Morgunblaðið - 19.07.2012, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
✝ Jakob Helga-son fæddist á
Geirseyri, Patreks-
firði 22.3. 1925.
Hann andaðist á
Líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 11 júlí.
Foreldrar hans
voru Soffía Jak-
obsdóttir fædd
1893, dáin 1984 og
Helgi Einarsson
fæddur 1887 og dáinn 1940.
Systkini Jakobs: Einar f.
1914, d. 1954. Ásdís f. 1921, d.
2005. Lilja f. 1919, d. 1924.
Steinunn Lilja f. 1929.
Jakob giftist eftirlifandi
eiginkonu sinni Brynhildi
Garðarsdóttur 1950. Foreldrar
hennar voru Garðar Jóhann-
esson f. 1900, d. 1970 og Laura
Hildur Proppé f. 1905, d. 1989.
Börn Jakobs og Brynhildar
eru: Helgi f. 30. ágúst 1942
kvæntur Guðrúnu Þórðardóttir
og eiga þau þrjú börn, Jakob,
Einar og Örnu.
Soffía f. 12 apríl
1951, d. 25 sept
1951. Brynjar f.
29. mars 1953
kvæntur Hafdísi
Sigurðardóttir og
eiga þau þrjú börn,
Sigurð, Hildi Ósk
og Guðmund.
Soffía f. 12. apríl
1958 gift Rögn-
valdi Jóhannessyni
og eiga þau tvo syni, Jakob og
Eyþór. Laura Hildur f. 14 sept.
1960 gift Jónasi Ragnarssyni
og eiga þau þrjár dætur, Bryn-
hildi, Kristbjörgu og Bergrúnu
Lind.
Jakob starfaði alla tíð við
skrifstofu og framkvæmda-
stjórn. Þau bjuggu á Patreks-
firði til 1982 er þau fluttu þau í
Garðabæ til ársins 2003 og
hafa búið í Hafnarfirði síðan.
Jakob verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
19. júlí 2012. kl. 13.
Elsku pabbi.
Þá er komið að kveðjustund-
inni og langar okkur að þakka
þér yndislega samfylgd, vænt-
umþykju og skemmtilegheit.
Takk fyrir hvað þú varst allt-
af góður og traustur við okkur,
tengdabörnin og barnabörnin.
Það eru margar góðar og
skemmtilegar stundir sem við
eigum og ein er sú, sem við höf-
um oft rifjað upp síðustu daga
og vikur en það var þegar þú
veiktist fyrir tæpum tveim árum
og þú áttir svolítið erfitt með
málið. Þú „rullaðir og rullaðir“
eins og þú sagðir sjálfur og
skildir ekkert í hvað við gátum
hlegið. Þetta rifjaðir þú oft upp
síðustu daga þína.
Hvíldu í friði elsku pabbi. Við
pössum mömmu og Löllu vel
fyrir þig.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(Vald. Briem.)
Kveðja,
Helgi, Brynjar, Soffía
og Laura Hildur.
Tengdapabbi lést 11. júlí sl.
eftir stutta en snarpa baráttu
við krabbamein. Það tók bara 10
vikur að leggja þennan hrausta
mann að velli. Þótt hann væri
orðinn 86 ára þá fór hann í
gönguferðir hvenær sem hann
gat og labbaði stigana á Hrafn-
istu. Ég dáðist að honum hvað
hann var kvikk í hreyfingum þó
svo að fyrir tveimur árum hafi
hann fengið blóðtappa í höfuðið
og málið varð svolítið skrykkj-
ótt. Hann lét það ekki stoppa sig
af. Maður verður nú að hreyfa
sig, sagði hann alltaf.
Margs er að minnast þegar
hugurinn reikar til baka og mað-
ur brosir að ýmsum skemmti-
legum atvikum. Á spítalanum
reyndum við að létta honum
dvölina með því að spjalla og
hlæja að ýmsum uppátækjum
hjá honum og starfsfélaga hans
þegar þeir unnu á sýsluskrifstof-
unni á Patreksfirði. Þótti þeim
félögum ekkert skemmtilegra en
að stríða hvor öðrum með alls
konar brellibrögðum og auðvitað
fékk sýsli sinn skammt líka og
líkaði mætavel. Kobbi var
skemmtilegur karakter, stutt í
glens og gaman.
Í fyrsta skipti sem við hitt-
umst kleip hann í mig og sagði:
„Ósköp ertu nú rýr, vinan,
færðu ekkert að borða fyrir
sunnan?“ og færði mér svo
pönnukökupönnu þegar ég og
sonur hans byrjuðum að búa á
Patró og sagðist vilja fá pönnsur
þegar hann kæmi í heimsókn og
auðvitað varð ég alltaf við þeirri
beiðni. Hann færði okkur líka
flott grill þegar grillæðið byrjaði
og var grillað á því í heil 26 ár,
geri annað grill betur.
Það var alltaf yndislegt að
koma til Binsí og Kobba á fal-
lega heimilið þeirra í Þrastar-
lundinum en þangað fluttu þau
þegar þau fóru frá Patró. Þrast-
arlundurinn var stoltið hans
Kobba og var hann alltaf að
dytta að heimilinu og garðinum.
Þegar þeim fannst svo kominn
tími til að flytja þaðan fengu
þau fína íbúð að Hraunvangi 3 í
Hafnarfirði og komu sér vel fyr-
ir og þar bjó hann síðustu ævi-
árin sín og leit ánægður yfir far-
inn veg.
Jæja Jakob minn, nú ertu
fluttur einu sinni enn og ég trúi
því að við eigum eftir að hittast
einhvern tímann aftur. Vertu
sæll, minn kæri, og ég kem til
með að sakna þín mikið.
Hafdís.
Elsku afi.
Aðfaranótt 11. júlí fæ ég sím-
tal um það að Jakob afi minn sé
dáinn. 11. júlí er afmælisdag-
urinn minn og ég hafði einmitt
ákveðið að kíkja til þín með
kökusneið í tilefni dagsins. En
lífið er hverfult og enginn veit
sína ævi fyrr en öll er. Þrátt fyr-
ir að þú ákvaðst að kveðja þenn-
an dag þá var þetta fallegur og
sólríkur sumardagur. Í framtíð-
inni munum við, ég og þú eiga
þennan dag saman.
En í dag er komið að kveðju-
stund hjá okkur. Mér finnst það
bæði erfitt og sárt þar sem mað-
ur upplifir nánustu fjölskyldu
sína sem ódauðlega og fyrir mér
varst þú það.
Síðustu tvö ár hafa verið þér
nokkuð erfið. Eftir fyrstu veik-
indi þín fór að halla undan fæti
hjá þér, þar sem mikilvægir
hlutir í lífi þínu hurfu eins og
það að geta ekki lengur keyrt
bíl og málið varð þér erfitt. Auð-
vitað gat þetta farið í taugarnar
á þér en það var líka alltaf stutt
í grínið hjá þér með orðinn hlut.
Þegar leið á fór meira að gefa
sig, verkir og sársauki birtust í
allri sinni mynd og ánægja þín
af því að vera innan um fólk og
spjalla um allt og ekkert fór
hverfandi. Það var svo ólíkt þér
þar sem þú hafðir gaman af því.
En þú vissir hvert stefndi og
voru þínir síðustu dagar eins
góðir og hægt var að hugsa sér.
Afi var góður maður, harð-
duglegur, lífsglaður, skemmti-
legur og stríðinn. Hann var mik-
ið snyrtimenni, fór vel með allt
sitt og gekk vel frá öllu. Hann
var einnig góð fyrirmynd og
fylgdist vel með sínu fólki.
Margt kemur upp í hugann á
skilnaðarstundu. Þær stundir
þegar ég sat hjá þér og þú
svafst lét ég hugann reika og
flugu þá ótal skemmtilegar
minningar í gegnum huga minn,
svo margar að ekki er hægt að
telja þær allar upp hér. Ofarlega
er mér þó alltaf sjóferðin mín,
þín og pabba þegar við bjuggum
á Patró. Eins og mér fannst það
spennandi að fara út á sjó og
veiða þá var ég afskaplega
hrædd við fiskana. Ég man hvað
þú reyndir mikið að fá mig til að
koma við þá og var mikill sigur
unninn þegar ég lét mig loks
hafa það. Eltingaleikir, bílskúrs-
ferðir að berja og sækja sér
harðfisk, Nonna og Manna gláp
og fleiri notalegar stundir minna
mig á heimsóknir til ykkar
ömmu í Þrastalundinn.
Fyrir nokkrum árum fluttu
þið amma í Hraunvang, þar átt-
uð þið einnig fallegt heimili og
þangað var ávallt gott að koma.
Oftar en ekki þegar maður kom
í heimsókn sá maður þig standa
úti á svölum með kíkinn og
fylgjast með bátunum. Það var
ósjaldan þegar maður kom í
heimsókn að þú skelltir í vöfflur
og svo sátum við og spjölluðum
um daginn og veginn. Þær
stundir sem ég hef varið með
þér og ömmu eru mér þó allar
ógleymanlegar og hreint ómet-
anlegar.
Elsku afi, þín verður sárt
saknað en gott fyrir þig að hafa
fengið hvíldina þar sem síðustu
vikur voru þér erfiðar. Missir
þinn er okkur öllum erfiður
elsku afi og ekki síst fyrir ömmu
þar sem þið voruð svo náin. Við
munum hugsa vel um hana og
ég veit að þú verður aldrei langt
undan. Takk fyrir allt elsku afi
minn, við sjáumst síðar
Þín,
Brynhildur Jónasdóttir.
Kveðja til afa.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki
um dauðann með harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár
ykkar snertir mig og kvelur, þótt
látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót
til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
Er þið grátið græt ég, er þið hlæið
hlæ ég,
ég mun ætið vera hjá ykkur, styrkja
ykkur og veita ykkur kærleika minn
og nærveru.
(höf. óþekktur.)
Kveðja,
Kristbjörg, Bergrún Lind,
Jakob og Eyþór.
Góðvinur minn til margra ára,
Jakob Helgason, er látinn.
Við Jakob vorum báðir fæddir
og uppaldir á Patreksfirði. Á
unglingsárunum var þessi bær í
miklum blóma og þróttmikil og
framsækin útgerð og atvinnu-
starfsemi rekin þar af fyrirtæk-
inu Ó. Jóhannesson & Co. Allir
höfðu vinnu og bærinn þandist
út á stuttum tíma. Ný hús voru
byggð svo tugum skipti og íbúar
voru um tólfhundruð þegar mest
var.
Haustið 1947 höfðu örlögin
hagað því svo að forystumenn
fyrrnefnds fyrirtækis sendu
okkur Jakob til Englands til að
kynna okkur rekstur togaraút-
gerðar og kynnast nýjungum í
þessari atvinnugrein auk þess
að læra enskuna til fullnustu.
Við fórum með togurum fyrir-
tækisins til Hull og í Grimsby
tók á móti okkur Þórarinn Ol-
geirsson, útgerðar- og ræðis-
maður, sem kom okkur fyrir,
Jakobi hjá útgerðarfyrirtæki
hans, Rinovia, og mér hjá
Grimsby Steam Vessels Mutual
Insurance and Protecting Co.,
sem sá um tryggingar á 250 tog-
urum. Við kynntumst vel starf-
semi fyrirtækjanna og fólkinu
sem við unnum með og eign-
uðumst góða vini. Við fylgdumst
með starfsemi fiskmarkaðarins
og starfsemi Rinoviu, sem sá um
sölu afla íslensku togaranna og
alla fyrirgreiðslu.
Allsherjar skömmtun var á
þessum tíma í Englandi og mat-
væli naumt skömmtuð. Ekkert
fékkst keypt án skömmtunar-
seðla og vorum við Jakob frem-
ur illa haldnir í mat þar sem við
bjuggum. Þá var stundum gott
að koma um borð í íslensku
togarana. Á þessum tíma fóru
nýsköpunartogararnir íslensku
að koma með fisk til Grimsby.
Mikla athygli vöktu þessi skip
hjá Bretunum og þeir dáðust að
öllum þeim nýjungum, sem
fylgdu þessum skipum.
Í lok dvalar okkar ferðuðumst
við í bíl víða um England uns
komið var til London til að sjá
Ólympíuleikana. Það var endir-
inn á þessu mikla ævintýri okk-
ar Jakobs og heimkomnir haust-
ið 1948 hófum við störf hjá Ó.
Jóhannesson & Co. á Patreks-
firði.
Jakob Helgason var einstakt
ljúfmenni og um margt afskap-
lega vel gerður maður. Á Eng-
landsárum okkar urðum við
traustir vinir og samrýmdir og
ég komst að raun um hversu
góður drengur hann var. Varla
leið sá dagur að við ekki hitt-
umst og réðum ráðum okkar.
Hann var búinn miklum mann-
kostum, sem nutu sín vel í þeim
ábyrgðarmiklu störfum, sem
hann sinnti á starfsævinni.
Hann var glaðsinna, léttur í
skapi, glettinn og spaugsamur í
góðra vina hópi, hógvær og hlé-
drægur í allri umgengni, en
fastur fyrir ef því var að skipta.
Öll sín störf hygg ég að hann
hafi unnið af trúmennsku og
samviskusemi.
Í einkalífinu var Jakob ham-
ingjusamur maður með afbragðs
eiginkonu hana Brynhildi sér við
hlið ásamt þremur mannvænleg-
um börnum.
Mikill öðlingur er genginn.
Ég og eiginkona mín, Katrín,
þökkum allt gott á liðinni tíð.
Við sendum Binsý og fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Þórhallur Arason.
Jakob Helgason
✝ Helga Foss-berg fæddist í
Reykjavík 24. júní
1920. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 11. júlí
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Gunn-
laugur Jónsson
Fossberg, vélstjóri
og kaupmaður í
Reykjavík, f. í
Gönguskörðum í Skagafirði 8.
júlí 1891, d. í Reykjavík 28. októ-
ber 1949, og Jóhanna Friðrikka
Bjarnadóttir Thorarensen, hús-
freyja, f. í Flatey á Breiðafirði 6.
september 1889, d. í Reykjavík
13. apríl 1979. Systkini Helgu
voru: 1) Hálfbróðir samfeðra:
Orla Fossberg, verkfræðingur,
f. í Danmörku 19. október 1916,
d. í Danmörku í mars 1997, eig-
inkona Evalyn Fossberg, hús-
freyja, f. 1915, d. 2009. Þau eiga
2 börn, 4 barnabörn og 3 barna-
barnabörn. 2) E. Ragna Foss-
berg, hótelstýra, f. í Danmörku
30. október 1917, d. á Jamaíka
18. ágúst 1951, eiginmaður Ge-
offrey Craven, listmálari, f.
1917, d. 1951. Þau áttu eina
dóttur. 3) Jóhanna Fossberg
Thorlacius, skrifstofumaður, f. í
Reykjavík 28. október 1921, d. í
Reykjavík 10. febrúar 1987, eig-
inmaður Magnús
Thorlacius, hæsta-
réttarlögmaður, f.
1905, d. 1978. Þau
eiga 3 börn og 7
barnabörn. 4) Upp-
eldisbróðir: Cyril
Edward Hoblyn,
gjaldkeri, f. í
Reykjavík 8. maí
1940. Fyrri eig-
inkona Margrét
Jónsdóttir,
skrifstofumaður, f. 1945, d.
1996. Þau eiga 2 börn og 6
barnabörn. Seinni eiginkona
Sigríður Ólafsdóttir, listamað-
ur, f. 1958.
Dóttir Helgu er Ragna Foss-
berg, förðunarfræðingur, f. í
Reykjavík 27. febrúar 1949. Eig-
inmaður Helgi Sveinbjörnsson,
framkvæmdastjóri, f. 1949. Þau
skildu. Sambýlismaður Björn
Emilsson, dagskrárgerð-
armaður, f. 1948. Sonur Rögnu
og Helga er Ívar Örn Helgason,
tölvunarfræðingur, f. í Reykja-
vík 15. desember 1977, eig-
inkona Klara Rún Kjart-
ansdóttir, tölvunarfræðingur, f.
28. september 1980. Sonur
þeirra: Eiður Styrr Ívarsson, f. í
Reykjavík 11. apríl 2008.
Útför Helgu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 19. júlí
2012, kl. 15.
Ég ólst ekki bara upp með for-
eldrum og systkinum, heldur
bjuggu amma og Helga, móður-
systir mín, hjá okkur. Að búa með
ömmu og Helgu voru sannkölluð
forréttindi. Það var ekki til betri
manneskja en hún Helga. Hún var
alltaf heima, og tilbúin að spila,
byggja spilaborg, fara á bókasafn-
ið og lesa fyrir mig. Helga var
ávallt glöð og góð.
Amma kallaði Helgu blessun-
ina sína. Í orðunum lá sorg, því
Helga fæddist með væga þroska-
og heyrnarskerðingu. En það er
líka fegurð í orðanna hljóðan. Það
er blessun að eignast barn eins og
Helgu, sem gefur af sínu hreina og
tæra hjarta ævina á enda.
Eftir að Helga komst yfir veik-
indi í bernsku varð hún hraust og
langlíf. Hún passaði börnin í fjöl-
skyldunni og hændi að sér dýr.
Hún var göngugarpur, lestrar-
hestur, bridgespilari og saumaði
út dúka og svuntur. Hún þurfti
ekki áteiknað munstur. Ég man
eftir henni safna myndum héðan
og þaðan, taka gegn um kalki-
pappír á léreft og sauma út stórt
veggteppi sem prýddi herbergið
mitt árum saman. Myndunum
raðaði hún þannig upp að það
mátti lesa heilt ævintýri úr tepp-
inu. Fyrir jólin föndraði hún snjó-
hús úr pappa og bómull og stillti
litlum jólasveinum með hrein-
dýrasleða í kring.
Helga fæddist á Jónsmessu
1920 á Bergstaðastíg í Reykjavík.
Stuttu seinna flutti hún á Lauga-
veginn og bjó þar til 11 ára aldurs
með foreldrum sínum og tveimur
systrum. Þá fluttu þau í Valhöll við
Skothúsveg, sem var í útjaðri
Reykjavíkur. Þar var afi með
hesthús og Helga fór með honum í
reiðtúra. Sem unglingur bjó
Helga í Miðstræti. Þegar hún var
tvítug tóku amma og afi að sér
átta mánaða gamlan dreng.
Drengurinn vann hug og hjarta
Helgu, og voru þau afskaplega ná-
in alla tíð. Nokkrum árum seinna
fluttu þau í Hlíðarnar, eitt af
fyrstu úthverfum Reykjavíkur.
Á sumrin var amma með þær
systur í Bitru í Flóa. Í Bitru var
hlóðaeldhús, og þar gekk Helga í
sauðskinnskóm. Seinna keypti afi
jörðina Gljúfurá í Borgarfirði og
þar var Helga heilu sumrin. Á
tímabili átti hún þar hjólhýsi. Hún
markaði stíginn að hjólhýsinu með
skeljum, og gerði bú hér og þar
undir runnunum, sem börn gátu
leitað að og leikið með.
Helga eignaðist dóttur 1949 og
ól hana upp með stuðningi móður
sinnar. Sama ár missti hún föður
sinn og tveimur árum síðar fórst
eldri systir hennar með eigin-
manni og barni í fellibyl á Ja-
maica, þar sem þau bjuggu. Þetta
var gríðarlegt áfall, því þær systur
voru mjög nánar. Hálfbróður sinn
samfeðra hitti Helga nokkrum
sinnum og fór vel á með þeim.
Amma og Helga bjuggu í
Barmahlíð til 1971. Þá bjó yngri
systir Helgu, móðir mín, á Miklu-
braut með fjölskyldu sína, og bauð
ömmu og Helgu að flytja til sín.
Amma dó 1979. Þá var Helga
sjálf orðin amma og passaði
ömmudrenginn sinn mikið. Helga
flutti í eigin íbúð á Ásvallagötu
1985 og bjó þar til dauðadags. Árið
2008 varð Helga langamma, og
fékk hún að vita skömmu áður en
hún lést að von væri á öðru lang-
ömmubarni í haust.
Helga var sönn perla og bless-
unin okkar allra sem hana þekktu.
Ég kveð hana með söknuði, og
mun ávallt minnast hennar með
þakklæti og virðingu.
Anna Ragna Magnúsardóttir.
Helga
Fossberg
✝
Elskulegur faðir minn og afi,
ÞÓRIR JÓNSSON
frá Þingeyrum,
Lækjarsmára 8,
Kópavogi,
er látinn.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju, Kópavogi,
þriðjudaginn 24. júlí næstkomandi kl. 11.00
árdegis.
Jón Þórisson,
Helena Margrét Jónsdóttir.