Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 veislusalir Tökum á móti litlum og stórum hópum í rómaðar veislur Suðræn stemning þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Vegna aðkomu minn- ar að ýmsum útreikn- ingum sem snerta byggingarfram- kvæmdir finnst mér rétt að vekja athygli á grein 13.3.2 í nýrri byggingarreglugerð, en þar er fjallað um „há- mark U-gildis – nýrra mannvirkja og viðbygg- inga“. Þær kröfur sem koma fram í þessari grein, kalla meðal annars á aukna einangrun útveggja, þaka og gólfa í nýbyggingum, um u.þ.b. 50 mm. Hvað þýðir þetta í auknum kostnaði fyrir húsbyggjendur? Ef húsbyggjandi vill byggja sér einbýlishús getur hann reiknað með að útveggjaflötur sé álíka og brúttó- flötur hússins og ef húsið er á einni hæð þá er gólf- og þakflötur álíka stór og brúttóflötur hússins, hvor fyrir sig. Aukakostnaður við að byggja 200 m2 hús á einni hæð vegna þessara auknu einangrunar er um 1 milljón króna. En þetta hefur fleira í för með sér Húsið hefur annaðhvort bólgnað út um þessa 5 cm í allar áttir, eða innra rými þess skroppið saman sem þessu nemur. Til að halda sama nettófleti hússins þarf þannig að stækka það um uþ.b. 3 m2, til að halda sama rými innanhúss. Kostnaður vegna þess- arar stækkunar er u.þ.b. 1 milljón króna og eykst því kostnaður við hús- ið um alls 2 milljónir króna til að fá sama nýtanlega rýmið, eða sem svar- ar til rúmlega 3% af byggingarkostn- aði. Og hvað sparar þetta húsbyggjandanum? Reiknað er með að hús sem hafa verið byggð samkvæmt síðustu bygg- ingarreglugerð noti um 0,8-1,0 rúm- metra af heitu vatni á ári til upphit- unar á hvern rúmmetra húss (ekki neysluvatn) og þar af fari umtals- verður hluti í að hita lotfskipti húss- ins. 200 fermetra hús er um 660 rúmmetrar og sé reiknað með verði Orkuveitunnar á heitu vatni, sem er í dag um 125 kr/m3 (OR 119,91), er kostnaður við upp- hitun hússins fyrir breytingu u.þ.b. 83.000 kr. á ári. Aukin ein- angrun skilar húsbyggj- andanum á bilinu 15- 20% sparnaði, eftir því hversu mikið tapast af hita hússins með loft- skiptum. Það gerir 12- 17.000 í krónur í sparnað á ári. Hafi húsbyggjandinn fengið þenn- an viðbótarpening sem aukin ein- angrun kostar, að láni, þarf hann að greiða vexti af honum sem eru 4,1% auk verðtryggingar í dag, eða um 82.000 kr. á ári, og lánið stendur þá áfram í sömu upphæð, verðtryggðri. Sé litið á þennan vaxtakostnað sem hluta af upphitunarkostanði hússins og dreginn frá sparnaður í upphitun þess vegna aukinnar einangrunar hækkar þessi aukna krafa um ein- angrun upphitunarkostnað þessa húsbyggjanda um allt að helming, í stað þess að spara honum pening. Hér virðist eitthvað hafa gleymst í út- reikningunum, eða að þeir hafi e.t.v. aldrei verið gerðir. Útkoman er sú sama í öðrum gerð- um af húsum, að öðru leyti en því að tölur þar eru oftast lægri, bæði kostn- aður og sparnaður, en hlutfallið er það sama og því um kostnað að ræða en ekki sparnað í öllum tilvikum. Húsbyggjandinn greiðir þennan aukakostnað og fær hann aldrei til baka í lækkuðum upphitunarkostn- aði. Því má líta á þetta sem skatt á húsbyggjandann. Skattur þessi er samtals um það bil 1 milljarður króna á ári á landinu öllu sé miðað við eðlilegan fjölda nýbygg- inga á hverjum tíma. Fyrir þann pen- ing mætti t.d. byggja 16 einbýlishús af ofangreindri stærð eða 43 íbúðir sem væru um 100 m2 að stærð. Hver tekur svona ákvarðanir og hversu löglegar eru þær? Hverjir taka svona ákvaðranir og á hvaða forsendum? Gleymdist að reikna dæmið til enda? Er e.t.v. verið að taka upp erlenda staðla án skoð- unar á áhrifum þeirra hér? Er eðli- legt og heimilt að leggja þennan skatt á húsbyggjendur? Er of seint að leið- rétta þessa reglugerð? Hér virðast vera gerðar meiri kröf- ur í reglugerð en er að finna í mann- virkjalögum nr. 160/2010, en þar seg- ir um hitaeinangrun húsa: „6. Orkusparnaður og hitaein- angrun. Hita-, kæli- og loftræsingarkerfi bygginga og mannvirkja skulu hönn- uð og byggð á þann hátt að nauðsyn- leg orkunotkun sé sem minnst með tilliti til veðurfars á staðnum en án þess að til óþæginda sé fyrir íbúana.“ Það skal tekið fram að þessi nið- urstaða var kynnt fyrir Mannvirkja- stofnun, Orkustofnun og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir nokkru og hafa þessir aðilar ekki gert athugasemdir við þessa niðurstöðu. 1 milljarður á ári, í eigu hús- byggjenda, út um gluggann Eftir Sigurð Ingólfsson » Gleymdist að reikna dæmið til enda? Er verið að taka upp er- lenda staðla án skoð- unar á áhrifum þeirra hér? Er of seint að leið- rétta reglugerðina? Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri Hannarr ehf. Sennilega eru sjö ár frá því að vinur minn, Þráinn Þor- valdsson, stakk að mér tveimur glös- um af pillum, sem dr. Sigmundur Guðbjarnarson hafði sett saman úr ætihvönninni og kallaði Sa- gapro. Taktu eina eða tvær á dag. Gæti gert þér gott sagði Þráinn og kvaddi. Það var svo sem ekkert að mér, en ég hugsaði með mér að eitthvað úr ætihvönninni, sem var mér svo kær af bökkum Laxár í Aðaldal, gæti bara verið til góðs. Nokkrum dögum seinna, kannski viku til tíu dögum, vaknaði ég og leið svona rosalega vel, úthvíldur og bók- staflega dæsti af vellíðan. Spratt fram úr og gekk að störfum dagsins. Þessi morgunvellíðan hélt áfram næstu daga og konan mín var farin að velta fyrir hvað hefði eiginlega komið fyrir kallinn. Rann svo allt í einu upp fyrir mér, að ástæðan fyrir þessu öllu,var afar einföld. Ég svaf nú allar nætur án þess að vakna 4-5 sinnum til að pissa. Hafði ekki gert mér grein fyrir því að það væri eitthvað óvenjulegt að vakna svo oft, hafði gert það frá miðjum sextugsaldri. Hafði aldrei hugsað út í að ég væri með stækk- aðan blöðruhálskirtil, sem orsakaði þessi öru næturþvaglát. Lífsgæðabatinn var hreint ótrúleg- ur og ég sagði frá þessu á Hrafna- þingi og fékk þá Þráin, dr. Sigmund og Sigurð Steinþórsson í viðtöl. Þeir voru afar varkárir, en höfðu fengið jákvæð viðbrögð frá mörgum. Þessi viðtöl vöktu mikla athygli, símtölin hreinlega helltust yfir mig frá körlum og ekki síður eiginkonum, sem höfðu eins og mín frú vaknað mörgum sinn- um á nóttu vegna bröltsins í körl- unum. Ég hef verið iðinn við að útbreiða þetta Sagapro fagnaðarerindi síðan og hef ekki tölu á þeim sem hafa þakkað fyrir og dásamað kjarkinn, að tala um eitthvað svo viðkvæmt eins og það að vera sípissandi allar nætur. Ég giska á að Sagapro hafi gert fjór- um af hverjum fimm gott. En það vantaði sannanir fyrir virkni og loks- ins tókst að afla fjár, tug milljóna króna, til að kosta faglegar klínískar rannsóknir og reyna að fá niðurstöð- urnar birtar í vísindariti. Tveggja ára spennuþrungin bið er á enda, rannsóknirnar staðfestu það sem ég og þúsundir annarra höfum vitað, Sagapro svínvirkar. Nú eru öfl- ugir fjárfestar komnir að Saga- medica, tilbúnir að fjármagna útrás á vöru úr hreinni íslenskri náttúru- auðlind, þróuð af einum fremsta vís- indamanni eyjunnar bláu. Stóru lyfjarisarnir hafa löngum stundað það að fá leigupenna til að níða skóinn af aðilum, sem hafa reynt að koma vörum á markað, sem gætu keppt við eitthvað sem þeir höfðu kannski eytt milljörðum í að þróa og markaðssetja. Nú veit ég ekkert um lyfjafræðinginn fúla sem rauk fram á ritvöllinn með fúkyrðaflaumi daginn eftir að góðu fréttirnar bárust. Von- andi var hann bara úrillur eftir marg- ar pissuferðir þá nóttina. Ég ætla að senda honum tvo kassa af Sagapro, gætu gert honum gott. INGVI HRAFN JÓNSSON sjónvarpsstjóri ÍNN, á 7tugs afmæli 27. júlí nk. og sefur vært allar nætur. Að vakna sjaldnar vegna Sagapro Frá Ingva Hrafni Jónssyni Ingvi Hrafn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.