Morgunblaðið - 19.07.2012, Síða 35
og útskriftin var í síðustu viku,“ segir
Arnar.
Sérstaka athygli vakti að enginn af
höfundum verkefnisins kemur frá
Barcelona. „Í teyminu voru auk mín
stelpa frá Kólumbíu og strákur frá
Venesúela,“ segir Arnar. „Menning
Katalóníubúa er að vissu leyti svolítið
lokuð og þess vegna þótti nokkuð
magnað að ekkert okkar væri frá hér-
aðinu, eða Spáni yfirhöfuð,“ segir
Arnar.
Hann segir að það að vera ut-
anaðkomandi hafi frekar hjálpað til
við vinnslu verkefnisins en unnið
gegn henni. „Bæði gerði það að verk-
um að við nálguðumst viðfangsefnið
með mikilli virðingu, auk þess sem við
byrjuðum á algjörum núllpunkti. Við
vissum ekkert í byrjun og þurftum að
setja okkur inn í algjörlega nýjan
menningarheim,“ segir Arnar.
Að hans sögn er um undantekning-
artilvik að ræða, ekki sé venjan að út-
skriftarverkefni séu keypt á þennan
hátt. „Skólinn úthlutaði verkefnunum
sem hefðbundnum lokaverkefnum,
en ekki til að selja þau. Þvert á móti
var þetta hugsað sem raunhæft verk-
efni,“ segir Arnar. „Verkefnin voru
svo höfð til sýnis og komu fulltrúar
frá borginni til að skoða þau. Þeim
leist svo vel á okkar tillögu að þeir
nánast keyptu hana á staðnum og
hófu strax innleiðingu hennar,“ segir
hann.
Allt annar taktur
Verkefnið hefur vakið mikla at-
hygli í borginni, og var haldinn blaða-
mannafundur á vegum borgaryf-
irvalda þar sem herferðin var kynnt.
Því er um að ræða verðmæta kynn-
ingu á störfum Arnars og samstarfs-
félaga hans eins og gefur að skilja.
„Þetta er ofsalega góð byrjun á
vinnuferlinum,“ segir Arnar sáttur.
Arnar er sjálfur búsettur í Gracia-
hverfinu í Barcelona og líkar dvölin
vel. „Mér líkar suðrænt hugarfar vel,
hér eru allir tiltölulega slakir, fjöl-
skyldugildi eru í hávegum höfð og
fólk er ekki að æsa sig að óþörfu. Hér
er allt annar taktur og fólk er ekki
mikið að flýta sér. Forgangsröðunin
er allt önnur og ég hafði gaman af að
upplifa það,“ segir Arnar, en hann
hefur búið í borginni í tvö ár.
Arnar starfaði á auglýsingastofum
hér á landi áður en hann sótti um í
IED. „Mig langaði að læra grafíska
hönnun, en vildi gjarnan fara í nám
sem hefði svolítið víðtækara gildi,“
segir Arnar. „Ég sótti þess vegna um
í listrænni stjórnun og komst að því
að námið átti mjög vel við mig,“ segir
Arnar en hann hlaut meðal annars
verðlaun fyrir námsárangur í skól-
anum.
Þýðing á orðinu art direction vefst
fyrir blaðamanni og segist Arnar
sjálfur vera í vandræðum með að
finna þýðingu sem geri náminu al-
mennileg skil. „Ég hef hugsað mig vel
og vandlega um hvernig sé best að
þýða þetta en ekki komist að góðri
niðurstöðu. Í kjarnann er þetta í raun
eins og útvíkkuð grafísk hönnun, þar
sem maður reynar að nota eigið hug-
vit til að koma skilaboðum á framfæri
með réttum hætti. Þá verða hlutirnir
að líta vel út en þeir verða líka að
höfða til rétta fólksins,“ segir Arnar
en að hans sögn vinnur fólk marg-
vísleg störf að námi loknu, til að
mynda leikhúshönnun, tónlistar-
myndbandagerð, grafíska hönnun og
kvikmyndagerð.
Draumur í dós
Arnar hefur ekki enn tekið ákvörð-
un um hvað taki við að námi loknu.
„Mig langar mikið að koma heim og
vinna hér. Ég hef hins vegar fengið
talsvert mörg atvinnutilboð úti í
Barcelona, sem skýrist af langri dvöl í
borginni, og ég veit ekki hvar ég
enda,“ segir hann. Arnari hugnast
hasar og eygir hann möguleika á að
vinna hjá auglýsingastofum sem hafa
útibú í mörgum Evrópulöndum. „Í
Barcelona er auglýsingastofa sem
hefur annað aðsetur í Melbourne í
Ástralíu. Mig langar mikið að vinna í
Barcelona í hálft ár og færa mig svo
jafnvel til Melbourne í Ástralíu. Ef ég
gæti svo farið eitthvað annað seinna
væri það draumur í dós,“ segir Arnar.
Spurður um frekari framtíðarplön
segir Arnar ýmislegt í spilunum.
„Mig langar mikið að halda áfram að
vinna við menningartengd verkefni,
sjónræn samskipti. Minn vettvangur
er svolítið á mörkum grafískrar hönn-
unar og menningarstarfs,“ segir Arn-
ar.
Stórviðburður Arnar Ingi ásamt samstarfskonu sinni, Mariu Paulu, á blaða-
mannafundi sem haldinn var á vegum borgarinnar til að kynna verkefnið.
Líflegt Hluti verkefnisins var að hanna merkingar á strætisvagna, en þær
munu varla fara framhjá nokkrum íbúa borgarinnar.
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 2012
Leikkonan og fyrrverandi fyrirsætan Diane Kruger segir
það fyrsta sem hún hafi gert eftir að hafa hlotið hlutverk
Marie Antoinette í myndinni Farewell, My Queen, að
hringja í góðan vin sinn, fatahönnuðinn Karl Lagerfield.
Við höfum þekkst síðan ég var 16 ára, hann er bæði vinur
minn og nágranni. Um leið og ég vissi að ég myndi leika
drottningu Antoinette hringdi ég í Lagerfield og skrapp
yfir til hans til þess að næla mér í innblástur, segir Kru-
ger.
Farewell, My Queen segir af seinustu þrem dögum
frönsk-austurrísku drottningarinnar Antoinette í frönsku
konunglegu höllinni Versailles. Kruger segir undirbúning
fyrir hlutverkið hafa veitt sér innsýn í hvernig líf Antoinette hafi verið, en
það fól m.a. í sér daglegar tveggja tíma hárkollu- og snyrtilotur.
Tíska er viðvarandi áhugamál Kruger úr fyrirsætuheiminum en hún held-
ur mikið upp á hátísku hönnun, eða „haute couture“, sem felur í sér listræn
gæði. „Það er tíska eins og hún var áður fyrr. Ég þekki ekki marga sem hafa
efni á slíkum munaði en það er aukaatriði,“ segir Kruger.
Lagerfield innblástur fyrir drottninguna
Kruger á rauða
dreglinum.
Gamanþættir með stúlkum í aðal-
hlutverki njóta mikilla vinsælda um
þessar mundir. Senn líður að tilnefn-
ingu til Emmy-verðlauna og veltir
tímaritið LA Times því upp hvort
þær gætu orðið einráðar um verð-
launin.
Þættirnir sem um ræðir eru New
Girl á sjónvarpsstöðinni Fox, 2 Broke
Girls á CBS og Girls á HBO. Bent hef-
ur verið á að eftir grínsmellinn Brúð-
armeyjarnar sem sýndur var 2011
fylgdi fjöldi hárbeittra grínþátta með
kvenpersónum í lykilhlutverki í kjöl-
farið. Bíómyndin naut óvæntra vin-
sælda vestan hafs og hér á landi.
Þátturinn New Girl er talinn lík-
legastur til sigurs. Handritshöfund-
urinn er hin skelegga Liz Meriwet-
her og Zooey Deschanel fer með
hlutverk litríka barnaskólakenn-
arans Jess.
Stund stelpnanna runnin upp?
Íðilfögur Zooey Deschanel leikur
hina seinheppnu Jess í Nýju stelpunni.
Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300
Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga
www.ispan.is - ispan@ispan.is
CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI
Sérfræðing
ar í gleri
… og okku
r er nánast
ekkert ómö
gulegt
• Sólvarnargler
• Einangrunargler
• Öryggisgler
• Eldvarnargler
• Speglar
• Hert gler
- Í sturtuklefa
- Í handrið
- Í skjólveggi
- Í rennihurðir
15% AFSLÁTTUR
Lykilverslun við Laugaveginn frá 1919
Áratuga þekking og reynsla
AF ÖLLUM BRÝNUM FRÁ SMITH´S Í JÚLÍ!
Rafmagnsbrýni 3 gerðir verð frá
13.990 kr.
CSCS hnífa- og skærabrýni
3.340 kr.
JIFF-S hnífa- og skærabrýni
2.310 kr.
TriHone þriggja steina brýni
9.650 kr.
Brýni og yddari fyrir
iðnaðarmenn 1.875 kr.
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is | opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16