Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012 ✝ Jón Finnboga-son fæddist á Vattarnesi í Múla- sveit í Austur- Barðastrandar- sýslu 10. ágúst 1917. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. júlí 2012. Foreldrar hans voru Finnbogi Jónsson, f. 2.1. 1885, d. 11.8. 1956, og Kristín Jónsdóttir, f. 10.12. 1888, d. 31.1. 1952. Systkini Jóns: Þor- steinn, f. 22.5. 1916, d. 28.4. 1994, Guðjörg Jónína, f. 14.6. 1919, Ólafur Ástráður Hólm, f. 27.5. 1921, d. 11.8. 2011, Unn- ur, f. 1.3. 1924, d. 21.8. 1928, Steindór, f. 19.11. 1925, d. 17.8. 1996, Unnur, f. 25.5. 1929. Eiginkona Jóns var Þórdís Magnúsdóttir frá Ingunnar- stöðum í Múlasveit, f. 11. októ- ber 1927, d. 21. júní 2011. Börn þeirra: 1) Skúli B. Krist- jánsson, f. 15.2. 1946, d. 5.11. 1998. Kona hans Steinunn Pét- ursdóttir. Börn þeirra Pétur, f. 2.6. 1977. Kona hans Lára Þor- geirsdóttir, börn þeirra, Dani- el, f. 2003, og Lilja Rún, f. 2011. Steinunn, f. 12.3. 1983. Maður hennar Stefán Jökull dóttir, f. 27.4. 1960. Maður hennar Gísli Ásberg Gíslason. Börn þeirra Svanhildur Björk, f. 6.5. 1992. Maður hennar Lár- us Helgason. Pálmi Jón, f. 16.2. 1994. Áður átti hún Steindór, f. 10.10. 1980, dóttir hans Mar- grét Rún, f. 2007. Jódísi, f. 4.5. 1983, maður hennar Guðjón Halldórsson. Barn þeirra, Inga Malín, f. 2010. Áður átti hún Guðbjörgu Heru, f. 2000. Jón ólst upp á Vattarnesi. Þaðan flutti fjölskyldan að Skálmarnesmúla árið 1940. Jón stundaði sjómennsku frá Suðurnesjum á yngri árum, ásamt síldveiðum fyrir Norður- landi, hann vann einnig við vegagerð á Suðurlandi um tíma. þau Þórdís hófu búskap á Skálmarnesmúla árið 1949 og bjuggu þar til ársins 1975. Eft- ir það dvöldu þau í Reykjavík að vetrinum en á Skálm- arnesmúla á sumrin. Jón var í hreppsnefnd Múlasveitar frá 1959-1986 eða þar til hrepp- urinn var sameinaður Reyk- hólahreppi. Oddviti var hann frá 1965-1986 og hreppstjóri hin síðustu ár hreppsins. Síð- astliðin tvö á var Jón til heim- ilis á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Útför Jóns fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 19. júlí 2012, kl.13. Jarðsett verður síðar í Skálmarnesmúla- kirkjugarði. Sigurðsson, þeirra dóttir Steinunn Edda, f. 2011. Áð- ur átti Skúli dótt- urina Þórdísi, f. 12.8. 1970. Börn hennar Elsa, f. 1988, Eyþór Fann- ar, f. 1998, Elmar Skúli, f. 1999. 2) Finnbogi Jónsson, f. 21.6. 1950. Kona hans Þuríður Kristjánsdóttir. Börn þeirra Anna Freyja, f. 31.5. 1977. Maður hennar Óskar Hall- dórsson. Börn þeirra Atli Dag- ur, f. 2007, og Brynhildur, f. 2010. Jón, f. 26.10. 1980. Kona hans Bryndís Jónatansdóttir. Börn þeirra Líney Edda, f. 2009, og Finnbogi Freyr, f. 2011. Auður Elín, f. 27.7. 1988. Maður hennar Guðjón Þorsteinsson. 3) Kolbrún Jóns- dóttir, f. 21.9. 1955. Maður hennar Þorvaldur Ottósson. Börn þeirra Helgi, f. 2.1. 1985, kona hans Vala Margrét Árna- dóttir. Þeirra sonur Þorlákur Ýmir, f. 2012. Heiðrún, f. 9.8. 1989. Áður átti hún Þórdísi Evu, f. 4.8. 1975. Maður hennar Bjarni Davíðsson. Börn þeirra Sölvi, f. 2000, og Sæfinna, f. 2004. 4) Nanna Áslaug Jóns- Langri ævi Jóns á Múla er lok- ið, hann lést rúmu ári á eftir kon- unni sinni, Þórdísi. Hann hefði orðið 95 ára í næsta mánuði hefði hann lifað. Þetta er lengri tími en flestir fá og stærstan hluta þess tíma var hann heilsuhraustur. Ég kynntist honum fyrir 37 árum þegar ég hafði kynnst manninum mínum, syni hans, þannig að samferðin er orðin löng. Jón var hávaxinn glæsilegur maður sem hafði áhuga á öllu því sem gerðist í kringum hann, fylgdist vel með fréttum, sérstak- lega á innlendum vettvangi, og var fróður um sögu lands og þjóðar. Hann las mikið og var sjálfmenntaður í góðum skilningi þess orðs. Við Jón spjölluðum margt og gátum óhindrað viðrað skoðanir okkar hvort við annað og kom ótrúlega vel saman alla tíð þrátt fyrir erfiðar aðstæður á stundum. Félagslyndur var hann og hafði gaman af að gleðjast með glöðum og taka þátt í því sem verið var að fást við. Söngrödd hafði hann geysimikla og mér er sagt að hann hafi sungið á drátt- arvélinni við heyvinnu á túninu á Múla á árum áður. Þá tók hann oft lagið með sveitungum sínum á góðri stund, einnig söng hann við athafnir í kirkjunni á Múla. Árið sem ég kynntist honum brugðu þau hjónin búi og fluttu suður. Eftir það voru þau öll sumur í sveitinni sinni, Múla- sveit, og sinntu hlunnindum jarð- arinnar, fyrstu árin selveiði og dúntekju en seinni árin dúntekju þar til ellin fór að segja til sín. Á veturna var hugurinn mikið til bundinn við sveitina og mikil til- hlökkun að fara vestur á vorin. Áður en Jón fór að búa á Múla 1949 stundaði hann ýmsa vinnu, meðal annars sjómennsku, og mér fannst hún heilla hann mest, meira en búskapurinn. Jón var sífellt með hugann við sjóinn og hann gat hann stundað á Múla. Verslun þurfti til dæmis að sækja út í Flatey fyrstu búskaparárin þar sem vegur kom ekki á bæinn fyrr en 1958. Þegar þau kaflaskil urðu tók hann bílnum fagnandi. Hann fékk sér strax bíl, átti þá marga og var alla tíð áhugamað- ur um þau farartæki. Þá tók ég líka eftir hvað hann fór vel með bílana sína og var annt um þá. Þetta sama átti við um bátinn. Starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík, sem annaðist Jón á annað ár, einnig starfsfólki Landspítala, sem kom að hjúkr- un hans, viljum við Finnbogi þakka sérstaklega fyrir umönn- unina og alúð og vinsemd í alla staði. Ég votta öllum aðstandendum Jóns samúð mína vegna fráfalls hans. Megi hann hvíla í friði. Þuríður Kristjánsdóttir. Hinn 7. júlí síðastliðinn, á fögr- um sumardegi, kvaddi hann afi minn þennan heim. Ég minnist samverustunda okkar afa með hlýju og söknuði. Afi hafði alltaf tíma til að gefa. Hann var góður félagi, glaðlyndur og dagfars- prúður maður. Afi sagði skemmtilega frá og sagði mér mikið af sögum þegar ég var barn. Afi kunni vel við sig í sveitinni sinni og hafði gaman af sjóferð- um í eyjarnar þegar farið var að tína æðardún. Þá var gaman að fá að fara með í afabát og taka þátt í dúnleitinni. Þetta eru eft- irminnilegir sumardagar, þegar vaknað var snemma á sólríkum morgnum og farið af stað með nesti og dúnpoka í eyjarnar. Mér veður þá hugsað til afa við stýrið á bátnum, hljóðsins í vélinni og fegurðarinnar allt í kring. Þetta eru ljúfar minningar um góðar samverustundir í sveitinni. Fegurð landsins minnir á tímann. Hann flæðir áfram eins og straumur vatnsins sem rennur til sjávar. Vatnið speglar tímann. Sýnir fegurð landsins, náttúrunnar. Vetur, sumar, vor og haust. Endalaust. (Þórdís Eva.) Komið er að kveðjustund. Nú ferð þú heim í sveitina þína í kyrrð fjalla og fegurðar. Ég kveð þig með söknuði, elsku afi minn. Minning þín mun lifa og vera ljós í lífi mínu. Þórdís Eva. Elsku afi okkar. Nú er langri ævi þinni lokið og komið að kveðjustund, og við er- um viss um að hún amma hefur tekið vel á móti þér. Nú munuð þið hvíla saman í sveitinni ykkar fyrir vestan þar sem þú undir þér alltaf best í kyrrðinni með ömmu. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Megi minning þín vera ljós í lífi okkar. Svanhildur og Pálmi. Ég sé afa alltaf fyrir mér sitj- andi aftur í gamla bátnum sínum á Breiðafirðinum, að stýra milli falinna skerja og að taka stöðuna við hina og þessa kletta uppi á landi til að rata um neðansjáv- arlandslagið. Þessar sjóferðir um Múlaeyjarnar voru mér mikils virði. Afi var ekki fastur í gamla tímanum og fagurfræðin var aldrei langt undan, hann var t.d. mikill tækjakall. Ég man sér- staklega eftir fyrsta farsímanum hans sem var í stórri sérsmíðaðri tösku með símtólið í snúru. Til að hlaða hann var stungið í samband við geyminn í bílnum. Önnur tæki og þá aðallega bílar voru oft mið- punktur í umræðunni, ef ekki var verið að þeysa um á þeim var ver- ið að skoða þá. Ég man eftir ótal skoðunarferðum í umboðin til að fara yfir nýjar árgerðir, pæla og spekúlera í bestu bílunum. Afi var vel máli farinn og talaði mjög rétt, hann gat látið orð eins og hæ hljóma eins og aðskotahlut í tungumálinu. Minnist ég þess sérstaklega því ég sagði vanalega hæ við hann þegar hann kom gangandi í heimsókn, sem hann gerði oft og iðulega. Í berjamó voru kílóin af berjum tínd og verkuð, sjálfur tíndi ég upp í mig og sagði að karlar tíndu ekki ber, við mikinn fögnuð afa sem sá sér leik á borði og tók glaðlega upp lífsspekina, við mikinn fögnuð minn. Afi var sterka þögla týpan og alltaf flottur í tauinu. Í eitt af síðustu skiptunum sem ég heim- sótti afa voru samankomnir þar fjórir ættliðir, m.a. tvö pör af al- nöfnum í beinan karllegg. Afi skildi eftir sig stóra fjölskyldu og líf fullt af sögum. Ég er þakk- látur fyrir samveruna og mun ætíð minnast afa og alnafna míns hlýlega. Jón Finnbogason. Það eru forréttindi að eiga Jón Finnbogason, þann höfðingja, fyrir afa og vin. Við afi áttum margar góðar stundir. Í Árbæn- um horfðum við á sterka menn og í sveitinni á Skálmarnesmúla sinntum við ýmsum störfum sam- an eins og að pumpa bátinn og veiða silung svo lítið sé nefnt. Þess á milli skiptumst við á að lesa Andrés önd fyrir hvor annan og spekúleruðum í hlutunum. Afi var söngelskur og fór oft með vísur fyrir mig um fólk sem á ugga, roð og soð, karlinn undir klöppunum og sagði mér sögur um fjörulalla og fólkið í sveitinni. Nú skiljast leiðir okkar og með söknuði kveð ég afa minn en lít til baka stoltur og glaður yfir hans góða lífi. Þakka fyrir þá góðu siði sem hann kenndi mér og þá góðu minningu um líf hans og tímana okkar saman. Helgi Þorvaldsson. Nú er stutt stórra högga á milli. Stína á Firði lést í maí í vor á 97. ári nú 7. júlí lést Jón á Múla á 95. aldursári. Hefur nú allt fólk- ið látist sem var við búskap á Múlanesi Austur-Barðastrandar- sýslu til 1975 nema undirritaður. Jón bjó á Múla frá fyrir 1950 til 1975 en þá fór Múlasveitin alfarið í eyði en þó var alltaf farið vestur þegar fór að vora. 1975 um haust- ið flytur Jón með sína fjölskyldu í Hveragerði og bjó þar um tíma en flutti svo í Hraunbæinn og bjó þar meðan heilsan leyfði. Ég hef þekkt Jón síðan ég man eftir mér og höfðum við oft mikil samskipti, ég var póstur fram Múlanesið í mörg ár vikulega og drakk þá kaffi á hverjum bæ og spjallaði við bændur. Jón keypti sinn fyrsta bíl 1958 sem var Rússajeppi ég keypti hann af honum þegar hann fékk sér 64 mótel af Landrover. Síðar kaupir hann sér annan Landrover og þá kaupi ég þann gamla. Hann var mikið fyrir að eiga góða bíla og passaði að gera þá ekki of gamla enda á svona afskekktum stað var bíllinn þarfasti þjónninn, en vegur kom ekki að Firði fyrr en 1957 og að Múla 1958. Við Jón vorum saman í hreppsnefnd í mörg ár, hann var oddviti en við Halldór á Ingunn- arstöðum vorum meðstjórnend- ur. Fór það samstarf alltaf vel fram og stóð sú nefnd að ýmsum góðum verkum. Á yngri árum var Jón til sjós og lét ávallt vel af því og minntist oft á þegar hann var á Hvalfjarðarsíldinni. Jón var mikill söngmaður, hafði geysilega söngrödd, á góð- um stundum söng hann mikið og hátt og þá helst sjómannalög, Allt er hljótt nema hafið sem gnauðar, og Við brimsorfna kletta, og fleira í þeim dúr. Hefði hann lært söng á sínum yngri ár- um hefði hann náð langt á því sviði. Búskapur var aldrei hans rétta fag að ég held en fyrir miðja 20. öldina var eðlilegast að taka við búskap af foreldrunum. Hon- um var annt um hlunnindin á Múla, bæði dún og selveiði, og verkaði hann vel selskinn meðan selskinn voru verðmæti en sel- veiðar lögðust af um 1980. Margar ferðir fórum við Jón í Múlaeyjar að veiða mink og tók- ust þær yfirleitt vel með góðum hundi, ég var með haglabyssu en hann var óragur við að nota járn- karl og skóflu. Mér finnst ein- hvern veginn að dúnleitir hafi nú mætt meira á konu hans henni Þórdísi og börnum en honum sjálfum en hann passaði vel upp á bátinn og fylgdist vel með sjáv- arföllum en lendingin á Múla þarf mikla aðgæslu og kunnáttu. Nú eru allir þessir gömlu Múl- nesingar farnir til feðra sinna, nú síðast Jón frændi minn Finn- bogason. Nú hljómar ekki lengur söngur undir Múlatöflunni. Ég votta börnum tengdabörnum og öðrum aðstandendum samúð við fráfall Jóns Finnbogasonar frá Skálmarnesmúla. Blessuð sé minning hans. Einar Óskarsson. Jón Finnbogason HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli, snemma risin, seint er sest, sæludalur, prýðin best. Þín er grundin gæðaflest, gleðin æsku, hvíldin elli, sæludalur sveitin best, sólin á þig geislum helli. (Jónas Hallgrímsson.) Ég kveð þig nú, elsku afi minn, ég mun ávallt minn- ast þín og samverustunda okkar í sveitinni. Minning þín mun lifa um ókomna tíð. Heiðrún. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Hvíl í friði, elsku afi. Jódís og Steindór. Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, BJARNI BJARNASON, Krummahólum 8, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 23. júlí kl. 15.00. Ragnheiður Óskarsdóttir, Hallgrímur Thorsteinsson, Lára Bjarnadóttir, Theódór Kárason, Elín Bjarney Bjarnadóttir, Friðrik Helgi Vigfússon og frændsystkin. ✝ Elskulegur eiginmaður minn og bróðir, Kjartan R. Gíslason, Seljavegi 10, Selfossi, lést fimmtudaginn 6. júlí á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi. Að ósk hins látna fór jarðarförin fram í kyrrþey. Coletta Bürling Halla R. Gísladóttir, Lárus Gunnlaugsson, Sigríður Gísladóttir, Sveinn B. Sigurjónsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI JÓNASSON bóndi, Grænavatni í Mývatnssveit, lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi þriðjudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Skútustaðakirkju laugardaginn 21. júlí kl. 14.00. Steingerður Sólveig Jónsdóttir, Jónas Helgason, Guðrún Bjarnadóttir, Haraldur Helgason, Freyja Kristín Leifsdóttir, Þórður Helgason, Helga Þyri Bragadóttir, Árni Hrólfur Helgason, Kristín List Malmberg, afabörn og langafabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, föður, tengdaföður, afa og bróður, KRISTINS H. BENEDIKTSSONAR ljósmyndara, Grindavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á legudeild Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Benedikt Sveinsson, Þórdís Kristinsdóttir, Jóel Kristinsson, Linda Þóra Grétarsdóttir, Hildur Sigrún Kristinsdóttir, Pétur L. Lentz, Rakel Kristinsdóttir og barnabörn, Steinunn M. Benediktsdóttir, Sverrir Friðbjörnsson, Svava B. Benediktsdóttir, Gestur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.