Morgunblaðið - 05.07.2012, Side 23

Morgunblaðið - 05.07.2012, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012 Ásmundur Stef- ánsson sagði ýmislegt á fundi um lífeyrismál 21. maí, m.a. að fyrstu 73 þúsund krónurnar sem ellilífeyrisþegar væru með í tekjur úr lífeyr- issjóði væru gerðar upptækar í gegnum skerðingar í almanna- tryggingarkerfinu. Skerðingin væri 100%. Ásmundur sagði að það væri því ekki óeðlilegt að fólk varpaði fram þeirri spurningum, hvers vegna það hefði verið að greiða í lífeyr- issjóð. Hann hefði á sínum tíma hvatt fólk til að greiða í lífeyrissjóð og sýna þannig fyrirhyggju í fjármálum. Hann sagðist hafa samviskubit gagn- vart þessu fólki. Ásmundur kynnti á fundinum útreikninga á því hvað samfélagið væri að greiða mikið fyrir þjónustu við aldraða og hvað aldraðir væru að greiða mikið til þess með sköttum sínum. Niðurstaða hans var að aldraðir fjármögnuðu sjálfir út- gjöld vegna lífeyris og hjúkr- unarheimila. Samfélagið greiddi ekk- ert til þessara verkefna. Ásmundur gagnrýndi samtök aldraðra fyrir að standa ekki upp í hárinu á stjórnvöld- um í þessu máli. Mitt komment er að „það er ósiður sofa yfir sig – en gott að Ásmundur Stefánsson er mættur til leiks“. En nú er á ferðinni en ein þykjustunefnd, sem í þykjustunni þykist vera að vinna við að finna leiðir til skila eldri borgurum þýfi sem ríkissjóður hefur stolið frá þeim undanfarna áratugi. Ásmundur ætti að skoða þetta með gagnrýnum hug. En þar segir í nefndaráliti að skerðingar vegna tekjutenginga í bótakerfi ellilífeyr- isþega verða minnkaðar í áföngum og bótaflokkar sameinaðir í einn bóta- flokk ellilífeyris, verði tillögur starfs- hóps, sem unnið hefur að endur- skoðun almannatryggingakerfisins, lögfestar. Einróma samkomulag náð- ist í hópnum í seinustu viku um til- lögur sem sendar hafa verið til vel- ferðarráðherra um breytingar á þeim hluta sem varðar ellilífeyrisþega. Þær eru nú til skoðunar í ráðuneyt- inu en samkomulagið þykir marka vatnaskil þar sem í starfshópnum, sem er undir stjórn Árna Gunn- arssonar, fv. alþingismanns, eiga m.a. sæti fulltrúar stjórnmálaflokkanna, ASÍ, Samtaka atvinnulífsins, BSRB, BHM, KÍ, lífeyrissjóða, Lands- samtaka eldri borgara o.fl. Lagt er til að í fyrsta áfanga verði þrír bóta- flokkar, ellilífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót, felldir inn í einn bóta- flokk og ákveðin verði ein mán- aðarleg fjárhæð ellilífeyris. Síðar verði framfærsluuppbótin einnig felld inn í bótaflokkinn. „Þetta er stórt mál vegna þess að þarna er ver- ið að tengja saman bótaflokka og gera þetta skiljanlegra og auðveldara í útreikningi,“ segir Árni. Nefndin hefur einnig sameinast um tillögu um að dregið verði úr umdeildum tekju- tengingum í bótakerfinu. Lagt er til að skerðing framfærslu- uppbótarinnar vegna tekna verði í fyrsta áfanga lækkuð úr 100% í 80%, sem tæki þá gildi 1. janúar á næsta ári. Skerðingarmörkin lækki svo áfram í áföngum fram í janúar 2017, þegar nýtt fyrirkomulag verður að fullu komið í gagnið. Ekki hefur verið upplýst hver áhrifin yrðu á útgjöld ríkissjóðs en velferðarráðherra sagði á ársfundi Tryggingastofnunar í lið- inni viku að um töluverðan kostn- aðarauka væri að ræða. Enn eru menn að sofa yfir sig, Stjórnvöld eru búin að leiðrétta allar kreppuskerð- ingar launa fyrir löngu og atvinnu- rekendur einnig. En leiðréttingar bóta almennra trygginga á að leið- rétta á fjórum árum. Þetta eru skítug vinnubrögð og að því virðist eðlislæg fyrir samviskubitna ráð- gjafa í kjaramálum líf- eyrislaunþega. Sam- anber niðurstöður m.a. Ásmundar og margra annarra sem hafa álykt- að um þetta mál. Árni Gunnarsson, fyrrver- andi alþingismaður, er formaður starfshópsins en í honum eiga sæti fulltrúar allra flokka, sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi, heildar- samtaka á vinnumark- aði, Landssambands eldri borgara, lífeyrissjóða, Þroska- hjálpar og Öryrkjabandalagsins. „Það er alveg augljóst hverjum manni að fyrr eða síðar munu lífeyrissjóð- irnir taka algjörlega við þessu ellilíf- eyriskerfi og það er miklu eðlilegra að menn afli síns eigin ellilífeyris með því að greiða í lífeyrissjóði,“ segir Árni. Mitt komment er að „það er ósiður að sofa í vinnunni – og segja ósatt“. Því við sem nú erum við ævikvöldið höfum greitt í tvo lífeyrissjóði, i það minnsta, frá 16 ára aldri og lengst af starfævinni höfum við greitt skatta af iðgjöldum til sjóðanna, enn erum nú arðrændir með annarsvegar með skerðingum almenna kerfisins og hinsvegar með tvísköttun frjálsa kerf- isins. Ásmundur sagðist hafa sam- viskubit gagnvart þessu fólki, greind- ur maður Ásmundur, að geta greint allt það miskunnarleysi sem hér er á ferð, heildstætt, líka vel vaknaður…! Vonandi þarf starfshópurinn og ráðherrann ekki að missa svefn af samviskubiti, þótt það örli á sam- viskubitnum nefndarmönnum vegna hagsmuna unga fólksins er rétt að vísa, enn og aftur, á niðurstöðu Ás- mundar, að eldri borgarar eiga inni- stæður hjá ríkissjóði vegna skítugra handa hirðanna á Alþingi. Þessa pen- inga krefjumst við, án aulafyndni al- þingismanna. Samviskubitnir ráð- gjafar í kjaramálum lífeyrislaunþega Eftir Erling Garðar Jónasson » ... að eldri borgarar eiga innistæður hjá ríkissjóði vegna skít- ugra handa hirðanna á Alþingi. Þessa peninga krefjumst við, án aula- fyndni alþingismanna. Erling Garðar Jónasson Höfundur er formaður Samtaka aldraðra. Vegna athugasemda Óskars Magnússonar, lögmanns og eiganda Kersins, í Morgun- blaðinu 3. júlí sl. um vilja ferðaþjónustufyr- irtækja til að greiða aðgangsgjöld að ferðamannastöðum er rétt að taka fram hvað leiddi til þess að fyrirtækin vildu al- mennt ekki greiða að- gang að Kerinu, sem virðist ástæða fyrir geðvonsku hans í garð ferða- þjónustunnar. Lögmaðurinn virðist hafa hrasað í fræðunum þegar hann ákvað að rukka aðeins þá ferðamenn sem ferðast í hóp- bifreiðum en hafa frítt fyrir hina, sem jafnvel eru á vegum ferða- skrifstofa. Slík mis- munun er einfaldlega óheimil. Umhverf- isstofnun sá ástæðu til að senda frá sér frétta- tilkynningu í maí sl. til að minna á reglur um almannarétt. Þar segir m.a. „Umhverfisstofnun telur ekki heimilt að takmarka umferð til- tekinna hópa eða ein- staklinga umfram aðra“. Kerfélaginu er heim- ilt að girða landið af og loka því fyrir öllum. Ef það kýs að innheimta aðgangseyri, þá þarf að rukka alla. Ennfremur töldu fyr- irtækin, sem höfðu í áratugi stöðv- að við Kerið, kúnstugt að eiga skyndilega að greiða fyrir að leggja í bílastæði og nota göngu- stíga sem Vegagerðin og Ferða- málaráð höfðu lagt. Eigendur Kersins lýstu því yfir við fyr- irtækin árið 2008, þegar innheimta átti að hefjast fyrirvaralaust, að þeir vildu fá arð af eign sinni en ekkert var minnst á náttúruvernd. Þeir ætluðu sem sagt að fá arð af svæði sem skattgreiðendur höfðu byggt upp. Innheimta Óskars Magnússonar Eftir Ernu Hauksdóttur Erna Hauksdóttir » Lögmaðurinn virðist hafa hrasað í fræð- unum þegar hann ákvað að rukka aðeins þá ferðamenn sem ferðast í hópbifreiðum en hafa frítt fyrir hina... Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar. Nóg járn á meðgöngu Hvernig er best að viðhalda járnþörf líkamans eðlilegri? Ef þú þjáist af járnskorti á meðgöngu þá þarftu að borða mikið af járnríkum mat til að leiðrétta það. Mörgum ófrískum konum finnst erfitt að borða það magn sem þarf til að hækka og viðhalda járnbirgð- um líkamans. Þá þurfa þær önnur ráð, Floradix hágæða járnbætandi blanda getur hjálpað til að ná upp járnbirgðum líkamans hratt. Floradix inniheldur járn sem frásogast auðveldlega í líkamanum ásamt C-vítamíni, ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta enná upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihalda mýkjandi jurtir sem hjálpa til að halda meltingunni góðri og koma í veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið. Mikilvægt er að nýbakaðar mæður haldi áfram að taka Floradix eftir fæðingu til að viðhalda góðum járnbúskap og byggja upp orku og kraft. Því litla barnið þarfnast þess að eiga mömmu sem er full af orku og áhuga. Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum. Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst NÁÐU ÓLYMPÍULEIKUNUM Í HÁSKERPU MEÐ GERVIHNATTABÚNAÐI FRÁ OKKUR VERÐ Á BÚNAÐI FRÁ 44.300,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.