Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslensk fyrirtæki sem þróa tækni og hugbúnað fyrir sjávarútveg eru mörg að uppskera núna eftir langt og strangt markaðs- og þróunar- starf. Uppskeran er ríkuleg. Vaki er meðal þessara fyrirtækja en það þróar og smíðar hátækni- búnað fyrir fiskeldi til að telja og stærðarmæla lifandi fisk á ýmsum stigum framleiðslunnar, með innfra- rauðri tækni og tölvusjón. Hermenn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Vaka, segir að eftir- spurnin eftir vörum Vaka sé mest í Noregi, Skotlandi, Kanada og Síle. „Það er stígandi í fiskeldi víðast hvar í heiminum. Markaðurinn og mögu- leikarnir fara því vaxandi fyrir okk- ur. Heimamarkaðurinn er aðeins brotabrot af heimsmarkaðnum. Við flytjum út 96% af framleiðslunni. Sem dæmi erum við að vonast til að laxeldið fari í 10.000 tonn á Íslandi á næsta ári. Til samanburðar er fram- leiðslan um milljón tonn í Noregi.“ Skriðþungi í vextinum Hermann segir vöxtinn byggjast á mikilli vöruþróun og markaðs- setningu í gegnum árin. „Síðasta ár var mjög gott. Svo ekki sé meira sagt. Tekjur jukust um tæplega 40% og hagnaður er mjög góður. Þetta hefur gengið mjög vel síðustu sjö til átta ár og við uppskerum nú af því að hafa lagt mikla áherslu á vöruþróun og markaðssetningu. Við höfum náð ákveðnum „krítískum“ skriðþunga á markaðnum. Við erum komnir með góða dreif- ingu og marga góða viðskiptavini. Undirverktakar okkar hafa nóg að gera. Vörur okkar eru að mestu leyti framleiddar á Íslandi en að hluta í Danmörku, Bandaríkjunum og Suð- ur-Ameríku, þá fyrir Suður- Ameríku. Við bættum við okkur fjór- um starfsmönnum í fyrra. Veltan í fyrra var um 900 milljónir og var það aukning um tæplega 40% frá fyrra ári. Ég hugsa að vöxturinn í ár verði á bilinu 15-20%,“ segir Hermann sem áætlar að veltan verði á annan milljarð króna í ár. Hugvit fyrir fiskeldi Valka er annað fyrirtæki á þessu sviði en það sérhæfir sig í fisk- vinnslutækjum til flokk- unar og pökkunar. Svo hannar fyrirtækið hug- búnað sem auðveldar stýringu við vinnslu, nánar til- tekið pantanir og rekjanleika, og er því bæði í tækjasmíði og hug- búnaðargerð. Helgi Hjálmarsson, fram- kvæmdastjóri Völku, segir tækifær- in liggja víða. „Við höfum einkum sótt fram í Noregi og þá með sölu tækja og hug- búnaðar í fiskvinnslu, einkum í lax- inum. Svo erum við með búnað fyrir hvítfisk og fiskvinnslu almennt. Við ríflega þrefölduðum veltuna í fyrra. Veltan fór þá úr 120 í 400 milljónir. Ætli við höldum ekki í horfinu í ár en svo er ætlunin að vaxa í kjölfarið. Sóknarfærin liggja bæði hér heima og erlendis. Markaðir okkar hafa verið á Íslandi, í Færeyjum, Noregi og Kanada. Svo sjáum við mikil tækifæri í Danmörku, á Bretlands- eyjum og í Bandaríkjunum. Mark- miðið er að verða milljarðafyrirtæki að nokkrum árum liðnum. Starfs- mennirnir eru nú 15. Maður hefur svolitlar áhyggjur af því að það er ekki mikið framboð af hugbún- aðarfólki á Íslandi því á næstu árum verður þörfin fyrir það mikil.“ Þurfa fleiri í raungreinar Jón Ágúst Þorsteinsson situr í stjórn Samtaka fyrirtækja í grænni tækni. Hann tekur undir með Helga. „Hugverkaiðnaðurinn er að vaxa hægt og bítandi. Það sem mun hamla þessum vexti er að það vantar meiri áherslu á raungreinamenntun í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum. Á það skortir að mun fleiri einstaklingar velji sér raun- greinar. Það er eitt alvarlegasta vandamál Íslendinga í framtíðinni, að fólk menntar sig ekki í samræmi við þarfir tæknigreina. Tölvugeirinn vex hratt sem og framleiðsluiðn- aðurinn sem honum tengist. Það gengur vel á flestum sviðum,“ segir Jón Ágúst sem er einnig forstjóri Marorku. „Starfsfólki hjá okkur hefur fjölg- að um 35% síðustu 12 mánuði. Við erum að vísu ekki í sjávarútvegi heldur framleiðum orkustjórnunar- kerfi fyrir flutningaskip og erum orðin leiðandi og eftirsótt á því sviði. Mörg fyrirtæki í þessum geira eru nú að uppskera eftir að hafa náð fót- festu. Þau hafa orðið mjög góðan grunn. Horfurnar í ár og á næsta ári eru góðar. Fyrirtækin komust flest í gegnum hrunið og njóta nú erfiðis fyrri ára,“ segir Jón Ágúst. Tæknifyrirtækin springa út Morgunblaðið/Ómar Sóknarhugur Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku, horfir björtum augum á framtíðina.  Mikill vöxtur hjá tæknifyrirtækjum sem hanna hugbúnað og smíða tæki fyrir sjávarútveginn  Dæmi um tuga prósenta veltuaukningu milli ára  Veltan getur hlaupið á milljörðum króna Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri tæknifyrirtækisins Skagans, sem hefur höfuðstöðvar á Akra- nesi, segir útlitið nokkuð bjart. „Við fengum risaverkefni í Fær- eyjum. Það hefur verið mikill vöxt- ur samfara þessu eina verkefni sem við erum að vinna í núna. Við höfum náð að tileinka okkur nýja tækni sem við höfum þróað fyrir vinnslu á uppsjávarfiski. Allar vinnslur á Íslandi sem eru í upp- sjávarfiski eru með búnað frá okk- ur. Veltan á fyrstu sex mánuðum ársins er um tveir milljarðar og ég verð ánægður ef við endum árið með þrjá milljarða króna í veltu. Til samanburðar var veltan á árinu 2011 einn milljarður en veltan hefur verið á því bili. Um 50% framleiðsl- unnar hafa verið seld á erlenda markaði og verður hlut- fallið hærra í ár. Síðasta ár var mjög gott, svo ekki sé meira sagt,“ segir Ing- ólfur. Stefna á þriggja milljarða veltu SKAGAMENN SÆKJA FRAM „Það er engin önnur leið í stöðunni en að kæra. Fyrir stjórnlagaþings- kosningarnar var endurbótum lofað, þá var Blindrafélagið fremst í bar- áttunni og þá voru kosningarnar mjög flóknar. Niðurstaðan var sú að gerð var undantekning í þeim kosn- ingum og blindir og hreyfihamlaðir fengu að kjósa með sínum aðstoðar- mönnum,“ segir Guðmundur Magn- ússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en bandalagið undirbýr nú kæru til Hæstaréttar vegna fram- kvæmdar forsetakjörs sem fram fór 30. júní síðastliðinn. Hvorki var búið að breyta kosningalögunum né veita undanþágu áður en kjörið fór fram. „Við teljum að núverandi fyrir- komulag, sem er þannig að fatlaðir þurfa að velja einhvern úr kjör- stjórninni, sem er í raun hluti af stjórnvaldinu, sé ekki leynileg kosn- ing,“ segir Guðmundur. Samkvæmt 3. mgr. 63. gr. laga um kosningar til Alþingis, sem einnig gilda um forsetakjör, mega fulltrúar kjörstjórnar einir veita aðstoð þeim sem þurfa. Fatlaðir krefjast þess hins vegar að fá að velja eigin aðstoð- armenn þegar þeir greiða atkvæði í leynilegum kosningum. Guðmundur segir að umrædd ákvæði kosninga- laganna brjóti mannréttindi og stangist á við stjórnarskrána, Mannréttinda- sáttmála Evrópu og samning Sam- einuðu þjóðanna um réttindi fatl- aðs fólks. „Það er ekki al- veg ljóst hverjir verða aðilar að málinu. Hugsanlega tveir til þrír, einn hreyfihamlaður og einn blindur en hugsanlega fleiri. Ör- yrkjabandalagið verður svo aðili að málinu sem bakhjarl,“ segir Guð- mundur og hann segir ÖBÍ leggja til grundvallar 5. gr. stjórnarskrárinn- ar þar sem segir að forseti skuli kos- inn leynilegri kosningu. Einnig 3. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu, sem lögfestur hafi verið á Íslandi. Þar segi að atkvæðagreiðsla skuli vera leynileg og að tryggt sé að álit kjósanda komi í ljós með frjáls- um hætti. Kæran mun einnig byggj- ast á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var undirritaður af Íslands hálfu árið 2007, en hefur þó ekki verið lögfest- ur. Kæra forseta- kosningarnar  Öryrkjabandalagið undirbýr kæru Guðmundur Magnússon Hvern ætlar þú að gleðja í dag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.