Morgunblaðið - 23.07.2012, Page 1
M Á N U D A G U R 2 3. J Ú L Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 170. tölublað 100. árgangur
Græddu á
gulli á
Grand Hótel
í dag og á morgun
frá kl. 11:00 til 19:00
Upplýsingar og tímapantanir,
Sverrir s. 661 7000
sverrir@kaupumgull.is
LONELY PLANET
MÆLIR MEÐ
GAMLA RIFI
ÞÓRARINN SKÁLD
OG ÞJÁLFARI
Á SIGLUFIRÐI
GUÐMUNDUR BÆTTI
SIG UM TVO METRA
Í SPJÓTKASTI
ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA 26 FIMMTI BESTI ÍÞRÓTTIRFISKISAGAN FLÝGUR 2
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Makrílsýni eru nú í DNA-greiningu hjá Matvæla-
stofnun. Tilgangurinn er meðal annars að skera úr
um það hvaðan sá markíll, sem er í íslenskri lög-
sögu, er upprunninn. Niðurstaða greiningarinnar
gæti haft mikil áhrif í makríldeilunni svonefndu.
Því hefur verið haldið fram að makríllinn vestur af
landinu sé af öðrum stofni en hinum samevrópska
sem makríldeilan snýst um. Að mati Guðmundar
Kristjánssonar útgerðarmanns þýðir það að Ís-
lendingar þurfi ekki að semja um veiðar á makríl
við önnur ríki.
Að sögn Önnu Kristínar Daníelsdóttur, sviðs-
stjóra hjá Matvælastofnun, er vinna þegar komin
nokkuð á veg. „Við höfum fengið sýni frá Kanada,
Íslandi, Færeyjum og Noregi. Makríllinn hefur
ekki verið áður rannsakaður með þessum hætti en
við erum nú langt komin í þeirri vinnu að greina
erfðamörkin. Með því getum við fundið út hvort
makríllinn vestan við landið er eitthvað ólíkur
þeim sem er fyrir sunnan og austan,“ segir Anna
Kristín.
Á meðfylgjandi mynd má sjá tvo makríla, sem
eru ólíkir í útliti en Anna Kristín segir það ekki
endilega gefa til kynna að þeir séu af ólíkri stofn-
einingu. ,,Fiskar geta breyst eftir umhverfinu sem
er í kringum þá og þessir fiskar eru ekki endilega
af ólíkum uppruna þótt þeir séu ólíkir í útliti.“
Makríll kominn í DNA-greiningu
Sýni komin til greiningar frá Kanada, Noregi og Færeyjum
Makríll og makríll Sýni hafa verið send til DNA-
greiningar til þess að greina uppruna makríls.
Landsmót skáta var sett í blautu en hlýju veðri við Úlf-
ljótsvatn í gærkvöldi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, ávarpaði landsmótsgesti, og poppstjarna Ís-
lands, Páll Óskar Hjálmtýsson, hélt viðstöddum heit-
um. „Hér eru allir í fantastuði,“ sagði Gunnlaugur
Bragi, upplýsingafulltrúi landsmótsins, í gærkvöldi en
þá voru á þriðja þúsund manns mættir til leiks.
Gunnlaugur sagðist ekki hafa stórar áhyggjur af
veðrinu næstu daga. „Forsetinn lofaði okkur hérna í
ávarpi áðan að það myndi fara batnandi þannig að það
er spurning hvort við tökum ekki bara hans orð fyrir
því,“ sagði hann. Ef ekki, þá væri það allt í lagi líka, þar
sem vatnasafaríið og þrautabrautirnar væru mun
skemmtilegri í bleytu.
Morgunblaðið/Eggert
Blautir en kátir skátar
Loftþrýstingur
á Stórhöfða í
Vestmanna-
eyjum mældist
972,8 hPa á
kvikasilfurs-
loftvog klukkan
21 í gærkvöldi.
Hefur loft-
þrýstingur
aldrei mælst
jafn lágur í júlí-
mánuði. Sjálfvirkur mælir sýndi
972,4 hPa klukkan 22. Tölurnar eru
óstaðfestar.
Fyrra loftþrýstingsmet í júlí var
sett í Stykkishólmi 18. júlí 1901,
974,1 hPa.
Djúpa lægðin sem gekk yfir landið
um helgina olli því að vindamet júlí-
mánaðar var einnig slegið á Stór-
höfða á laugardagskvöldið var. »12
Veðurmet
í júlí á
Stórhöfða
Lágur loftþrýst-
ingur og vindhviður
Veðurmet féllu í
Vestmannaeyjum.
Hópur fólks kom saman og lagði
niður rósir í minningarlundinum í
Vatnsmýrinni í Reykjavík í gær-
kvöldi til að minnast þess að ár væri
liðið frá voðaverkunum í Ósló og
Útey.
Alls féllu 77 fyrir hendi Anders
Behrings Breiviks 22. júlí 2011 og
var fórnarlambanna minnst við
minningarathafnir og minningar-
guðsþjónustur í Noregi í gær.
„Þetta var einlægt, gott og allir
lögðu sig fram um að öllum liði
vel,“ segir Guðrún Jóna Jónsdóttir,
formaður Ungra jafnaðarmanna,
sem var viðstödd minningarathöfn í
Útey í gær.
Jens Stoltenberg, forsætisráð-
herra Noregs, sagði í gærkvöldi að
viðbrögð norsku þjóðarinnar hefðu
orðið til þess að stuðla að auknu
lýðræði og einlægni. »15
Ár liðið frá
voðaverkunum
í Ósló og Útey
Minningarstund var haldin í minningar-
lundinum í Vatnsmýrinni í gærkvöldi.
Verð á metani
hækkaði sl.
föstudag um 18
krónur rúmmetr-
inn. Kostar hver
rúmmetri 149 kr.
nú en kostaði áð-
ur 131 krónu.
Verðið hækkaði
einnig í vor.
„Nýr samningur var gerður 20.
júlí á milli N1 og Sorpu, sem selur
okkur metanið. Verðið til okkar
hækkaði talsvert í þessum samningi
og þar af leiðandi hækkar út-
söluverðið,“ segir Eggert Þór
Kristófersson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs N1. »6
Verð á metani
hækkar að nýju
Tveir menn voru gripnir þegar þeir
ætluðu að laumast um borð í Brúar-
foss sem var á leið til Bandaríkjanna
á fimmtudag.
Mennirnir eru hluti af hópi hælis-
leitenda sem reyna í sífellu að kom-
ast um borð í skip á leið til Ameríku,
að sögn upplýsingafulltrúa Eim-
skips. Hann segir yfirvöld ekkert
gera til þess að takast á við vanda-
málið. Mikill kostnaður falli á fyr-
irtækið vegna öryggisgæslu.
Tveir laumufarþegar komust úr
landi á síðasta ári, að sögn forstjóra
Útlendingastofnunar. » 4
Reyndu að
laumast í skip