Morgunblaðið - 19.07.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Forysta VG sendi flokksfólkiskrítið bréf á dögunum um
stöðu ESB-mála. Viðtakendum brá
er þeir sáu hve forysta þeirra er
orðin langt leidd. Jón Bjarnason,
fyrrverandi sjáv-
arútvegsráðherra,
skrifaði:
Það orðaval semþarna er notað
er eins og hörðustu
ESB-sinnarnir í for-
ystu Samfylkingarinnar nota til
þess að réttlæta áframhaldandi að-
lögun og aðildarviðræður við Evr-
ópusambandið.
Ég hygg að mörgum sé nóg boð-ið í grasrót flokksins, að ekki
sé talað um þá sem hafa yfirgefið
flokkinn vegna þessa máls.“
Og Jón bætti við:
Þetta er staðfesting á því að for-ysta flokksins er höll undir að-
ild að Evrópusambandinu. Það gef-
ur auga leið að ég er fullkomlega
andvígur þessari nálgun.
Fyrir félaga í Vinstri grænumætti það að vera löngu ljóst –
og það liggur fyrir í samþykktum
flokksins – að það á ekki að þurfa
að kíkja í pakkann til þess að kom-
ast að því hvað í aðild felst.
Þjóðin er meira en tilbúin til aðhætta ESB-vegferð ríkisstjórn-
arinnar.
Vinstri hreyfingin - grænt fram-boð var m.a. stofnuð til að
berjast gegn aðild að ESB.
Svona ummæli ganga því þvert ástefnu flokksins og vilja gras-
rótarinnar.“
Jón Bjarnason
Rammvilltir á V-
egferð G-lötunar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 18.7., kl. 18.00
Reykjavík 14 alskýjað
Bolungarvík 12 alskýjað
Akureyri 11 rigning
Kirkjubæjarkl. 12 rigning
Vestmannaeyjar 13 rigning
Nuuk 10 léttskýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 15 skýjað
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 18 skýjað
Lúxemborg 23 heiðskírt
Brussel 18 léttskýjað
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 15 skúrir
London 18 skýjað
París 26 heiðskírt
Amsterdam 17 skýjað
Hamborg 17 skýjað
Berlín 21 skýjað
Vín 25 léttskýjað
Moskva 18 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 37 léttskýjað
Barcelona 28 heiðskírt
Mallorca 33 heiðskírt
Róm 31 heiðskírt
Aþena 30 heiðskírt
Winnipeg 23 skýjað
Montreal 22 léttskýjað
New York 36 heiðskírt
Chicago 29 skýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:56 23:14
ÍSAFJÖRÐUR 3:28 23:52
SIGLUFJÖRÐUR 3:09 23:36
DJÚPIVOGUR 3:17 22:51
Róbert Spanó, lagaprófessor og for-
seti lagadeildar Háskóla Íslands,
hefur verið settur umboðsmaður Al-
þingis í 12 málum. Sú tilhögun kem-
ur til vegna mikillar fjölgunar kvart-
ana og tafa á lokaafgreiðslu mála. Á
vef umboðsmanns segir að á milli
áranna 2010 og 2011 hafi málum
embættisins fjölgað um 40%.
Tryggvi Gunnarsson, kjörinn um-
boðsmaður Alþingis, fór þess á leit
við forsætisnefnd Alþingis að heim-
ild í lögum um umboðsmann Alþing-
is yrði nýtt til að setja einstakling
sem umboðsmann til að fjalla um og
ljúka afgreiðslu mála sem hann viki
sæti í. Fallist var á umleitanir
Tryggva og Róbert var settur um-
boðsmaður en hann var áður aðstoð-
armaður umboðsmanns og síðar
settur umboðsmaður Alþingis á ár-
unum 2009-2010 meðan Tryggvi
gegndi störfum í rannsóknarnefnd
Alþingis.
Koma nýjum málum í farveg
„Við höfum lagt kapp á að koma
öllum nýjum málum í farveg. Það er
mikilvægt að fólk viti hvort við get-
um fjallað um tiltekið erindi. Þessi
fjölgun nýrra mála hefur hins vegar
leitt til þess að tafir hafa orðið á
lokaafgreiðslu eldri mála sem ljúka
þarf með álitum eða ítarlegum loka-
bréfum. Þessar aðgerðir okkar núna
miða að því að vinna gegn þessum
töfum,“ segir Tryggvi Gunnarsson,
umboðsmaður Alþingis.
Róbert Spanó
er settur um-
boðsmaður í tólf
málum en
Tryggvi segir að
þegar afgreiðslu
þeirra ljúki verði
staðan end-
urmetin og þá
komi í ljóst hvort
afgreiðslutími
mála sé orðinn
ásættanlegur.
Að sögn Tryggva hefur málum á
borði embættisins verið að fjölga
undanfarin ár. Þannig voru málin
346 árið 2008 en árið 2011 voru þau
528 og hafi fjölgunin verið mest milli
2010-2011 eða um 40%. Sama þróun
hélt áfram í byrjun þessa árs en
heldur hefur dregið úr henni í sum-
ar. „Það er ekki hægt að segja að
þessi fjölgun nýrra mála skýrist af
einhverjum einum málaflokki. Málin
sem koma til okkar eru frekar tengd
því sem er að gerast hverju sinni í
stjórnsýslunni og þjóðfélaginu.“
Tryggvi segir að ekki hafi verið
rætt um að styrkja embættið frekar
í kjölfar aukins álags. „Í sjálfu sér
ekki. Aðeins var bætt í fjárveitingar
til okkar fyrir þetta ár en frekari
styrking hefur ekki verið rædd.
Staðan verður væntanlega metin
fyrir gerð fjárlaga næsta árs. Við
þurfum einfaldlega að haga rekstr-
inum eftir fjárveitingum hverju
sinni.“ heimirs@mbl.is
Umboðsmaður
bregst við töfum
Róbert Spanó til liðs við embættið
Tryggvi
Gunnarsson
Vísitala leiguverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,3%
í júní frá fyrra mánuði skv. upplýsingum á vef Þjóðskrár. Mikill munur er á
leiguverði á höfuðborgarsvæðinu og dýrast að leigja stúdíóíbúð vestan
Kringlumýrarbrautar. Þar kostar fermetrinn 2.219 krónur, en í 4 til 5 her-
bergja íbúð á sama svæði kostar hann 1.465 krónur. Miðað við þetta ætti
meðalverð fyrir um 40 ferm. stúdíóíbúð í Vesturbænum eða á Seltjarnarnesi
að vera tæpar 90 þúsund kr., en 120 ferm. íbúð á sama svæði yrði leigð á
rúmar 175 þúsund. Í Reykjavík, milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanes-
brautar, er meðalverð 167 þúsund fyrir 120 ferm. íbúð. Í Breiðholtinu er
meðalleiga fyrir 120 ferm. íbúð 153 þúsund kr. skv. upplýsingunum. Hins
vegar er ódýrast að leigja slíka íbúð á Norðurlandi, að Akureyri undanskil-
inni, en meðalleiga fyrir 120 ferm. íbúð á Norðurlandi er um 60 þúsund.
Dýrast í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI - SÍMI: 462 4646