Morgunblaðið - 19.07.2012, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Hátíðin Kátt í Kjósinni verður hald-
in laugardaginn 21. júlí.
Meðal annars verður boðið upp á
viðburði, leiðsagnir um sögustaði
og lífríki fjörunnar, markað með
matvöru og handverki, sýningar og
margt fleira. Heimsmeistaramót í
heyrúlluskreytingum verður haldið
á túninu við Eyrarkot, teymt undir
börnum og boðið frítt í veiði í
Meðalfellsvatni svo fátt eitt sé
nefnt. Viðburðir verða frá kl. 12-20
og má sjá dagskrána á vef Kjós-
arstofu, www.kjosarstofa.
Einn af sölubásunum í Fé-
lagsgarði þetta árið verður tileink-
aður Unicef barnahjálpinni. Eru
börn hvött til að taka til í leik-
fangasafninu sínu og gefa til styrkt-
ar barnastarfinu. Tekið er við leik-
föngum í Félagsgarði frá kl. 11.
Kjósin Hátíðin er vel sótt ár hvert.
Kátt í Kjósinni
Knattspyrnumótið Vodafone Rey
Cup verður 10 ára í ár. Af því tilefni
mun Vodafone í samstarfi við af-
mælisnefnd Vodafone Rey Cup
blása til heljarinnar útitónleika-
veislu í Laugardalnum föstudaginn
27. júlí.
Fyrstur á svið klukkan 18 verður
DJ Logi Pedro. Klukkan 19 stígur
fyrrum Þróttarinn Jón Jónsson
fram á sviðið. Botninn í tónleikana
slær hljómsveitin Retro Stefson en
sveitin hefur leik klukkan 20.
Aðgangur er ókeypis.
Fjör í Laugardalnum
Dylan-guðsþjón-
usta verður
haldin í Þor-
geirskirkju í
Ljósavatns-
skarði sunnu-
daginn 22. júlí
kl. 20:30.
Sr. Bolli Pét-
ur Bollason pré-
dikar og fjallar
um texta hins heimsþekkta tón-
listarmanns Bob Dylan og flytur
ritningartexta sem hafa orðið
honum innblástur við textasmíð.
Snorri Guðvarðsson og Kross-
bandið flytja lög og texta eftir
Dylan og hefst flutningur þeirra
20 mínútum fyrir upphaf guðs-
þjónustunnar.
Allir eru velkomnir í guðsþjón-
ustuna.
Dylan-guðsþjónusta
í Þorgeirskirkju
Bob Dylan
STUTT
Erlendur karlmaður um þrítugt var
handtekinn af lögreglu á Akureyri
fimmtudaginn 12. júlí síðastliðinn,
grunaður um að hafa komið fyrir
afritunarbúnaði fyrir greiðslukort á
hraðbanka í miðborg Reykjavíkur.
Búnaðurinn fannst 7. júlí og hef-
ur fjármunabrotadeild lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu haft málið til
rannsóknar en ekki er talið að tek-
ist hafi að koma afrituðum greiðslu-
kortaupplýsingum í umferð, sam-
kvæmt tilkynningu frá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta mun vera annað málið af
þessu tagi sem kemur upp á árinu
en mál af þessum toga kom fyrst
upp árið 2006. Ekki er vitað til þess
að neinn hafi komist upp með afrit-
un greiðslukorta hérlendis án þess
að lögreglu hafi tekist að hafa
hendur í hári hinna brotlegu en það
ber helst að þakka „góðri samvinnu
milli lögreglu, banka og greiðslu-
kortafyrirtækja við rannsókn
þeirra,“ segir í tilkynningunni. Þá
hafi lausn þessara mála oftar en
ekki byggst á öflugri löggæslu á
Keflavíkurflugvelli.
Fundu afritunar-
búnað á hraðbanka
Sá grunaði handtekinn á Akureyri
Afritun Hér má líta búnaðinn sem notaður er til að afrita kortin en örin
bendir á myndavélaopið sem er varla sjáanlegt.
Örsmátt Minna en blýantsoddur.