Morgunblaðið - 19.07.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.07.2012, Qupperneq 20
Veiðisvæði makríls árið 2011 <2 2-10 10-25 25-50 >50 Dekkstu svæðin sýna mestan afla (tonn/sjm2). Enn er ekki búið að kortleggja staðsetningu makríls á Íslandsmiðum árið 2012. Fregnir hafa borist af honum út af Vestur-, norðaustur- og Norðulandi ólíkt fyrri árum. FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is B reytt makrílgengd hefur leitt til þess að hags- munir Íslendinga vegna hans hafa vaxið verulega. Árið 2004 var makrílafli íslenskra skipa 4.000 tonn en árið 2011 var hann orðinn 159 þúsund tonn. Tekjur Íslendinga af makrílveiðum með lýsi og mjöli námu 26 milljörðum króna árið 2011. Makríll finnst víða Hafrannsóknastofnun er nú í rannsóknarleiðangri til þess að kort- leggja það hvar makríllinn liggur við landið. Fram til þessa hefur mest veiðst af honum sunnan við landið. Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir margt benda til þess að hann megi finna víðar við landið. Flestar frá- sagnir af makríl hafa borist af hon- um fyrir vestan land. Jafnframt hafa borist sögur af honum á Norður- landi, við Siglufjörð og Vatnsnes. „Það er ljóst af þeim sögum sem við höfum fengið að makrílgöngur eru meiri vestur um land eins og við Hólmavík og Steingrímsfjörð. En við höfum einnig fengið fjölda til- kynninga af honum í Húnaflóa, bæði við Vatnsnes og Siglunes út af Siglu- firði,“ segir Hrafnkell. „Eins höfum við fengið sögur af honum austar en áður, frá Eskifirði, Seyðisfirði og Borgarfirði eystri svo dæmi séu nefnd. Aftur á móti hefur minna heyrst af honum á Suðurlandi þar sem hann hefur veiðst hvað mest undanfarin ár,“ segir Hrafnkell. Hlýrri sjór leiðir markríl til landsins Makríllinn finnst í Miðjarð- arhafi, Svartahafi og í Norður- Atlantshafi frá Madeira og Azor- eyjum norður að Noregsströndum. Undanfarin ár hefur hann í vaxandi mæli gengið inn í íslensku efnahags- lögsöguna samfara auknum hlýind- um í hafinu umhverfis landið. Sum- arið 2010 var talið að meira en milljón tonn hefðu gengið inn í lög- söguna. Áður en þessar miklu göngur hófust á Íslandsmið var makríllinn aðeins flækingur hér á landi. Fyrst varð vart við hann í torfum árið 1904 fyrir Norðurlandi og svo reglulega á fyrri hluta síðustu aldar, meðal ann- ars við Keflavík 1934 og í Skerjafirði 1938. Einnig var allmikið um hann undan Suðvesturlandi sumarið 1987 og við Suðurland 1991. Fram til ársins 2006 var markíll einkum veiddur í Noregi og af þjóð- um Evrópusambandsins. Alþjóðahafrannsóknaráðið mælti með um 600 þúsund tonna markílkvóta fyrir árið 2011 svo tryggja mætti sjálfbærni stofnsins. Íslendingar settu sér 150 þúsund tonna kvóta en Færeyingar 155 þús- und tonna kvóta. Þjóðir Evrópusam- bandsins veiddu svo um 600 þúsund tonn. Heildarafli var því rúm 900 þúsund tonn sem er töluvert um- fram ráðleggingar. Heildarafli Ís- lendinga af veiðinni er 16-17%. Gert er ráð fyrir veiðum á um 145 þúsund tonnum af makríl árið 2012. Hnignun sandsílisstofns tengd makríl Makríll er í um 4-5 mánuði á Ís- landsmiðum ár hvert og nærist með- al annars á sandsíli. Í fyrirlestri Ro- berts Fumes, prófessors við Háskólann í Glasgow, í Háskóla Ís- lands 16. desember á síðasta ári kom fram í máli hans að líklegasta skýr- ingin á hnignun sandsílisstofns hér við land mætti að hluta til skýra með komu makríls inn í ís- lenska lögsögu. Makríllinn kominn norður fyrir land 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÖgmundurJónassoninnanríkis- ráðherra segir að- spurður að ráðu- neyti hans hljóti að miða við að end- anleg dagsetning kjördags vegna „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um til- lögur stjórnlagaráðs sé 20. októ- ber nk. Hann slær þó þann óvenjulega fyrirvara að þetta hljóti ráðuneytið að gera „þang- að til að við heyrum annað frá Alþingi“. Nú liggur fyrir að Alþingi hef- ur ekki ákveðið kjördag, að minnsta kosti ekki lögunum samkvæmt. Innanríkisráðu- neytið virtist áður hafa áttað sig á þessu, rétt eins og allir aðrir þeir sem lágmarksþekkingu hafa á þeim lagaskilyrðum sem um málið gilda. Það má ráða af því að ráðuneytið taldi sig nauð- beygt til að skrifa forsætisnefnd Alþingis formlegt bréf til þess að fá óvissunni létt af sér. Í svarbréfi forseta Alþingis, sem dagsett er 13. júlí sl., segir: „Erindi þetta til forsæt- isnefndar verður svo sem eðli- legt er lagt fyrir nefndina þegar hún kemur saman til næsta fundar sem verður í ágúst. Í til- efni bréfsins vill forseti þó árétta að forsætisnefnd er ekki bær til þess að staðfesta vilja eða áform Alþingis eða túlka ályktanir þess á annan hátt. Ef sérstök þörf er á verður ráðu- neytið því að bregðast við alveg sjálfstætt.“ Þetta er auðvitað rétt og verður ekki skýrara. Orð innanríkisráðherrans þar sem hann segir: „Þangað til að við heyrum annað frá Alþingi...“ og svo framvegis, hafa því í raun enga þýðingu. Ráðherrann og ráðuneyti hans hefur fengið þá einu ábendingu sem hann og það geta fengið í tilefni framangreinds bréfs til forsætis- nefndar þingsins. Alþingi mun ekki og getur ekki sagt ráðuneytinu fyrir um hvernig túlka beri lög frá Alþingi. Forseti Alþingis hefur ekki neitt meira með slíka túlkun að gera en næsti maður sem ráðherrann getur snúið sér að í spássitúr um miðbæinn. Með öðrum orðum verður ráðuneytið sjálft að lesa þau lög sem gilda í landinu, túlka þau í samræmi við orðannahljóðan og fara eftir þeim. Enginn aðili hefur skýrari skyldur en það í slíkum efnum. Þótt ráðuneytið beri ekki lengur það virðulega heiti dóms- málaráðuneyti, á ekki virðing þess fyrir lögum landsins að hafa glatast við nafnbreyt- inguna. Vel má vera að innanríkis- ráðuneytið líti á þessa þjóð- aratkvæðagreiðslu sem ómerki- lega og óskiljanlega skrípakosningu um óljósar spurningar í skoðanakönnun. Því væri vissulega vorkunn ef svo væri. En það breytir ekki því að ríkisstjórnarmeirihlutinn ákvað að fyrirbærið skyldi lúta lögmálum laga um þjóð- aratkvæði. Undan því verður ekki vikist, þótt svona illa hafi tekist til við þinglega meðferð málsins. Ögmundur Jónasson lét ekki teyma sig í að taka sjálfur og persónulega þátt í að gefa Hæstarétti Íslands langt nef eft- ir ógildingu réttarins á kosningu til stjórnlagaþings, þótt ráð- herrann kysi að sitja áfram í rík- isstjórn sem slíkt gerði. Varla ætlar hann sér nú viljandi að hafa forgöngu um að brjóta lög landsins í framhaldi sama máls. Innanríkisráðu- neytið á að verða síðast til að brjóta viljandi gegn lögum landsins} Vont mál að versna? Ráðherra upp-lýsingamála í Damaskus segir enga bardaga í borginni og minnir með því á kollega sinn í Bagdad sem hélt slíkar ræður í fjölmiðlum í þann mund sem borgin féll og Saddam hvarf ofan í holuna. Bardagar hafa færst stöðugt nær valdamönnum í Damaskus og uppreisnarmenn að undan- förnu lagt áherslu á að berjast í höfuðborginni. Í gær urðu svo þau straumhvörf í átökunum að uppreisnarmönnum tókst að gera sprengjutilræði nærri for- setanum og fella mág hans, sem var varaforseti þjóðarörygg- isráðsins, og varnarmálaráð- herra landsins. Auk þess liggja alvarlega særðir forseti þjóð- aröryggisráðsins og innanrík- isráðherrann. Staða Bashars al-Assads forseta hafði lengi verið að veikjast en eftir að uppreisnarmönnum tókst að höggva svo nærri honum eru fáir sem enn spá því að honum takist að halda völdum lengi enn. Trú- verðugleiki stjórnar Assads er hruninn og nú fara þeir sem næst honum standa að leita allra leiða til að flýja hið sökkv- andi skip. Hvernig stjórn tekur við er ekki gott að segja og reynslan í öðrum ríkjum í arabaheiminum sem farið hafa sömu leið er ekki til að vekja vonir um hraðar umbætur. Á hinn bóginn má segja að erfitt sé að ímynda sér að Sýrlendinga bíði verra stjórnarfar en það sem þeir hafa búið við í rúm 40 ár undir Assad-fjölskyldunni. Fáir spá því úr þessu að stjórn Assads eigi mjög langt eftir} Straumhvörf í Sýrlandi F orseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sagði í viðtali við und- irritaðan eftir nýafstaðnar for- setakosningar að uppleggið í því ferli sem stjórnarskrá landsins væri nú í hefði verið að gera ætti nýjan sátt- mála við þjóðina og bætti við að í ljósi þess mættu menn ekki flýta sér svo mikið að nið- urstaðan yrði í verulegum ágreiningi. Þá kom einnig fram að misvísandi túlkanir á ákvæðum tillögunnar væru merki um það að vinna þyrfti verkið betur. Þennan boðskap endurtók forsetinn svo í öðrum fjölmiðlum, við dræmar undirtektir stjórnlagaráðsmanna og annarra stuðningsmanna núverandi ríkisstjórnar. Forsetinn hefur þó rétt fyrir sér; vanda þarf miklu betur til verksins og sá flýtir sem ein- kennt hefur málið bendir til þess að ekki séu hagsmunir þjóðarinnar lagðir til grundvallar verkinu. En hver er þá tilgangur þess? Enginn hefur útskýrt hvers vegna þörf er á að semja nýja stjórnarskrá frá grunni í staðinn fyrir að betr- umbæta þá sem nú er í gildi. Í besta falli er skírskotað til „vilja þjóðarinnar,“ án þess að hann hafi verið kannaður sérstaklega, og látið að því liggja að viðkomandi tali í umboði hennar allrar. Virðist sem að eina skilyrðið sem þurfi til þess sé að hrópa nógu hátt. Þeir hinir sömu láta eins og stjórnarskráin, sem nú er við lýði, sé nánast sú sama og Kristján IX. afhenti okkur og að alltaf hafi verið bullandi ágreiningur um innihald hennar. Einnig er það ekki gæfulegt að sú nefnd sem skipuð var til þess að fjalla um stjórn- arskrána eigi uppruna sinn í vanvirðingu við Hæstarétt Íslands, en stuðningsmenn ráðs- ins virðast líta á úrskurð hans um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings sem „forms- atriði“. Rétt er þó að halda því til haga að mikill minnihluti þjóðarinnar kaus að taka þátt í þeim kosningum. Þá er meðferð málsins á Alþingi, sem er endanlegur stjórnarskrárgjafi, lítið annað en dulið vantraust á tillögur stjórnlagaráðsins. Þær voru tilbúnar í júlí í fyrra og biðu þess eins að þingið færi yfir þær. Það var ekki gert, heldur var setið á málinu fram yfir ára- mót. Fyrst átti að kalla stjórnlagaráð aftur saman en síðan ákveðið að halda þessa þjóð- aratkvæðagreiðslu, sem er þess eðlis að hægt verður að túlka svörin á alla vegu, að því gefnu að fólk hafi yfirhöf- uð fyrir því að svara. Þá skín í gegn virðingin fyrir lögum landsins þegar því er haldið fram að óljóst orðalag um dagsetningu þvert á landslög sé smáatriði. Öllum má vera ljóst, burtséð frá þeirri handvömm sem meirihluti Alþingis hafði á um dagsetningu þjóð- aratkvæðagreiðslunnar, að atkvæðagreiðslan sjálf verð- ur lítið annað en marklítil skoðanakönnun um óljósar spurningar og alls ekki sá leiðarsteinn til sáttar um stjórnskipan landsins sem þarf. Of mikið er í húfi til þess að úr þessum klaufagangi verði til „ósáttmáli“ við þjóð- ina um helstu leikreglur lýðveldisins. sgs@mbl.is. Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Ósáttmáli við þjóðina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Makríllinn er uppsjávarfiskur líkt og síld og loðna. Á veturna held- ur hann sig djúpt á hafi úti en þegar vora tekur safnast hann saman í miklar torfur og færir sig nær landi til hrygningar og fæðuöflunar. Oft kraumar í sjón- um þegar makríll er við fæðuöfl- un nærri yfirborði sjávar. Hann er langlífur og hefur há- marksaldur makríls greinst 25 ár og þekkt er að fiskar geta orðið meira en 66 cm langir Makríllinn ber þess merki að vera mikill sundfiskur, hann er rennilegur í vexti, gildastur um miðjuna og mjókkar til sporðs og kjafts. Makríll er mjög hraðskreiður en hann er án sundmaga og því næst ekki endurkast af honum með bergmálsmælingum. Verða allt að 25 ára gamlir MAKRÍLL FERÐAST HRATT OG ER ÁN SUNDMAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.