Morgunblaðið - 19.07.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.07.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Húsið nánast sprakk,“ sagði Ásmundur Frið- riksson sem stóð fyrir Skötumessu 2012 í Garð- inum í gærkvöldi. Ekki færri en 400 manns nutu skötunnar og fjölbreyttrar skemmtidagskrár. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, var veislustjóri og Jóhannes Kristjánsson eftirherma á meðal skemmtikrafta. Rætt var um hvor yrði líkari Guðna. „Ég verð að segja að Jóhannes malaði Guðna alveg,“ sagði Ásmundur. Húsið nánast sprakk vegna fjölmennis á Skötumessu 2012 í Garðinum í gærkvöldi Ljósmynd/Víkurfréttir Ekki færri en 400 manns nutu þjóðlegra kræsinga Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við skiljum ekkert í því hvers vegna ráð- herra vill ekki að við komum með gjaldeyr- istekjur inn í þjóðarbúið,“ segir Guðmundur Krist- jánsson, útgerðarmaður í Brimi ehf. Skip á vegum Brims eru á tilraunaveiðum í Græn- landslögsögu. Síðastliðinn mánudag gekk í gildi reglu- gerð frá sjávarútvegsráðu- neytinu sem segir til um að veiðar á grálúðu, kol- munna, loðnu, makríl, norsk-íslenskri síld og út- hafskarfa í lögsögum annarra ríkja séu óheim- ilar án sérstaks leyfis Fiskistofu. Jafnframt segir hún til um að leyfisveitingar séu háðar því „að fyrir hendi séu samningar um nýtingu á viðkomandi stofni með tilheyrandi aðgangi að lögsögu þess ríkis sem um ræðir“. Að sögn Guðmundar eru ekki til skip í Grænlandi sem hentug eru til makrílveiða. Brim ehf. hefur eitt íslenskra fyrirtækja gert út skip til makrílveiða í fiskveiðilögsögu Grænlands. Nú eru þar tvö skip hjá fyrir- tækinu sem mega klára veiðiferðina. Önnur ferð er háð leyfisveitingu frá Fiskistofu. Makríll í DNA-greiningu Guðmundur Kristjánsson telur að sá makr- ílstofn sem er í Grænlandi og fyrir vestan Ís- land sé ekki af hinum sameiginlega makríl- stofni sem Íslendingar deila nú með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusam- bandinu. Þar af leiðandi eigi reglugerðin ekki við um makrílveiðar á Grænlandsmiðum. Eins telur hann að sá makríll sem sé vestur af Ís- landi sé af öðrum stofni en sá sem er fyrir austan landið. Sá sem er fyrir austan landið er af sameiginlegum stofni Evrópusambandsins, Noregs, Færeyinga og Íslands. Ekki liggur fyrir nýtingarsamningur á milli þessara þjóða. Um þennan makrílstofn snýst makríldeilan. „Við ætlum að senda makrílinn sem við veið- um á Grænlandi í DNA-greiningu. Við teljum að sá makríll sem við veiðum vestur af landinu sé af allt annarri tegund en sá makríll sem veiðist fyrir austan. Að sögn fiskifræðinga Evrópusambandsins og Noregs er enginn makríll í grænlenskri lögsögu. Við höldum að makríllinn þar og fyrir vestan Ísland komi sunnan og vestan að, frá Ameríku og Kanada. Þar eru miklar makrílslóðir. Það passar alveg ef Golfstraumurinn er skoðaður. Makríllinn fylgir honum og kemur hingað í ætisleit. Við höfum þetta ekki staðfest en ætlum að taka DNA-sýni af makrílnum fyrir vestan og fyrir austan til þess að staðfesta grun okkar,“ segir Guðmundur. Engar upplýsingar eða svör fengust í sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í gær um málið þegar eftir því var leitað. Undrast bann við veiðunum  Ný reglugerð hamlar veiðum á Grænlandsmiðum  Markmiðið að vernda sameiginlega stofna  Út- gerðarmaður telur makríl ekki af samevrópskum stofni  Ekki sami makríll fyrir austan og fyrir vestan Guðmundur Kristjánsson Makríll DNA-sýni verða greind. Hæstarétti hafa borist tvær kærur vegna nýafstaðinna forsetakosninga en í þeim er farið fram á að kosning- arnar verði ógiltar. Önnur kæran var lögð fram af Ástþóri Magnússyni en hann átelur vinnubrögð yfirkjör- stjórnar varðandi meðmælendalista og telur ákvörðun innanríkisráðu- neytisins um að framboð hans væri ógilt enga stoð hafa átt í lögum. Hina kæruna lögðu fram Guð- mundur Magnússon, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir og Rúnar Björn Her- rera, en þau telja að kjörstjórnir hafi brotið gegn stjórnarskránni og meg- inreglum um frjálsar, óþvingaðar og leynilegar kosningar, með því að meina fötluðum að njóta aðstoðar að- stoðarmanns að eigin vali í kjörklef- anum. Frestur innanríkisráðuneytis, yfir- kjörstjórnar Norðvesturkjördæmis og frambjóðendanna sex sem voru í kjöri til að gera athugasemdir við kæru Ástþórs rennur út í dag. Hann mun í kjölfarið fá stuttan frest til að tjá sig um athugsemdirnar og mun Hæstiréttur að því loknu taka ákvörð- un, segir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar. Hann segir að hliðstætt ferli muni eiga sér stað varðandi hina kæruna. „Líklega verður þetta sent þá til yf- irkjörstjórna í öllum kjördæmum og síðan til allra frambjóðendanna en ekki til ráðuneytisins. Og stuttur frestur gefinn til að koma fram at- hugasemdum,“ segir Markús. Hann segir að málin verði að klárast áður en kemur að auglýstum fundi um útgáfu kjörbréfs, þ.e. föstudaginn 27. júlí. Tvær kærur borist Hæsta- rétti vegna kosninganna  Klára verður málin fyrir 27. júlí Morgunblaðið/Sverrir Skógareldarnir á Tenerife héldu áfram að breiðast út í Guia de Isora-sveitarfélaginu í gær en útlit var fyrir að tekist hefði að tak- marka útbreiðslu eldanna við bæ- inn Vilaflor. Mikil hætta er þó enn talin á ferðum og verður brott- fluttum íbúum ekki leyft að snúa aftur að sinni. Guðrún Þorsteinsdóttir, far- arstjóri hjá Heimsferðum, sagði í gærkvöldi að veðurspáin gerði ráð fyrir að kólna myndi með kvöldinu og vonir stæðu þá til að ef eldurinn breiddi ekki mikið úr sér yfir nótt- ina, yrði hægt að ná betur utan um ástandið í dag. Framhaldið réðist þó af vindáttum en yfirvöld telja að það muni taka a.m.k. eina til tvær vikur að ráða að niðurlögum elds- ins. Skógareldarnir á eyjunni Tenerife breiða enn úr sér AFP Eldar Um 3-400 Íslendingar eru á Tenerife en þeir eru ekki í hættu. eftir Þorstein Mar „Manni leiddist aldrei á meðan lestrinum stóð.“ JKG, Nörd Norðursins „Hin fínasta lesning, frjó hugmyndagleði einkennir hana.“ BHÓ, Skorningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.