Morgunblaðið - 23.07.2012, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JÚLÍ 2012
Túnið við bæinn Eyrarkot í Kjós er
án efa með litríkari túnum landsins
um þessar mundir en á laugardag
fór þar fram heimsmeistarakeppni
Poulsen í heyrúlluskreytingum.
Þetta var í sjötta sinn sem efnt var
til keppninnar en hún var þáttur í
dagskrá hátíðarinnar „Kátt í Kjós.“
Þátttaka var góð, að sögn að-
standenda keppninnar, en alls voru
um 90 heyrúllur skreyttar. Þetta er
eilítið minni þátttaka en undanfarin
ár og var það rakið til leiðinlegrar
veðurspár en veðrið var með ágæt-
um á keppnisdaginn.
Það var Sigrún Linda Karlsdóttir
sem var krýnd heimsmeistari í
flokki 17 ára og eldri en hún hefur
áður unnið titilinn, árið 2010. Í
flokki 16 ára og yngri var það Íris
Ösp Vilhjálmsdóttir sem fór með
sigur af hólmi.
Heyrúllurnar fagurskreyttu
munu standa í túninu við Eyrarkot
fram yfir verslunarmannahelgi og
um að gera fyrir áhugafólk um hey-
rúllulist að gera sér ferð í Kjósina
og berja verkin augum.
Heimsmeistarakeppni
í heyrúlluskreytingum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bústin býfluga Sigrún Linda Karlsdóttir sigraði í flokki 17 ára og eldri en hún vann einnig 2010.
Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu
þurfti að taka tvo
karlmenn úr um-
ferð aðfaranótt
sunnudags vegna
ölvunar, óspekta
og fyrir að hlýða
ekki fyrirmælum
lögreglu.
Lögreglumenn höfðu beðið þá um
að stilla sig og gefið þeim viðvörun.
Í tilkynningu frá lögreglu segir, að
það hafi dugað lítt og héldu menn-
irnir óspektum sínum ótrauðir
áfram. Þótti lögreglu þá sýnt að
eina meðalið væri gisting í fanga-
klefa. Mennirnir mega búast við
kæru vegna brota á lögreglu-
samþykkt.
Um klukkan fimm í gærmorgun
varð lögregla vitni að líkamsárás í
miðborg Reykjavíkur. Þar réðst
karlmaður á konu og veitti henni
áverka, en þó ekki alvarlega. Mað-
urinn var handtekinn og fluttur í
fangageymslu.
Fletti sig klæðum
Þá barst lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu tilkynning um tíu-
leytið í gærmorgun um mann sem
hafði flett sig klæðum og berað kyn-
færi sín fyrir framan konu sem var
að ganga með hundinn sinn í aust-
urborginni.
Lögregla segir að ekki sé vitað
hver var þarna á ferð.
Handteknir fyrir
ölvun og óspektir
Lögreglan á
höfuð-
borgarsvæðinu
hafði afskipti af
sex ökumönnum
milli kl. 21 og 4 í
fyrrinótt sem
höfðu ýmist ver-
ið sviptir öku-
réttindum eða
ekki öðlast þau. Fimm þeirra
reyndust vera undir áhrifum áfeng-
is og/eða fíkniefna og einn var með
hníf í fórum sínum.
Allir voru þeir látnir lausir eftir
skýrslutökur.
Á stolnum bíl
Þá hafði lögregla afskipti af öku-
manni í miðborginni um kvöldmat-
arleytið á laugardag en grunur lék
á að hann væri undir áhrifum
áfengis og/eða fíkniefna. Við nán-
ari athugun lögreglu reyndist hann
vera undir áhrifum fíkniefna. Þá
hafði hann verið sviptur ökurétt-
indum áður fyrir sömu iðju.
Að auki reyndist bílnum hafa
verið stolið úr austurborginni um
helgina. Maðurinn var látinn laus
eftir að tekið hafði verið úr honum
blóðsýni.
Upp úr miðnætti aðfaranótt
sunnudags voru höfð afskipti af
manni sem var að reykja kannabis
en lögregla rann á lyktina. Viðkom-
andi var einnig með kannabis í vas-
anum og hníf. Lögregla losaði hann
við þetta og má hann búast við sekt
fyrir vörslu fíkniefna og vopna-
burð.
Óku í vímu og án
ökuréttinda