Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 Leikur Þegar skemmtun er annars vegar má bregða sér í hin og þessi hlutverk. Til þess að það sé hægt þarf stundum að grípa til lita og spegla og gæta þess að vel sé að verki staðið í einu og öllu. Árni Sæberg Það gerist sjaldan að háfleygar þjóðir missi flugið á einni nóttu, en það er nákvæmlega það sem kom fyrir Þýskaland nýlega. Landið var orðið að táknmynd hroka og af- neitunar í bæði knatt- spyrnu og stjórn- málum og taldi sig allra manna maka í bæði Evrópumeistaramótinu og í Evrópusambandinu. Í báðum til- fellum kom í ljós að Þjóðverjar lifðu í sjálfsblekkingu. Sama kvöld og Þjóðverjar voru burstaðir af Ítölum í undanúrslitum EM komst Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að því hver takmörk hennar eigin valds innan evrusvæð- isins voru á leiðtogafundinum í Brussel. Stefna Þýskalands síðan evrukreppan hófst fyrir tveimur ár- um hafði skilið landið eftir ein- angrað og það átti sér ekki við- reisnar von gegn bandalagi Ítalíu, Spánar og Frakklands. Í raun átti hún ekkert val nema gefa eftir og samþykkja víðtækar breytingar á hinu nýja fjárhagslega samstarfi ESB sem mun létta end- urfjármögnun fyrir þau lönd sem lent hafa í kreppunni og banka- starfsemi þeirra. Þýska trúarsetn- ingin um „engar greiðslur án bættr- ar frammistöðu og stjórnar“ var slegin af borðinu, og samkomulagið sem gert var í bláa bítið var algjör andstaða þess sem hún vildi. Grunn- ur hins nýja fjármála- sambands var orðinn að rústum jafnvel áður en þýska sam- bandsþingið samþykkti það seinna um daginn. Samkomulagið í Brussel var, sem lausn á fjárhagsvanda evru- svæðisins, allt annað en framþróun því að það náði aldrei að hefja sig ofar þröngri áfalla- stjórnun. Það býður ekki upp á neina áætl- un til þess að sigrast á kreppunni í Suður-Evrópu sem þýðir að ógnin við evrusvæðið er enn til staðar. Á stjórnmálasviðinu var sam- komulagið hins vegar líkt lítilli bylt- ingu, þar sem það færði valda- jafnvægið innan evrusvæðisins til: Þýskaland er sterkt, en ekki nægi- lega sterkt til þess að komast upp með að einangra sig frá hinum stór- þjóðum Evrópu. Það er nú mögulegt að taka ákvarðanir sem ganga gegn hagsmunum Þýskalands. Undir þvingaðri tjáningu um sam- stöðu hlakkaði augljóslega í mönn- um yfir þýska ósigrinum. Enn á eft- ir að koma í ljós hver full áhrif stefnu Þýskalands, stefnu niður- skurðar, fjöldaatvinnuleysis og efna- hagskreppu, verða á björgunar- aðgerðir í Suður-Evrópu. Hefði Merkel viljað samkomu- lagið sem náðist í Brussel hefði nið- urstaðan markað upphaf grundvall- arendurskoðunar á stefnu evru- svæðisins í kreppunni – og verið sýning á velheppnaðri stjórnvisku hennar. Í staðinn er samkomulagið algjör ósigur fyrir Þýskaland, sem tengist afneituninni á þeirri stað- reynd að stefna landsins hefur snarminnkað áhrif þess innan ESB. Það er þó augljóslega raunin: Þýsk- um áhrifum innan evrópska seðla- bankans hefur hnignað mjög; fjár- málaráðherra Þýskalands verður ekki höfuð Evruhópsins; og í of- análag fáum við hrakfarirnar í Brussel! En ósigur Þýskalands, sama hversu víða honum er fagnað, felur í sér ýmis áhyggjuefni. Í fyrsta lagi er ekki allt sem Þjóðverjar héldu fram rangt: hin brýna þörf á styrk- ingu fjármálakerfisins til lengri tíma og þörfin á kerfisbreytingum til þess að gera kreppulöndin samkeppn- ishæfari mun ekki hverfa. Jafn mik- ilvægt er hins vegar að minnka efna- hagslegt ójafnvægi og auka samræmi í stefnu sambandsins svo hægt sé að efla hagvöxt. Í öðru lagi er pólitísk vænisýki að færast í aukana á hægri væng þýskra stjórnmála: Sagt er að allir vilji bara peninga Þýskalands, hið raunverulega markmið Breta sé að veikja okkur; og að fjármálamark- aðirnir munu ekki vera í rónni fyrr en allur auður Þýskalands hefur verið fjárfestur erlendis og hagsæld landsins til framtíðar þannig stefnt í hættu. Stjórnarandstaðan er að „svíkja Þýskaland í hendur útlend- inga“ og „góðu“ fjármagni í fram- leiðni er stillt upp á móti „slæmu“ fjármagni spákaupmennsku. Orðið hefur vart við and-kapítalisma í gamalkunnu formi á viðhorfssíðum sumra þýskra dagblaða sem felur í sér hvorki meira né minna en höfn- un á Evrópu og jafnvel Vest- urlöndum. Það skal tekið fram að þó að hægri vængurinn í Þýskalandi hóti að verða þjóðernissinnaðri mun sag- an að sjálfsögðu ekki endurtaka sig, því að Þýskaland nútímans hefur breyst ásamt umhverfi þýskra stjórnmála. Þrátt fyrir það gæti vax- andi efahyggja í Þýskalandi gagn- vart ESB stefnt samrunaferli Evr- ópu í verulega hættu í ljósi hins sterka valds landsins í efnahags- málum. Og jafnvel þó að það gæti stefnt hagsmunum Þýskalands sjálfs í hættu, eru aðgerðir stjórn- málamanna ekki alltaf byggðar á rökhugsun, sérstaklega þegar alvar- legt hættuástand stendur fyrir dyr- um. Það sama gildir um Frakkland, nema Frökkum, ólíkt Þjóðverjum, finnst erfitt að láta af hendi fullveldi sitt, á meðan fyrir okkur Þjóðverja snýst allt um peninginn. Þessir and- legu og pólitísku tálmar hóta Evr- ópusamstarfinu báðir jafn mikið. Og reyndar, ef niðurstaðan frá hinum nýliðna leiðtogafundi þýðir það að í framtíðinni munu Frakkar og Þjóðverjar mynda bandalög hvorir gegn öðrum, og fela sig á bak við tóma orðaleppa um samstöðu, að þá getum við alveg eins gleymt Evr- ópu. Ef öxullinn milli Frakklands og Þýskalands virkar ekki, getur sam- runaferli Evrópu ekki náð árangri. Báðir aðilar verða að ákveða sig hvort þeir vilji Evrópu – það er að segja, fullan efnahagslegan og póli- tískan samruna. Í efnahagsmálum verða þeir að velja á milli sam- ábyrgðar og sameiginlegs banka- svæðis eða gefa sameiginlegu mynt- ina upp á bátinn. Í stjórnmálum stendur valið á milli sameiginlegrar ríkisstjórnar og þings eða þess að veita ríkjunum aftur fullt fullveldi sitt. Það sem vitað er með vissu er það, að alveg eins og það er ekki hægt að vera aðeins örlítið ólétt, að þá er blendingurinn sem nú er við lýði ekki á vetur setjandi. Í nóvember síðastliðnum sagði Volker Kauder, leiðtogi meirihlut- ans í þýska sambandsþinginu: „Allt í einu talar Evrópa þýsku.“ Hann hafði rangt fyrir sér. Alveg eins og Spánn (ekki Þýskaland) er merk- isberi evrópskar knattspyrnu, þá talar Evrópa í besta falli bjagaða ensku. Ef markmiðið er að vernda samrunaferli Evrópu, þá er það fyr- ir bestu. Eftir Joschka Fischer » Alveg eins og Spánn (ekki Þýskaland) er merkisberi evrópskar knattspyrnu, þá talar Evrópa í besta falli bjagaða ensku. Ef markmiðið er að vernda samrunaferli Evrópu, þá er það fyrir bestu. Joschka Fischer Höfundur var utanríkisráðherra Þýskalands og varakanslari frá 1998 til 2005, hann var leiðtogi Græn- ingjaflokksins í nær 20 ár. © Project Syndicate/Institute for Human Sciences. www.project- syndicate.org Þeir sem sigra og þeir sem tapa í Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.