Morgunblaðið - 19.07.2012, Side 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Listhús og gull-
smiðja Ófeigs
Bjarnasonar
heldur upp á 20
ára afmæli sitt
með sýningu á
verkum Mar-
grétar Magn-
úsdóttur en
hennar fyrsta
einkasýning var einnig fyrir 20 ár-
um jafnframt því sem það var
fyrsta sýning listhúss Ófeigs-
.Verkin á sýningunni eru tileinkuð
börnum Margrétar og eru unnin
úr gömlum vaxlitum úr barnæsku
þeirra. Margrét lauk listanámi við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti,
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands og Hochscule der Kunste í
Berlín. Ófeigur starfar ásamt
konu sinni Hildi Bolladóttur kjóla-
meistara sem selur hönnunarvörur
sínar í listhúsinu og Bolla Ófeigs-
syni sem er gullsmíðameistari.
Sýningin verður opnuð á laug-
ardaginn, 21. júlí, kl. 17 og er opin
á sama tíma og listhúsið til 15.
ágúst eftir það.
Listir og
gull í 20 ár
Skálholtshátíð
hefst í dag, að-
fangakvöld Þor-
láksmessu, 19.
júlí, og stendur til
22. júlí. Í Skál-
holtskirkju fara
einnig fram ýmsir
sumartónleikar í
byrjun ágúst. Há-
tíðin ber yfir-
skriftina „Saltarinn og fjölradda
söngur á 17. öld í Skálholti“. Meðal
atriða á dagskrá eru morgun- og
kvöldsálmar frá 16. og 17. öld, trúar-
legir tvísöngvar, hádegismessa, aft-
ansöngur og fleira. Íslenski söng-
hópurinn Voces Thules kemur fram
á hátíðinni en hann er leiðandi tón-
listarhópur á sviði rannsókna og
flutnings á íslenskri tónlistarhefð
miðalda. Nánari upplýsingar um
dagskrá hátíðarinnar má nálgast á
sumartonleikar.is.
Hátíð í
Skálholti
Voces Thules
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
„Ég er mjög einfaldlega hrikalega
ánægður,“ segir Arnar Ingi Við-
arsson sem er nýútskrifaður úr list-
rænni stjórnun við skólann IED í
Barcelona, en borgaryfirvöld festu
nýlega kaup á útskriftarverkefni
Arnars. „Útskriftarverkefnin ganga
út á að hanna vörumerki, einkenni og
ímynd, prent, sjónvarps og umhverf-
isauglýsingar, vefsíður, innan-
húshönnun, útlit, merkingar og svo
framvegis. Auk þess er gerð fjár-
hags- og samskiptaáætlun til langs
tíma. Allt þetta er gert eftir mikla
rannsóknarvinnu og skapandi hönn-
unarstarf,“ segir Atli, en hann hann-
aði í samstarfi við tvo samnemendur
sína alhliða kynningu fyrir menning-
arhús sem borgaryfirvöld í Barcelona
keyptu fyrir skömmu. „Húsið sem er
í Gracia-hverfinu er frá árinu 1893 og
var það endurgert til að undirbúa það
fyrir sitt nýja hlutverk sem menning-
armiðstöð. Hlutverk hússins verður
meðal annars að hýsa þá sem skipu-
leggja götuhátíðir sem fara fram í
borginni þrisvar á ári,“ segir Arnar.
Hefðunum til bjargar
Mikil hefð er fyrir götuhátíðunum,
og eru þær stór hluti menningarlífs í
borginni. ,,Hátíðirnar eiga sér djúpar
rætur í þjóðlífinu, þær byggjast á
katalónskum hefðum og mótuðust
upp úr aldamótunum 1600,“ segir
Arnar. „Almenningsvitund og áhugi á
hátíðunum fer hins vegar örlítið dvín-
andi og þess vegna var ákvörðun tek-
in um að opna sérstakt menningarhús
til að fríska upp á ímynd hátíðanna og
standa betur að skipulagi þeirra,“
segir Arnar.
„Þetta er ofsalega skemmtilegt við-
fangsefni. Menning er í raun svo
magnað fyrirbæri og sérstaklega
þegar þú ert utanaðkomandi. Maður
kom að verkefninu með opinn huga
og vissi í raun lítið um það en svo
eyðir maður næstu mánuðum í að
sökkva sér ofan í viðfangsefnið og
draga til sín allar fáanlegar upplýs-
ingar um þennan hluta menningar
Katalóníubúa,“ segir Arnar Ingi.
„Menning er vandmeðfarin, það verð-
ur að sýna henni tilhlýðilega virðingu
því hún á sinn sess í hjarta fólks.
Taka verður tillit til margra sjón-
armiða og þess að selja hana ekki í of
„poppuðum“ umbúðum eða nálgast
hana af yfirlæti,“ segir hann.
Arnar Ingi segir að hópnum hafi
tekist vel til, en það hafi kostað mikla
undirbúningsvinnu. „Fyrstu mán-
uðunum eyddum við á bókasöfnum í
að lesa okkur til, ljósrita gömul plaköt
og annað efni allt frá árinu 1700,“ seg-
ir Arnar. Verkefnið var líka ærið. „Að
miðla gamalli og hefðbundinni menn-
ingu til samtímans án þess að slíta
hana frá rótum sínum,“ segir hann.
Alls tók vinnsla verkefnisins sex mán-
uði. „Við hófum undirbúning í janúar,
Brillerar í Barcelona
Borgaryfirvöld
í Barcelona
keyptu lokaverk-
efni Arnars Inga
Viðarssonar
Fjölbreytt Verkefnið fólst í alhliða kynningu fyrir menningarhús í Barcelona. Þar á meðal var hönnun á litríkum
götufánum sem innan skamms munu prýða Gracia-hverfið í borginni.
Arnar hefur dvalið í Barcelona í tvö ár og að hans sögn
er borgin suðupottur fjölbreyttrar menningar. „Hér er
fjöldinn allur af ungu fólki sem kemur alls staðar að,
stoppar stutt en er gríðarleg menningarinnspýting fyrir
borgina á meðan það dvelur hér,“ segir Arnar Ingi. „Hér
er samankominn kokkteill af fjölbreyttri og lifandi
menningu,“ bætir hann við.
„Maður finnur kraftinn í andrúmsloftinu, hér er mikið
af sköpunarglöðu og forvitnu fólki,“ segir Arnar. Í borg-
inni má finna mikla blöndu þjóðerna. „Í skólanum mín-
um voru til dæmis fæstir frá öðrum Evrópulöndum. Flestir voru frá Suð-
ur-Ameríku og mjög margir frá Asíu,“ segir Arnar. „Allir eru opnir og hafa
mikið fram að færa svo að það verður til mikil og skapandi orka í þessum
kringumstæðum,“ segir Arnar. Hann segir strembið að ákveða hvort hann
dvelji lengur í borginni eða komi heim til Íslands. „Maður hefur betri
tengingu við hin Evrópulöndin þegar maður er búsettur í Barcelona, héð-
an er auðveldara að ferðast og ef til vill fleiri tækifæri í augnablikinu. En
svo veit maður aldrei,“ segir Arnar.
Fjölbreyttur menningarkokkteill
MARGAR ÞJÓÐIR MÆTAST Í BARCELONA
Arnar Ingi
Viðarsson
Hljómsveitin For a Minor Reflection
heldur kveðjutónleika á Faktorý
föstudaginn, 20 júlí.
„Við erum ekki að hætta heldur
taka pásu frá tónleikahaldi því Kjart-
an gítarleikari spilar með Sigur Rós
víða um heim alla vega fram að ára-
mótum. Við fjórir ætlum að halda
áfram að semja og stefnum á að koma
með nýja plötu eftir áramót. Við ætl-
um að vera starfandi um ókomna tíð.
Planið var alltaf að fara ekkert er-
lendis á þessu ári, heldur einbeita
okkur að því að semja nýtt efni en
fórum þó út til Frakklands á þessu ári
því við gátum ekki neitað því. Þó
Kjartan bregði sér frá að spila með
Sigur Rós þá hefur það engin áhrif á
okkur. Við fögnum því að Kjartan
hafi fengið þetta tækifæri og vonumst
að okkar hljómsveit eigi eftir að njóta
góðs af því,“ segir Elvar Jón Guð-
mundsson, bassaleikari sveitarinnar.
Fyrir þá sem komast ekki á föstu-
daginn mun hljómsveitin koma fram
á Airwaves í lok október.
Hljómsveitarmeðlimir For a Minor Reflection.
Tónleikahlé vegna
Sigur Rósar
Morgunblaðið/Kristinn
Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900
Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur
Allar GSM rafhlöður
2.990.-
SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali -
Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick
Gerið verðsamanburð!
iPad borðstandur - Festing fyrir
sætisbak fylgir 5.990.-
Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum!
Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad
og aðra spilara eða síma.
Innbyggð rafhlaða. 4.990
Allt fyrir IPod og Ipad
Ipad bílhleðslutæki
1.490.-
Öll GSM bílhleðslutæki
990.-
12V tvídeilir 1490.-
Flott úrval 12V fjöltengja
í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið.
12V þrídeilir með Micro-USB
útgangi og viðvörunarljósi ef raf-
geymirinn í bílnum er að tæmast
2.990.-