Morgunblaðið - 05.07.2012, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2012
bbbmn
Gítarleikarinn Kristján Eld-járn hafði skipað sér í hópfremstu gítarleikara lands-ins þegar hann lést um ald-
ur fram fyrir tíu árum, einungis þrí-
tugur að aldri.
Platan Gítarmaður
sem nú kemur út
inniheldur upp-
tökur frá burtfar-
artónleikum Krist-
jáns. Fyrri
tónleikarnir, djass-
gítartónleikar FÍH frá árinu 1996,
eru á fyrri hluta plötunnar en svo tek-
ur við upptaka frá lokatónleikum
Kristjáns frá Tónskóla Sigursveins
frá árinu 1996 þar sem Kristján lék
klassíska tónlist. Á FÍH-tónleikunum
koma fábærir hljóðfæraleikarar fram
ásamt Kristjáni en þeir eru Einar
Scheving, Tómas R. Einarsson og
Þórir Baldursson ásamt Agnari Má
Magnússyni.
Kristján var fjölhæfur gítarleikari
sem heyrist vel á skífunni. Djassinn
lék í höndunum á honum ekki síður
en klassíkin þar sem aginn ræður
ríkjum. En platan er ekki bara góð
heimild um hljóðfæraleikarann, þar
sem tvö frumsamin lög eftir Kristján
er að finna á plötunni: Vélsög og va-
selín og Naumhyggju. Í þeim heyrist
vel næmi Kristjáns fyrir leikandi mel-
ódíum og spilagleðin skilar sér vel á
upptökunni. Þrátt fyrir að aldrei hafi
líklega verið lagt upp með að gefa út
upptökurnar er lítið yfir þeim að
kvarta og hljómurinn á plötunni er
ágætur en það var S. Husky Ho-
skulds sem sá um að snúa tökkunum.
Síðasta lag plötunnar er svo Stál og
hnífur Bubba okkar Morthens í
skemmtilegri klassískri útsetningu
sem Kristján lék oft eins og fram
kemur í kynningu hans á laginu. Gít-
armaður er fín heimild um frábæran
tónlistarmann.
Fín heimild
um gítarmanninn
Geisladiskur
Kristján Eldjárn - Gítarmaður
HALLUR MÁR
TÓNLIST
Gítarmaður Kristján Eldjárn lék jafnt á klassískan gítar og rafgítar.
Hljómsveitin Tilbury heldur út-
gáfutónleika í Iðnó í kvöld vegna
fyrstu breiðskífu sinnar Exorcise.
Skífan sú mun hafa setið í toppsæti
plötulista gogoyoko tónlistarveit-
unnar í nokkrar vikur og hefur
hljómsveitin því enn frekara tilefni
til fögnuðar. Þá hefur lag af plöt-
unni, „Tenderloin“, farið um öldur
ljósvakans og setið ofarlega á vin-
sældalistum. Hljómsveitina skipa
þeir Þormóður Dagsson, Kristinn
Evertsson, Örn Eldjárn, Guð-
mundur Óskar og Magnús Trygva-
son Eliassen.
Á tónleikunum í kvöld verður öll
platan flutt af hljómsveitinni og
munu valinkunnir tónlistarmenn
veita aðstoð við flutninginn, að því
er fram kemur í tilkynningu. Ki-
riyama Family mun sjá um að hita
tónleikagesti upp og nýtt mynd-
band Tilbury, við lagið „Drama“
verður auk þess frumsýnt en það
unnu Helgi Jóhannsson og Atli við-
ar Þorsteinsson. Gleðin hefst kl. 21.
Útgáfutónleikar í Iðnó
Tilberar Drengirnir í Tilbury
baðaðir litríkum neonljósum.
Tökum á Hollywood-myndinni Obli-
vion hér á landi lauk mánudaginn sl.
og stjarna myndarinnar, Tom
Cruise, er farin af landi brott. Frétt-
ir af skilnaði Cruise og Katie
Holmes hafa tröllriðið fjölmiðlum
síðustu daga og litlar sem engar
fréttir borist af kvikmyndinni sem
leikstýrt er af Joseph Kosinski, leik-
stjóranum sem gerði Tron: Legacy.
Kvikmyndavefurinn Reelz greinir
þó frá því að Kosinski hafi fengið
frönsku rafhljómsveitina M83 til að
semja tónlist við myndina. Tónlist-
ina við Tron: Legacy samdi einnig
frönsk rafhljómsveit, Daft Punk,
með prýðilegum árangri en sú mynd
var mikið sjónarspil.
Oblivion er byggð á samnefndri
teiknimyndasögu sem Kosinski
samdi. Myndin segir af hermanni
sem dæmdur er af herdómstóli og
sendur til fjarlægrar plánetu þar
sem hann á að útrýma geimverum.
Myndin verður frumsýnd 26. apríl á
næsta ári. Auk Cruise fara með
helstu hlutverk í myndinni Olga
Kurylenko, Morgan Freeman,
Andrea Riseborough, Melissa Leo,
Nikolaj Coster-Waldau og Zoe Bell.
M83 semur fyrir Oblivion
AFP
Fjölmiðlafár Kvikmyndin Oblivion fellur í skuggann af skilnaði Tom Cruise
og Katie Holmes. Hér sjást þau á góðri stundu árið 2010.
Ástir, kynlíf og
Rokk og Ról
Tom Cruise er
stórkostlegur sem
rokkarinn Stacy Jaxx
Spennuhrollur sem fær hárin til að rísa !
FráORIN PELI, höfundi
Paranormal Activity
- „Spooky as hell“
– S.B. - Dread Central
EGILSHÖLL
1010
10
10
12
16
VIP
12
12
12
12
12
L
L
L
L
ÁLFABAKKA
12
L
L
AKUREYRI
16
16
16
KEFLAVÍK
12
16
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
AMAZINGSPIDER-MAN KL. 5 - 8 - 10:50 3D
AMAZINGSPIDER-MANVIP KL. 5 - 8 - 10:50 2D
AMAZINGSPIDER-MAN KL. 4 - 10:10 2D
CHERNOBYLDIARIES KL. 8 - 10:50 2D
ROCKOFAGES KL. 5:30 - 8 - 10:502D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 3D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D
SNOWWHITE KL. 8 - 10:10 2D
THEDICTATOR KL. 8 2D
UNDRALAND IBBA ÍSL.TALI KL. 3:40 2D
10
12
12
L
L
L
KRINGLUNNI
16
ROCKOFAGES KL. 5:20 - 8 2D
CHERNOBYLDIARIES KL. 10:40 2D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 5:50 - 8 3D
MADAGASCAR3M/ÍSL.TALI KL. 5:50 2D
MADAGASCAR3M/ENSKU.TALI KL. 10:10 2D
LOL KL. 8 2D
THEAVENGERS KL. 10:10 2D
AMAZINGSPIDER-MANKL. 5:10 - 8 - 9 - 10:50 3D
AMAZINGSPIDER-MAN KL. 6 - 10 2D
CHERNOBYLDIARIES KL. 8 - 10:40 2D
ROCKOFAGES KL. 5:20 - 8 2D
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 6 3D
MADAGASCAR3 ÍSLTAL KL. 6 3D
ROCKOFAGES KL. 8 2D
CHERNOBYLDIARIES KL. 10:20 2D
UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2D
LOL KL. 8 2D
SAFE KL. 10:20 2D
THEAMAZINGSPIDERMAN KL. 8 - 10:50 3D
LOL KL. 8 2D
SAFE KL. 10 2D
VINSÆLASTA SÖGUPERSÓNA VERALDAR SNÝR AFTUR Á
HVÍTA TJALDIÐ Í SUMARSTÓRMYND ÁRSINS!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D
– T.V. - KVIKMYNDIR.IS – V.J.V - SVARTHÖFÐI