Morgunblaðið - 05.07.2012, Page 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
Frá stofnun Samtaka
meðlagsgreiðenda hafa
til stjórnar samtakanna
borist fjölmargar frá-
sagnir af meðlagsgreið-
endum og samskiptum
þeirra við opinberar
stofnanir.
Samtök meðlags-
greiðenda knýja á um
að meðlagsgreiðendur
fái aðkomu að barna- og
húsnæðisbótakerfinu
sem foreldrar, en að slíkar rétt-
arbætur verði ekki til þess að skerða
lífskjör lögheimilisforeldra. Nú er
okkur hins vegar ljóst að víða er pott-
ur brotinn í velferðarkerfinu og fram-
göngu hins opinbera gagnvart með-
lagsgreiðendum og börnum þeirra.
Áður en lengra er haldið er mik-
ilvægt að árétta að meðlagsgreið-
endur greiða skatta af sérhverju með-
lagi, hvort heldur það er einfalt eða
tvöfalt, og rennur það í vasa lögheim-
ilisforeldra eins og um skattfrjálsar
tekjur sé að ræða. Vegna þessa verða
heildartekjur meðlagsgreiðenda hon-
um og fjölskyldu hans íþyngjandi
gagnvart hinu opinbera, t.d. gagnvart
Lánasjóði íslenskra námsmanna, fé-
lagsþjónustu sveitarfélaganna og víð-
ar í velferðarkerfinu. Heildarlaun
meðlagsgreiðenda endurspegla því á
engan hátt framfærslu hans þar sem
meðlög dragast af útborguðum laun-
um, en ekki heildarlaunum. Um 25%
barna búa við jafna búsetu skiln-
aðarforeldra og önnur 25% búa við
sveigjanlega búsetu sem hentar
vinnufyrirkomulagi foreldra. Því er
ljóst að meðlög nema aðeins litlu broti
af framfærslu meðlagsgreiðenda. Þar
sem engin lágmarksneysluviðmið eru
til fyrir meðlagsgreiðendur eru engin
takmörk fyrir þeim álögum sem hið
opinbera og lánastofnanir geta sett á
herðar meðlagsgreiðenda, ólíkt öllum
öðrum þjóðfélagshópum.
Til okkar hefur leitað fólk sem segir
farir sínar ekki sléttar í samskiptum
sínum við Innheimtustofnun sveitar-
félaga og félagsþjónustu sveitarfélag-
anna. Vegna fátæktar
hafa feður, jafnvel með
mörg börn á framfæri í
gegnum umgengni,
safnað upp skuldum við
Innheimtustofnun.
Vegna þeirra skulda
hefur stofnunin dregið
75% af útborguðum
launum, og í sumum til-
fellum 100% af útborg-
uðum launum meðlags-
greiðenda. Þeir hafa því
eftir atvikum verið með
0 kr. í framfærslu fyrir
sig og börn sín vegna
umgengni. Þeir hafa þá leitað á náðir
sveitarfélaganna og beðið um fjár-
hagsstyrk hjá félagsþjónustunni.
Beiðni þeirra hefur þá verið synjað
vegna heildarlauna, jafnvel þótt út-
borguð laun hafi verið engin. Þeir
hafa þá gengið með betlistaf milli
hjálparstofnana eftir mataraðstoð.
Samtök meðlagsgreiðenda telja
framgöngu hins opinbera í þessum
málum vera skýrt brot á stjórnarskrá
þar sem kveðið er á um framfærslu-
skyldu hins opinbera.
Mikil leynd ríkir yfir þeim við-
miðum sem IS styðst við þegar hún
ákveður hverjir fá tímabundna samn-
inga um lægri meðlagsgreiðslur og
hverjir fá þriggja ára greiðslusamn-
ing um niðurfellingu meðlagsskulda
fyrir tilstilli 5. gr. laga um Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga. Samtök
meðlagsgreiðenda hafa fengið það
staðfest að engin slík viðmið séu til
opinberlega og segir stofnunin að hún
styðjist við sín eigin viðmið. Sam-
kvæmt þeim tölfræðigögnum sem til
eru fá 0,7% meðlagsgreiðenda að
meðaltali niðurfellingu skulda á ári
hverju fyrir tilstilli þriggja ára
greiðslusamnings við stofnunina. Er
þessi tala óskiljanleg í ljósi þess að
75% einstæðra meðlagsgreiðenda eru
á vanskilaskrá, og að um 90% með-
lagsgreiðenda eru einstæðir.
Meginástæða þess að kröfur með-
lagsskulda falla ekki inn í samninga
greiðsluaðlögunar skv. lögum nr. 101/
2010, eru umræddar heimildir IS til
niðurfellingar skulda, sem forstjóri
stofnunarinnar flaggaði um allar
koppa grundir sem velferðarventl-
inum í meðlagskerfinu.
Þetta eru vinnubrögð sem Samtök
meðlagsgreiðenda telja óviðunandi
með öllu. Séu umrædd viðmið til stað-
ar, þurfa þau vitaskuld að vera op-
inber, gagnsæ, og óháð dyntum og
geðþótta embættismanna innan Inn-
heimtustofnunar sveitarfélaga. Stofn-
unin þarf að styðjast við opinber lág-
marksneysluviðmið
meðlagsgreiðenda sem taka tillit til
raunverulegrar framfærslu meðlags-
greiðenda óháð meðlagsgreiðslum.
Þau viðmið eru ekki til í dag og skipa
meðlagsgreiðendur eina hóp sam-
félagsins sem býr ekki við slík viðmið.
Það er mál að linni! Það er kominn
tími til að óhugnaðinum í málefnum
meðlagsgreiðenda sé ýtt upp á yf-
irborðið og í kastljós fjölmiðla. Rann-
saka þarf félagslega og fjárhagslega
stöðu meðlagsgreiðenda og veita
þeim sömu réttindi og aðrir hafa
gagnvart velferðarkerfinu.
Í kjölfar hrunsins var stofnuð
nefnd sem ber nafnið Velferð-
arvaktin, sem var ætlað að gera út-
tektir á félagslegri og fjárhagslegri
stöðu ólíkra þjóðfélagshópa og benda
á þá sem staðið hafa verst að vígi frá
hruni. Velferðarvaktin hefur staðið
sig vel gagnvart öllum öðrum þjóð-
félagshópum en meðlagsgreiðendum
sem hún lætur vera að nefna á nafn í
úttektum sínum. Það er auðskiljanleg
krafa Samtaka meðlagsgreiðenda að
stjórnvöld bæti úr vinnubrögðum
Velferðarvaktarinnar og hleypi Sam-
tökum meðlagsgreiðenda að störfum
hennar til að varpa ljósi á raunveru-
lega stöðu meðlagsgreiðenda, einkum
þeirra sem einstæðir eru.
Opinberar stofnanir
brjóta á meðlagsgreiðendum
Eftir Gunnar
Kristin Þórðarson »Meðlagsgreiðendum
hefur verið synjað
um fjárhagsaðstoð hjá
sveitarfélögunum jafn-
vel þótt útborguð laun
hafi verið engin.
Gunnar Kristinn
Þórðarson
Höfundur er stjórnarformaður
Samtaka meðlagsgreiðenda.
Þegar nýsköp-
unarstjórnin var
mynduð árið 1944 af
Alþýðuflokknum, Sjálf-
stæðisflokknum og
Sósíalistaflokknum
setti Alþýðuflokkurinn
það skilyrði fyrir þátt-
töku í stjórninni, að
komið yrði á fót full-
komnum almanna-
tryggingum. Ólafur
Thors, forsætisráð-
herra stjórnarinnar, gekk að þessu
skilyrði Alþýðuflokksins. Þegar Ólaf-
ur Thors gerði grein fyrir almanna-
tryggingunum sagði hann, að það
skyldi komið á fót svo fullkomnu kerfi
almannatrygginga, að það næði til
allra landsmanna án tillits til stéttar
eða efnahags og að Ísland yrði á þessu
sviði í fremstu röð nágrannaþjóða.
Gengið gegn markmiði
almannatrygginga
Þær ráðstafanir, sem ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur, gerði 1. júlí
2009 til skerðingar almannatrygg-
ingum, gengu þvert gegn þessu mark-
miði almannatrygginganna, sem Ólaf-
ur Thors lýsti við stofnsetningu
trygginganna. Stór hópur aldraðra og
öryrkja var þá sviptur grunnlífeyri.
Það var þá ákveðið að reikna
greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum
við útreikning grunnlífeyris. Alls urðu
5.210 ellilífeyrisþegar fyrir kjara-
skerðingu við þá ráðstöfun. Ekki sam-
rýmdist það markmiðinu um að láta
almannatryggingarnar ná til allra án
tillits til stéttar eða efnahags. Stór
hópur ellilífeyrisþega, sem hafði
greitt til almannatrygginga beint og
óbeint alla sína starfsævi, var þá
strikaður út úr almannatryggingum
og hefur ekki fengið krónu þaðan síð-
an. Ekkert bólar á því, að núverandi
velferðarráðherra ætli að leiðrétta
þetta misrétti enda þótt Árni Páll
Árnason, þáverandi félagsmálaráð-
herra, hafi lýst því yfir í júní 2009, að
umrædd kjaraskerðing yrði tíma-
bundin vegna ríkjandi efnahags-
ástands. Þessir tveir ráðherrar rík-
isstjórnar Jóhönnu, Árni Páll og
Guðbjartur Hannesson hafa ekki
þann skilning á almannatryggingum
og tilfinningu fyrir þeim, sem Alþýðu-
flokksmenn hafa. Hvorugur þeirra er
kominn úr Alþýðuflokknum. Það
skýrir neikvæða afstöðu þeirra til al-
mannatrygginganna.
Fróðlegt verður að sjá hvernig nú-
verandi velferðarráðherra uppfyllir
það fyrirheit félagsmálaráðuneytis frá
2009, að um tímabundna ráðstöfun
hafi verið að ræða. Það eru nú þrjú ár
síðan kjaraskerðing aldraðra og ör-
yrkja var lögleidd og því tímabært að
afturkalla hana enda dágóður hag-
vöxtur á síðasta ári og í ár og kreppan
að mestu búin. En það er ekki verið að
hugsa um að afturkalla kjaraskerð-
inguna frá 2009 og láta þá aldraða og
öryrkja, sem misstu grunnlífeyrinn,
fá hann á ný. Nei, þvert á móti er nú
verið að hugsa um að afnema grunn-
lífeyrinn! Hins vegar er búið að aft-
urkalla tímabundna kjaraskerðingu
ráðherra, þingmanna og embættis-
manna. Þess var gætt, að það mundi
ekki dragast. Ekki má skerða kjör
hæstlaunuðu embættismanna og
stjórnmálamanna landsins of lengi.
En aldraðir og öryrkjar mega bíða.
Hvers konar stjórnarfar
er það, sem stendur
svona að málum. Ráð-
herrar fá leiðréttingu á
sínum kjörum en aldr-
aðir ekki.
En það var ekki að-
eins, að lífeyrisþegar
væru sviptir grunnlíf-
eyrinum 2009. Frekari
kjaraskerðing átti sér
stað. Frítekjumark
vegna atvinnutekna var
lækkað úr 1.315 þúsund
krónum á ári í 480 þús-
und krónum á ári. Það fór því niður í
40 þúsund krónur á mánuði. Skerð-
ingarhlutfall tekjutryggingar var
hækkað úr 38,35% í 45%. Við þá ráð-
stöfun lækkuðu tekjur 27. 780 lífeyr-
isþega. Eldri borgarar krefjast þess,
að kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009
verði þegar í stað afturkölluð. Þeir
sem höfðu grunnlífeyri fyrir þann
tíma eiga að fá hann aftur strax að
öðru óbreyttu. Landssamband eldri
borgara vill, að allir hafi grunnlífeyri.
Frítekjumark vegna atvinnutekna
verði a. m. k. 110 þúsund krónur á
mánuði eins og það var fyrir 1. júlí
2009. Frítekjumark vegna lífeyr-
issjóðstekna verði að lágmarki jafn-
hátt. Skerðingarhlutfall tekjutrygg-
ingar verði lækkað á ný.
En það er ekki nóg að afturkalla
kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Það
þarf einnig að leiðrétta kjaraskerð-
inguna, sem aldraðir og öryrkjar
urðu fyrir á krepputímanum. Eins og
ég hefi sýnt fram á í fyrri greinum
hafa aldraðir og öryrkjar dregist aft-
ur úr í launaþróuninni sl. þrjú ár. Líf-
eyrir þeirra hefur hækkað mun
minna en laun á þessu tímabili. Til
þess að jafna þann mun þarf að
hækka bætur lífeyrisþega um a. m. k
20% strax. ÖBÍ telur, að hækka eigi
um 30%.
Hvaða úrræði hafa aldraðir og ör-
yrkjar til þess að knýja fram eðlileg-
ar og sanngjarnar leiðréttingar á
kjörum sínum? Ekki hafa þeir verk-
fallsrétt. Nei, þeir hafa aðeins eitt úr-
ræði: Kosningaréttinn. Aldraðir og
öryrkjar verða nú að bindast sam-
tökum og gera stjórnmálamönnum
grein fyrir því, að þeir muni aðeins
kjósa þá, sem eru reiðubúnir að leið-
rétta kjör þeirra og sýna það í verki.
Alþingiskosningar fara fram innan
eins árs. Það er enn tími til þess að
ræða við fulltrúa stjórnmálaflokk-
anna og fá það á hreint hvort þeir eru
reiðubúnir að leiðrétta kjör aldraðra
og öryrkja. Í því efni duga engin loðin
svör. Það verður að vera alveg á
hreinu hvernig stjórnmálamenn vilja
bæta kjör lífeyrisþega. Stjórn-
arflokkarnir geta enn tekið sig á og
bætt kjör lífeyrisþega, ef vilji er fyrir
hendi. En geri þeir það ekki geta þeir
ekki reiknað með atkvæðum aldraðra
og öryrkja.
Allir eiga að hafa
grunnlífeyri
Eftir Björgvin
Guðmundsson
Björgvin
Guðmundsson
»Eldri borgarar krefj-
ast þess, að kjara-
skerðingin frá 1. júlí
2009 verði þegar í stað
afturkölluð. Þeir sem
höfðu grunnlífeyri fái
hann aftur strax.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður kjaranefndar FEB.
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is
Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I lokað laugard. í sumar
kr. 198.800
GYRO
fáguð hönnun &
þægindi sameinuð
í einum stól