Morgunblaðið - 19.07.2012, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 201. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Misþyrmdu vinkonu sinni…
2. Hús Íslendinga gætu verið í hættu
3. Reykjavík lítil og yndisfögur
4. Hjónin fundin
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Erna Hrönn Ólafsdóttir heldur
tónleika í Kongó Shop í Netgerð-
inni í dag kl. 18 í til-
efni af útgáfu smá-
skífunnar „My One
and Only“. Ásamt
Ernu koma fram
Hjálmfríður Þöll
Friðriksdóttir og
Arnar Ástráðs-
son.
„In Store“-tónleikar
í Netagerðinni
Fólktónlistarhá-
tíðin Baunagrasið
á Bíldudal er hald-
in í fyrsta sinn um
þessa helgi, 20.-
22. júlí. Þar koma
fram ýmsir tón-
listarmenn á borð
við Markús, Brylla,
Jón Tryggva og
Una og Gímaldin. Einnig verða hljóð-
færasmiðjur fyrir börn. Frítt er á hátíð-
ina. Nánari upplýsingar er að finna á
Fésbókarsíðu hátíðarinnar.
Fólktónlistarhátíð á
Bíldudal í fyrsta sinn
Dísella Lárusdóttir sópransöng-
kona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó-
leikari spila á sumartónleikum Lista-
safns Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl.
20.30. Á efnisskrá eru verk eftir
þýska tónskáldið Richard Strauss og
söngperlur eftir rússneska lagasmið-
inn Rachmaninoff. Aðgangseyrir er
2.000 kr.
Þýsk tónverk og rúss-
neskar söngperlur
Á föstudag Suðlæg átt, 3-8 m/s en austan og norð-
austan 5-10 m/s við N-ströndina. Skýjað eða skýjað
með köflum og víða skúrir. Hiti 10 til 16 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlægari en í gær. Skýjað að
mestu og rigning með köflum eða skúrir. Hiti 9 til 18
stig, svalast með austurströndinni.
VEÐUR
Þór/KA er komið með fimm
stiga forskot í efsta sæti
úrvalsdeildar kvenna í
knattspyrnu, Pepsi-
deildinni, eftir að liðið vann
Stjörnuna, 2:1, í uppgjöri
toppliðanna í Garðabæ í
gærkvöldi. Markahæsti leik-
maður deildarinnar, Sandra
María Jessen, hélt áfram
að skora en hún gerði
markið sem skildi
liðin að þegar upp
var staðið. »2
Þór/KA hafði bet-
ur í toppslagnum
„Þetta var fjölmennasta mót sem við
höfum haldið. Alls voru 192 lið frá 36
félögum sem tóku þátt sem er nokk-
ur fjölgun frá síðasta ári,“ segir Einar
Sigurðsson, móts-
stjóri Símamóts
stúlkna í knatt-
spyrnu sem haldið
var í 28. sinn um
síðustu helgi.
Hann segir
erfitt að
stækka
mótið
meira
en nú
en alls
voru kepp-
endur rétt tæp-
lega 1.700 á
aldrinum 6 til 12
ára. »4
„Fjölmennasta mót sem
við höfum haldið“
Elsta árlega íþróttamót heims, Opna
breska meistaramótið í golfi, hefst á
Englandi í dag. Mótið fer að þessu
sinni fram á Royal Lytham-vellinum
og er það í ellefta sinn sem mótið er
haldið á þeim krefjandi golfvelli. Síð-
ast fór mótið fram á Royal Lytham ár-
ið 2001 en á þeim tíma var David Du-
val á meðal allra bestu kylfinga
heimsins. »3
Elsta árlega íþróttamót
heims hefst í dag
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Þegar við keyrðum framhjá
þessu fína samkomuhúsi í Ketilási
í seinni tíð fannst okkur það vera
synd að það væri ekki nýtt betur.
Þá kviknaði sú hugmynd að end-
urvekja þá skemmtilegu stemn-
ingu sem alltaf skapaðist þarna í
gamla daga. Við ákváðum því fyrir
fimm árum að slá upp balli og það
gekk svo vel að eftir það varð ekki
aftur snúið,“ segir Margrét
Traustadóttir, en hún og Vilborg
systir hennar standa fyrir hippa-
balli í samkomuhúsinu í Ketilási í
Fljótum á laugardagskvöldið.
Er þetta fimmta árið í röð sem
það er haldið, en hljómsveitin
Blómálfarnir mun leika fyrir
dansi. Hana skipa hinir lands-
þekktu tónlistarmenn Magnús
Kjartansson, Finnbogi Kjart-
ansson og Ari Jónsson og munu
þeir flytja alla helstu smelli hippa-
tímans.
Haldið í gömlum leikfimisal
Allur ágóði af ballinu rennur til
viðhalds og uppbyggingar á sam-
komuhúsinu en það var reist árið
1926 og hýsti þá skrifstofur fyrir
hreppinn, en varð svo síðar að
skóla. Salurinn sem ballið er hald-
ið í er frá árinu 1958 og var leik-
fimisalur skólans. Þeim systrum
finnst það gott að geta stuðlað að
viðhaldi hússins.
Dagskráin hefst kl. 10 um
morguninn en þá verður markaður
þar sem fólk getur skráð sig og
selt ýmsa hluti tengda og ótengda
hippatímanum. Margrét og Vil-
borg verða m.a. með hippamussur
og ekta hippabönd frá frum-
byggjum Bandaríkjanna á boð-
stólum. Markaðurinn verður til kl.
15 en svo hefst ballið kl. 22 um
kvöldið með því að allir haldast í
hendur á Ketilástúni, mynda
„peace“-merkið og syngja saman.
Síðan er dansað til kl. 2 um nótt-
ina.
Tjaldsvæði er á staðnum með
rafmagni og öllum helstu þæg-
indum. Aldurstakmarkið á tón-
leikana er miðað við 45 ára og
eldri, en í raun er öllum leyft að
koma, svo fremi að þeir séu „í
fylgd með fullorðnum“.
Þær systur rifja upp að á böll-
unum í gamla daga hafi stundum
komið upp slagsmál á milli Sigl-
firðinga og Ólafsfirðinga. Það er
nú löngu liðin tíð. „Þetta er mikil
hamingjustund fyrir þau sem
mæta, að fá að rifja upp þessa
gömlu tíma og upplifa þessa frá-
bæru stemningu. Þegar eitt ball
er búið er strax farið að hugsa um
það næsta,“ segir Margrét.
Æskuárin rifjuð upp í gleði
Hippaball
haldið í Ketilási
í fimmta sinn
Ljósmynd/Vilborg Traustadóttir
Geislandi gleði Hippaböllin hafa laðað að sér marga sem hafa gaman af að rifja upp stemningu hippatímabilsins.
Hippatíminn hófst í Bandaríkjunum
um miðjan sjöunda áratuginn og
hafði gríðarleg áhrif á unglinga-
tísku og tónlist þess tíma. Hárið
fékk að vaxa sítt, fólk stundaði
frjálsar ástir og tók inn skynörvandi
lyf. Þá var hvers kyns andstaða við
yfirvöld í tísku, sem birtist einkum í
andúð á Víetnamstríðinu.
Hápunktur hippatímans er lík-
lega Woodstock-útihátíðin 1969, en
þar komu saman margir af helstu
tónlistarmönnum hippatímabilsins.
Má þar nefna Joe
Cocker, Cree-
dence Clearwater
Revival og
Crosby, Stills,
Nash & Young.
Vakti þar flutn-
ingur Jimi Hend-
rix á bandaríska
þjóðsöngnum á
rafmagnsgítar mikla athygli, en út
úr honum mátti lesa gagnrýni á
stríðsrekstur Bandaríkjanna.
Blóm, ást og friður í fyrirrúmi
HIPPATÍMINN
Jimi Hendrix