Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Sigurður Líndal, prófessor em-
eritus, efast um að nokkur ein-
staklingur geti átt aðild að máli
varðandi ógildingu á þjóð-
aratkvæðagreiðslu um tillögur
stjórnlagaráðs sökum skorts á lög-
vörðum hagsmunum.
Eins og Morgunblaðið greindi frá
í gær lítur innanríkisráðuneytið svo
á að 20. október sé kjördagur þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar þangað til
að ráðuneytið heyrir annað frá Al-
þingi. Áður hafði innanríkisráðu-
neytið sjálft óskað eftir því að Al-
þingi staðfesti endanlegan kjördag
þjóðaratkvæðagreiðslunnar en í
ályktun Alþingis um atkvæða-
greiðsluna segir að hún skuli fara
fram eigi síðar en 20. október.
Í viðtali sem birtist í Morg-
unblaðinu síðastliðinn laugardag
greindi síðan Sigurður frá því að Al-
þingi þyrfti að ákveða kjördag í síð-
asta lagi 20. júlí ef það ætlaði sér að
halda atkvæðagreiðsluna 20. októ-
ber næstkomandi og að hann gæti
ekki betur séð en að þjóðarat-
kvæðagreiðslan yrði markleysa ef
þingið virti lögbundna fresti að vett-
ugi. „Ég held að Alþingi eitt geti þá
gert eitthvað í málinu. Það er að
segja ákveðið að hætta við þetta eða
taka nýja ákvörðun um kjördag á
grundvelli laganna,“ segir Sigurður
aðspurður hver gæti mögulega átt
aðild að ógildingarmáli tengdu at-
kvæðagreiðslunni.
Ósammála lagatúlkun
Sigurðar
Björg Thorarensen lagaprófessor
segist vera ósammála túlkun Sig-
urðar Líndal á ákvæðum laga um
framkvæmd þjóðaratkvæða-
greiðslna. „Ég tel að lögin gefi svig-
rúm til þess að ákveða með þings-
ályktun að þjóðaratkvæðagreiðsla
fari fram og að það líði þrír mánuðir
frá þeim tíma. Síðan segir í öðru
ákvæði laganna að Alþingi ákveði
kjördaginn en í skýringum með
frumvarpinu segir að ákvörðun um
dagsetningu þurfi ekki nauðsynlega
að vera tekin í sömu ályktun og
ákvörðun um að atkvæðagreiðslan
fari fram,“ segir Björg.
Að sögn Bjargar lítur hún svo á
að þriggja mánaða fresturinn sem
kveðið er á um í lögunum byrji því
að líða þegar upphaflega er tekin
ákvörðun um að halda þjóð-
aratkvæðagreiðslu en ekki þegar
tekin er síðar ákvörðun um kjördag
hennar.
Aðspurð hvort hún telji Alþingi
hafa nú þegar ákveðið endanlegan
kjördag atkvæðagreiðslunnar með
ályktun sinni segir Björg: „Þetta er
frekar óvenjulegt en komið hefur
fram að ef Alþingi ákveður ekki
annað þá sé miðað við þennan dag
og ég held að Alþingi hafi svigrúm
til þess að ákveða þetta með þessum
hætti, enda sé náð þeim tilgangi
ákvæðis um þriggja mánaða tíma-
frest að nægileg kynning fari fram.“
Að sögn Bjargar segir í 1. mgr.
13. gr. laga um framkvæmd þjóð-
aratkvæðagreiðslna að kærur um
ólögmæti atkvæðagreiðslu, aðrar en
refsikærur, skuli sendar landskjör-
stjórn til úrlausnar. „Þannig að það
liggur þá ljóst fyrir að þeir sem vilja
kvarta undan atkvæðagreiðslunni,
þegar hún fer fram, hafa þann kost
að senda kæru um ólögmæti at-
kvæðagreiðslunnar til landskjör-
stjórnar,“ segir Björg og bætir við:
„Eins og málið er vaxið á raunveru-
lega enginn lögvarinna hagsmuna
að gæta enda er þetta óbindandi
niðurstaða. Þannig að ég myndi við
fyrstu skoðun telja að þetta væri þá
frekar almenn heimild til að kæra.“
„Það virðist liggja í augum uppi
að þingmeirihlutinn þarf að vanda
sig mjög vel því að hann má ekki við
meira klúðri í sambandi við þetta
mál,“ segir Stefanía Óskarsdóttir
stjórnmálafræðingur og bætir við
að hún telji að meirihlutinn hljóti að
skoða málið betur og gæti þess að
það standist lagalega séð.
Hefur engin áhrif á störf hóps
Að sögn Páls Þórhallssonar,
skrifstofustjóra löggjafarmála hjá
forsætisráðuneytinu, hefur málið
engin áhrif á störf sérfræðingahóps,
sem hann tilheyrir, og vinnur nú að
því að fara yfir tillögur stjórnlag-
aráðs en að hans sögn var vinna
hópsins sett af stað óháð því hvað
kæmi út úr þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni. „Við erum aðeins að undirbúa
frumvarp á grundvelli tillagna
stjórnlagaráðs og síðan ákveður
nefndin, eða meirihluti hennar,
hvað hún gerir við okkar afurð,“
segir Páll og bætir við: „Alþingi
hlýtur svo að meta niðurstöður
þjóðaratkvæðagreiðslunnar og nota
þær til að meta hvort frumvarpinu
verður eitthvað breytt og þá erum
við búin að vinna þessa grunn-
vinnu.“
Vafi um aðild að ógildingarmáli
Lagaprófessorar segja engan eiga lögvarinna hagsmuna að gæta í tengslum við þjóðaratkvæða-
greiðslu um tillögur stjórnlagaráðs Þá greinir á um hvort Alþingi hafi nú þegar ákveðið kjördag
Morgunblaðið/Golli
Ógilding Kosningarnar til stjórnlagaþingsins voru, eins og alkunna er,
ógiltar af Hæstarétti vegna ýmissa ágalla á framkvæmd þeirra.
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði l
agðar til grundvallar
frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lag
ðar til
grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá
.
Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs ve
rði lagðar til
grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá
.
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði nátt
úruauðlindir sem ekki eru í
einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já.
Nei.
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæ
ði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já.
Nei.
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði pers
ónukjör í kosningum til
Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já.
Nei.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæ
ði um að atkvæði kjósenda
alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já.
Nei.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæ
ði um að tiltekið hlutfall
kosningarbærra manna geti krafist þess að
mál fari í þjóðarat-
kvæðagreiðslu?
Já.
Nei.
Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp
er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár
umræður
og getur tekið breytingum í meðförum þing
sins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa
Alþingi
og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fr
am að nýju og samþykki Alþingi það óbreyt
t taka
breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu
forseta. Stjórnlagaráð hefur skilað Alþingi t
illögum
að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Verði þa
ð lagt fram sem frumvarp á Alþingi fær það
þá
meðferð sem lýst hefur verið.
Kjörseðill
Merkið aðeins við eitt svar við hverri spurnin
gu.
Heimilt er að sleppa því að svara einstökum
spurningum.
Björg
Thorarensen
Páll
Þórhallsson
Sigurður
Líndal
Stefanía
Óskarsdóttir
Ekki alvörukjörseðill Reikna má með að kjörseðlar atkvæðagreiðslunnar
muni líta nokkurn veginn svona út. Kjósendur verða spurðir sex spurninga.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Eitt þekktasta dæmið um að
kröfu hafi verið hafnað af Hæsta-
rétti Íslands vegna skorts á lög-
vörðum hagsmunum er frægt
dómsmál frá árinu 1994.
Málavextir voru þeir að Björn
S. Stefánsson stefndi utanrík-
isráðherra fyrir hönd íslenska rík-
isins og krafðist viðurkenningar á
því að samningurinn um Evr-
ópska efnahagssvæðið fæli í sér
framsal á stjórnarskrárbundnu
valdi og að líkt vald yrði einungis
framselt með þeim hætti að hon-
um, sem kjósanda til Alþingis,
gæfist kostur á að koma að mál-
inu.
Í dómi Hæstaréttar segir svo
um kröfu Björns: „Samkvæmt 1.
mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991
verða dómstólar ekki krafðir álits
um lögfræðileg efni nema að því
leyti sem nauðsynlegt er til úr-
lausnar um ákveðna kröfu í
dómsmáli. Krafa sóknaraðila er
ekki lögvarin í skilningi 2. mgr.
þessa ákvæðis og felur því í raun
í sér beiðni um álit dómstóla án
tengsla við úrlausn ákveðins sak-
arefnis. Með þessari athugasemd
og skírskotun til forsendna hins
kærða úrskurðar að öðru leyti
ber að staðfesta hann.“
Kröfu um ógildingu EES-
samningsins var hafnað
ENGIR LÖGVARÐIR HAGSMUNIR TIL STAÐAR VARÐANDI EES
EES Málinu var vísað frá dómi vegna
skorts á lögvörðum hagsmunum.
Í rafhlöðum eru efni sem eru skaðleg
náttúrunni. Þær mega því alls ekki fara í
almennt sorp að notkun lokinni.
Efnamóttakan leggur heimilum og
fyrirtækjum til ókeypis kassa til að auðvelda
söfnun á ónýtum rafhlöðum. Einnig má setja
í hann ónýt smáraftæki.
Kassinn er margnota og hann má nálgast á
söfnunarstöðvum sveitarfélaga.
Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is
Rafhlöðukassi
Það má losa úr kassanum á
söfnunarstöðvum sveitarfélaga
(endurvinnslustöðvum). Einnig er víða
tekið á móti rafhlöðunum í sérstakar
rafhlöðutunnar á bensínstöðvum N1 og Skeljungs.
Hvert á að skila?