Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 35
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta er í níunda skiptið sem hátíðin er haldin. Í ár verða ákveðin
tímamót, því við höfum hingað til alltaf verið á Ísafirði, en nú færum
við okkur á Suðureyri og sjáum mikil tækifæri í því að fara þangað.
Þetta er lítið sætt sjávarþorp með fallegt félagsheimili á stærð við
Iðnó með allan sinn sjarma, þannig að ég held að hátíðin fái á sig enn
skemmtilegri svip á minni stað,“ segir Elfar Logi Hannesson um
leiklistarhátíðina Act Alone sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann
hefur verið listrænn stjórnandi hennar frá upphafi.
Í ár verður hátíðin haldin dagana 9.-12. ágúst og á þeim tíma verða
fjórtán viðburðir, leiksýningar, danssýningar og tónleikar. „Við
verðum með eitthvað fyrir alla aldurshópa. Reynslan sýnir okkur að
það er ávallt fullt út úr dyrum á allar sýningar hátíðarinnar. Opn-
unarsýningin í ár verður Náströnd – Skáldið á Þröm í uppsetningu
okkar í Kómedíuleikhúsinu sem stöndum að þessari hátíð,“ segir Elf-
ar Logi sem leikstýrir Ársæli Níelssyni í leikgerð þeirra beggja á
ævi Magnúsar Hj. Magnússonar sem var fyrirmyndin að Ljósvík-
ingnum í skáldsögu Halldórs Laxness.
„Af öðrum sýningum má nefna Petit með Sólveigu Simha sem ætl-
uð er allra yngstu áhorfendunum sem eru á leikskólaaldri, Svikarinn
með Árna Pétri Guðjónssyni og Fastur sem Benedikt Karl Gröndal
leikur. Danslistin hefur alltaf verið að fá stærri sess hjá okkur, en
dansinn er stór þáttur í einleiksforminu. Í ár verðum við með tvær
danssýningar, annars vegar Superhero með Steinunni Ketilsdóttur,
sem fékk Grímuna fyrir þessa sýningu árið 2009, og hins vegar verð-
ur frumsýnt nýtt íslenskt dansverk er nefnist Mamma – healing in
process á lokadegi hátíðarinnar. Verkið er samið og flutt af Önnu
Sigríði Ólafsdóttur, en í því gerir hún upp sjálfsvíg móður sinnar,“
segir Elfar Logi.
Aðspurður segir hann sýningar hátíðarinnar flestar vera frá síð-
asta leikári auk nokkurra frá því þarsíðasta. „Það geta allir sem sett
hafa upp einleik sótt um að komast á hátíðina og í framhaldinu velj-
um við úr,“ segir Elfar Logi og tekur fram að langflestar umsóknir
berist ávallt utan úr heimi. „Við ákváðum hins vegar í ár að setja fók-
usinn á íslenskar sýningar, enda var nýafstaðið
einleikjaár sérlega gott hérlendis,“ segir Elfar
Logi.
Auk leiksýninganna verða að sögn Elfars
Loga ýmsar uppákomur og gjörningar í boði
meðan á hátíðinni stendur. „Þannig fáum við t.d.
til okkar tvö söngvaskáld, þ.e. Svavar Knút
og Valgeir Guðjónsson sem leika munu lög
sín og segja sögur,“ segir Elfar Logi.
Þess má að lokum geta að ný heimasíða
hátíðarinnar verður opnuð í dag á slóðinni
www.actalone.net, en þar verður heildar-
dagskrá hátíðarinnar kynnt formlega auk
þess sem finna má ýmsan fróðleik tengd-
an einleikjum. Að vanda er ókeypis inn á
allar sýningar á Act Alone.
Mikil tækifæri í flutningi
Leiklistarhátíðin Act Alone
haldin í 9. sinn 9.-12. ágúst á
Suðureyri við Súgandafjörð
Morgunblaðið/Ómar
Svik Árni Pétur Guðjónsson leikur einleikinn Svikarinn í leikstjórn Rúnars Guð-
brandssonar en um er að ræða leikgerð sem byggir á verkum Jeans Genets.
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
Sönghópurinn Hljómeyki undir
stjórn Mörtu G. Halldórsdóttur
heldur tónleika í Skálholtskirkju í
kvöld kl. 20. Yfirskrift tónleikanna
er Í víngarðinum, en flutt verður
tónlist eftir Jan Pieterszoon Sweel-
inck, Orlandus Lassus, Hans Leo
Hassler og Heinrich Schütz auk
tónlistar úr íslenskum handritum
og prenti við texta íslenskra sálma-
skálda frá 17. öld.
Tónleikarnir eru hluti af Sumar-
tónleikum í Skálholtskirkju sem
hófust um nýliðna helgi og standa
fram í ágústbyrjun. Hljómeyki
kemur næst fram á tónleikum í
Skálholtskirkju laugardaginn 7. júlí
kl. 17 og sunnudaginn 8. júlí kl. 15
þar sem flutt verður tónlist eftir
Hafdísi Bjarnadóttur sem er stað-
artónskáld tónleikaraðarinnar í ár.
Að venju er ekki seldur aðgangur
að tónleikum hátíðarinnar, en frjáls
framlög eru vel þegin.
Dýrðartónar Marta G. Halldórsdóttir stjórnar sönghópnum Hljómeyki.
Í víngarðinum
Hljómeyki syngur í Skálholtskirkju
Sálmar frá m.a. Íslandi og Ítalíu
Handverkshátíðin við Hrafnagils-
skóla verður haldin í 20. sinn dag-
ana 10.-13. ágúst nk. og á sama
tíma verður haldin landbún-
aðarsýning á svæðinu í tilefni af 80
ára afmæli Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar.
Í tilefni sýninganna hefur verið
blásið til samkeppni um best
prýdda póstkassa sveitarinnar.
Dagana 7. júlí til 10. ágúst gefst al-
menningi tækifæri á að velja best
prýdda póstkassann en kjörkassar
standa frammi hjá ferðaþjón-
ustuaðilum sveitarinnar.
Bros Samkeppni í tilefni hand-
verkshátíðar við Hrafnagilsskóla.
Litskrúðugir
póstkassar
Flóra í Listagilinu á Akureyri
stendur fyrir listamannsspjalli með
Birgi Sigurðssyni í kvöld kl. 20, en
sýningu hans Reynslusögu mat-
arfíkils lýkur þar nk. laugardag.
Birgir er menntaður rafvirki og
að mestu sjálfmenntaður í myndlist.
Hann hefur á undanförnum Fjórtán
árum haldið fjölmargar myndlist-
arsýningar og rekur nú 002 Gallerí
á heimili sínu í Hafnarfirði.
Fíkn Hluti af vídeólistaverki Birgis.
Spjall um
matarfíkn
Kringlunni | s.512 1710 | ntc.is | erum á
- færðu hjá okkur
Fulltrúar leikhópsins Vesturports og Act
Alone gerðu nýverið með sér samstarfs-
samning til að styrkja vináttuböndin sín
í milli.
„Liðsmenn Vesturports hafa sýnt
hátíðinni mikla athygli á síðustu ár-
um og vilja leggja henni lið með
ýmsu móti. Fyrsti áfanginn í sam-
starfinu er að leikhópurinn mun frum-
flytja nýjan íslenskan einleik á Act Alone
að ári,“ segir Elfar Logi og tekur fram að
of snemmt sé að segja frá verkinu. „En
þó má nefna að verkið tengist hinum
gjöfula Íslendingasagnaarfi, en hann
hefur reynst gjöfull brunnur og hentar
einleiksforminu einstaklega vel.“
Unnið með Íslendingasagnaarfinn
VESTURPORT FRUMSÝNIR EINLEIK Á ACT ALONE ÁRIÐ 2013