Morgunblaðið - 05.07.2012, Síða 17
ngri umferð
Vinnuvél Smágrafa notuð til að losa grjót úr gönguleiðinni og laga hana til.
Rjúpnabrekkur Algeng sjón á
sunnudag; vatnið grefur sér sífellt
dýpri farvegi í göngustígana.
Krókur Þessi göngumaður ákvað að
krækja fyrir drullusvaðið á göngu-
leiðinni í Reykjadal á sunnudag.
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
þeirri forsendu að mistök hefðu ver-
ið gerð í rannsókninni. Tveir lög-
reglumenn sem rannsökuðu málið
unnu á sama tíma fyrir þrotabú
Milestone. Verjendurnir telja að
þetta valdi því að vísa eigi málinu
frá dómi. Embætti sérstaks sak-
sóknara lét taka saman greinargerð
um rannsóknina þar sem gagnrýni
verjendanna er svarað. Verjendur
vildu að dómari úrskurðaði að ekki
mætti leggja fram þessa grein-
argerð. Dómarinn féllst hins vegar á
rök saksóknara í málinu og heim-
ilaði að greinargerðin yrði lögð
fram sem málsskjal.
„Í greinargerðinni er framvindu
rannsóknarinnar lýst og þá sér-
staklega þætti fyrrgreindra tveggja
starfsmanna sóknaraðila sem höfðu
þar hlutverki að gegna. Jafnframt
er lagt mat á hvort merkja megi ein-
hvern mun í áherslum eða fram-
göngu þessara starfsmanna eftir að
þeir tóku í september 2011 að sér
verk fyrir þrotabú B ehf. [Milestone]
Er um þetta fjallað án þess að nokk-
uð sé vikið að sakargiftum á hendur
varnaraðilum. Án þess að afstaða
verði tekin til sönnunargildis grein-
argerðarinnar, sem tekin var saman
að tilhlutan sóknaraðila, þjónar hún
þeim tilgangi einum að varpa ljósi á
rannsóknina og tiltekna þætti henn-
ar. Á það verður því ekki fallist með
varnaraðilum að gagnið sé tilgangs-
laust við úrlausn um formhlið máls-
ins. Hinn kærði úrskurður verður
því staðfestur,“ segir í úrskurði
Hæstaréttar.
fram greinargerð
Morgunblaðið/Ómar
Úrskurður Sérstakur saksóknari
má leggja fram greinargerð um
rannsókn Vafningsmálsins.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Framkvæmdir eru hafnar við úrbætur á göngustígum í
Reykjadal. Dalurinn er í eigu ríkisins og er í sveitarfé-
laginu Ölfusi sem fer þar með skipulagsvald. Reykjadal-
ur er við bæjardyr Hveragerðis og eitt vinsælasta úti-
vistarsvæði Hvergerðinga.
Reykjadalur nýtur sívaxandi vinsælda á meðal ferða-
manna. Samkvæmt könnun sem unnin var í fyrra koma
þar um 14.000 ferðamenn á ári. Þeim fjölgar mjög hratt,
að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hvera-
gerði. Hún sagði að sveitarfélagið Ölfus, Hveragerð-
isbær, Landbúnaðarháskólinn og Eldhestar, sem nýta
dalinn hvað mest til ferðaþjónustu, hafi stofnað starfs-
hóp um dalinn. Hópurinn sótti um styrk til Fram-
kvæmdasjóðs ferðamannastaða til að gera þar úrbætur.
Sjóðurinn veitti þrjár milljónir í verkefnið og Hvera-
gerðisbær, Ölfus og Eldhestar sína milljónina hvert á
móti svo í sumar verða sex milljónir til ráðstöfunar.
Landbúnaðarháskólinn leggur lið með öðrum hætti.
Framkvæmdir eru hafnar en peningarnir duga ekki til
að ljúka þeim öllum í sumar, að sögn Aldísar. Búið er að
færa göngustíginn á kafla þar sem hann lá áður hættu-
lega nærri hver. Gönguleiðin verður stikuð og gerðar
göngubrýr á tveimur stöðum á ánni. Aldís sagði að slys á
fólki í dalnum hefðu ekki síst orðið þar sem fólk hafi ver-
ið að reyna að stökkva yfir ána.
„Það á að reyna að stýra umferðinni meira og betur
um dalinn en gert hefur verið hingað til,“ sagði Aldís.
Hestagerði við Klambragil og deiliskipulag
Verið er að útbúa gerði fyrir hesta í grjóturð í Reykja-
dal strax þegar komið er niður úr Klambragili. Búið er
að setja lag af möl þar sem gerðið mun standa til þess að
þar myndist ekki svað. Staurar verða umhverfis gerðið
og keðja sett á staurana þegar hestar verða í því. Þar
getur hestafólk geymt hesta sína á meðan það áir eða fer
í heita lækinn, án þess að hestarnir traðki niður landið.
Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi sveit-
arfélagsins Ölfuss, segir að fyrirtæki í hestaferðum fari
mikið um Reykjadal og hafi sett niður laus gerði í leyf-
isleysi á grasbala nálægt heita læknum sem ferðamenn
sækja mikið í. Gerðið á að bæta úr því.
Sigurður sagði lagða áherslu á aukið öryggi ferða-
manna í dalnum með lagfæringum á göngustígunum.
Verktaki sem vinnur að endurbótunum hefur ekki heim-
ild til að fara út fyrir stígana, en hann mun m.a. fjarlægja
grjót og bæta fínna efni í stígana. Reyna á að tryggja að
stígakantar við hverina brotni ekki undan fólki.
„Við sjáum að fólk er að ganga út af stígnum og niður
að hverunum. Meiningin er að setja upp fleiri skilti til
fræðslu og leiðbeiningar um hættuna,“ sagði Sigurður.
Þá er verið að vinna deiliskipulag fyrir dalinn ef til
annarra framkvæmda kemur, t.d. til að koma til móts við
gesti heita lækjarins, hestamenn og fleiri. Deiliskipulag-
ið mun einnig ná til Ölfusdals ofan við Hveragerði. Þar
þarf að vera einhver þjónusta og bílaplan. Eins þarf að
skipuleggja bílastæði og göngustíg á Ölkelduhálsi frá
línuveginum að Klambragili. Sigurður sagði koma til
greina að bæta snyrtiaðstöðu í dalnum og verður m.a.
spurt um það við gerð deiliskipulagsins. Hann sagði ljóst
af umgengninni að þörf væri fyrir bætta snyrtiaðstöðu.
Endurbætur göngu-
stíga hafnar í Reykjadal
Framkvæmdir við göngustíga fyrir sex milljónir í sumar
Unnið er að gerð hestagerðis neðan við Klambragil
Morgunblaðið/Rúnar Pálmason
Hestagerðið Búið er að gera malarpúða svo hestarnir í
gerðinu traðki ekki niður jarðveginn og myndi svað.
Hádegisverðartilboð
Tvíréttað í hádegi frá 1.890,-
Fljót og góð þjónusta
Veitingastaður / verslun
Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is