin á föstudag og laug- ardag á Grand Hótel Reykjavík. Kennir Íslendingum NÁMSKEIÐ UM HELGINA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.