Morgunblaðið - 23.07.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 23.07.2012, Síða 8
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Slitastjórn Kaup- þings hefur nú stefnt bænum. Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt Vestmannaeyjabæ og krefst þess að bærinn endurgreiði rúmlega einn milljarð króna sem hann fékk greiddan frá bankanum þann 8. september 2008, rétt um mánuði fyrir hrun. Aðspurður inn á hvernig reikn- ingi peningarnir hafi verið í bank- anum segir Elliði Vignisson, bæj- arstjóri Vestmannaeyja, að um hafi verið að ræða peningamarkaðsinn- lán en ekki peningamarkaðssjóð. „Það er kannski spurning hvern- ig maður skilgreinir hugtakið „þessa peninga“. Við vorum á þess- um tíma logandi hrædd og tókum fé út hér og þar og lögðum inn ann- ars staðar,“ segir Elliði, spurður að því hvað bærinn hafi gert við féð Stefna Vestmannaeyjabæ sem hann fékk greitt frá Kaup- þingi. Að sögn Elliða verður málið tek- ið fyrir af dómstólum í september en hann segir sveitarfélagið ætla að taka til varna. „Það er það sem maður hefur áhyggjur af, svona mál geta tekið langan tíma í dóms- kerfinu enda hagsmunir miklir,“ segir Elliði. skulih@mbl.is  Bæjarstjóri segir málið verða tekið fyrir af dómstólum í september  Fengu greiddan milljarð mánuði fyrir hrun 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012 Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL 4 VERÐ Á UMGJÖRÐUM 19.900 14.900 9.900 4.900 Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu MIKIÐ ÚRVAL NÝRRA UMGJARÐA, SAMA LÁGA VERÐIÐ Vinstrivaktin gegn ESB er harð-orð í garð Steingríms J. Sig- fússonar vegna löndunarbanns á makrílveiðiskipið Erika. Í pistli á vefnum segir:    Ákvörðun ráðuneytisins varstudd með tilvísun til laga frá 1998 þess efnis að erlend skip megi ekki landa hér afla úr nytjastofnum sem ekki hafi verið samið um. Engu að síður er ljóst að í sömu laga- grein, þ.e. 3. mgr. 3. gr. laga um veiðar erlendra skipa í fiskveiði- lögsögunni, er ráðherra veitt skýr heimild til að víkja frá þessu banni „þegar sérstaklega stendur á“. Það átti augljóslega við í þessu tilviki, þar eð Síldarvinnslan á Norðfirði á þriðjung í útgerð Eriku og hefur átt hlut í útgerðinni í áratug. Sam- kvæmt skýrslum Fiskistofu hefur Erika oft landað þar loðnu en einn- ig síld og kolmunna og nú síðustu árin makríl. En skipstjórinn á Eriku neyddist til að sigla skipinu til Fuglafjarðar í Færeyjum með aflann.    Augljóst er að Steingrímur Sig-fússon, sjávarútvegsráðherra, verður að útskýra hvers vegna Erika var vísað frá að þessu sinni. Voru það mistök? Eða tengdist það makríldeilunni með einhverjum hætti? Eins og kunnugt er hafa leið- togar ESB haft í hótunum við Ís- lendinga með svipuðum rökum, þ.e. að við séum að veiða úr nytja- stofnum sem við höfum ekki samið við þá um.“    Getur verið að Steingrímur J. séeina ferðina enn að þóknast Brusselvaldinu?    Engin önnur sennileg skýringhefur komið fram á þessu óvenjulega löndunarbanni. Löndunarbann að hætti ESB STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 rigning Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 15 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 rigning Vestmannaeyjar 12 rigning Nuuk 12 léttskýjað Þórshöfn 13 þoka Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 17 léttskýjað Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 20 heiðskírt Dublin 20 skýjað Glasgow 17 skýjað London 22 heiðskírt París 22 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 18 léttskýjað Berlín 21 heiðskírt Vín 17 skýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 26 skýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 27 léttskýjað Montreal 27 léttskýjað New York 26 heiðskírt Chicago 28 skýjað Orlando 31 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:08 23:01 ÍSAFJÖRÐUR 3:44 23:35 SIGLUFJÖRÐUR 3:26 23:19 DJÚPIVOGUR 3:31 22:38 Kaupþing höfðaði tugi riftunarmála á síðustu vik- unum fyrir 30. júní 2012, en þá rann út frestur slit- astjórnar bankans til að höfða slík mál. Í svari, sem Feldís Lilja Ósk- arsdóttir, héraðsdómslögmaður, í slitastjórn Kaupþings, sendi við fyrirspurn Morgunblaðsins, segir að riftunarmálin taki til ýmissa ráðstafana Kaupþings banka síð- ustu mánuði fyrir hrun og séu byggð á ákvæðum XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti o.fl. Mörg málanna varði endurkaup á skuldabréfum sem slitastjórn telji að líta beri á sem endurgreiðslu skulda fyrir gjalddaga en önnur mál varði endurheimtu á öðrum grundvelli. „Vegna fyrirspurnar um stefnu Kaupþings á hendur Vest- mannaeyjabæ, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að und- anförnu, þá tjáir slitastjórn Kaupþings sig ekki um einstök mál,“ segir í svari Feldísar Lilju. skulih@mbl.is Höfðuðu tugi rift- unarmála

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.